Morgunblaðið - 10.08.1975, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGUST 1975
Og Gu8 hnoðaði deig til a5 búa mann . . .
Fyrr hafði ég ekki hugsað að
Bakkabræður hafi haft skipu-
lagshæfileika þegar þeir rugl-
uðu saman fótum sínum forð-
um, en að vera þátttakandi í
niðurröðun rútubíisins til Arba
Minch, kallaði slika hugmynd
fram. Þar fór margslungin
hleðsla fram.
Við vorum mætt á rútubíla-
stöðina í Addis Ababa klukkan
hálfsex að morgni, hálfri
stundu eftir að útgöngu-
banni frá miðnætti var af-
létt. Séra Bernharður hafði
þrætt leiðina að rútubíla-
stöðinni um ómerkta borg-
ina. Eina gatan með nafni,
Churchillvegur, var viðmiðun-
in, en síðan áttum við að beygja
hjá bakaranum á þvergötunni,
inn á götuna með olíustöðinni,
fram hjá húsinu með járnþak-
inu, niður bröttu götuna og upp
þröngu götuna og svo framveg-
is. Við náðum á áfangastað og
keyrðum inn á stöðina þar sem
hundruð manna voru í hópum
kring um hina fjölmörgu rútu-
bila, sem áttu senn að leggja af
um og allt leit út fyrir að ég
væri eini farþeginn sem gæti
þó rétt úr fótunum. En adam
var ekki lengi í paradís. Stanz-
laust hópaðist fólk inn i bílinn
þótt öll sæti vætru setin og alltaf
tókst að koma hverri viðbót fyr-
ir. Þegar bíllinn ók af stað
klukkustund á eftir áætlun
vegna hleðslunnar, voru fót-
leggir mínir fléttaðir saman við
fótleggi bæði eþiópískra karla
og kvenna, einna sjö eða átta og
aldrei vissi ég hver átti hvað
nema mína þekkti ég þar sem
þeir voru ennþá hvítir að
mestu. Á gólfinu sátu farþegar
og nokkrir lágu uppi i farang-
ursgrindunum.
Við ókum sem leið lá út úr
Addis, 6 tíma keyrsla i þessu
ágæta samkvæmi var framund-
an. Á leiðinni út úr borginni
ókum við framhjá fjölda hunda
sem lágu dauðir á götunni. Það
er stundum skemmtun hjá bil-
stjórunum þarna að keyra yfir
hunda því nóg þykir af þeim og
heldur meira. Eftir akstur
nokkurn spöl út úr borginni var
háisi var ekki mögulegt að
heyra í sjálfum sér og það var
ekkert við þessu að gera nema
brosa eins og hinir.
Eftir þriggja tima akstur og
þrotlausan hávaða skeði óvænt
happ, útvarpið biiaði. Stundar-
korn heyrðist áfram í villtum
röddum farþeganna sem sungu
með af hjartans list, en brátt
ríkti dauðaþögn og allir horfðu
flemtri slegnir á útvarpið. En
það dugði ekki til, og ekki
heyrðist múkk frá græjunum.
Maður tók við af manni að
klöngrast fram i og reyna að
koma draslinu i gang aftur, en
allt kom fyrir ekki, sem betur
fer, því síðustu þrjá tímana
hafði ekki borizt tónlist úr há-
tölurunum, heldur truflanir,
ofsalega hljómmiklar.
Fjörið í rútunni fjaraði nú
snarlega út og þeir sem lágu í
farangursgrindunum fengu sér
brátt blund. Allt í einu heyrðist
ógurlegur hvellur, þvf einn
hjólbarðinn hvellsprakk, en
þetta olli mikilli upplausn í
bílnum því flestir farþeganna
virtust halda að herinn væri að
gera skotárás. Vegna þrengsla
var ekki mikið hægt að hreyfa
sig i bílnum, en þegar hvellur-
inn dundi yfir köstuðu allir sér
niður i gólf og kösin varð ógur-
leg. Bíllinn snarhemlaði og
ekki leið á löngu þar til ót'ta-
slegin augu stóðu á stilkum upp
úr kösinni og höfuð og annað i
framhaldi hélt sömu leið. Þá lá
fyrir að 'gera við eða skipta um
dekk. Dyrnar voru opnaðar og
farþegarnir streymdu út. Það
tók langan tíma að klöngrast út
um dyrnar því konurnar settust
óðar á hækjur sinar fyrir utan
dyrnar, tóku niður um sig og
sinntu kölluninni. Skelfing tók
það langan tíma, en það veitti
víst ekki af fyrir sólbakaða
jörðina.
Hjólbarðinn var í tætlum og
það tók góða stund að skipta
um, því mönnum bar ekki sam-
an um hvernig ætti að standa
að verkinu, en allir farþegarnir
nutu þess að horfa á og leggja
eitthvað til málanna. Allt rak
sig þó að lokum og aftur var
hlaðið i bílinn. Á minu svæði
fléttuðum við saman fótleggina
og konan mín kom sér aftur
fyrir í sínu sæti með hné upp að
höku allan timann vegna
þrengsla. Við vorum eina hvita
Eþíópisk móðir með barn sitt og bros.
fólkið i bílnum af þeim líklega
60—70 sem voru i 40 manna
rútu.
Þegar búið var að keyra góða
stund og ýmsir voru búnir að
banka af og til i útvarpið, dró
ég fram kort af Evrópu, Asíu og
Ameríku. Hófst nú mikið spjall
um kortið og menn vildu vita
hvaðan við kæmum. Þegar við
bentum á Island sagði einn
kampakátur, Amerikanó, en ég
reyndi að útskýra að svo væri
ekki, en hann stóð fast við sína
meiningu, þvi hún var sú að
ekkert væri til nema Eþiópía og
Ameríka. En menn sáu að við
vorum langt að komin og það
þótti virðingarvert og menn
nikkuðu nú höfðum sinum í
mikilli lotningu þrátt fyrir
þrengslin. Miðað við heimatil-
búnu kenninguna um upphaf
Eþíópíu var ekki óeðlilegt að
heimamaðurinn teldi veröldina
ekki margslungna utan Eþi-
ópiu. Eþiópiumenn eru mjög
stoltir af uppruna sínum, enda
ekki nema von samkvæmt
þeirra eigin upplýsingum.
Þegar Guð hafði lokið við að
skapa jörðina fór hann að
hugsa til þess að skapa mann.,
Það gerði hann með þvi að
hnoða deig i köku, láta höfuð,
fætur og handleggi á kökuna og
Sveitakonur að selja mais a þorpslorginu.
fðtleggjum í afrískum rútubiT’
„Að fiétta saman
stað þá og þegar út um allar
trissur. Við fengum að vita að
bíllinn til Arba Minch væri sá
rauði með stóra hátalaranum á
þakinu og hann væri við hliðina
á bláa bílnum. Nú reyndust
flestir. bílanna bæði bláir og
rauðir og þannig hafa þeir víst
alltaf verið, en um síðir fund-
um við okkar bíl og þá hófst
hleðslan. Það var mikið mál,
því sætin eru svo mjó að það er
varla hægt að sitja i þeim og
það er svo þröngt á milli þeirra
að ekki er mögulegt að koma
fyrir hnjám og því sem fylgir
þar um hring.
Ég varó strax mikið vanda-
mál í bílnum og aóalástæðan
var sú að ég var svo stór og tók
svo mikið pláss miðað við þessa
álfakroppa sem voru þarna á
ferð. Fjórum sinnum þurfti ég
að skipta um sæti í hleðslu-
framkvæmdum bilstjórans á
meðan verið var að kanna hvar
hægt væri að koma mér fyrir
þannig að plássið nýttist sem
bezt. Um siðir fékk ég þó bezta
plássið miðsvæðis fremst í bíln-
rútan stöðvuð af hermönnum.
Allir voru reknir út og leitað
var að vopnum. Svo hófst
hleðslan á ný, þvi engin vopn
fundust og gekk furðu greið-
lega að flétta saman fótleggina
á ný, þannig að allir urðu sáttir
og sælir og ekki var það til að
draga úr sælunni að senn skyldi
hefjast skemmtilegasti- þáttur
rútuferðarinnar, að dómi
heimamanna, en það var tón-
listarflutningur af segulbandi
rútunnar. Það finasta í þessu
öllu saman þykir sá tónflutn-
ingur, en hátalarar eru bæði
inni og utan á bílnum, stórir
hátalarar og sá uppi á þakinu
þó langstærstur, því það eru
ekki aðeins farþegarnir sem
skulu fá að njóta tónlistarinnar.
Nú þykir bölvuð lágkúra
þarna um slóðir að vera að
stilla útvarpið öðru vísi en á
það hæsta mögulega og er það
tii þess að tækið notizt sem
bezt. Hófst nú mikið fjör í rút-
unni, því allir hátalarar titruðu
eins og mögulegt var. Þótt mað-
ur syngi einhver hljóð fullum
1 rútunni á leið tii Arba Minch.