Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGÚST 1975 t Móðir okkar og tengdamóðir GUÐRÚN B. ÁRNADÓTTIR fré Lundi, andaðist i Reykjavík 22. ágúst Jarðarförin ákveðin siðar. Böm og tengdaböm. t Eiginkona min og móðir okkar. MATTHILDUR EDWALD, lézt á Borgarspitalanum 22 ágúst Ragnar Þorsteinsson, og böm hinnar látnu. t Eiginmaður mirtn, faðir okkar, tengdafaðir og afi PÉTUR JÓNSSON, vélstjóri Gufuskálum. verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, í dag þriðjudaginn 26. þ.m. kl 3 Hrefna Matthfasdóttir og böm. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi JÓN BJARNI KRISTINSSON forstjóri verður jarðsunginn frá Frikirkjunni miðvikudaginn 27. ágúst kl. 1 3.30. Þeir sem vildu minnast hins látna láti Ifknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd vandamanna Erna Árnadóttir t Útför eigínkonu minnar og móður okkar KATRÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Hafnargötu 123, Bolungarvik, er lézt hinn 21 þ m , verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. ágúst kl 1 3,30. Porgils GuSmundsson og böm. t Útför litlu dóttur okkar,' ÖNNU TÓMASDÓTTUR. Grýtubakka 22, fer fram frá Fossvogskirkju 27. 8 kl. 10.30. Blóm og kransar afþökkuð. þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Barnaspltala Hringsins. Ingibjörg Jónsdóttir, Tómas GuSmundsson. t Higinmaður minn og faðir HALLDÓR G. ÞÓRHALLSSON auglýsingastjóri, andaðist í New York 17. ágúst s I. Minningarathöfn fer fram i Dómkirkjunni fimmtudaginn 28 ágúst kl. 1 3:30. Þóra Dagbjartsdóttir, Þórhallur Halldórsson. t Móðir okkar, ÞÓRKATLA ÞORKELSDÓTTIR, frá ísafirði. andaðistað Hrafnistu 23 ágúst. Guðrún Bjömsdóttir, Guðbjörg Bjömsdóttir Smith, Sigrfður Bjömsdóttir Proppé. Birna Bjömsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi SIGUROUR EYLEIFSSON skipstjóri Sólvallagötu 5 a vbrður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 27. ágúst kl. 3, e.h , Þeir sem vildu minnast hins látna láti líknarstofnanir njóta þess. Kristjana M. Sigurðardóttir Pétur Guðmundsson Helga Sigurðardóttir Lárus Björnsson Sigurður Sigurðsson Brynja Kristjánsdóttir Þóra E. Sigurðardóttir Jóhannes Guðmundsson Arinbjörn Sigurðsson Lilja Magnúsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Hinri, Lárusson barnabörn , barnabarnabörn. Pétur Jónsson vélstjóri—minning Fæddur 24. september 1923 Dáinn 14. ágúst 1975 Hinn 14. ágúst s.l. lést að Gufu- skálum á Snæfellsnesi mágur minn Pétur Jónsson vélstjóri til heimilis að Álfheimum 60 hér í borg. Hann hafði um alllangt skeið átt við erfið veikindi að stríða sem ekki varð ráðin bót á. Pétur heitinn var fæddur i Reykjavík 24. september 1923 og var þvi tæpra 52ja ára er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Jón G. Pétursson vélstjóri Þórðar- sonar eldra frá Gróttu og Guð- björg Ólafsdóttir Guðmundssonar bónda í Sviðugörðum I Flóa. Jón lifir son sinn nær áttræður að aldri en Guðbjörg lést 11. april 1970. Pétur var elstur fimm systkina, eftir lifa tvær systur, Guðríður Þórdís og Sigurbjörg, og tveir bræður, Ólafur og Þórhallur, öll gift og búsett í Reykjavík. Pétur ólst upp i foreldrahúsum á Eiriksgötu 9 í hópi glaðra systk- ina og góðra nágranna og er hann hafði aldur til hóf hann nám I vélsmíði í Vélsmiðjunni Steðja, gekk í Iðnskólann og siðan Vél- skóla Islands og lauk þaðan prófi 1950. Hann var síðan vélstjóri á tog- urum um ára bil, en vélsmíðin var honum hugleikin. Fór hann því í land og starfaði sem verkstjóri í ýmsum vélsmiðjum í Reykjavík, Steðja, Kyndli og síðast i vél- smiðjunni Dynjanda. Á árunum 1960—62 vann hann að uppsetn- ingu véla í Sogsvirkjun og var um skeið skoðunarmaður vélbúnaðar skipa. Arið 1963 gerðist Pétur starfsmaður Landssímans við t Eiginmaður minílog faðir Litli sonur okkar, ÞORKELL HANSOLAF ÞÓRÐARSON, andaðist á Barnaspítala Leifsgötu 22. Hringsins þann 24 ágúst verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn Dröfn Karlmannsdóttir, 27 ágúst kl. 3. Leif Nielsen. Sigrlður Sólmundsdóttir, Þórdis Þorkelsdóttir. t Eiginmaður minn, HALLDÓR MATTHÍASSON, skrifstofustjóri, lézt laugardaginn 23 ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 29 ágúst kl. 10:30 Lilja Þórarinsdóttir. t Eiginkona mín GUÐMUNDA MARGRÉT ÞORVALDSDÓTTIR Holtsgötu 6 Ytri NjarSvtk verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 26. ágúst kl. 3.1 5. F.h. barna, barnabarna og tengdabarna Sverrir Ólsen t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall mannsins mlns og föður, JÓNASAR KR. SÖLVASONAR Magnfrfður Júlfusdóttir og börn. t Þökkum innilega sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, BJARNA R, ÁRNASONAR. Byggðarenda 13. Jóhann E. Bjarnason, Árni K. Bjarnason, Gunnar M. Bjarnason, Sverrir Bjarnason, og barnabörn. t Minningarathöfn um ÓLAFÞÓRÐARSON frá Laugabóli fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl 13.30. Hann verður jarðsettur I heimagrafreit á Laugabóli við isafjarðardjúp og hefst sú athöfn i Nauteyrarkirkju miðvikudaginn 26 ágúst kl 16. Ásta og SigurSur Þórðarson Ingibjörg Þórðardóttir, Brynhildur og Jón ÞórSarson Dagbjört og Gústav ÞórSarson. Una Aradóttir, Björg Jakobsdóttir, Anna Guðmundsdóttir, Þurfður Eggertsdóttir Loranstöðina á Gufuskálum og gegndi því starfi til dauðadags. Þótt Pétur væri maður enn á miðjum aldri er hann féll frá hafði hann lagt gjörva hönd á margt um dagana enda eftirsóttur til starfa og mikiil dugnaðar og hagleiksmaður í starfsgrein sinni. Pétur unni mjög útilífi og ferðalögum, aflaði hann sér góðra bóka um náttúru og landfræði Is- lands, átti traustan fjallabíl og fór víða um óbyggðir og lagði stund á hverskonar veiðimennsku, kleif fjöll og seig í björg. Verður ekki annað sagt en að hann hafi stundum teflt á tæpt vað á þess- um ferðum sínum enda kjark- maður og óvílinn. En hann átti einnig aðrar hliðar ekki síður hugþekkar, og sameinaðj með sér- stæðum hætti kjark og karl- mannslund og hinsvegar mildi og ijúft viðmót sem laðaði jafnt unga sem gamla. Hinn 17. ágúst 1951 gekk Pétur að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Hrefnu Matthiasdóttur, ættaða úr Garði suður og var hjónaband þeirra hið farsælasta og einkenndist af gagnkvæmri vináttu og tryggð. Börn þeirra Péturs og Hrefnu eru þrjú, öll uppkomin og hin mannvænleg- ustu. Þau eru: Jón starfsmaður Landsbankans, Matthias hús- gagnasmiður, kvæntur Sigurjónu Sigurðardóttur, og Ingibjörg yngst þeirra systkina, enn í föður- garði. Á skilnaðarstund vildi ég mega þakka Pétri mági mlnum fyrir góð kynni og trausta vináttu við mig og mitt heimili og votta Hrefnu, börnum þeirra og ástvin- um hans öllum dýpstu samúð í þungri raún. En minnumst þess að öll él birtir upp um síðir. Blessuð sé minning Péturs Jónssonar. Guðmundur Úlafsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHVGLI skai vakin á því, að afmælis- og ininningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibiéls- lormi eða bundnu máli. Þa>r þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.