Morgunblaðið - 10.08.1975, Page 36

Morgunblaðið - 10.08.1975, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGUST 1975 Auga fyrir auga ifif Death Wish, amerísk, 1974. Leik- stjóri: Michael Winner. Michael Winner og Charles Bronson hafa gert allmargar myndir I sameiningu og meðal þeirra nýlegustu má nefna The Mechanic, Chato’s Land og The Stone Killer. Hafa fæstar myndir þeirra félaga verið áhugaverðar en nú bregður svo við, að hugmyndin að baki Death Wish er langt frá þvf að vera galin. Hér segir frá bygg- ingaverkfræðingi, Paul (Bron- son), sem lifir eðlilegu fjöl- skyldulífi í New York, þar til dag nokkurn, að þrír afbrota- unglingar ráðast á konu hans og dóttur, með þeim afleiðing- um, að eiginkonan deyr, en dóttirin missir vitið. Paul hefur verið mótfallinn öllu ofbeldi og frjálslyndur í skoðunum, en þegar kunningi einn gefur honum byssu í þakklætisskyni fyrir velunnið verk, fara að þró- ast ýmsar hugmyndir með honum. Glæpafaraldur gengur um New York, og kveður svo rammt að árásum á fólk, að menn telja sig ekki óhulta á ákveðnum svæðum eftir myrk- ur. Lögreglan stendur ráðþrota gagnvart þessum glæpum, svo Paul tekur til sinna eigin ráða. Hann fer að venja komur sínar á skuggalega staði, egnir glæpa- lýðinn til árásar á sig og skýtur þá umsvifalaust til bana — í sjálfsvörn. Fjölmiðlarnir eru fljótir að taka við sér, og „vöku- maðurinn”, eins og hann er kallaður, vekur brátt aðdáun allra borgarbúa. Glæpunum fækkar um helming, meðan lög- reglan setur í gang umfangs- mikla leit að „vökumanninum”. Þó að myndin risti ekki djúpt í samfélagsleg vandamál, sýnir hún athyglisverða þróun. Þegar friðsömum borgarbúum er stöð- ugt ógnað með líkamsárásum og ránum, sem lögreglunni er um megn að stöðva, taka þeir til sinna ráða og skjóta þessa af- brotamenn niður. Lög og réttur eru fyrir bí, en ofbeldið er þá farið að ríkja á báða bóga. Eins og Winner bendir réttilega á í myndinni ýtir eitt ofbeldisverk undir það næsta og þannig koll af kolli. Þegar „vökumaðurinn” er orðinn frægur og dáður fyrir hugrekki sitt, fara aðrir borgar- búar að dæmi hans, en eins og fram kemur í einni sjónvarps- fréttinni, eru hinir friðsömu borgarar strax farnir að beita jafn miklu eða meira ofbeldi en Charles Bronson les um sjálfan sig f Death Wish. glæpamennirnir. I síðustu árás- inni kemst Paul einnig að því, að glæpamennirnir, sem hingað til hafa aðeins verið vopnaðir hnffum eða berum hnefunum standa honum nú jafnfætis með byssu í hönd. Þannig smá vex ofbeldið á báða bóga, meðan yfirvöldin núa saman hönd- unum og reyna að finna ein- hverja lausn á málinu. I upphafi fer myndin heldur rólega af stað, enda er Bronson hér í gjörólíku hlutverki miðað við fyrri myndir, en hann kemst þó fljótlega f sinn gamla ham, þegar hefndin hefur náð tökum á honum. I rauninni ber myndin í uppbyggingu öll ein- kenni vestra, þar sem byssan er lögin og hefnd einstaklingsins sómi hans. En með því að að- laga þennan efnisþráð nútíma- aðstæðum, verður myndin um- hugsunarverð og sennilega sú skásta frá hendi Winners/Bronson um nokkurt skeið. SSP. Fjörkippir Svo virðist sem árið 1975 ætli að verða mjög hagstætt amerískum kvikmyndum, að því er Jay Cocks, gagnrvnandi hjá Time, segir í grein, sem hann skrifaði í kanadíska kvik- myndablaðið Take One fyrir skömmu. Þar heldur hann þvl fram, að oft hafi liðið heilu árin án þess að frumsýndar hafi verið jafn margar góðar myndir og gert hefur verið á tveim mánuðum á þessu ári. Með tveggja vikna millibili birtust French Connection 11, (John Frankenheimer leikstýrir Gene Hackman í beinu framhaldi af fyrri myndinni), Return of the Pink Panther (Blake Edwards og Peter Sellers taka upp þráð- inn aftur, þar sem þeir skildu við hinn upprunalega Pink Panther fyrir 12 árum) og Night Moves, ný mynd frá leik- stjóranum Arthur Penn (Bonnie and Clyde/Little Big Man). I Night Moves leikur Gene Hackman aðalhlutverkið, einkaspæjara, en Hackman er nú einn alvinsælasti kvik- myndaleikari í Bandaríkjunum og má geta þess, að í sömu báðar viðtekinni frásagnarhefð og eru gerðar eftir þaulreynd- um formúlum, en Cocks telur þær báðar afbragðsgóðar innan sinna takmarka. Hins vegar er Nashville öllu meiri tilraun, Altman berst gegn hefðbund- inni frásögn og formúlu- kenndri uppbyggingu. Nash- ville fjallar um Ameríku nútím- ans, og virðist Cocks megin- þráður myndarinnar vera tóm- leiki. Efnislega snýst Nashville um bandaríska þjóðlagatónlist (þ.e. country and western music), þar sem er að finna bæði tilfinningalegustu og barnalegustu hugmyndir og drauma amerísku þjóðarinnar. Samkvæmt lýsingum Cocks reynir Altman að draga fram hina grátbroslegu tilveru þessa fólks, bæði þeirra, sem fremja tónlistina og hinna, sem nærast á henni til andlegrar uppbygg- ingar. En Altman er ekki hrokafullur í lýsingum sínum, þvert á móti ber hann mikla umhyggju fyrir persónum sínum og það er þessi um- hyggja og skilningur, sem verður þess valdandi, að Robert Altman — annar athyglisverðasti leikstjóri Randarfkja- manna á eftir Kubrick. vikunni og Night Moves var frumsýnd, var frumsýnd önnur mynd með honum í aðalhlut- verki er nefnist Bite the Bullet, gerð af Richard Brooks (In Cold Blood/The Profession- als/The Heist). Auk þessara þriggja fyrstnefndu, sem Cocks telur mjög góðar telur hann aðrar þrjár öllu betri, en það eru The Wind and the Lion, mynd í ævintýrastíl eftir John Milius, Nashville eftir Robert Altman og Jaws eftir Spielberg. The Wind and the Lion og Jaws (sem fjallað var um hér á sfð- unni fyrir skömmu) fylgja nokkur augnablik í Nashville öðlast, að mati Cocks, sjálfstætt lif eða lifrænt gildi, sem er svo einstaklega fágætt, og um leið verðmætt, innan kvikmynda- listarinnar. Af bandarískum leikstjórum er Altman nú talinn ganga næst Kubrick að vebðleikum og hafa þarlendir gagnrýnendur lokið upp einum munni um ágæti Nashville. Og vonandi líður ekki á alltof löngu þangað til hérlendir kvik- myndahúsgestir fá að sann- reyna það, að Nashville sé ekki oflofuð. SSP. Gene Hackman sem Doyle f French Connection II. Demant stúlkan 0 Lady Ice, amerísk, 1973. Leikstjóri: Tom Gries. Sem betur fer er fremur óalgengt að sjá jafn efnislitlar og spennusnauðar sakamála- myndir sem Demant stúlkuna. Eftir allsnyrtilegan inngang segir hún frá viðureign einka- spæjara, sem starfar f þjónustu tryggingafyrirtækis, við glæpa- hring, sem fæst við rán og smygl á demöntum. En ein- hvers staðar miðja vegu í mynd- inni fer hún að hallast að ein- hverri rómantískri hálfvelgju milli Sutherlands og ungfrú O’Neil, sem að sönnu eru bæði hin geðfelldustu útlits en það dugir skammt, þegar leik- stjórinn veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga, þann róman- tíska, eða þann glæphneigða. Auk þess er myndin þrúguð af tryggingafræðilegum smáatrið- um glæpsins, sem gera mynd- ina lítt skiljanlega og allt efnis- innihald er þar af leiðandi nokkuð loftkennt. Hámarki nær myndin í lokin, þegar þau skötuhjúin standa á ströndinni og horfa á eftir nýfengnum auði sínum; bresta þau í hlátur, sem magnast upp og fylgir áhorfendum út úr salnum. Þar með er rekið smiðshöggið á þessa aðlaðandi lfkkistu — utan um eintómt loft. Það er ekki frítt við að hláturinn hljómi storkandi, líkt og sá hlæi, sem haft hefur mann að ginningarfífli. SSP. kvik mijnl /ídon SIGURÐUR SVERRIR PÁLSSON F rétta- Kvikmyndir í bigerð: % Francis Ford Coppola hefur verið að leita sér að baksviðsumhverfi fyrir næstu mynd sína, Apocalypse, Now, sem gerist í Viet Nam (hand- ritið er eftir John Milius). Einnig er hann með í undirbúningi mynd er nefnist Tucker, sem fjallar um mann, er reynir að finna upp nýja tegund bifreiða. 9 Roberto Rosselini vinnur nú að kvikmynda- töku (í Túnis og Róm) um ævi Krists. Nefnist myndin The Messiah og er áætlaður kostnaður um 4 milljónir dollara. # Nicolas Roeg (leik- stjórinn, sem gerði Don’t Look Now) vinnur nú að mynd er nefnist The Man Who Fell to Earth með David Bowie í aðalhlut- verki. # Arthur Penn mun innan skamms hefja kvikmyndatöku á vestra, The Missouri Breaks, með þeim köppum Marlon Brando og Jack Nicholson í aðalhlutverk- um. # Federico Fellini vinn- ur nú að myndinni Casanova, og er titilhlut- verkið leikið af Donald Sutherland. Þegar þess- ari mynd er lokið, mun Fellini taka til við fram- hald af Amarcord, þar sem Mercello Mastroi- anni mun leika Fellini. 0 Sam Peckinpah hefur nýlokið við upptöku á myndinni Killer Elite, sem fjallar um starfsemi CIA, með þeim James Caan, Robert Duvall og Gig Young. # ítalski auðjöfurinn Dino De Laurentiis fram- leiðir enn myndir af fullum krafti og meðal væntanlegra mynda hjá honum eru The King of The Gypsies, sem Peter Bogdanovich bæði skrif- ar og leikstýrir og Buffalo Bill and the Indi- ans, þar sem Robert Altman leikstýrir Paul Newman. De Laurentiis ætlaði einnig ásamt Para- mount að endurgera kvikmyndina um King Kong, en um leið og þessi fyrirætlun var gerð heyr- inkunn fengu þeir á sig 25 milljón dollara skaða- bótakröfu frá dreififyrir- tækinu Universal, sem taldi sig, samkvæmt samningi við gamla fyrir- tækið RKO, eiga einka- rétt á að endurgera King Kong myndina frá 1933. # Roy Rogers, sem ekki hefur leikið í kvikmynd í 21 ár, hefur nú ákveðið að snúa sér að kvik- myndaleik aftur í mynd- inni Mackintosh and T.J., sem að sjálfsögðu er vestri. SSP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.