Morgunblaðið - 26.08.1975, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 26.08.1975, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGÚST 1975 29 félk í fréttum „Básinn ” hrundi við opnunina + Viö opnun vörusýningar- innar á föstudag vildi það óhapp til, að hluti eins „báss- ins“ hrundi og munaði minnstu að slys yrðu á mönnum. Svo varð þó ekki og var þegar hafizt handa við að koma sýningar- deildinni I samt lag aftur. Reyntað bjarga úrAndreu Doriu ítalskir mann- rœningjar enn að + Fimmtfu og átta ára gömlum landeiganda var nýlega rænt f borginni Reggio Calabria á Suður-ltalfu. Maðurinn Domenico Arecchi, var fertug- asta fórnarlamb ftalskra mann- ræningja á þessu ári. Sjómaður hefnir sín á barþjóni + Drukkínn sjómaður, sem neitað hafði verið um af- greiðslu á bar i bænum Lorient i Frakklandi tók til sinna ráða til að komafram hefndum gegn barþjóninum. Hann settist upp f bfl sinn og ók rakleitt inn á veitingastaðinn f gegnum rúðu sem á vegi hans varð. Þrír slös- uðust, sem á barnum voru, en aðrir gestir brugðu við hart og yfirbuguðu bflstjórann. Öku- þórinn liggur nú í sárum á spítala og er miður sfn andlega og Ifkamlega að sögn lögregl- unnar. Tryltarbýflugur ráðastásjómenn + Býflugnager réðst nýlega á sjómann nokkurn sem var að veiðum á báti sínum skammt frá borginni Montpellier á Miðjarðar- hafsströnd Frakklands með þeim afleiðingum að hann beið bana. Tveir aðrir sjómenn sem hugðust koma félaga sfnum til hjálpar fengu alvarlegar stungur þegar flugurnar réðust á þá. + Flokkur kafara hefur sprengt sér leið inn í ftalska skemmtiferðaskipið Andreu Doriu, þar sem það liggur á 66 metra dýpi um 70 kfló- metra frá Nantucket-eyju við vesturströnd Bandarfkj- anna. Fyrirhuga kafararnir að bjarga ýmsum verðmæt- um úr skipinu, en sagt er að þar sé að finna reiðufé, gim- steina og skartgripi, Rembrandt-málverk og um 12000 vfnflöskur samtals að verðmæti um f jórar milljón- ir Bandarfkjadala (um 640 milljónir fslenzkra króna). Andrea Doria, sem eitt sinn var flaggskip ítalska kaupskipaflotans, sökk á þessum slóðum eftir að skipið Ienti f árekstri við + Lorenzo Herrera setti á föstudag glæsilegt heims- met f eldamennsku. Hann stóð samfellt yfir pottunum f 100 klukkustundir og sló þar með gamalt 96 tfma met sem skráð er f heimsmeta- bók Guinness. Herrera mall- aði alls kyns skyndimat, hamborgara og annað þess háttar, meðan á þessu stóð, en á klukkustundar fresti sænska skipið Stockholm í júlf 1956. Talsverð leynd hefur verið yfir rannsókn árekstursins, en f honum fórust 50 manns, en 2500 var bjargað. Margoft áður hefur verið reynt að bjarga verðmætum úr Andreu Doriu, en það aldrei tekizt. Að sögn blaðs- ins Providence Journal, sem skýrir frá leiðangrinum, eru með f ferðinni sjónvarps- menn sem hyggjast taka myndir inni f skipinu og gera úr þcim heimildakvik- mynd um slysið. Ekkí var frá því skýrt hvenær kafar- arnir komu að skipinu, né hvort einhverju væri búið að bjarga. fékk hann fimm mfnútna frf. Sfðustu klukkutfmana notaði hann þann tfma til að baða fætur sfna f söltu vatni til að auðvelda sér stöðuna yfir eldavélinni. Þegar 100 tfmum var náð, hvað skyldi Herrera hafa gert þá? Jú, hann eldaði sér morgunmat, settist niður og sporðrenndi honum áður en hann lagðist til svefns. Lorenzo Herrera setti nýtt elda- mennskuheimsmet Litur vonarinnar á Þorlákshafnarvegi Þorlákshöfn 22. ágúst. HAFNARFRAMKVÆMDIR hér ganga samkvæmt áætlun, og sumir þættir þeirra betur enda veður hagstætt til vinnu við sjóinn. Hér er mikið byggt og helzt einbýlishús og mikið er sótt um byggingarlóðir. Nú er verið að undirbúa 12 lóðir til bygginga en hús á ýmsu byggingarstigi munu vera um 30 talsins. öll hús Við- lagasjóðs hér á staðnum eru seld og fengu þau færri en vildu en þau eru 42 að tölu. Einnig er verið að ganga frá lóðum uiidir fjölbýlishús en fjármagnsfyrir- greiðslu vantar til þess að væntanlegir framkvæmdaaðilar geti hafizt handa við byggingu á þeim. Að sjálfsögðu hafa hafnarfram- kvæmdir hér og vonin um góða höfn ýtt mjög undir þessa öru þróun og óskir manna um að setjast hér að en hér munu vera heimilisfastir ufn 800 manns sem er þó lauslega áætlað og fjöldi aðkomufólks vinnur hér allt árið. Þess má geta til gamans, að árið 1950 voru aðeins 4 íbúar skráðir í Þorlákshöfn. Hitaveitumálin standa þannig að fyrir sumarfrí starfsmanna hafði verið boruð 2200 metra djúp hola og hitastig í botni holunnar var þá 190 stig. Þá var dælt köldu vatni í holuna í tæpan mánuð eða á meðan menn voru f fríi en þá var hitinn mældur aftur og er nú 180 stig. Nú er verið að leita að og lagfæra fóðringu sem mun hafa gefið sig en næsti áfangi er að holan verður sprengd út og bíða menn að sjálfsögðu spenntir eftir að sjá árangurinn af því. Nýi vegurinn hingað, sem lagð- ur var f vor frá Þrengslavegamót- um, hefur enn ekki verið opnaður fyrir umferð og er nú orðinn al- grænn yfir að líta. Ekki mun þó litur vonarinnar á veginum vera fyrirboði þess að vonir Þorláks- hafnarbúa eigi að rætast um varanlegt slitlag á veginn, þvf nú er verið að mala efni f efsta lagið sem því miður á ekki að vera varanlegt. Það virðist sem sagt eiga að leggja mikinn kostnað í malarlag á þennan vegarspotta en varanlegt slitlag að fá að bíða betri tíma. Fólk hér á að sjálf- sögðu erfitt með að skilja slíka hagfræði. Ölfushreppur hefur ráðið tæknifræðinginn Gunnar Indriðason til starfá á komanda hausti og ráðin hefur verið til læknishéraðsins hjúkrunarkonan Lára Lárusdóttir með búsetu í Þorlákshöfn en héraðslæknirinn, Þórhallur Ólafsson, kemur hingað tvo daga f viku. —Ragnheiður. — Minning Jón Framhald af bls. 27 síðar komu þau sér upp fallegu húsi hér í kauptúninu, áttu gott og listrænt heimili og fallegan garð fyrir utan. Til þeirra var gott að koma, enda komu þangað margir. Best fannst mér húsbónd- inn njóta sfn, er hann hafði sett einhverja góða hljómplötu á plötuspilarann, en hann hafði mikið, yndi af tónlist, sérstaklega ef um karlakóra var að ræða, enda var hann söngmaður góður og starfaði í Karlakór Fljótsdals- héraðs í mörg ár. Þorsteinn var mikill náttúru- unnandi og var gaman að ferðast með honum. Mér er alltaf minnis- stæðúr vormorgunn einn úti f Hróarstungu, fyrir nokkrum ár- um. Við höfðum komið utan úr Jökulsárhlíð og var klukkan eitt- -hvað um sex að morgni, er við komum að Jökulsárbrúnni og beinast lá við að aka austur um Heiðarendann og koma sér sem fyrst heim og reyna að sofa smá stund, en Þorsteinn var nú ekki á því. Hann sagðist þurfa í vinnu kl. átta, það tæki því ekki að fara að sofa í svona fögru veðri og stakk upp á því, að við tækjum á okkur krók og færum út hjá Hallfreðar- stöðum og þar yfir Tunguna, þar væri svo fallegt á morgni sem þessum. Þennan morgun upplifði ég stemningu Páls Ólafssonar skálds, er hann kvað: Við mér hlógu hlið og grund hvellan spóar sungu enn er þó til unaðsstund I henni Hróarstungu. Ekki var þó Hróarstunga sveit- in hans Þorsteins. Hann var fædd- ur á Bessastöðum í Fljótsdal, og fluttist síðan kornungur á nýbýlið Eyrarland sem foreldrar hans, hjónin Bergljót Þorsteinsdóttir og Jóhann Jónsson frá Bessastöðum, byggðu í landi Bessastaða. Þar sleit hann sínum bernsku- og æskuskóm og átti þar ótal unaðs- stundir. Er hann stofnaði heimili, fluttist hann i Egilsstaðakauptún, eins og áður getur. Þó að Þor- steinn væri fluttur úr Fljótsdaln- um átti Fljótsdalurinn hug hans allan og ekki síður fólkið i daln- um. Allt sitt lif var hann að gera öðrum greiða, en ég held að ljúfast hafi honum verið að gera fólkinu i fallega bernskudalnum sinum greiða. Þar átti hann alltaf heima og þar var hann borinn til grafar á Valþjófsstað hinn 16. júli s.l. Þar hvila nú jarðneskar leifar hans I þeirri frjóustu mold, sem til er á íslandi. Aldrei hefi ég litið Fljótsdalinn eins fagran og þenn- an dag, sjaldan eða aldrei hefir annað eins fjölmenni mætt við kirkju á Valþjófsstað. Það voru greinilega fleiri en ég og fjöl- skylda mfn, sem áttu Þorsteini Jóhannssyni heimilisvininum okkar, skuld að gjalda, skuld sem aldrei verður goldin. Bergljót móðir Þorsteins lést 1973.— S.l. ár hefur Jóhann faðir hans dvalist á heimili þeirra Guð- laugar og Þorsteins. Jóhann ber sorg sína með stakri ró og æðru- leysi. Ég og f jölskylda mfn vottum Jóhanni, tengdaforeldrum Þor- steins, Guðlaugu og börnunum okkar innilegustu samúð og vitum að góður Guð hefur veitt þeim styrk I raun. jýn p^tursson, Egilsstöðum. □EEEEGEEEEEEEGGEGEE (£1 63 □ ca ia 63 63 63 63 63 63 63 63 63 63 63 63 63 EEEEEEEEEEEEEEEEE 63 PIZZA Hr. Alllster Kirby pizza sérfræðingur kynnir TOLONA pizza í dag kl. 4-6 KSKUK Sudurlandsbraut 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.