Morgunblaðið - 10.08.1975, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGUST 1975
31
GREIN þessi birtist ( norska
vikuritinu FARMAND 14.
júnf sl. Eg hafði lagt hana
tii hliðar og var ekki búinn
að lesa hana, þegar ég rakst
á bréf frá lesenda f FAR-
MAND tveimur vikum sfðar,
en þar var Henrik Groth
þakkað fyrir eina af beztu
greinum, sem skrifaðar
hefðu verið f Noregi sl. 30
ár. Vildi bréfritari, að hún
yrði endurprentuð í hverju
einasta norsku blaði! Hann
gat þó jafnframt hugsað sér,
að þessi setning úr bðk Ayn
Rands fylgdi greininni:
„Það er ekki til neitt, sem
heitir bráðabirgða sjálfs-
morð.“
Ég tðk því greinina fram
Henrik Groth
strax, las hana og tel hana
holla lesningu hverjum
manni. Groth hefur mjög
persðnulegan stíl, sem ætfð
nýtur sfn bezt á móður-
málinu. Vona ég þð að efni
og meining komist til skila.
Höfundurinn er einn af
skemmtilegustu og gáfuð-
ustu mönnum, sem ég hef
kynnzt. Hann var á ferð hér
á landi fyrir 14 árum og hélt
þá fyrirlestur í hátíðasal
Háskðlans og f Mennta-
skðlanum á Akureyri. Hann
var þá formaður Norræna
félagsins í Noregi, en um
langt árabil var hann for-
stjðri Cappelens forlags f
Osló.
Ég vil aðeins taka það
fram, að mér fannst ðhjá-
kvæmilegt að halda orðinu
„finnlandisering" í grein-
inni og ekki taka þvf að
varpa fram nýyrði, því að
þðtt það næði að festa rætur,
er hætt við, að það yrði of
seint.
SVEINN ÁSGEIRSSON.
Ef til vill er Solzhenitsyn eini
maðurinn nú, sem gerir sér fulla
grein fyrir vesaldómi heimsins og
framtíðarhorfum hans: hinu yfir-
vofandi falli mannlegrar viróing-
ar, orminum, sem hefur etið sig
inn að hjartarótum frelsisins,
hinni siðferðilegu upplausn í
vestri, sigri ofbeldis og ógnar-
stjórnar.
1 grein sinni í Le Monde (sem
birtist i Mbl. 9. júlí sl. áb.þýð.)
lýsir hann þvf yfir, að Evrópa og
Ameríka hafi þegar beðið ósigur í
þrióju heimsstyrjöldinni. Hann á
þá ekki aðeins við sigur kommún-
ista f Kína og afleiðingar hans eða
hina endalausu röð valdarána og
hinna vaxandi ógnun gagnvart
nýjum landsvæðum og þjóðum:
Tveir eða þrír áratugir enn, spáir
hann, og hugtakið „Vesturlönd"
mun hverfa af yfirborði jarðaf. „í
siðastliðin þrjátíu ár höfum við
ekki orðið varir við annað en
afturför, alltaf undanhald, aldrei
séð neitt nema leið vanmáttar og
hnignunar."
Menn þurfa ekki að vera krist-
innar trúar eins og Solzhenitsyn
til að vera á sama máli.
En í hvaða myndum mun þessi
dapurlega þróun eiga sér stað?
Við skulum snöggvast gleyma
óttanum við kjarnorkustríð og
gera ráð fyrir friðsamlegri og
seinvirkari kosti. Þegar ekki er
lengur um að ræða algera tor-
tímingu og meira að segja varla
um hefðbundið stríð, hverfur
skelfingaróttinn úr hugum okkar.
í forsal dauðans kemur yfir menn
hin undarlega sálarró, sem býr þá
undir það, sem í vændum er.
Það mun allt saman gerast
innra með okkur, kannski án þess
að hár blakti á höfði okkar.
Við erum til sölu. Við höfum
ekkert að deyja fyrir, hvorki
föðurland, trú né lífsstefnu.
En hið persónuiega frelsi?
Blöði mun heldur ekki verða
fórnað til að verja það. Skref fyrir
skref, næstum ómerkjanlega,
mun ragmennska okkar og hug-
leysi, skortur okkar á ófrávikjan-
legum lögmálum og pólitísk
blinda leiða okkur þangað, sem
raunsætt og skynsamlegt tillit til
ofureflisins verður upphafið til
mannlegra dyggða.
Hvað og hverjir eiga sökina á
slíkri þróun?
Aður en við hefjum réttarhöld,
verður við að kanna, hvar við
erum staddir núna, og reyna að
læra af þeim, sem fyrir löngu
hafa látið sér lynda viss skref á
leiðinni til glötunarinnar.
„Finnlandisering“ er fyrirbæri,
sem fjallað er um nú á timum i
tímaritum og dagblöðum um allan
heim — vafalaust af því að mönn-
um finnst það mildari túlkun á
mannlegri lítillækkun — næstum
því eitthvað, sem hægt er að
byggja von sina á, þar sem allir
aðrir kostir eru ennþá grimmi-
legri.
1 Finnlandi sjálfu eru vanda-
málin áþreifanleg, að þvi er
virðist auðskilin, en eigi að síður
flóknari en svo. Það er afstæði í
finnskum stjórnmálum, einka-
leyfi, friðindi og sjálfsritskoðun
(sbr. sjálfsgagnrýni, þýð.) og
bein pólitísk fyrirmæli frá
Moskvu. Burtséð frá þeim 15%,
sem eru kommúnistar I Finnlandi
— barnabörn rauðliðanna í
borgarastyrjöldinni — er kjöl-
festa í finnsku sálarlífi, sem ekki
er að finna i hinum stóru Evrópu-
löndum. Hún byggist á þeirri
meðvituðu varúð, sem fylgir
hinni finnsku glötun andlegs
frelsis.
Við skulum koma aftur að Finn-
landi síðar. En fyrst skulum við
líta á hinn vestræna heim i heild.
Það er ekki fyrr en nú — þegar
það er of seint — sem okkur er að
verða ljóst, að æskulýðsuppreisn-
in 1968 boðaði eitthvað alvarlegt
og ískyggilegt: afvegaleiddur af
samúð i garð hinna minni máttar
(en I rauninni af hatri gegn hin-
um máttugu) réðst æskulýðurinn
gegn lögum og þjóðfélagsháttum,
sem tekið hafði aldir að byggja
upp. Um tíma héldu menn, að hér
væru hinir eilíflega óstýrilátu
stúdentar að verki. Jú, en þeir
voru orðnir hættulega f jölmennir
og rufu hamstola hin þröngu
mörk umhverfis hina ævagömlu
háskóla sína. Foreldrarnir voru
mjúkir sem vax og „skildu" unga
fólkið. Kannske er hægt að kalla
byltingu sjötta áratugarins „svik
yfirmannanna". Kennararnir
voru ekki miklu eldri né skyn-
samari en stúdentarnir óg létu
undan árásunum á yfirvöldin.
Þetta smitaði verkalýðshreyfing-
una, sem klofnaði og ungar
stöðugt út vinstri hópum, sem
hafa byltingu og' ofbeldi að
markmiði og ráðast gegn öllu, sem
vald má kalla, um leið og þeir
krefjast járnaga innan hópsins.
Hið fyrsta, sem hlaut að lamast,
var að sjálfsögðu öll viðleitni til
að skapa einingu og meiningu um
varnir Vesturlanda. Þeim mun
harðari sem árásir vinstrisinna
urðu á NATO, þeim mun veikari
varð trúin á það, að NATO mundi
duga, þegar á reyndi. Hinar
hernaðarlegu og stjórnmálalegu
hrakfarir Bandarikjanna ollu
miklum vonbrigðum og álits-
hnekki. 1 dag er það nær óhugs-
andi, að hermenn Evrópu — sem
eru ískyggilega fáir miðað við
herstyrk Sovétríkjanna — mundu
vera reiðubúnir að deyja fyrir
lönd sín, ef í odda skærist — eða
fyrir Evrópu. Bandaríkin verða
að bjarga því, en það er einmitt
það, sem þau ekki munu geta.
Þarna er þá gervöll gamla
Evrópa, spillt af sællífi, án
nokkurrar hugsjónar, sem
sameini hana, án nokkurrar
sjálfsvirðingar. Hið persónulega
frelsi — en annað frelsi er ekki til
eða er aðeins milliliður — var á
sínum tíma lofsungið hástöfum.
En þar sem einstaklingshyggjan
sem heimspeki og trú er horfin,
er frelsið i dag orðið að útslitnu
hugtaki, tómum poka.
Annaðhvort eru menn ungir og
heimskir eða menn eru eldri og
ruglaðir, en umburðarlyndir
gagnvart hinum hugumstóra ung-
dómi, sem gjarna vill beita sitt
eigið fólk ofbeldi, en ekki aðsteðj-
andi óvini. Eins og í Frakklandi
1940 er enginn varnarvilji fyrir
hendi. Herskyldutíminn, sem í
Soétrikjunum er tvö ár, hefur
verið styttur í Evrópu í 12, 9 eða 6
mánuði. Stöðugt minni hluta af
afrakstri þjóðarbúsins er varið til
varna. Og hversu margir eru þeir
ekki, sem segja við sjálfa sig: til
hvers væri þaö? Er það nokkur,
sem trúir því enn, að risavél
NATO verði sett í gang vegna
Finnmerkur? Við höfum — eins
og Solzhenitsyn segir — þegar
tapað stríðinu.
Það eru þessi skuggalegu
hugboð, sem valda því, að
athyglin beinist sérstaklega að
heilsufari Finnlands. Hvað er að
gerast I landi, þar sem ekki er
hægt að gefa út GULAG-eyjaklasa
Solzhenitsyns, þar sem forseta-
frambjóðendur verða að draga sig
til baka að skipun frá Moskvu
(Olavi Honka 1962) og þar sem
eigin lög verður að samþykkja i
skyndi til að framlengja — í'bióra
við stjórnarskrána — kjörtimabili |
Kekkonens forseta?
Er hægt að kalla „finnlandiser-
ingu“ sálræna upplausnar-
aðferð? Já, að minnsta kosti ef við
höfum i huga þau örlög, sem
sennilega bíða okkar sjálfra. í
Finnlandi gegnir öðru máli. Vetr-
arstriðið og önnur fyrirbæri, sem
snerta sálarlíf landamæraþjóðar-
innar, geta bent til samblands
sveigjanleika og seiglu. Hin nær
ótrúlega kalda rökhyggja í finnsk-
um stjórnmálum byggist á
siðgæði, sem, þótt fjarstæðukennt
kunni að þykja, er miklu æðra en
þekkist annars staðar i Evrópu
eða i Ameríku, þar sem hin and-
lega farsótt geisar — að mönnum
óafvitandi og að því er virðist án
sjúkdómseinkenna.
Það má margt læra af sjálfs-
virðingu Finna — og sjálfs-
uppgjöf.
Tveir merkir menn, þeir dr.
George R. Urban, fréttaskýrandi
hjá BBC og útvarpsstöðinni
Frjálsri Evrópu, og hinn kunni
samtimasagnfræðingur og hern-
aðarsérfræðingur í Finnlandi,
Wolf H. Halsti, hafa gefið óvenju
djúprista skilgreiningu á
„finnlandiseringunni“, hinni
vestrænu hnignun og þrælasótta-
stefnu Sovétrikjanna í tímaritinu
„Freedom at Issue“ í júni 1975.
Fyrst og fremst finnst okkur
fróólegt að vita, hvernig vel gefn-
ir Finnar líta á sína eigin aðstöðu.
Þeir leita heimspekilegrar fjar-
vistarsönnunar í algildri afstæðis-
kenningu. „Frelsi og sjálfstæði
eru ekki afdráttarlaus gildi,“ seg-
ir Halsti. „öll heimsins lönd, líka
stjórveldin, verða að laga sig að
aðstæðum hverju sinni, og
smáríkin verða að sjálfsögðu að
gera það í enn ríkari mæli en hin
störu.“
Með því að bera saman
hernaðarlegt ofurefli Sovét-
rfkjanna og 250 milljónir íbúa
þeirra og Finnland með 4,5
milljónir, gefur Halsti i skyn eitt-
hvaó sjálfsagt og löghelgað i
heimsskipuninni — um leið og
hann bendir á, að frelsið — undir
vökulu eftirliti Moskvu — hafi
frekar aukizt en minnkað i
Finnlandi — sem stórlega ber að
efa. Hann vísar á bug — eins og
flestir Finnar — sjálfri skilgrein-
ingunni á „finnlandiseringu".
Aðalatriðið sé, að réttarfarið í
Finnlandi, hið borgaralega frelsi
almennt og hinar lýðræðislegu
stofnanir virðist vera i eðlilegu
horfi. Hann ber saman afstöðu
Sovétrikjanna og viðhorf
Kennedys í Kúbudeilunni, en það
er allvafasöm hugsanaæfing. Og
um leið segir hann: „Auðvitaó er
umburðarlyndis-þröskuldur ein-
ræðisríkis lægri en í lýðræðis-
ríki.“
Halsti afhjúpar baráttu Moskvu
gegn finnskum sósialdemókrötum
af hreinskilni, sem óneitanlega
hefði verið óhugsandi fyrir
nokkrum árum: Tanner, sem varð
að dæma i fangelsi sem stríðs-
glæþamann, K.A. Fagerholm, sem
Moskva neyddi til að segja af sér
embætti forsætisráðherra. ,,Njet“
Sovétríkjanna við NORDEK
(efnahagsbandalagi Norður-
landa, sem Finnland var neytt til
að splundra), firðeftirlit þeirra
með finnskum blöðum og útgáfu-
starfsemi. Þessi „sjálfsritskoðun"
fer fram af hinni þjóðlegu „nær-
gætni“, gerir hvern þann Finna,
sem gagnrýnir Sovétríkin, að eins
konar landráðamanni eða að
minnsta kosti að hættulegum
fáráðlingi.
Og hér er það, sem viðmæland-
inn, dr. Urban, reynir stöðugt að
ná taki á Finnanum: Er Finnland
lýðræðisríki, þegar menn þora
ekki að láta í ljós skoðanir sínar?
En hinn rökvisi og skarp-
skyggni Finni — Halsti — hefur
alveg gleymt, að þetta sé atriði,
sem máli skipti. Milli rfkja ráði
þyngdarafliö — og líta verði i
mörg horn. Og úr þvi að hægt er
að hafa á öllu endaskipti: 1 öllum
leppríkjum Sovétríkjanna öfundi
menn Finna og eigi ekki aðra ósk
heitari en að verða „finnlandiser-
að“. Halsti, ofursti, minnir á hern-
aðarafrek Finna í vetrarstríðinu
og segir, að það sé hinni „raun-
sæju“ tilhliðrunarstefnu
Paasikivis, sem Kekkonen vilji
halda fast við, að þakka, að tiltölu-
lega farsæl samskipti hafi tekizt
við risann í austri. En óttinn vió
að missa hlutleysi Sviþjóðar hef-
ur einnig haft sin áhrif á hina
pólitísku sérstöðu Finnlands. Ef
Sovétrikin hefðu gleypt allt
Finnland og sótt fram til Botten-
viken, hlyti Svíþjóð að hafa
gengið i Atlantshafsbandalagið.
Halsti harmar það, aó ekkert fái
breytt Rússum: að eðlisfari eru
þeir kreddufastir og haldnir í
senn þrælsótta og harðstjórnar-
fýsn — markmið utanrikisstefnu
Rússa breytist aldrei. Hann hefði
átt að minna á það, að Finnland
hafði sem rússneskt stórfursta-
dæmi vanizt frelsistakmörkunum.
Um hina siðferóilegu hnignun
Ameríku og Nixon-stjórnarfarið
segir hann aðeins: Það er ekki
hægt að treysta á Bandarikin, og
þeir, sem það gera, eru i hættu.
Og síðan koma orðaskipti, sem
miklu máli skipta fyrir
Norðmenn:
Urban: Staða Noregs í
harðnandi hernaðarkapphlaupi
Bandarikjanna og Sovétrikjanna
er mjög viðsjál. Er ekki hætt við,
að þaó verði sótt fast, að landið
gerist hlutlaust að finnskri fyjár-
mynd?
Halsti: Það hefur alltaf verið
stefna Sovétrikjanna að koma
Noregi út úr Atlantshafsbanda-
laginu og fá landið til að taka upp
hlutleysisstefnu að sænskri fyrir-
mynd.
Urban: Norðmenn eru nú
greinilega áhyggjufyllri en
nokkru sinni fyrr vegna öryggis
sins.
Halsti: Þeir hafa fyllst ástæðu
til að vera það.
Urban: Það er engan veginn
öruggt, að NATO-rikin komi nógu
fljótt og með nægilegum styrk til
að koma i veg fyrir sovézkt her-
nám Norður-Noregs. Og þó að
þeim tækist að koma hjálparsveit-
um á land, er vafasamt að þær
gætu haldið velli gegn ofurefli
Sovétríkjanna af venjulegum her-
styrk.
Halsti: Ég er innilega sammála.
Persónulega skil ég ekki, af
hverju Noregur heldur áfram að
vera i NATO. Sálfræðilega er
hægt að skýra það, á meðan
mir.ningarnar um hernámið 1940
eru lifandi. En fyrir hagsmuni
Noregs er aðildin fráleit. Landið
er háð hernaðarbandalagi, sem
ekki getur veitt öryggi.
Allsherjarhlutleysi Skandi-
navíu (sem Kekkonen og
Sorsa mæla með) mundi auðvitað
hafa í för með sér missi andlegs
frelsis, um nær öll Norðurlönd.
En ekki hafa allir Finnar fellt
sig við „finnlandiseringuna“. I
vor-hefti timaritsins „Index“
Framhald á bls. 34