Morgunblaðið - 26.08.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGUST 1975
3
Samkomulagi er hægt að ná
— segir Rainer Barzel eftir
viðræður sínar hérlendis
„Viðræðurnar hér hafa
verið mjög gagnlegar og ég
mun gefa um þær skýrslu
þegar ég kem til baka til
Bonn. Ég tel afar mikilvægt
að lausn verði fundin á
landhelgisdeilunni milli
þjóðanna og eftir dvöl mína
hér tel ég að lausn megi
finna." Þetta sagði Rainer
Barzel fyrrum kanzlaraefni
Kristilega demókrataflokks-
ins í V-Þýzkalandi (CDU) og
óhrifamaður í stjórnarand-
stöðunni I Bonn. Barzel og
aðstoðarmaður hans,
Thomas Jansen, héldu ut-
an í morgun eftir nær fimm
daga dvöl á Íslandi.
Barzel átti í gær viðræður
við Geir Hallgrímsson for-
sætisráðherra, Einar Ágústs-
son utanríkisráðherra, ýmsa
embættismenn og framá-
menn í sjávarútvegi. Hann
sagði í samtali við Mbl. í gær
að viðræðurnar hefðu verið
vinsamlegar og hann hefði
nú öðlast betri skllning á við-
horfum íslendinga til land-
helgismála.
Mbl. lagði nokkrar spurn-
ingar viðvíkjandi landhelgis-
málum fyrir Barzel í gær-
kvöldi áður en hann hélt í
kvöldverðarboð utanríkisráð-
herra. Hann sagði m.a. að
honum þætti afstaða þýzku
stjórnarinnar i landhelgisdeil-
unni ekki óhóflega stíf. „ís-
lendingar hafa sýnt fyllstu
hörku í málinu og við það
hefur afstaða Þýzkalands
einnig harðnað. Báðir hafa
e.t.v. gengið of langt í þess-
um efnum."
Við spurðum hvort bannið
við löndunum íslenzkra skipa
í þýzkum höfnum hefði ekki
komið Þjóðverjum sjálfum í
koll. „Það má öllu venjast og
því lengur sem bannið verður
í gildi þeim mun vanari verð-
ur fólk því að hafa ekki á
borðum hjá sér íslenzkan
fisk. En ég vona að banninu
verði létt sem fyrst og við
getum aftur farið að fá fisk úr
íslenzkum skipum."
Barzel sagði að lokum að
ferð hans hingað hefði í alla
staði verið hin ánægjuleg-
asta. Hann hefði hitt 25 is-
lenzka þýzkukennara á nám-
skeiði þeirra á Laugarvatni
og hefði það verið sér mikið
ánægjuefni. Hann sagðist
hafa lært að kunna að meta
ísland og náttúru landsins og
hingað vildi hann mjög gjarn-
an koma á ný með fjölskyldu
sinni þegar tækifæri gæfist
40000 manns hefðu beina
atvinnu af sjávarútvegi i
landi hans og fyrir þetta fólk
skipti miklu að ekki yrði kippi
stoðum undan úthafsfisk
veiðunum. „En lausn á a?
vera hægt að finna sé fullri
skynsemi og góðum vilja
beitt", sagði Barzel. „ÞrjátÍL
ár í stjórnmálum hafa kenrn
mér að það er mikilvægt a?
hafa fastar grundvallarskoð
anir og án þeirra verður ekk
þrifizt í pólítík. En það er líkó
mikilvægt að kunna að slaké
á og miðla málum. Á þýzkt
segjum við að það þýði ekk
að stinga höfði í vatn oc
keppa við vatnið í úthaldi
Vatnið sigrar alltaf að lokum
m.ö.o. það gagnar ekki aí
berja höfðinu endalaust vil
steininn."
Við spurðum Barzel hvor
honum fyndist réttlætanleg
af Vestur-Þýzkalandi að beiti
EBE fyrir sig í baráttunni vii
íslendinga út af landhelg
inni. Hann svaraði: „Allt á sé
sín upptök, síðan gerist eitt
hvað og þá koma viðbrögðin
En allt á sér líka endi og við
verðum að reyna að leysa
þessi mál friðsamlega." Er
hann með þessu að gefa í
skyn að EBE kunni brátt að
Rainer Barzel og Geir Hallgrímsson forsætisraonerra
hætta tollastríðinu við ís-
lendinga? „Um það get ég
ekkert fullyrt, það veltur
vafalaust m.a. á því hvernig
viðræður munu ganga."
Barzel var spurður hvort
Hitaveitan spar-
ar Hafnfirðingum
300 millj. kr. á ári
A NÆSTU dögum verða fyrstu
húsin I Hafnarfirði tengd hita-
veitu. Lagning aðfærsluæðar
frá Reykjavfk hófst á árinu
1974 og er hún nú tilbúin. Á
árinu 1974 hófst einnig lagning
dreifikerfis um bæinn og hefur
það verk gengið betur en ætlað
var og lagt hefur verið i fleiri
götur en upphaflega var áætl-
að. Þegar er búið að leggja inn f
mörg hús en eftir er að tengja.
Gert er ráð fyrir að um 70%
byggðarinnar f Hafnarfirði eigi
þess kost að tengjast við veitu-
kerfið á þessu ári. Samkvæmt
útreikningum er gert ráð fyrir
að tifkoma hitaveftunnar spari
Hafnfirðingum um 300 milljón-
ir króna á einu ári.
Þess upplýsingar komu fram
á blaðamannafundi, sem bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar hélt f gær
en auk bæjarfulltrúa voru á
honum ýmsir starfsmenn bæj-
arins og hitaveitustjórinn í
Reykjavík, Jóhannes Zoega, en
það er Hitaveita Keykjavikur,
sem Ieggur hitaveituna f Hafn-
arfjörð. Kristinn Ö. Guðmunds-
son bæjarstjóri, gerði grein
fyrir framkvæmdum bæjarins
og vék fyrst að hitaveitufram-
kvæmdum í bænum.
Það var 1. nóvember 1973, að
Hafnarfjarðarbær gerði samn-
ing við Reykjavíkurborg um
lögn og rekstur hitaveitu í bæn-
um og hófst lagning aðfærslu-
æðarinnar eins og áður sagði á
árinu 1974 og það sama ár var
hafizt handa við lagningu
dreifikerfis um bæinn. Hita-
veita Reykjavikur leggur hita-
veituna í Hafnarfjörð en auk
þess er unnið að lagningu hita-
veitu í Kópavog og Garðahrepp.
Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdum f Kópavogi ljúki fyr-
ir áramót en framkvæmdum f
Hafnarfirði og Garðahreppi
verði lokið fyrir næstu áramót.
Að sögn Jóhannesar Zoéga,
hitaveitustjóra, nemur kostnað-
urinn við lagningu hitaveitu í
þessum þremur sveitarfélögum
um 2000 milljónum króna en f
Hafnarfirði einum um 700
milljónum. I þessum tölum er
talinn með kostnaður við virkj-
unarframkvæmdir í Mosfells-
sveit, sem fram fara á þremur
árum, er framkvæmdir við
þessa lögn standa yfir, þó er
ekki tekinn með kostnaður við
aðfærsluæð frá Reykjum f Mos-
fellssveit til Reykjavíkur.
Það er ljóst að tilkoma hita-
veitunnar minnkar til muna út-
gjöld íbúa Hafnarfjarðar og
hinna tveggja bæjarfélaganna
vegna hitunarkostnaðar. Hita-
L.josm. mdi. av. wiiu.
HITAVEITAN ER KOMIN — Það var stðr stund hjá bæjarstjórn Hafnarfjardar þegar opnað var fyrir
helta vatnið á gatnamótum Hjallabrautar og Breiðvangs f gær. Þarna streymdi heita vatnið út f
hraunið og gufustrókurinn steig upp. Á myndinni er bæjarstjórn Hafnarfjarðar, bæjarstjóri og
hitaveitustjóri f Reykjavík.
veitustjóri sagðist gera ráð fyr-
ir, að milli 1300—1400 hús yrðu
tengd hitaveitunni og væru þau
um 1,4 milljón rúmmetrar.
Ætla mætti að olíunotkun væri
milli 18—20 þúsund tonn á ári
og kostnaður við slfka kynd-
ingu væri um 400 milljónir á
ári. En eins og verð á heitu
vatni er i dag ætti það vatn, sem
þarf í Hafnarfirði, að kosta um
100 milljónir á ársgrundvelli.
Hitaveitustjóri bætti þvf við, að
hitaveituverð væri of lágt og þó
að umbeðnar hækkanir fengj-
ust væri hitaveituverðið aðeins
þriðjungur af olíuverðinu.
Samtals verður d'reifikerfið
um Hafnarfjörð 62 km að lengd
en það svarar til þess að ekið sé
þrisvar fram og til baka milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Þau svæði, sem fyrst fá hita-
veitu í Hafnarfirði verða Norð-
urbær, sem allur verður tengd-
ur, Álfaskeiðshverfið og mið-
hluti bæjarins, Kinnahverfi,
öldur, efrihluti Hvamma og
nokkrar götur í Vesturbænum,
sem liggja næst Reykjavikur-
vegi.
Eins og áður sagði er tenging
hitaveitunnar að hefjast en eft-
ir að lögð hefur verið heimæð
að húsi, þarf húsráðandi að út-
fylla tengingarbeiðni á skrif-
stofu Hitaveitu Reykjavíkur
eða á skrifstofu bæjarverk-
fræðings í Hafnarfirði. Fyrir-
sjáanlegar eru miklar annir hjá
hitaveitunni við tengingu og
verður tengingarbeiðnum sinnt
í þeirri röð, sem þær berast.
Heimæðargjöld eru f dag fyrir
hús að 400 rúmmetrum krón-
ur 109.310.00 og fyrir hvern
rúmmetra umfram það, að 200
rúmm. krónur 87,50 og sfðan
stighækkandi. Þriðjung heim-
æðargjaldsins skal greiða áður
en vatni er hleypt á kerfið,
þriðjung ári síðar og þriðjung
tveimur árum eftir tengingu.
Að loknum blaðamannafund-
inum var ekið að mótum Hjalla-
brautar og Breiðvangs, þar sem
starfsmenn Hitaveitunnar
sönnuðu fyrir viðstöddum að
heita vatnið væri komið til
Hafnarfjarðar. Björn Árnason,
bæjarverkfræðingur í Hafnar-
firði, sagði að fólk mætti búast
við að vatnið yrði ekki nógu
heitt fyrstu dagana en gert er
ráð fyrir að við eðlilegt rennsli
verði vatnið um 75 gráðu heitt.