Morgunblaðið - 26.08.1975, Síða 34

Morgunblaðið - 26.08.1975, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. AGÚST 1975 Leit að Bakkafjarðartrillu HJÁLPARBEIÐNI barst til Slysavarnafélags Islands á föstu- dagskvöldið frá Bakkafirði, en þar var farið að óttast um tvo menn á þriggja lesta trillu, Svani NS 78. Hafði trilian farið í róður um morguninn ásamt öðrum bát- um, en ekki komið til hafnar á sama tíma og þeir. Strandferða- skipið Hekla var á Bakkafirði þetta kvöld og bað SVFl skipið um að sigla út fyrir Digranesið og út á svonefndan Vopnabanka til að gá að bátnum. Ennfremur var GREIÐSLA olíustyrks til Reyk- víkinga hófst sl. fimmtudag og koma alls tæpar þrjár milljónir króna til útborgunar að þessu sinni. Styrkupphæðin er tvö þúsund krónur á hvern einstak- ling fyrir tímabilið marz til mai og greiðist framteljendum. Þann- ig fá t.d. hjón með tvö börn yngri en 16 ára greiddar 8 þús. krónur, en hjón með tvö börn eldri en 16 ára fá hins vegar greiddar 4 þús. kr. og börnin tvö sinar tvö þús. Komið með tvo sjúka Rússa til Reykjavíkur RÚ SSNESKUR togari kom til hafnar í Reykjavík seint i fyrra kvöld með tvo sjúka skipsmenn. Var annar mannanna með sprunginn botnlanga, en hinn með meiðsli á fótum. Voru menn- irnir lagðir á Landakostsspitala, þar sem sá fyrrnefndi var skorinn upp. Leið honum í gær vel eftir atvikum, en verður áfram á spít- ala í nokkra daga. Hinn skipverj- inn fékk gert að sínum meiðslum og fór í gær með skipinu er það hélt úr höfn að nýju. Talsmaður rússneska sendiráðsins sagði Mbl. í gær að skipsmennirnir báðir og starfsmenn sendiráðsins væru Iæknum og hjúkrunarliði á Landakoti mjög þakklátir fyrir fljóta og góða aðstoð. Slys við Mývatn Vogum, Mývatnssveit, 25. ágúst. MJÖG harður árekstur varð hér á þjóðveginum milli Revkiahlíðar og Vogasunnaní Hlíðarkambi sl. laugardagskvöld. Rákust þar sam- an tveir Volkswagen-bílar. Var annar bíllinn að koma með fólk sem vinnur við Kröflu og var ferðinni heitið á dansleik í Skjól- brekku. I bílnum, sem á móti kom, var aðeins ökumaður. Við áreksturinn mun hann eitthvað hafa slasazt, svo og farþegi er sat i framsæti í hinum bílnum. Báðir voru þeir strax fluttir með sjúkra- og lögreglubílum f sjúkrahúsið á Húsavík. Bílarnir skemmdust mjög mikið. Aður hafa orðið árekstrar og fólk slasazt og bílar skemmzt á þessum stað. Þarna er beygja í brekku og auk þess er útsýni frek- ar takmarkað vegna trjágróðurs. Furðulegt er, að þarna hefur ekk- ert merki verið til viðvörunar vegfarendum og ber að sjálfsögðu að vlta það. Nú er það krafa, að þessi óhappa- og slysastaður verði lagfærður með því að breikka veginn í beygjunni og beggja vegna, þannig að hægt sé að skipta veginum f tvær akrein- ar. — Kristján. Jafnt hjá Guðmundi GUÐMUNDUR Sigurjónsson stór- meistari gerði I gær jafntefli við ungverska stórmeistarann Andr- as Adorjan á skákmótinu í Lond- on. Sömdu þeir um jafntefli í 19. leik eftir að Adorjan hafði ekki tekið áhættuna á mannsfórn sem Guðmundur bauð uppá. Þá tefldi Guðmundur biðskák sfna við Miles úr 7. umferð í gær- morgun og gaf hann skákina f 43. leik, enda staðan vonlaus. Adorj- an er efstur með 5'A vinning, eftir 8 umferðir, Miles hefur 5 vinn- inga, Sax og Timman 4'A og Guð- mundur 2‘Avinning. hafinn undirbúningur að því að senda út báta á Bakkafirði og Vopnafirði, en áður en af þvi yrði, kom tilkynning frá Heklu um að hún hefðifundiðtrillunaog allt væri f lagi. Að vísu hefði orðið bilun f trillunni, en hún væri komin f lag á ný. Hélt Hekla sfðan áfram sfna leið, en trillan varð á ný fyrir bilun við Digranesið. Þá skutu skipverjarnir upp svifblysi og kom þá bátur frá Bakkafirði þeim til aðstoðar og dró trilluna inn. krónurnar hvort. Alls fá um 1400 einstaklingar þennan tvö þúsund króna styrk, en nokkrir tugir elli- lffeyrisþega, sem njóta tekju- tryggingar frá Tryggingastofnun- inni, fá heldur hærri upphæð í olíustyrk, eða 3 þús. kr. Olíustyrk- ur er greiddur þeim, sem nota olíu til húshitunar, en langflestir borgarbúa hafa hitaveitu. Rekald á Skerjafírði TILKYNNING barst til Slysa- varnafélags Islands á föstudag um að sézt hefði eitthvert rekald úti á Skerjafirði og var jafnvel talið mögulegt, að þar væri um bát að ræða. Sjóbjörgunarsveitin Albert á Seltjarnarnesi fór út á fjörðinn að kanna málið, en þarna reyndist einungis vera um drasl að ræða. — Stuðnings- menn Framhald af bls. 36 kosinn prestur, væntanlega í næsta mánuði. Reykjavfk, 15. ágúst 1975 Jón Auðuns, f. dómpróf. Hagamel 10; Stefán Jónsson, forstj. Melhaga 1; Sigrfður Ell- ingsen, frú Ægissiðu 80; Lúðvíg Hjálmtýsson, frkvstj. Hagamel 32; Jón Hafstein, tannl. Ægis- síðu 84; Gunnar Friðriksson, frkvstj. Hjarðarhaga 31; Guðm. Benediktsson, ráðuneytisstj. Reyhistað, Jón Thorarensen, f. sóknarpr. Hagamel 42; Katrín Smári, frú Hjarðarhaga 62; Friðrik Ólafsson, stórm. Hjarð- arhaga 15; Einar Guðnason, f. próf. Miðbr. 3, Seltjarnarnesi; Auður Guðmundsdóttir, frú Unnarbraut 7, Seltjarnarnesi. Morgunblaðið hafði í gær- kvöldi samband við sr. Guð- mund Óskar Ólafsson og leitaði álits hans á dreifibréfinu og efni þess. Hann sagði: „Ég vil sem allra minnst tjá mig opinberlega um þetta mál utan það að ég harma hverja þá tilraun, sem gerð er til að vekja úlfúð eða draga fólk f dilka í umræddum efnum. Annars verða menn að eiga þetta við sjálfa sig hvaða aðferðum sam- vizkan býður þeim að beita.“ Að öðru leyti vildi sr. Guð- mundur ekki fjalla um efni dreifibréfsins né þær fullyrð- ingar sem þar koma fram. MORGUNBLAÐIÐ reyndi ítrekað að ná sambandi við sr. örn Friðriksson í gærkvöldi til, að fá hans skoðun á málinu, en án árangurs. Loks ræddi Mbl. við Þórð Ag- úst Þórðarson formann sóknar- nefndar Nessóknar. Hann kvaðst á þessu stigi ekkert geta sagt um dreifibréfið og efni þess. Hann sagðist hafa boðað fund I sóknarnefndinni í kvöld, (þriðjudag) og yrði bréfið þar til umræðu. Þá hefur komið upp deila í sambandi við fyrirhugaðar prestkosningar hvort Seltjarn- arnessöfnuður eigi að taka þátt í þeim eða ekki. Sóknarnefnd Seltjarnarnesprestakalls hefur látið frá sér fara tilkynningu sem birtist i heild á bls. 8 f Mbl. í dag. Segir þar m.a. að það sé ákveðin ósk sóknarnefndarinn- ar að sérstakur prestur komi á Seltjarnarnes, en þvf hefur ver- ið þjónað af prestum Neskirkju til þessa. Embætti hafi losnað f Nesprestakalli s.l. vor og hafi þá opnazt möguleikar á því að það flyttist til Seltjarnarness. Svo hafi ekki orðið og embættið við Neskirkju auglýst og þar með gengið í berhögg við vilja Seltjarnarnessafnaðar og sam- þykkt safnaðarráðs Reykjavík- urprófastdæmis. Sé það álit safnaðarstjórnar að Seltjarnar- nessöfnuður eigi ekki að taka þátt í væntanlegum prestkosn- ingum f Nessókn og prestkosn- ingar eigi ekki að fara fram á Seltjarnarnesi fyrr en söfnuð- urinn fái tækifæri til að kjósa sinn eigin prest. Mbl. sneri sér f gær til bisk- upsins yfir Islandi hr. Sigur- bjarnar Einarssonar vegna sið- arnefnda málsins, en hann kvaðst á þessu stigi ekki vilja tjá sig um það. — Boða verkfall Framhald af bls. 36 þessara félaga og samtaka eru f starfi við undirbúningsfram- kvæmdirnar á Grundartanga. Skúli Þórðarson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær, að samningafundur hefði sfðast verið haldinn f fyrri viku. Verka- lýðsfélögin væru að Ieita eftir al- mennum samningum um kaup og kjör fyrir þá vinnu, sem þarna er unnin, svo og um aðbúnað starfs- manna á vinnustað, en um það atriði hafa spunnizt nokkur blaða- skrif að undanförnu. Skúli sagði, að nú væri búið að vinna þarna hátt í fimm vikur án þess að neitt lægi í rauninni fyrir um kaup og kjör þeirra manna sem þarna ynnu. I Morgunblaðinu sl. fimmtudag birtust viðtöl við nokkra starfs- menn við undirbúningsfram- kvæmdirnar á Grundartanga og þar var m.a. þetta haft eftir tveimur mönnum, öðrum frá Akranesi og hinum frá Hafnar- firði: „Þetta verkfall er bara í blöðunum. Við, sem hér vinnum, teljum aðbúnaðinn eins góðan og mögulegt er við þessar aðstæður og það er fráleitt að menn hér fari í verkfall vegna hans.“ Skúli var inntur eftir því, í gærkvöldi, hvort þetta stingi ekki í stúf við verkfallsboðunina. Hann sagði, að það væri ekki von, að maður, sem væri nýbúinn að ráða sig í vinnu, færi að gefa miklar yfirlýsingar um slæman aðbúnað, ef hann stæði að auki með verktakann sér við hlið. „Ég vísa því algerlega heim til föðurhúsanna, að þetta verkfall sé bara orðið til hér á skrifstofum verkalýðsfélaganna," sagði Skúli að lokum. — Rækja Framhald af bls. 36 ekki að fara en rækja þolir ekki endalausa geymslu. Hinsvegar væri þar 12% innflutningstollur á rækju, og hækkað í 16% um næstkomandi áramót. Um s.I. ára- mót var tollurinn hinsvegar ekki nema 8% og þótti nógu hár. Þann- ig að hætt væri við að við fengjum ekki viðunandi verð f Bretlandi nema tollar yrðu lækkaðir. — Við verðum líka að selja meiri rækju á meginlandi Evr- ópu, sagði Björgvin, en þar búa 200 milljónir manna. Og ef hið opinbera gerir ekkert í þessum málum fer rækjuframleiðslan f rúst. Svfar sem einnig hafa keypt nokkuð mikið af rækju frá Islandi hafa algjörlega haldið að sér höndum með rækjukaup héðan eftir að staðan kom upp á brezka markaðnum, og vona að verðið á Islandi lækki, en Islendingar hafa undanfarin ár selt Bretum um 500 lestir af rækju. — Portúgal Framhald af bls. 1 Vitor Alves majór, einn þeirra, sem skipulögðu byltinguna í fyrra, að taka sæti upplýsingaráð- herra f stjóminni. I allan dag var reynt að sann- færa Goncalves um að hann yrði að segja af sér og einn möguleiki af mörgum sem vekja óvissu er sá að stuðningsmenn hans úr hern- um reyni að bjarga honum. Hóf- samir herforingjar gáfu Costa Gomes forseta vikufrest í sfðustu viku til að víkja Goncalves sem þeir segja að hafi hrakið landið á barm upplausnar f þjóðfélagsmál- um og efnahagsmálum. Heimildamenn handgengnir Costa Gomes segja að hann reyni að finna leið til þess að Goncalves geti sagt af sér án þess að bíða álitshnekki. Vitað er að hann er góður vinur Goncalves og það get- ur gert honum erfitt fyrir. Kommúnistar verða að ákveða hvort þeir verða að hverfa með Goncalves eða snúa við honum baki og gera bandalag við öfga- menn lengst til vinstri. Þótt flokksforinginn Alvaro Cunhal hefi hvatt til útkalls stuðnings- manna Goncalves reyndi flokkur- inn í dag að bæta aðstöðu sína með myndun sameiginlegrar „bráðabirgðastjórnar" flokksins, vinstrimanna f hernum og sjö annarra vinstri flokka til að berj- ast fyrir byltingarmarkmiðum. Stuðningsmenn Goncalves í blöðum í Lissabon eru enn bjart- sýnir á að hann haldi völdunum, „Diario de Lisboa" sagði í for- ystugrein að allt benti til þess að „stefnu framfaraafla“ yrði haldið áfram. Hermenn frá Copcon tóku sér stöðu við skrifstofur „Jornal Novo“ og tveggja annarra blaða sem kommúnistar ráða ekki yfir til að vernda blöðin gegn árásum vinstrimanna. I morgun lýsti Costa Gomes marklausa yfirlýsingu sem stuðn- ingsmenn Goncalves túlkuðu sem stuðning við hann. Yfirlýsingin var óljóst orðuð og forsetinn til- kynnti að hann lýsti hana mark- lausa vegna þess að hún hefði verið rangtúlkuð og misnotuð. I yfirlýsingunni sagði að rfkis- stjórnin yrði að stjórna landinu meðan herinn leysti innbyrðis ágreining sinn. Andstæðingar Goncalves töldu þetta merkja rikisstjórn án tillits til þess hver stjórnaði henni og þeir reyndust hafa rétt fyrir. sér. Blöðin og út- varpið, sem - kommúnistar ráða, túlkuðu þetta sem stuðning við Goncalves. — Hafnarbann Framhald af bls. 1 keppni. Prammasjómenn segja að tekjur þeirra rýrni ef kerfið verði lagt niður. Þeir sem standa fyrir mót- mælunum hafa einnig birt sjö aðrar kröfur, meðal annars um launahækkanir og bætt vinnu- skilyrði. Þeir segja að hafn- bannsaðgerðum verði haldið uppi þar til stjórnin gangi að öllum kröfum þeirra. Hraðbátar lögreglunnar fylgjast með hafnbannsaðgerð- unum en engin tilraun var gerð til að dreifa prömmunum. Ráðuneytistalsmaður sagði að ekki stæði til að biðja sjóher- inn um aðstoð. Talsmaður lög- reglunnar sagði að mótmælin hefðu farið friðsamlega fram og ekki hefði dregið til tíðinda. I Belgíu var einnig lokað ýmsum skurðum í dag af sjó- mönnum sem krefjast jafnari farmskiptingar. — Rhódesía Framhald af bls. 1 nefndarfundir sem eiga að taka við af ráðstefnunni á járnbrautar- brúnni fari fram í Rhódesíu og ANC krefst þess enn að þeir fund- ir verði haldnir annars staðar. Samkvæmt óstaðfestum frétt- um hefur Kaunda sett ANC úrslitakosti. Ef afrískir þjóðernis- sinnar samþykkja ekki að hefja viðræður um nýja stjórnarskrá Rhódesíu innan sjö daga mun Zambíustjórn hætta stuðningi sín- um við ANC samkvæmt þessum heimildum. ANC vill ekki að viðræður fari fram í Rhódesíu þar sem að minnsta kosti tveir af fjórum helztu foringjum samtakanna, séra Ndabaningi Sithole og James Chikarmen, eiga það á hættu að vera handteknir ef þeir snúa aft- ur til Rhódesíu. Vorster er sagður hafa sett Smith úrslitakosti á sama hátt og Kaunda hefur sett ANC úrslita- kosti. Samkvæmt óstaðfestum fréttum krefjast þeir báðir þess að samkomulag takist innan 60 daga og nefndir verði skipaðar til að ganga frá því einhvern næstu daga. Kaunda hefur verið miklu leng- ur við Viktoriufossa en upphaf- lega var ákveðið og því þykir ljóst að viðræðurnar séu á mikilvægu stigi. Vorster sagði eftir að hafa rætt við Kaunda við komu hans: „Við áttum mjög góðan og á- nægjulegan fund.“ Kaunda tók I sama streng og sagði „Viðræðurn- ar hafa verið einstaklega gagnleg- ar.“ Abel Muzorewa biskup, forseti ANC, sagði í setningarræðu sinni að viðræðurnar væru „sfðasta tækifærið til að afstýra frekari blóðsúthellingum." Hann sagði að framhald viðræðnanna ætti að geta farið fram á stöðum sem vektu ekki deilur. „Við ættum að geta fært löndum okkar f Rhódes- fu fallega jólagjöf: heiðarlegt samkomulag," sagði hann. Lagt hefur verið til að svæðinu við Viktoríufossa verði breytt i hlutlaust eða alþjóðlegt svæði, að samningamenn ANC og Rhódesíu búi f Livingstone Zambíumegin landamæranna og í bænum við Viktoríufossa og haldi fundi sína til skiptis f Zambíu og Rhódesíu. Rhódesíustjórn mun hins vegar hafa tekið dræmt f hugmyndina og krefst þess að staðið verði við Pretoriu-samninginn. — Israel Framhald af bls. 1 Jafnframt herma fréttir að eg- ypzkt herlið muni sækja inn á svæði sem nú eru á valdi Israels- manna samkvæmt samningnum. Diplomatar segja að þetta sé gjald sem Israelsmenn verði að greiða fyrir að fá að halda eftirlitsstöð vestast í Giddi-skarði. Samningurinn mun' einnig heimila Egyptum að fjölga skrið- drekum sinum á þvi svæði sem nú er á valdi friðargæzluliðs Samein- uðu þjóðanna úr 36 í 75. Egyptar eiga að taka við þessu svæði og sækja 7.5 til 15 km lengra f austur þegar ísraelsmenn hörfa frá Giddi og skarðinu Mitla. Sadat hefur verið mjög tregur til að fallast opinberlega á nokkr- ar tilslakanir gagnvart Israels- mönnum af ótta við gagnrýni harðlfnumanna f Arabaheimin- um, þar á meðal Hafez Assad, forseta Sýrlands. Hins vegar fór Kissinger til Damaskus á laugar- dag til að fá fullvissun frá Assad um að hann mundi ekki grafa undan samningnum. — Skipaður Framhald af bls. 2 Elías I. Elíasson bæjarfógeti á Siglufirði, Erlendur Björnsson bæjarfógeti á Seyðisfirði, Halldór Þ. Jónsson fulltrúi á Sauðárkróki, Hallvarður H. Einvarðsson vara- rfkissaksóknari, Jón A. Ölafsson sakadómari, Jón Thors deildar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, Jónatan Þórmundsson prófessor, Kjartan Ragnars deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu, Már Pétursson héraðsdómari í Hafnar- firði, Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari í Hafnarfirði og Sverrir Einarsson sakadómari. — Umbúðalager Framhald af bls.2 stjórn auk Lárusar: Heimir Hann- esson, sem er varaformaður, aðrir í stjórn eru Hörður Vilhjálmsson, Jón Arnason og Tryggvi Jónsson og eru tveir þeir síðasttöldu til- nefndir af framleiðendum. Fráfarandi stjórn var skipuð í ársbyrjun 1972 til þriggja ára og var skipunartími hennar á enda. — Rússar Framhald af bls. 35 um hætta af maósismanum hvort sem þær búa við sósíalfskt eða kapitaliskt hagkerfi." Greinin í Kommunist er sú síð- asta í Iangri röð áróðursgreina gegn kínverskum kommúnistum, en áróðurinn hefur magnazt frá því kommúnistar sigruðu í Indó- kína f vor. I greinum í sovézku blöðunum hefur verið lögð áherzla á and- stöðu Kínverja við öryggisráð- stefnuna og fyrirætlanir þeirra í Suð-austur-Asíu. Kfnverjar hafa einnig aukið árásir sínar á Sovétmenn og segja þá vera að reyna að koma sér f mjúkinn hjá Asiuþjóðum eftir að bandaríski herinn fór þaðan og ógni með því öryggi allra landa. 2 þús. kr. olíustyrkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.