Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGUST 1975
11
manna bezt, að ör þróun I hrað-
frystiiðnaðinum bæði i fram-
leiðslu, verzlunarháttum og út-
gerð frystiskipa, myndi verða sú
framtíðarlausn, er kæmi að mestu
gagni. Reyndist hann þar sann-
spár.
Ölafur naut maklegs trausts hjá
helztu forystumönnum f þjóðmál-
um, fjármálum og sjávarútvegs-
máium og fékk því ótrúlega miklu
til leiðar komið til hagsbóta fyrir
þjóðarheildina.
öll þjóðin stendur í þakkar-
skuld við Ólaf Þórðarson frá
Laugabóli fyrir heillarik afskipti
hans af sjávarútvegsmálum.
Sveinn Benediktsson
P.S. Utför Ólafs fer fram frá
Nauteyrarkirkju við ísafjarðar-
djúp miðvikudaginn 27. ágúst kl.
4 siðdegis. Jarðaður verður hann
hjá skyldmennum sinum I heima-
grafreit að Laugabóli.
KVEÐJUORÐ
Óðum hverfa af sviðinu forustu-
menn þeirrar kynslóðar, er komst
til manndómsára um það leyti,
sem Island varð fullvalda ríki.
Fullir bjartsýni og trúar á batn-
andi framtíð ruddu þeir brautina
til fjölbreyttara atvinnulífs og
bættra lffskjara.
Einn þessara manna var Ólafur
Þórðarson frá Laugabóli. Á
löngum lífsferli lagði hann gjörva
hönd og hugvit sitt að flestum
þáttum islenzks atvinnulifs. Og
hvar sem hann kom einkenndist
verk hans af hugkvæmni, óþrjót-
andi áhuga og þeirri óeigingirni,
sem ekki spyr að eigin launum,
heldur eingöngu árangri starfsins
þjóð sinni til heilla.
Þótt margir nytu ávaxtanna af
starfi Ólafs á nær átta tuga ára
æviferli, stendur þó sjávarútveg-
urinn í stærstri skuld við hann.
Ólafur var einn af forustumönn-
um Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna frá upphafi, en fá fyrir-
tæki hafa fært Islendingum meiri
björg í bú. Og í starfi sinu fyrir
Sölumiðstöðina átti Ólafur frum-
kvæði að mörgum nýjungum í
rekstri, er til heilla horfðu fyrir
samtökin. Hjartfólgnast var
honum þó ætíð skipafélagið
Jöklar, sem laut framkvæmda-
stjórn hans frá upphafi.
Sjálfur kynntist ég ekki Ólafi
Þórðarsyni fyrr en á síðustu
starfsárum hans, en þau kynni
hafa orðið mér ógleymanleg og
lærdómsrik. Þótt Ólafur væri si-
starfandi framtaksmaður, jafn-
vígur I viðskiptum innan lands
sem utan, varðveitti hann þó ætið
viðmót og fjör sveitadrengsins
norðan úr Djúpi. Hann var einn
þeirra manna, er sló birtu gleði og
manngæzku á umhverfi sitt, ætið
reiðubúinn að miðla öðrum af lífs-
reynslu sinni og lifsgleði.
Slíkra manna er gott að
minnast. Jóhannes Nordal.
„Þungt er tapið, það er vissa, —
þó víl ég kjósa vorri móður,
að ætfð megi hún minning kyssa
manna, er voru svona góðir, —
að ætfð eigi hún menn að missa
meiri og betri en aðrar þjóðir.“
Móða timans fellur fram
óstöðvandi og brýtur niður stofn-
ana — og stundum fyrr en varir.
Þá er saga sögð, sem hvorki verð-
ur breytt né við aukið, lífssaga á
enda skráð.
I dag minnist íslenzk saga og
samtíð, ástvinir og vinir Ölafs
Þórðarsonar frá Laugarbóli, en
það nafn er í hugum okkar, sem
áttum með honum samleið, áttum
hann að vini, umvafið ástúð og
ljúft að nefna það. Slík var hans
gerð og svo var hann reyndur.
Með Ólafi Þórðarsyni er horf-
inn góður sonur þjóðar sinnar,
vökull bjartsýnismaður um
hennar heill og hag. Spor hans
eru djúp I framkvæmda- og
atvinnusögu þjóðar okkar, sem
lengi mun minnst og hvatning
má vera til dáða og hugrekkis um
framvindu allra góðra mála I
þágu Iands og þjóðar.
Að sjálfsögðu verða margir
vinir hans og félagar til að
minnast hans og hins stóra hlutar,
er hann lagði i þjóðarbúið af sinni
alkunnu alúð og framsýni. Þar er
vissulega margs að geta, sem i
heiðri skal munað og geymt.
Vin sinn skal maður muna, og
hér er þann að kveðja, sem frá
fyrstu kynnum og alla tíð reynd-
ist slíkur hollvinur ræktar og
tryggðar, að fáum verður til jafn-
að. Skuld okkar er stór við þenn-
an ljúfa, góða vin. Margar unaðs-
stundir áttum við með honum,
þar sem drenglund hans og
hjartahlýja lék sem ljósgeisli um
stofuna og yljaði okkur öllum, er
nutum návistar hans.
Margt kemur i hugann, þegar
til hans er hugsað um langan veg,
og allt er það á eina Iund, signt
þeirri fegurð og birtu, sem kær-
leikurinn einn megnar.
Nú þegar leiðir skiljast að sinni,
tjáum við honum, hollvin okkar
og heimilis okkar og alls hópsins
okkar, þá hjartans þökk, sem
okkur brestur orð til að tjá sem
við vildum. En við trúum þvi, að
hugsanir okkar berist til hans í
þeirri bæn, sem við eigum
heitasta, að Guð launi honum það
marga og mikla, sem við eigum
honum vangoldið.
Bjart var yfir honum, meðan
hann dvaldi hér og gekk á vegin-
um meðal okkar. Og bjart mun
enn í kring um hann, þar sem
hann fær að lifa það og líta, sem
æðra er og meira en okkur er
gefið hér, fegurð himinins, sem
við öll þráum heitast innst inni.
Hann sé Guði falinn góði vinur
okkar, hans friði og náð. Svo
mælum við og börnin okkar öll,
yngri og eldri.
Rannveig og Sturlaugur.
Ólafur Þórðarson, fram-
kvæmdastjóri frá Laugabóli, varð
bráðkvaddur að morgni sunnu-
dagsins 17. ágúst, á 79. aldursári,
en hann hafði kennt hjartasjúk-
dóms um nokkurra ára skeið.
Þekktastur er Ólafur fyrir
forystustörf sin á sviði fisk-
iðnaðar. Hann var meðal stofn-
enda Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna 1942. Átti sæti í fyrstu
stjórn þess og allt fram til 1960,
og átti sinn drjúga þátt i uppbygg-
ingu fyrirtækisins, innanlands
sem utan. Um hin heillariku störf
hans á þessum vettvangi munu
aðrir skrifa.
Undirritaður átti þvi láni að
fagna að kynnast Ólafi fyrir 19
árum þegar stofnun Trygginga-
miðstöðvarinnar h.f. var í undir-
búningi, en tíu árum áður (1946)
hafði Ólafur beitt sér fyrir stofn-
un Jökla h.f. og var framkvæmda-
stjóri þess fyrstu tuttugu árin, en
þá lét hann af því starfi af heilsu-
farsástæðum.
I aðalstjórn Tryggingamiðstöðv-
arinnar h.f. var hann frá stofnun
til ársins 1974 er hann sjálfur
óskaði eftir að vikja fyrir yngri
mönnum en tók þá sæti í vara-
stjórn og gegndi því til dauða-
dags. Er Líftryggingamiðstöðin
h.f. var stofnuð 1971 var Ólafur
kosinn stjórnarformaður og
gegndi því starfi, er hann lézt.
Ólafur var óvenju framsýnn
maður og hugvitssamur. Tillögur
hans um skipulag þeirra fyrir-
tækja er hann var í forystu fyrir,
bera þess glöggt vitni. Ölafur var
málafylgjumaður mikill og taldi
ekki eftir að leggja á sig aukin
störf fyrir málefni, sem hann mat
til heilla, Hann var kröfuharður
húsbóndi en ákaflega réttsýnn.
Hann fylgdist allt til dauðadags
með störfum þeirra yngri manna,
sem hann réð til hinna ýmsu
fyrirtækja. Hann gaf þeim tiltölu-
lega frjálsar hendur og sameinaði
hugmyndir þeirra svo að sem
bezti árangur næðist fyrir heild-
ina, en það var hans leiðarljós.
Hann var glöggskyggn á þróun
mála, hugmyndarikur mjög, og
einbeitti sér að hinni breiðari
stefnumörkun.
Ólafur Þórðarson var vin-
fastur og tryggur með afbrigðum.
Undirritaður vill þakka Ólafi
Þórðarsyni góða vináttu og mörg
holl ráð. Það var sérstök ánægja
að vinna fyrir hann og með
honum. Hann var óspar að hvetja
menn þegar hann sá að vel
stefndi, og vara við boðum, sem
framundan kynnu að vera.
Mikið skarð er höggvið í raðir
frystihúsamanna með fráfalli
Ólafs. Seint verða honum þökkuð
ómetanleg störf i þeirra þágu í
uppbyggingu samtakanna.
Systkinum hans og öðrum
vandamönnum votta ég mína
innilegustu samúð.
Blessuð verði minning Ólafs
Þórðarsonar.
Gísli Ólafsson.
Skák
eftir
JÓN Þ. ÞÓR
Nú eru svæðamótin að kom-
ast í fullan gang enn einu
sinni. Keppninni á Asíusvæð-
inu er lokið, en þar sigraði
Filipseyingurinn Torre. I
Bandaríkjunum hafa þeir
Browne og Rogoff unnið sér
rétt til þátttöku í næsta milli-
svæðamóti, og svæðamót
Evrópu hefjast nú með haust-
inu. Eins og mörgum mun
kunnugt eru Sovétrfkin sér-
stakt skáksvæði, og þaðan koma
fjórir þátttakendur í milli-
svæðamót. Yfirleitt hafa Sovét-
menn látið meistaramót sín
gilda sem svæðamót, en nú hafa
þeir efnt til sérstaks móts, og.
hófst það fyrir skömmu. Þegar
sfðast fréttist af móti þessu
höfðu verið tefldar 4 umferðir
og var staðan þessi: 1.—4.
Vasjukov, Taimanov, Savon og
Gulko 3,5 v., 5. Holmoff 3 v.,
6.—9. Alburt, Beljavsky,
Gúfeld og Svetkovsky 2,5 v., 10.
Bronstein 2 v., 11.—12. Bala-
shov og Vaganjan 2 v., 13.
Grigorjan 1,5 v. og biðsk.,
14.—16. Dvoretsky, Roman-
ishijn og Tukmakov 1,5 v. Þetta
er mjög sterkt mót, og verður
fróðlegt að sjá, hverjir verða
hinir fjórir útvöldu.
Eins og menn hafa vafalaust
tekið eftir eru ýmsir af
sterkustu skákmönnum Sovét-
rikjanna fjarverandi. Það staf-
ar að því, að þeir Spassky,
Petrosjan og Polugajevsky fara
allir beint í millisvæðamót, og
hið sama gildir sennilega um
Tal, Kusmin og Geller. Viktor
Kortsnoj fer hins vegar beint í
kanciídatakeppnina.
Og hér kemur svo ein skák
frá svæðamóti Sovétmanna.
Hvftt: Taimanov
Svart: Vaganjan
Enskur leikur.
I. c4 — Rf6, 2. Rc3 — d5, 3.
cxd5 — Rxd5,4. g3 — g6,
(Annar góður möguleiki er 4.
— e5, ásamt Be7).
5. Bg2 — Rb6,
(5. — Rxc3 er líka gott).
6. Rf3 — Bg7, 7. 0-0 — 0-0, 8.
d3 — Rc6 9. Be3 — h6, 10. Hcl
— He8,
(Betra var 10. — e5).
II. Rd2! — Rd4,
(Nú hefði hvitur svarað 11.
— e5 með 12. Bxc6)
12. Bxd4 — Bxd4, 13. Rb5 — c6,
(Svartur verður að láta góða
biskupinn af hendi, þar sem
hvítur gæti svarað Bxb2 með
Rxc7).
14. Rxd4 — Dxd4, 15. Dc2 —
Hb8, 16. Rb3 — Da4, 17. Dd2 —
Kh7, 18. Rc5 — Dd4, 19. e3
— Dd8, 20. h4.
(Drottningarflakki svarts er
lokið án sýnilegs árangurs, og
nú ræðst hvftur til atlögu gegn
svarta kóngnum).
20. — Rd7, 21. h5 — g5, 22. f4
— Rxc5, 23. fxg5!
(Svona fór hann að þvi! Eftir
23. Hxc5 — f6 væri allt í lagi
hjá svörtum).
23. — Re6, 24. Hxf7+ — Kg8,
25. gxh6!
(Peðið léttir ekki ferð sinni).
25. — Kxf7?
(Eina vörnin var 25. — Hf8).
26. Df2+ — Kg8, 27. Df5 —
Hf8, 28. Dg6+ — Kh8, 29. Be4
— Hf7, 30. Dxf7 — Dg8, 31.
Dxe7
(Enn fljótvirkara var jafnvel
31. Df5 — Dxg3+, 32. Kfl og
svarta drottningin verður að
hörfa til baka til g8).
31. — Dxg3+, 32. Kfl — Dh3+,
33. Kf2 — Dh2+, 34. Kel —
Dgl+, 35. Ke2 — Dh2+, 36. Kfl
— Dh3+, 37. Kf2 — Dh2+, 38.
Bg2
(Svartur átti enga von um
þráskák. Síðustu leikjunum var
leikið til þess að vinna tima).
38. — Bd7, 39. Df6+ — Kh7, 40.
Df5+ — Kg8, 41. Hhl — Dc7,
42. Dgb
og svartur gafst uppl.
Ef þér haldið að allar reiknivélar séu eins,
- lítið á hvað aðrir hafa að bjóða,
áður en þér kaupið Ricomac.
Sölumenn okkar eru ávallt reiðubúnir að veita yður
hvers konar upplýsingar um verð og möguleika Rico-
mac án nokkurra skuldbindinga af yðar hálfu.
RICOMAC 1Q12P
Sérstaklega lipur reiknivél, sem m.a. skilar
rauðum mínustölum og hefur aflestrarkommu.
Hringið eða komið og fáið upplýsingar um
Ricomac, sem hæfir starfi yðar. >--N
GRicom)
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hverfisgötu 33 Simi 20560
argus