Morgunblaðið - 26.08.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGÚST 1975
27
Minning:
Guðmunda Margrét
Þorvaldsdóttir
Fædd 6.11. 1927
Dáin 20.8. 1975
I dag verður jarðsungin frá
Keflavíkurkirkju Guðmunda
Margrét Þorvaldsdóttir, Holts-
götu 6, Ytri-Njarðvík.
Guðmunda eða Munda eins og
hún var venjuiegast kölluð af
vinum og ættingjum, og ég mun
gera í þessum fáu kveðjuorðum
mínum, lést í Landspítalanum 20.
ágúst s.l. eftir langa og erfiða
sjúkdómslegu.
Foreldrar Mundu voru hjónin
Þorvaldur Jóhannesson skipstjóri
og útgerðarmaður, fæddur á
Skriðufelli í Gnúpverjahreppi, og
Stefanía Guðmundsdóttir frá
Ánanaustum í Reykjavfk. Þau
bjuggu allan sinn búskap á Grund
í Ytri-Njarðvik, en eru nú bæði
látin.
Munda ólst upp og dvaldi í for-
eldrahúsum þar til hún giftist
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Sverri Ólsen verkstjóra og at-
vinnurekanda í Ytri-Njarðvfk, en
þau gengu f hjónaband þ. 26.
september 1949.
Hjónaband Mundu og Sverris
var einstaklega farsælt og ham-
ingjuríkt, og held ég að mér sé
óhætt að segja að þar hafi aldrei
skuggi á fallið. 1956 höfðu þau
byggt sér einbýlishús að Holts-
götu 35 í Ytri-Njarðvík. Þar kom
strax fram hversu samtaka þau
voru um að byggja sér og börnum
sfnum vistlegt heimili. Þar kom
fram hinn góði smekkur Mundu
til alls er að heimilishaldi snýr.
Hún gaf sig alla að því að búa
manni sfnum og börnum það
besta sem góð móðir og húsmóðir
getur Iagt fram sér og sínum til
hamingjuauka.
Munda var mikil mannkosta-
manneskja, vel greind og víðlesin.
Hún hafði yndi af ljóðalestri, og
minnist ég þess er við vorum ein-
hverju sinni að ræða saman um
bókmenntir, að hún kvað sig oft
geta fengið meira út úr einu ljóði
en við lestur einnar bókar.
Munda flikaði ekki til-
finningum sfnum en hafði þó
mjög ákveðnar skoðanir um menn
og málefni. Mér sem þessar línur
rita var kunnugt um að undir
yfirborðinu bjó göfug sál sem öll-
um vildi gott gera, og þess naut
fjölskylda hennar f ríkum mæli,
sem og aðrir sem áttu því láni að
fagna að vera í návistum við hana.
Þess sér einnig merki í börnum
þeirra hjóna Mundu og Sverris,
sem öll eru hin mannvænlegustu,
en þau eru talin í aldursröð,
Stefanfa Vallý gift Geirmundi
Kristinssyni skrifstofustjóra —
Ólöf María gift Sigurði Erlends-
syni málarameistara, en þau eru
búsett í Keflavík. Þá er Sigrfður
gift Vilbergi Karlssyni vélvirkja
— Sverrir Örn kvæntur Guðrúnu
Halldórsdóttur, en þau eru búsett
í Ytri-Njarðvfk, og Rúnar Þór sem
enn dvelur í foreldrahúsum.
I kringum 1970 höfðu Munda og
Sverrir byggt sér hús á Holtsgötu
6 í Ytri-Njarðvík þar sem þau
hafa átt heima sfðan.
Fljótt eftir að þau fluttu að
Holtsgötu 6 voru öll börnin að
Rúnari undanskildum gift og
búin að stofna til eigin heimilis.
Þá gafst Mundu meira næði til-að
velja sér og sinna tómstundastörf-
um. Auk þess að búa heimili sitt
innandyra af fágætri smekkvfsi,
sneri hún sér að því að fegra
umhverfis sig utandyra.
Að þvf starfi gekk hún af jafn
heilum hug og öðru sem hún tók
sér fyrir hendur að framkvæma.
Á skömmum tima breytti hún
móakargi f vel skipulagða gróður-
reiti. Við þær framkvæmdir naut
hún hins annálaða dugnaðar
Sverris sem eins og ávallt var
reiðubúinn til að rétta hendi við
það sem þurfti að sinna ~fyrir
heimilið.
Mig minnir að það hafi verið í
fyrrasumar að við hjónin komum
til þeirra í heimsókn einn góð-
viðrisdag. Við Sverrir létum fara
vel um okkur inni f sófa, en kon-
urnar gengu út í garðinn. Konan
mín hefur oft síðan minnst á þá
miklu gleði sem kom fram hjá
Mundu meðan þær gengu þarna
um garðinn og ræddu um garð-
yrkju, um heiti einstakra tegunda
blóma og trjáa, og hvernig með
skyldi fara.
Það er sagt, að manninn megi
þekkja af verkum hans, og það er
rétt, og þannig getum við, sem
virðum fyrir okkur íbúðarhúsið á
Holtsgötu 6, hvort heldur er
innandyra eða utan, þekkt mann-
eskjurnar sem þar hafa lifað og
búið.
Þriðjudaginn 19. ágúst s.l. sat
ég við sjúkrabeð Mundu mágkonu
minnar. Ég þóttist sjá að ekki yrði
langt að bfða þess að hún kveddi
þetta jarðneska líf og hyrfi á
braut yfir djúpið mikla til hins
eilífa Ijóss.
Hugsunin um þann mikla missi
sem eiginmaður hennar, börn og
barnabörn sem og aðrir ættingjar
hennar yrðu fyrir við fráfall
hennar, olli mér sárri sorg, og
spurningar leituðu á hugann um
tilganginn með þessu lffi. Elskuð
eiginkona, móðir og amma er
kölluð burtu langt um aldur fram,
eftir verður tóm sem ekki verður
fyllt.
Ég vona þó og bið að minn-
ingarnar um ástrfka eiginkonu,
móður og ömmu megi draga úr
sárasta söknuðinum, og að tfminn
mildi og sljóvgi sárasta broddinn í
hugum þeirra sem mest missa við
fráfall hennar.
Að lokum vil ég senda mágkonu
minni hinstu kveðju yfir móðuna
miklu frá mér og fjölskyldu
minni, með innilegu þakklæti
fyrir liðnar stundir. Sverri og
börnum hans sendi ég og fjöl-
skylda mín innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guð blessi minningu þína.
Jón Kr. Olsen.
Minning:
Jón Þorsteinn
Jóhannsson
Fæddur 11. mái 1930.
Dáinn 8. júlf 1975.
Það er ómetanlegt fyrir dýra-
Iækni, sem þarf að ferðast mikið
að eiga völ á góðum fylgdarmanni
og bflstjóra, sem er gæddur þeim
eiginleika að geta ekið í srtjó og
ófærð.
S.l. 17 ár hefi ég ótal sinnum
leitað til Þorsteins Jóhannssonar
þegar erfið ferðalög stóðu fyrir
dyrum. Fyrr á árum, þegar vega-
þjónustan var enn verri en hún er
í dag, kom þetta sér ákaflega vel.
Alveg var sama hvernig stóð á
fyrir Þorsteini, alltaf var hann
boðinn og búinn og skipti einu
hvort um gamlárskvöld eða aðra
hátíðisdaga var að ræða. Þor-
steinn æðraðist aldrei né gafst
upp f tvfsýnum ferðum, hann
sá alltaf hinar björtu hliðar
tilverunnar og naut þess að
sigrast á höfuðskepnunum,
hvort sem ferðalangarnir
voru villtir uppi á Breiða-
dalsheiði eða þeir, eftir sólar-
hrings vökulag, brutust áfram
ofan úr Fljótsdal út Fellin f
blindbyl, svo vondu veðri, að ekki
er á mínu færi að lýsa. Ekki hefi
ég trú á, að fólkið, t.d. í litla
þorpinu okkar eða sveitungar
Þorsteins í Fljótsdalnum, hafi
gert sér grein fyrir að hann var
kjarkmaður, hann bar það ekki
utan á sér. Hann tók hlutunum
eins og þeir voru, svo var því
lokið.
Þannig brást hann við sjúkdómi
þeim er varð honum að aldurtila.
Fyrir rúmu ári fékk hann vont
kast af kransæðastíflu og var,
eftir að hann tók að hressast, ráð-
lagt að fara vel með sig, lfklegast
stóð hann í þeirri meiningu að
hann færi vel með sig, en breytti
þó í engu sfnum högum, hann
stundaði sitt starf sem síma-
maður; sagði, að það væri svo
rólegt. Menn geta þó gert sér f
hugarlund hvort það hefur verið
rólegt hjá þeim s.l. vetur, einn
mesta snjóavetur þessarar aldar.
I tómstundum vann Þorsteinn
við húsið sitt, garðinn sinn, og
dyttaði svo að bílnum sfnum og
áfram var haldið að gera kunnug-
um sem ókunnugum greiða. Hann
ráðgerði sumarfrí uppi á öræfum,
en fann þó alltaf fyrir sjúkdómn-
um. Síðast þegar ég hitti hann,
spurði ég hann hvernig heilsan
væri. — Jú, hún er stórfín, sagði
hann. Þú finnur þá ekkert til,
spurði ég. Það er undir mér sjálf-
um komið, ef ég reyni eitthvað
mikið á mig, koma verkirnir. Er
ég hvatti hann til að fara sér
hægar var svarað með bros á vör,
að það væri einmitt það sem hann
gerði, síðan sagði hann mér einn
góðan brandara, snaraði sér upp í
símabflinn og ók upp f sína
sfðustu för. Nokkrum dögum
síðar varð hann bráðkvaddur við
vinnu sína niðri á Norðfirði.
Oft hafði Þorsteinn sagt mér að
hann gerði sér fulla grein fyrir
hvað gæti hent og bætti við: „Nú
þá er þessu lokið.“ Þetta er kald-
hæðnislegt af 45 ára manni, en
þetta er kjarkur, þetta er að taka
hlutunum eins og þeir eru, þetta
var hans máti, sem lýsti sér hvar
sem brotist var áfram í lífsins
ólgusjó, jafnt í ofsaveðrum uppi á
Fjarðarheiði eða uppi í Fellum.
Hvort rétt er að taka hlutunum
svona, er ég ekki maður til að
dæma, en Þorsteinn var maður að
minu skapi, þess vagna vorum við
vinir.
Þorsteinn gat kvatt þennan
heim án þess að hafa áhyggjur af
fjölskyldu sinni. Árið 1956 kvænt-
ist hann eftirlifandi konu sinni
Guðlaugu Sveinsdóttur Ijósmóður
frá Hryggstekk í Skriðdal, dóttur
hjónanna Steinunnar Gunnlaugs-
dóttur og Sveins Guðbrandssonar,
fyrrum bónda þar. Guðlaug er
mikil dugnaðar- og myndarkona,
Þau Þorsteinn eignuðust 2 börn,
tvíbura, Bergljótu og Jóhann, og
bera þau nöfn foreldra Þorsteins.
Frá fyrra hjónabandi átti
Guðlaug fjögur börn og reyndist
Þorsteinn þeim sem besti faðir.
Allur þessi barnahópur er nú
uppkominn, nýtir og góðir
borgarar, kurteist og prútt fólk
svo af ber.
Fyrstu búskaparárin bjuggu
þau Guðlaug og Þorsteinn f sam-
býli með þeim Steinunni og
Sveini, foreldrum Guðlaugar,
Framhald á bls. 29
Vinsamlega birtið eftirfarandi smáauglýsingu
í Morgunblaðinu þann:...........
1 1 i 1 I 1 i i i i i i i i i i i i i 1 50
1 1 1 1 1 L l l l i i i J 1 1 1 1 1 L J 1 1 i i i I | 300
I__I__I__I__I__I__I__I__I__I__1__1__1__1__I__\__\__I__\_I__I__I__I I I I I 450
1 1 1 1 1 1 1 I 1 1 1 1 1 1 1 1 j 1 1 1 1 1 1 1 1 I 750
1 1 1 1 i 1 1 1 1 I 1 1 1 1 1 1 1 1 1 I 1 1 1 1 1 900
1 I 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1050
1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1111 1. 1 1 1 I I 1700
Hver lína kostar kr. 1 50 Meðfylgjandi er greiðsla kr...........
1^1 | 1 1 | | L 1 I I I Fymeðtn
JtáH T/tJCA Skrifið með prentstöf-
&£•/%& y lZi um og setjið aðeins 1 staf i
i i^i ^ U/y, ,/1 /iX-i /1 hvern reit.
i/i \S\/' i i Áríðandi er að nafn, heimili
l—J 11 I I 1 L 1 1 1 1 1 1 I 1—1. 1 1 1 1 1 I 1 1 1 1 L 1-1- 1 1 1 1 1 1 -L. 1.1. 1. » 1 1 1 1 1 » 1 1 1 1 1 1 1 og simi fylgi.
Nafn:
Heimili:
Sími:
I
Auglýsingunni er veitt móttaka á eftirtöldum stöðum:
REYKJAVÍK:
Kjötmiðstöðin, Laugalæk 2,
Sláturfélag Suðurlands, Háaleitisbraut 68
Kjötbúð Suðurvers, Stigahlíð 45—47,
Hólagarður, Lóuhólum 2—6
Sláturfélag Suðurlands, Álfheimum 74,
Árbæjarkjör, Rofabæ 9
HAFNARFJÖRÐUR:
Ljósmynda og gjafavörur,
Reykjavikurvegi 64
Verzlun Þórðar Þórðarsonar,
Suðurgötu 36,
KÓPAVOGUR:
Ásgeirsbúð, Hjallabrekku 2,
Borgarbúðin, Hófgerði 30.
Eða senda í pósti ásamt greiðslu til Smáauglýsinga
deildar Morgunblaðsins, Aðalstræti 6, Reykjavík.