Morgunblaðið - 26.08.1975, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1975
„Umbúðalagerinn veld-
ur okkur erfiðleikum”
— segir Lárus Jónsson
Ljósm. Mbl. Friðþjófur
HÚSEIGNIN Laugavegur 32 hefur verið auglýst til sölu og er verðið 25
milljónir, að sögn Ragnars Tómassonar f Fasteignaþjónustunni, sem
hefur eignina á söluskrá. Hér er um að ræða þrjú hús á eignarlóð:
Tvflyft timburhús, sem snýr að götunni og hefur verið notað sem
verzlunar- eða skrifstofubygging, einlyft steinhús, sem snýr að göt-
unni, og hefur verið verzlunarhús, og tvflyft bakhús, steinsteypt, sem
er tengt við verziunarhúsið og hefur verið notað sem vinnuhúsnæði
fyrir verzlunina
Guðmundur búinn að
fá 1600 tonn af loðnu
FYRIR SKÖMMU skipaði iðnað-
arráðherra Lárus Jónsson alþm.
formann Sölustofnunar lagmetis
f stað Guðrúnar Hallgrfmsdóttur.
Morgunblaðið hafði f gær sam-
band við hinn nýskipaða formann
og spurði hann hver væru brýn-
ustu verkefni hinnar nýju stjórn-
ar.
Lárus Jónsson sagði, að verið
væri að meta stöðu fyrirtækisins
og reynt væri að glöggva sig á
vandamálunum, en ekki væri enn
búið að taka afstöðu til þess
hvernig ætti að ma-Ia þeim vanda,
sem við væri að fást.
Hann sagði, að lagmetismark-
aðurinn í Bandaríkjunum væri
mikið vandamál. Gerður hefði
verið samningur við fyrirtæki þar
á sínum tíma um sölu á íslenzku
Valur - ÍA 1- 0:
Sigurmarkið
skorað af 50
metra færi
VALUR vann lið Akurnesinga 1:0
f 1. deild Islandsmótsins f knatt-
spyrnu á Laugardalsvellinum f
gærkvöldi. Sigurmark Vals skor-
aði Vilhjálmur Kjartansson úr
aukaspyrnu frá miðlfnu vallarins,
þ.e. af rúmlega 50 metra færi.
Aðstæður á Laugardalsvellin-
um voru mjög slæmar og bitnaði
það á leik liðanna en eigi að síður
var mikið um tækifæri á báða
bóga og voru Akurnesingar þó
heldur atkvæðameiri. Fram og
Akranes eru nú jöfn í efsta sæti 1.
dieldar með 17 stig þegar einni
umferð er ólokið. I síðustu um-
ferðinni leikur Akranes við
Keflavík á Akranesi og Fram
mætir Val á Laugardalsvellinum.
Nánar á morgun.
lagmeti þar í landi. Því miður
hefði það farið svo, að lítið sem
ekkert af lagmetinu hefði selzt og
hefðu forráðamenn fyrirtækisins
í Bandaríkjunum sagt, að íslenzka
lagmetið væri of dýrt, auk þess að
almenn sölutregða væri á banda-
riska markaðnum.
Þá sagði Lárus, að Sölustofnun-
in ætti allmikinn umbúðalager,
sem tæki ianean tlma að nvta til
fulis og hefði það vissa fjár-
hagserfiðleika í för með sér.
í fréttatilkynningu frá Sölu-
stofnun lagmetis segir, að sam-
kvæmt lögum um stofnunina
ckini irtnaðarráðherra stiórn til
Lárus jonsson.
MORGUNBLAÐINU barst f gær
svohljóðandi fréttatilkynning frá
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu:
briggja ára. 1 mann samkvæmt
tilnefningu viðskiptaráðherra.l
samkvæmt tilnefningu fjármála
ráðherra, 2 eftir tilnefningu full-
trúaráðsfundar framleiðenda, en
1 er skipaður án tilnefningar.
Eftirtaldir menn voru skipaðir f
Framhald á bls. 34
Kínverski
sendiherrann
til Vestfjarða
SENDIHERRA Kina á Islandi
hélt sl. þriðjudag í ferðalag um
Vestfirði. Heimsækir hann
ýmsa staði þar, ræðir við for-
ystumenn og kynnir sér at-
vjnnuhætti og fleiri atriði.
Hann er væntanlegur til
Reykjavíkur aftur i dag,
þriðjudag.
Erlendir sendiherrar hafa
margir hverjir ferðazt um
Vestfirði, t.d. fékk Mbl. þær
upplýsingar á Isafirði í gær, að
þangað hefðu komið f fyrra
sendiherrar Danmerkui; og
Israels og að á undanfömum
árum hefðu komið þangað
sendiherrar allra ríkja sem
sendiráð hafa á tslandi. Hafa
sendiherrarnir bæði komið til
að heimsækja ræðismenn
þjóða sinna og eins til að kynn-
ast lifi fólksins og atvinnu-
háttum.
Forseti Islands hefur hinn 22.
þ.m., samkvæmt tillögu dóms-
málaráðherra, veitt Jóni
Eysteinssyni héraðsdómara emb-
ætti sýslumanns í GuIIbringu-
sýslu og bæjarfógeta f Keflavík
og Grindavík frá 1. október 1975
að telja.
Jón Eysteinsson (Jónssonar
fyrrum ráðherra) er 38 ára að
aldri. Hann lauk prófi í lögfræði
við Háskóla Islands 1965 og hóf
sama ár starf við bæjarfógeta-
embættið í Keflavík. Fulltrúi
bæjarfógetans í Kópavogi var
hann 1966—1970, en starfrækti
siðan um skeið lögfræðiskrifstofu
i Keflavik. Hann varð fulltrúi við
embætti bæjarfógeta f Keflavík
1971 og var skipaður héraðsdóm-
ari við það embætti 1. jan. 1974.
Hann hefur verið settur bæjar-
fógeti í Keflavfk og Grindavík og
sýslumaður í Gullbringusýslu frá
því í jan. sl. vegna veikinda
bæjarfógetans, Alfreðs Gíslason-
ar, og einnig af og til áður af sömu
orsökum.
NETAVEIÐIBÆNDUR við
Ölfusá, Hvftá og Þjórsá hafa nú f
sumar sem og á sl. sumri selt sinn
lax beint til Frakklands og fengið
fyrir hann mjög gott verð, eða 638
króna meðalverð fyrir hausaðan
og slægðan fisk. Er laxinn seldur
fyrir milligöngu Andra H/F í
Reykjavfk og mun kaupandinn f
Flugfreyjumálið
þingfest í dag
EKKERT nýtt hefur gerzt í deilu
flugfreyja og Flugleiða um launa-
mál undanfarna daga, en í dag
verður mál þessara aðila þingfest
fyrir Félagsdómi.
LOÐNUVEIÐI fslenzku skipanna
þriggja, sem nú eru við veiðar I
Barentshafi og landa I bræðslu-
skipið Norglobal, gengur sæmi-
lega og fyrir helgi voru þau öll
komin með um 1500 tonn. Krún-
borg frá Færeyjum hefur reyndar
aflað lang bezt eða um 2400 lestir.
Morgunblaðinu tókst f gær að
ná sambandi við bræðsluskipið
Norglobal. Loftskeytamaður
skipsins sagði, að skipin hefðu
Jón Eysteinsson
Hann er kvæntur Magnúsfnu
Guömundsdóttur og eiga þau tvö
börn.
Aðrir umsækjendur um emb-
ættið voru 11 talsins:
Framhald á bls. 34
Frakklandi dreifa laxinum til
hótela og veitingahúsa.
Þórarinn Sigurjófisson í Lauga-
dælum, semásætiíára manna
nefnd veiðibænda, sem fer með
sölumálin sagði í samtali við Mbl.
að verðið sem fengist í sumar
væri mun betra en á sl. ári, en þá
var kilóið selt á 400 kr. Hæsta
verðið nú er fyrir stórlaxinn, 725
kr. á kg. Þórarinn sagði, að laxinn
Ifkaði greinilega vel í Frakklandi,
þvf að kaupandinn hefði þegar
óskað eftir áframhaldandi við-
skiptum næsta sumar. Það sem af
er hafa 14,6 lestir verið sendar úr
landi að verðmæti um 9,5 millj-
ónir kr. Að sögn Þórarins leggur
kaupandinn áherzlu á að fá aðeins
netafisk. Þórarinn sagði, að veið-
in í sumar hefði verið með albezta
móti.
fiskað ágætlega fram á föstudag
og betur eftir því sem liðið hefði á
vikuna, en á föstudagskvöld hefði
svo gert brælu og veiðiveður ekki
komið fyrr en í gær og voru öll
skipin að fá loðnu þá. Skipin
héldu sig f upphafi supnarlega í
Barentshafi, en þar voru torfur
fremur smáar. Færðu skipin sig
þá norðar en þar hafa fundizt
fallegri torfi
Loftskeytamaðurinn sagði, að á
föstudagskvöld hefði Sigurður
verið búinn að fá 1364 lestir, Guð-
mundur 1.632 lestir, Börkur 1.488
lestir, Krúnborg 2.349 lestir og
Sólborg 936 lestir.
Hendrik Sv. Björns-
son ráðuneytisstjóri
FYRIR nokkrum dögum var í
Morgunblaðinu skýrt frá tilfærsl-
um sendiherra og annarra starfs-
manna utanrikisþjónustunnar
milli staða. Þvf er nú unnt að
bæta við, að standa mun til að
Hendrik Sv. Björnsson komi heim
frá París til að taka við ráðuneyt-
isstjórastarfi i utanrikisráðuneyt-
inu, Hans G. Andersen verði
sendiherra f Brussel, Tómas
Tómasson fari frá Brtissel til
Genfar og Pétur Thorsteinsson
ráðuneytisstjóri taki við sérstöku
verkefni fyrir utanrikisþjónust-
una.
Pétur Thorsteinsson
í heimsókn í Kína
PÉTUR Thorsteinsson, ráðu-
neytisstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, er nú í heimsókn f Kína
ásamt konu sinni, Oddnýju, í boði
kínverska utanríkisráðuneytisins.
Mun hann ræða við embættis-
menn eða ráðamenn þar eystra og
skiptast á skoðunum við þá um
samskipti tslands og Kína og um
alþjóðamál. að því er Morgunblað-
inu var tjáð f utanríkisráðuneyt-
inu f gær. Frá Kfna halda þau
hjónin til Tokyo og þar mun
Pétur ræða við embættismenn, en
síðan koma þau við f Moskvu á
heimleiðinni. Þau hjónin héldu
utan fyrir rúmri viku og eru
væntanleg heim aftur í fyrrihluta
næsta mánaðar.
♦ » ......
Sáttafundur í far-
mannadeilií í gærkvöldi
SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu
undirmanna á kaupskipunum og
vinnuveitenda þeirra stóð enn I
gærkvöldi, er Mbl, fór f prentun.
Fundurinn hófst kl. 14, en matar-
hlé var gert kl. 19—21. Að sögn
Péturs Sigurðssonar ritara Sjó-
mannafélags Reykjavíkur var
engin hreyfing í samkomulagsátt
á fyrri hluta fundarins, fram að
matarhléi. Undirmenn til-
kynntu þar, að engin undanþága
yrði gefin frá verkfallinu og það
hæfist á áður boðuðum tíma, þ.e.
kl. 24 á kvöldi fimmtudaginn 28
ágúst, eða eftir tæpa þrjá sólar-
hringa héðan í frá.
Eru
þeir að
fá 'ann
Nú er laxveiðitfmanum veru-
lega farið að halla og mörgum
ám verður lokað um næstu
mánaðamót, en þeim sfðustu
svo 20. september. Ljóst er að
veiðin í sumar hefur verið
mjög góð og metveiði f sumum
ám.
Laxá á Ásum
„Það er sama mokveiðin,"
sagði Haukur Pálsson á Röðli,
er við hringdum í hann. „Nú
eru komnir rúmlega 1800 laxar
á þessar tvær stangir og menn
eru ennþá að fylla kvótann
sinn, sem er 20 laxar á dag.
Þetta er mesta veiði í Laxá á
Ásum, sem um getur en met-
sumarið var 1973, er 1609 laxar
veiddust. Áin er ifka morandi
af laxaseiðum þannig að útlitið
er gott. Veiði lýkur á hádegi 1.
september, en Langhylur hefur
verið lokaður frá 20. ágúst, en
þar eru miklar hrygningar-
stöðvar.“
Miöfjarðará
Sigrún Sigurðardóttir í veiði-
húsinu við Miðfjarðará sagði
okkur, að þar væru komnir um
1400 laxar á land, en þess má
geta að allt veiðitfmabilið í
fyrra veiddust aðeins rúmlega
800 laxar. Sæmileg veiði er í
ánni, og bændadagar hófust í
gær. Veiði lýkur um mánaða-
mótin.
Norðurá
Björg örvar í veiðihúsinu við
Norðurá sagði okkur að áin
hefði verið fremur dauf sl. hálf-
an mánuð, en tekið vel við sér
síðustu daga. Ekki vissi hún
heildartöluna úr ánni, en sagði
að um 60 laxar hefðu veiðzt á sl.
10 dögum. íslendingar og út-
iendingar eru nú við veiðar,
en veiði lýkur 30. ágúst.
Þverá
Guðmundur Kjartansson
sagði okkur að sæmileg veiði
hefði verið síðustu daga og fór
síðasta hoil með 60 laxa á 6
stangir eftir 3 daga. Um 2000
laxar eru komnir úr Þverá og sá
stærsti 24 pund, en nokkuð
margir 20 pund og aðeins yfir.
Laxá á Aðaldal
Helga Halldórsdóttir í veiði-
heimilinu Vökuholti á Laxa-
mýri sagði okkur að veiðin hefði
verið fremur róleg undanfarið
en þó alltaf reytingur. Um 1300
laxar eru nú komnir á land á
veiðisvæði Laxárfélagsins, sem
er nokkuð betra en í fyrra. Að
sögn Orra Vigfússonar höfðu á
hádegi f gær verið bókaðir 99
laxar f veiðibókina að Á, sem
er mun betra en í fyrra. Mjög
vel hefur veiðzt á þessu svæði
síðustu daga, sérstaklega á
Höfðabreiðu, en annars sást lax
á öllu svæðinu. Að sögn Orra
hefur verið Mallorkaveður í
Aðaldal undanfarið og hitinn
um eða yfir 20 stig. Minna slý
er f Laxá en oft hefur verið á
þessum árstíma.
Lax til Frakklands
fyrir 10 milljónir
Jón Eysteinsson skipaður
sýslumaður og bæjarfógeti
— í Keflavík, Grindavík og Gullbringusgslu