Morgunblaðið - 26.08.1975, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 1975
ÞRÓTTUR — Islandsmeistarar f 5. flokki 1975
Guðmundur K. Júlíusson, Egill Þorsteinsson, Benedikt Sigurðsson, Kristján Jónsson, Karl Þorsteinsson,
Nikulás Jónsson, Hörður Andrésson, Gústaf Vffilsson, Sigurður H. Hallvarðsson, Haukur Magnússon,
Elvar Rúnarsson, Mikael Eggertsson, Guðmundur Kærnested, Egill Ragnarsson, Róbert Gunnarsson, Jón
Ólafsson, Jóhann Kjartansson og Tryggvi Geirsson þjálfari.
r
O.
flokki eftir
Valsstrákarnir léku undan
norðan gjólu í fyrri hálfleik og
skoruðu þeir þá tvö mörk. Það
fyrra gerði Karl Hjálmarsson, en
Ágúst Sigurðsson það síðara.
Þróttarar mættu ákveðnir til
leiks í síðari hálfleik og var ekki
langt Iiðið á hálfleikinn, er þeir
höfðu jafnað metin og skorað tvö
mörk, en þau gerðu þeir Haukur
Magnússon og Sigurður Helgi
Hallvarðsson, sem er fyrirliði Iiðs-
ins. Var nú allt útlit fyrir, að liðin
skildu jöfn öðru sinni, en seint í
leiknum tókst Agli Ragnarssyni
að skora sigurmark Þróttar eftir
hornspyrnu og færa þar með
félagi sínu íslandsmeistaratitil-
inn f ár.
Að leik loknum afhenti Helgi
Daníesson formaður Mótanefndar
KSl fyrirliða Þróttar bikar þann,
sem keppt er um, svo og hverjum
leikmanni verðlaunapening.
úrslítaleik við Val
„Sentir”
í sex ár
SIGURÐUR Helgi Hallvarðsson,
12 ára fyrirliði Þróttar, var að
vonum glaður, er við hittum hann
að máli eftir úrslitaleikinn þar
sem hann var umkringdur félög-
um sínum.
— Ég byrjaði að leika með
Þrótti þegar ég var 6 ára og hef
alltaf verið „sentir". — Við lékum
í B-riðli Islandsmótsins og
töpuðum bara einum leik, 2—1
fyrir Leikni f Breiðholtinu, en
stærsti sigur okkar var 7—1 gegn
Haukum í Hafnarfirði. Jú, ég er
búinn að skora mörg mörk i
sumar, en ég hef bara ekki talið
þau, sagði Sigurður.
— Nei við vorum aldrei
hræddir við Valsstrákana, þar
sem við vissum alltaf að við
mundum sigra þá. Við lékum einu
sinni við þá æfingaleik í sumar og
unnum þá 1—0, Og svo gerðum
við jafntefli 2—2 í úrslitaleiknum
á mánudag.
— Við höfum æft mjög vel f
sumar undir stjórn þjálfarans
okkar, Tryggva Geirssonar, og við
erum allir ákveðnir í að halda
áfram að æfa og keppa fyrir
Þrótt.
Þróttarsig
URSLITALEIKURINN í lands-
móti 5. flokks fór fram á Melavell-
inum mánudaginn 18. ágúst. Átt-
ust þar við lið Þróttar og Vals.
Leikurinn var mjög jafn og
skemmtilegur og lauk honum með
jafntefli 2—2 og mátti vart á milli
sjá hvort liðið væri betra.
Liðin reyndu þvf aftur með sér
á Melavellinum miðvikudaginn
20. ágúst og var aftur um jafna og
skemmtilega keppni að ræða.
Blikarnir flestir
íslandsmeistarar
annað árið í röð
ÞAÐ voru þreyttir en ánægðir Blikar sem fögnuðu sigri f þriðja flokki
á þriðjudaginn fyrir viku. Þeir höfðu leikið sex leiki á átta dögum, en
sigur f úrslitaleiknum gegn Vfkingi gerði það að verkum að þreytan
hvarf eins og dögg fyrir sólu. Framundan var Skotlandsferð þar sem
leikmennirnir efnilegu, er nú vörðu titil sinn f þriðja flokki, skyldu
leika við skozka jafnaldra sfna.
Jón Orri Guðmundsson heitir fyrirliði Breiðabliks og hann var
einnig fyrirliði þriðja flokks á sfðasta ári. Fjórir leikmanna Breiða-
bliks f 3. flokki nú léku með flokknum f fyrra, hinir léku með fjórða
flokki, sem einnig varð Islandsmeistari. Markatala Blikanna f leikj-
unum f sumar er 45:14 og þeir hafa unnið þau mót, sem þeir hafa tekið
þðtt f f sumar. — Þetta sumar var mjög erfitt, sagði Jón Orri að
loknum leiknum við Vfking. — Margir nýir leikmenn komu inn f liðið
og urðu þeir að leggja hart að sér við æfingar, ef við ætluðum okkur að
ná árangri. En með miklum vilja og góðri stjórn þjálfarans, Ásgeirs
Þorvaldssonar, náðum við takmarkinu.
— Leikirnir I úrslitakeppninni voru erfiðustu leikir okkar f sumar,
við lékum 6 leiki á 8 dögum og þvf er eðlilegt að við séum þreyttir,
sagði Jón Orri. — En þetta er bara byrjunin, Breiðablik á eftir að ná
sama árangri f öðrum flokkum f sumar.
Jón Orri Guðmundsson fyrirliði
Breiðabliks
Magnús Stefánsson fyrirliði
Ólafsvfkur-Vfkinga
Ólafsvíkingarnir
gerðu betur en þeir
bjartsýnustu vonuðu
VlKINGARNIR frá Ólafsvfk komu talsvert á óvart f úrslitakeppninni f
þriðja flokki, en liðið komst f úrslit. Sjálfsagt hafa þeir þó komið
sjálfum sér mest á óvart, þvf að leikmenn liðsins hafa aldrei áður tekið
þátt f Islandsmóti f knattspyrnu og f sumar Iéku þeir aðeins tvo leiki f
riðlinum áður en þeir héldu suður í úrslitin.
Magnús Stefánsson heitir fyrirliði þeirra Vfkinga og sagði hann að
leiknum loknum, að leikurinn gegn Breiðabliki hefði verið fyrsti
tapleikur Vfkinganna á sumrinu. — Þó að við höfum tapað úrslita-
leiknum 4:0, erum við ánægðir með árangur okkar f sumar, sagði
Magnús. — Árangurinn ýtir örugglega undir áhugann og næsta sumar
sendir Vfkingur vonandi fleiri flokka til keppni f Islandsmótinu.
Breiðabliksliðið var mun betra en við f úrslitaleiknum og þeir áttu
skilið að sigra. Við brotnuðum við þau tvö mörk, sem við fengum á
okkur f fyrri háifleik og náðum aldrei að sýna það sem við höfum sýnt
f fyrri leikjum sumarsins.
Forráðamenn Vfkingsliðsins sögðu að það væri erfitt að halda úti
mörgum flokkum f Islandsmótinu þar sem kostnaður væri mikill og þá
sérstaklega f sambandi við ferðalög. Styrkir til félagsins nema aðeins
um 250 þúsund krónum og sú fjárhæð er fljót að étast upp þegar þarf
að farameð meistaraflokkinn f 7 löng ferðalög.
Þrjú opin golfmót um síðustu helgi:
Júlíus vann í Grafarholti
Jens Guðjónsson gullsmiður gaf glæsileg verðlaun I kvennakeppr
inni á Hvaleyri, og sést hann hér f hópi verðlaunahafanna, sem er
talið frá vinstri: Kristfn Þorvaldsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttii
Jakobfna Guðlaugsdóttir, sem sigraði og Hanna Áðalsteinsdóttir.
ÞEIR sem telja að of mikið sé
af mótum hafa kannski verið
eitthvað súrir á svipinn um sfð-
ustu helgi, þar sem þá fóru
fram hvorki meira né minna en
þrjú opin inót samtímis: Coca
Cola keppnin í Grafarholti,
opin unglingakeppni á Hval-
eyri og opin kvennakeppni á
sama stað. Þau voru að vísu
fremur fámenn, en þó mættu 15
konur til leiks og fer þeim nú
ört fjölgandi. Fyrri hluti Coca
Cola mótsins fór fram f Grafar-
holti helgina áður; þá var keppt
með forgjöf og hefur verið sagt
frá úrslitum hér í blaðinu.
Sextán efstu komust áfram og
tóku þátt í 36 holu keppni nú
um helgina ásamt 29 meistara-
flokksmönnum. Þar voru því 45
þátttakendur og hart barizt.
Júlíus R. Júlfusson úr Keili
varð sigurvegari mótsins og lék
vel, á 74 og 75. Hann hefur
staðið í byggingu f sumar og
ekki haft tíma né aðstöðu til
æfinga sem skyldi. Þessvegna
kemur sigur hans skemmtilega
á óvart, og þó — það má alltaf
búast við góðum leik af Júlfusi.
Einar Guðnason varð annar og
náði þeim prýðilega árangri að
leika annan hringinn á 72 og er
það trúlega nálægt þvf bezta,
sem fslenzkur leikmaður hefur
leikið Grafarholtsvöllinn í nú-
verandi formi, en vallarmetið
,er 68 og setti það Svíinn Jan
Rube f fyrrahaust. Það er
athyglisvert, hve þeir Einar
Guðnason og Þorbjörn Kjærbo
hafa staðið sig vel í sumar; báð-
ir náð góðum árangri og jafnan
verið með möguleika á sigri.
Árangur 10 efstu manna var
annars sem hér segir:
1. Júlfus R. Júlíusson, Keili
75—74, samtals 149
2. Einar Guðnason GR
78—72, samtals 152
3. Sigurður Thorarensen GK
75—78. samtals 153
4. Þorbjörn Kjærbo GS
75—79, samtals 154
5. Geir Svansson GR
77— 78, samtals 155
6. Eiríkur Þór Jónsson, GR
78— 79, samtals 157
7. Jóhann Kjærbo GS
79— 80, samtals 159
8. Gunnlaugur Ragnarsson GR
84—76, samtals 160
9. Þórhallur Hólmgeirsson GS
78— 83, samtals 161
10.—11. Óttar Yngvason GR
79— 83, samtals 162
Svan Friðgeirsson GR
77—85, samtals 162
Af þessu má sjá, að keppnin
hefur verið geysilega hörð og
munar aðeins einu höggi á öðr-
um, þriðja og fjórða manni.
Keppnin gaf samtals 170 stig til
landsliðs og fær Júlíus 32,3 stig,
Einar fær 28,9, Sigurður fær
25,5 og Þorbjörn fær 22,1 stig.
OPIN KVENNAKEPPNI
A HVALEYRI
Konurnar kepptu bæði með
og án forgjafar og hafa áreiðan-
'lega gert eins og þær gátu, þvf
að óvenjulega glæsileg verð-
laun voru í boði: Skartgripir,
sem Jens Guðjónsson gull-
smiður hefur smíðað og gefið
til keppninnar. Jens er sjálfur
golfleikari og félagi í Keili og
afhenti hann verðlaunin. Úrslit
urðu þessi:
An forgjafar:
1. Jakobína Guðlaugsdóttir GV,
46— 44, samtals 90
2. Hanna Aðalsteinsdóttir GK,
50—48, samtals 98
3. Kristfn Pálsdóttir GK,
47— 52, samtals 99
Með forgjöf:
1. Sigrún Ragnarsdóttir, NK,
samtals á 101—24:77
2. Kristfn Þorvaldsdóttir NK.
samtals á 102—24:78
3. Jakobfna Guðlaugsdóttir GV
samtals á 90—12:78
OPIN DRENGJA-
OG UNGLINGAKEPPNI
AHVALEVRI
Á vegum Golfklúbbsins
Keilis fór fram opin drengja- og
unglingakeppni á Hvaleyrar-
velli nú um helgina. Þetta er
Dunlop-keppnin, sem svo er
nefnd vegna þess að Dunlop-
umboðið gefur verðlaunin.
Þarna voru mættir til leiks
Reykvíkingar, Suðurnesja-
menn og Hafnfirðingar og fór
svo, að heimamenn báru
nokkuð af; aðeins einn Suður-
nesjadrengur komst f verð-
launasæti, hin tóku Keilis-
drengir. Urslit í drengjaflokki:
1. Einar Sigfússon GK,
samtals á 172
2. Hilmar Björgvinsson GS,
samtals á 176
3- Tryggvi Traustason GK,
samtals á 184
Urslit í unglingaflokki:
1. Reynir Baldursson GK,
samtals á 177
2. Rúnar Halldórsson GK,
samtals á 177
3. Guðjón Guðmundsson GK,
samtals á 183