Morgunblaðið - 15.08.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.08.1975, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. AGUST 1975 Jón I. Bjarnason; Billinn skríður örugglega slóð- ina um úfið hraun og svarta sanda í áttina að Dyngjuhálsi. Rökkur ágústnæturinnar varpar dulúðg- um blæ á hraunkarlana. Ofar fjallskuggum logar hvít birta jökulhvelsins með fyrirheit um heiðríkju næsta dag. Það er laugardagskvöld 2. ágúst, og í bílnum er 2° manna hópur á veg- um Utivistar á leið i Gæsavötn, en ferðinni er heitið á Vatnajökul næsta dag. Glatt er á hjalla, spjallað og spaugað og spáð um veður. Nú sést ljós í glugga, við erum komin i áfangastað. Skáli Jökla- ferða hjúfrast við úfna hraun- brúnina í mjúkum skugga öræfa- næturinnar. Við stigum út úr bílnum. Það kular af Bárðar- bungu, en við okkur ómar glaður söngur ungmenna, um Ieið og Baldur Sigurðsson lýkur skála- dyrunum upp og býður okk- ur hjartanlega velkomin. Og söngurinn ómar enn um stund. Hér er einnig á ferð hópur æsku- fólks frá Akureyri, og þcss er söngurinn, glaður og hlýr, svo að kulið frá Bárðarbungu má sín ekki. Flest okkar sofa i hlýjum og vistlegum skálanum, en nokkur slá tjöldum á sléttri grund við lind sem fellur i vötnin sem eru skammt undan. Baldur segist vekja okkur snemma i fyrramálið, þvi að örugglega verði jöklaveður. Góðan dag. Það er ákjósanlegt jöklaveður og við leggjum af stað upp að jökli eftir klukkustund. Glaðleg rödd Baldurs hljómar í morgunskímunni, og það leynir sér ekki að honum er mikið í mun að komast sem fyrst af stað. I nótt var nær því tveggja stiga frost. Það er hrim á jörð. ískrist- allarnir glitra og sindra við sól-ar- upprás yfir Trölladyngju. Ægi- fagur sólskinsmorgunn. Endur hrista dögg af væng á vatns- bökkunum og sólskríkja flýgur með fagnandi söngvum stein af steini. Það er nokkur spölur upp að jökulröndinni, en þar biða okkar jöklabilarnir Kisi og Bangsi. Baldur stýrir kettinum, en sonur hans, Sigurður, Bangsa. Bangsi er ungur að árum og fjörmikill og rikur af stað upp jökulinn, því hér er rifahjarn. Gamli Snjókött- urinn fer sér hægar. Hann læsir klónum örugglega i hjarnið og þrammar áfram með jöfnum hraða. Hann veit sem er að hann nær fljótlega unglingnum honum Bangsa. Stefnan er sett á Bárðarbungu og síðan á Grímsvötn og Svía- hnjúka. Ekið er eftir stikuðum leiðum sem Baldur og Sigurður hafa lagt af mikill; kostgæfni framhjá sprungusvæðunum, eftir ýtarlega rannsókn. Kötturinn malar af ánægju, og Bangsi kemur á eftir í slóð Kisa, því að nú er færðin þyngri. Þegar líður að hádegi er orðið svo heitt að flestir fara í sólbað, ýmist á bakinu á Bangsa eða á skotti Kisa. Við þjótum áfram i sólskinsbjartri ísveröld. Hér ná engin orð þvi sem fyrir augpn ber. Við njótum þess orðvana að lifa slíka stund. Utsýn er sú stór- brotnasta sem við höfum nokkru sinni séð. I norðri Trölladyngja, Dyngjufjöll og Herðubreið. Til austurs Kverkfjöll, Snæfell, Esju- fjöll, og Hvannadalshnjúkur. I suðri Lómagnúpur og glitrandi vötn og sandar allt til sjávar. Við sækjum á brattann, — upp til Sviahnjftka, — og nú verður Kisi að taka Bangsa i slef. Á dökkum tindi hnjúkanna ber skála Jöklarannsóknarfélagsins við bláan himinn. Baldur slær hlerum frá gluggum og biður okk- ur að gjöra svo vel að ganga i bæinn. Við fáum okkur hressingu og njótum um stund áningar i hæsta byggðu bóli á íslandi. Fá orð eru sögð. Við njótum þess þögul að vera til. Hér eru eldur og ís í nábýli. Upp af hnjúkunum leggur gufu, því að eldur vakir undir og jarðhiti er það mikill að hnjúkarnir bræða af sér alla fönn. Við förum í stutta gönguferð og horfum af brúninni f svimandi hæð yfir Grímsvötn. Snjóhyrn- ingar margra ára blasa við í brot- sári jökulsins i egg fjallsins. Hversu framarlega megum við fara? Það kannar Baldur með langri málmstöng. Það er brota- hæð og við sökkvum í kálfa. En þrátt fyrir það göngum við nokk- urn veg að hyldjúpri gínandi sprungu, sem vikkar því meir sem neðar dregur. Þar hverfur sól- skinið í dökkbláan skugga undir- djúpa jökulsins. Við störum þögul í gímaldið og tökum margar myndir. Allt í einu stekkur einn af piltunum yfir sprunguna þar sem hún mjókkar nokkuð. Það segir enginn neitt, en ungu stúlk- urnar brosa með aðdáun í aug- unum. Fullorðna fólkið hristir höfuðið. Við ökum í stórum sveig ni.óur i Grímsvötn. Þegar við stoppum höfum við lækkað okkur um 380 metra frá því að við vorum uppi á Svíahnjúkum. Yfir okkur rís Gríðarhorn, og bergstál þess mót vestri er nakið og dökkt. I brún- inni hanga stór ísflikki, sem eru að því komin að hrynja niður. Þar gapa við okkur gjár og sprungur og stórkostlegir íshellar. Á lág- lendinu eru hrannir af borgarís sem skoppað hefur miður hlíðina. Hér eru víða miklar sigdældir. Sumar þeirra eru ataðar aur og útfalli hveragufu sem leggur til Iofts. Nú sígur þoka á tindana. Við höldum af stað, Snjókorn falla úr lofti, og brátt gerir kafalds- muggu. Við sjáum ekki lengur hvað er jökull og hvað er himinn. Við þjótum áfram í undarlegri grárri skimu, í grárri veröld sem engu líkist nema sjálfri sér. Það kólnar og við förum öll inn i hlýja snjóbílana, nema ein ung stúlka. Hún stendur úti á sleðanum sem Kisi dregur og starir án afláts á jökulinn. Ég fer út til hennar og hún segir: Ég gat það, — horfl þannig á ísinn að sleðinn standi kyrr, en jökullinn æði áfram. Ég fer að horfa með henni. Við störum þögul i grámann. Á bak við okkur móar i Bangsa í nokk- urri fjarlægð. Ég er hér úti til þess að komast I sem mest návígi við jökulinn, segir hún. Til þess að finna andblæ ísveraldarinnar leika um mig. Sjáðu hvað við erum lítil i auðninni. Ég hlusta á nið sleðameiðsins við sólbráð jökulsins. Þokunni er að létta. Við nálgumst jökulrönd- ina og þar bíður bíllinn okkar. Þgð er hlýtt í skálanum. Það snarkar á arninum og flöktandi geislar blandast við hljóðlátan óm gítarsins, þar til við bjóðum hvert öðru góða nótt. — Á morgun höld- um við heim. A Svíahnjúkum. Snjófyrningar í brún fjallsins. I "D c _ro w 3 «3 w O 2 •■ro jí </> ro c ® ro +•> *■> 0) £L V) C ® <o < I Stórhátíð og stemmning á Norðurlandi VUhite Backman Trio og Svartálfar Stuðmenn og Steinunn Bjarnadóttir, Baldur Brjánsson, töframaður Diskotek Áslákur Stjórnandi Jakob Magnússon. Munið nafnskírteinin. Húsunum lokað kl. 23.30. mmm Höfðaborg, Hofsós, föstudagskvöld Skjólbrekka, Mývatnssveit, laugardagskvöld Sjálfstæðishúsið, Akureyri, sunnudagskvöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.