Morgunblaðið - 26.08.1975, Page 36

Morgunblaðið - 26.08.1975, Page 36
au<;lVsin<;asíminn er: 22480 3R**0t ;lVsin<;asíminn er: 22480 JRflrflMnblabií) ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGUST 1975 Fastafloti NATOí heimsókn Fastafloti Atlantshafs- bandalagsins er f opinberri heimsókn á Islandi um þessar mundir. 1 flotanum eru að þessu sinni sex her- skip, — frá Kanada, Bandarfkjunum, Hollandi, Portúgal, Vestur- Þýzkalandi og Bretlandi. Yfirmaður flotans er bandarfskur, Arie C.A.Sig- mond, en hann er af holl- enzkum ættum. Fastaflota Atlantshafsbanda- lagsins var komið á fót árið 1968. Fram að þeim tima höfðu flotaæf- ingar skipa aðildarríkja banda- lagsins farið fram án þess að eig- inlegur NATO-floti væri starf- andi. í flotanum eru 4—9 skip hverju sinni, en verkefni flotans er einkum tvíþætt — að floti und- ir sameiginlegri stjórn NATO sé tiltækur ef á þarf að halda og að þjálfa saman flota aðildarríkj- anna. Eru skipaskipti tíð í flotan- um af þessum ástæðum. Flotinn kom hingað til lands s.l. sunnudag og tók þá olíu í Hval- firði. Til Reykjavíkur kom flotinn í gær. Tvö skipanna lögðust þá við bryggju í Sundahöfn, Iroquois frá Kanada og hollenzka freigátan Evertsen. Hin skipin liggja við festar á ytri höfninni, Gago Cout- inho frá Portúgal.vestur-þýzka skipið Schleswig-Holstein, Argo- naut frá Bretlandi og flaggskip flotans, Macdonough frá Banda- ríkjunum. Margeir tap- aði biðskák MARGEIR Pétursson tapaði bið- skák sinni gegn Israelsmanninum David Bronstein úr áttundu um- ferð heimsmeistaramóts unglinga I skák I Júgóslavíu í gær: Hefur hann þannig dregizt nokkuð aftur úr fremstu mönnunum. Fjögur herskipanna I fastaflota Atlantshafsbandalagsins á ytri höfninni f Reykjavík f gærdag. Ljósmynd Sv. Þorm. 100% innborgunarskylda á saltfisk í Brasilíu Hefur lamandi áhrif á þurrfiskframleiðslu íslendinga 2 árekstrar TVEIR árekstrar urðu á Miklu- braut í gærkvöldi, annar við Háa- leitisbraut,. en hinn inni við Elliðaár. Ekki urðu veruleg meiðsl á mönnum, en mjög mikið eignatjón hins vegar. ÖVÆNLEGA horfir nú með salt- fisksölu til Brasilfu, þvf stjórn- völd þar f landi hafa nú fyrirskip- að 100% ínnborgunarskyldu f 180 daga, sem þýðir að kaupendur saltfisks ,þar f landi verða að leggja jafnháa upphæð vaxtalaust inn á banka þar f landi og þeir borga fyrir vöruna, sem þeir kaupa erlendis frá. Islendingar hafa á undanförnum árum ein- göngu selt þurrkaðan 1. flokks saltfisk til Brasilfu og á árinu 1973 seldum við þangað t.d. 3000 lestir, en að meðaltali hafa um 2000 lestir farið þangað á ári s.I. 10 ár og f fyrra seldum við fyrir um 360 millj. kr. Friðrik Pálsson hjá Sölusam- Iagi íslenzkra fiskframleiðenda sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að fyrir kaupendur í Brasilíu engu síður en seljendur hér og í Noregi væri þetta geysilegt kjaftshögg, og kaupendur í Brasilíu teldu innborgunarskyld- una samsvara 20—30% verð- hækkun þar, þar sem allur kostn- aður við innborgunarskylduna væri mjög mikill. Því hefði þetta lamandi áhrif á þurrfiskfram- leiðsluna að vissu leyti. Friðrik kvað Norðmenn, sem yrðu fyrir barðinu á þessu eins og tslendingar, leggja á það áherzlu að þeir keyptu miklu meira af Brasilíumönnum en þeir af Norð- mönnum. Það sama mætti segja um Island, sem hefði keypt um 50% meira þaðan f fyrra en Brasilía af Islandi. Óseld rœkja fgrir 300 milljónir króna: Astandið versnar stöðugt segir Björgvin Bjarnason ENN HORFIR mjög erfiðlega með sölu rækju og f lok júnf voru til yfir 520 tonn af óseldri rækju f landinu að verðmæti um 300 m.kr. Það sem veldur þessu er fyrst og fremst hinir háu tollar E.B.E. landanna á fslenzkum vör- um og um leið hafa aðrar þjóðir kippt að sér höndum með kaup á fslenzkum vörum f von um að tslendingar lækkuðu verðið. Björgvin Bjarnason, sem er einn helzti útflytjandi landsins á frystri rækju, sagði í samtali við Morgunblaðið f gær, að ástandið væri orðið mjög alvarlegt og nú yrði að takast að selja eitthvað til Englands, sem verið hefur okkar helzti markaður, ef illa ætti Framhald á bls. 34 Boða verkfall á Grund- artanga frá 2. sept SJÖ verkalýðsfélög og samtök hafa boðað vinnustöðvun við undirbúningsframkvæmdir Stuðningsmenn indóms” fglkja „frjálslynds krist- liði í Nessókn Lýsa yfir stuðningi við sr. Örn Friðriksson — Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson segir: Aðferðin samvizkuspurning hvers og eins samþykkta Skálholti. Prestastefnunnar f PRESTKOSNING fer fram f Nesprestakalli f Reykjavfk f næsta mánuði, 14. eða 21. september. Kosið er um emb- ætti sem sr. Jóhann Hlfðar sagði lausu og eru umsækjend- ur tvcir, sr. Guðmundur Óskar Ólafsson prestur f Hafnarfirði og sr. örn Friðriksson prestur á Skútustöðum f Mývatnssveit. Enda þótt ekki sé endanlega ákveðið hvaða dag prest- kosningin fer fram er kosningabarátta hafin. Morgunblaðið hefur undir höndum dreifibréf undirritað af 12 fbúum Nessóknar en bréf inu hefur verið dreift í öll hús f sókninni. I bréfinu er þvf lýst yfir, að þeir sem undir það rita vilji stuðla að kosningu sr. Arnar Friðrikssonar „sem boð- bera hins frjálslynda kristin- dóms“, enda „hljótum vér að telja það réttlætismál, að f Nes- söfnuði skipi frjálslyndur prestur embætti við hlið prests- ins, sem þar er fyrir,“ eins og segir orðrétt f bréfinu. Prestur Neskirkju er nú sr. Frank Halldórsson. Af orðalagi dreifi- bréfsins má ráða, að átökin sem hafin eru f Nessókn séu f fram- haldi af þeim deilum innan kirkjunnar sem fylgdu f kjöl- far skrifa Skálholtsrektors f Kirkjuritið og umræðna og Sr. Guðmundur O. Ólafsson. Sr. örn Friðríksson. Orðrétt hljóðar dreifibréfið á þessa leið: Af trúmálaumræðum, sem fram hafa farið í sumar bæði í fjölmiðlum og manna á meðal, sýnist ástæða til að ætla, að mikill hluti safnaðafólks fslenzku þjóðkirkjunnar að- hyllist frjálslynda túlkun trú- mála. Þessvegna hljótum vér að telja það réttlætismál, að í Nes- söfnuði skipi frjálslyndur prestur embætti við hlið prests- ins, sem þar er fyrir. Af því að oss er kunnugt að séra Örn Friðriksson sóknar- prestur á Skútustöðum muni reynast boðberi hins frjáls- lynda kristindóms, viljum vér stuðla að kosningu hans í Nes- prestakalli, þegar þar verður Framhald á bls. 34 málmblendiverksmiðju á Grundartanga f Hvalfirði frá mið- I nætti að kvöldi þriðjudagsins 2. september nk., hafi samningar við vinnuveitendur ekki náðst fyrir þann tfma. Félögin og samtökin, sem hér um ræðir, eru: Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélagið Hörð- ur f Hvalfirði, Sveinafélag málm- iðnaðarmanna á Akranesi, Tré- smiðafélag Akraness, Verka- mannafélagið Dagsbrún f Reykja- vfk, Verkamannafélagið Hlff f Hafnarfirði og Landssamband^ vörubifreiðastjóra. Félagsmenn Framhald á bls. 34 Bíll velti öðrum bíl út af vegi NÆSTA óvenjuleg bílvelta varð laust eftir kl. 17 á sunnudag í Biskupstungum, er fólksbifreið, sem var að fara fram úr annarri bifreið, rakst á hlið hennar og velti henni út af veginum. 1 bif- reiðinni sem valt voru 4 farþegar, en þeir slösuðust lítið. Þó var ein kona flutt í sjúkrahús. Bifreiðin stórskemmdist. Hin bifreiðin, sem tjóninu olli, hvarf á braut og er ófundin. Talið er að þar hafi verið um að ræða ameríska fólks- bifreið, brúna að neðan, en ljósari að ofan. Þeir, sem kynnu að hafa orðið ferða hennar varir, eru beðnir um að láta lögregluna á Selfossi vita.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.