Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 Spáin er fyrir daginn í dag Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Verlu á varðbergi gagnvart þeim, sem þér finnast grunsamiegir á einhvern hátt. Þú skalt ekki búast við of mikilli hjálp frá öðrum og forðast að stofna þér I mikil útgjöld sjálfur persónulega Stofn- ir þú til útgjalda verðurðu að lokum óánægður með daginn. Nautið 20. aprfl — 20. maí Þú kannt að verða afvegaleiddur ef þú hyggst ætla að fara nýjar og ótroðnar slóðir. Þú skalt reyna að ná fram því bezta sem þú getur á þínu starfssviði, þar færð þú mestu áorkað. Tvíburarnir 21. maf — 20. júní Láttu innblásturinn ráða ferðinni í dag, því að stjörnurnar gefa f skyn að þú hafir mjög góða möguleika á þvf að ná þfnu fram. Hugmyndaflugið kemur þér að góðu gagni og eiiftil dirfska sakar ekki. Haltu ótrauður áfram. Krabbinn <9* 21. júnf — 22. júlf Reyndu að leggja áhyggjurnar til hliðar f dag og nota kraftana til að Ijúka af þvf sem, ólokið er. Þú getur hæglega greint aukaatriðin frá þvf sem meira máli skipt- ir. Komi einhver undarlega fram við þig án tilefnis, skaltu láta það sem vind um eyru þjóta. Ljónið 23. júlí —22. ágúst Nú skaltu hefjast handa af fullum krafti við það verkefni sem þú hefur tekið að þér, svo það valdi ekki töfum sfðar. Hálfnað er verk þá hafið er og þetta mál er ekki nærri því eins erfitt og þú hýlzt. Þú hefur efni á nokkurri nýrri eyðslu, en þó innan hæfilegra marka. Mærin 23. ágúst - 22. sept. Þú hefur þann vana að láta reka á reiðanum og eyða tfmanum með dag- draumum. Nú skaltu koma niður á jörð- ina á ný og skoða öll þfn mál raunsæjum augum. Þú átt marga góða möguleika, bara ef þú nennir að hagnýta þér þá. Wn 'k\ Vogin */iSá 23. sept. — 22. okt. Þegar þú hefur komið öllum verkum f fullan gang, getur þú farið að taka að þér ný verkefni. Gakktu að öllum störfum með léttri lund, þvf annars byrja hlut- irnir að ganga á afturfótunum. Stjörn- urnar eru með þér og þeirra áhrif verða einnig til heilla f einkaiífinu. Drekinn 23. okt. — 21. nóv. Þú skalt ekki kasta frá þér gullnu tæki- færi með þvf að láta Ifta svo út sem þú sért áhugalaus. Einbeittu þér að því sem þig skiptir mestu og leggðu annað til hiiðar. Það gæti borgað sig fyrir þig að reyna nýjar leiðir á næstunni. Bogmaðurinn 22. nóv. — 21. des. Stjörnumerki þfn f dag eru óljós. Þú ættir að leggja áherzlu á að ná upp þvf sem þú hefur tr&ssað að undanförnu. Tryggð verður að byggj&st á föstum grunni. Skynsamlegar áætlanir og réttar aðferðir munu leiða þig f átt að settu marki. Steingeitin 22. des. — 19. jan. Stfgðu í hemlana og gerðu þér Ijóst að þú hefur færzt of mikið í fang. Þú verður að hætta að trúa þvf að alltaf sé hægt að fara eftir fastákveðnu kerfi við úrlausn allra mála. Sl®! Vatnsberinn 20. jan. — 18. feb. Ef þú þarft að taka mikiivæga ákvörðun er betra að bíða með hana þar til eftir hádegi, þvf þá verða áhrif stjarnanna hagstæðari. Þú ættir ekki að vera svona kröfuharður, sláir þú örlftið af, verður auðveldara að eiga samstarf við aðra. ^ Fiskarnir 19. feb. — 20. marz Hver segir þér að andstæðingar þínir geti ekki haft á réttu að standa endrum og eins? Ef þú hlustar á röksemdir þeirra gætirðu e.t.v. komið auga á ýmis- legt sem þér yrði að gagni. Með þessu gætir þú komið í veg fyrir mikinn mis- skilning. LJÓSKA HVAÐ MEINARÐU EIQlN- LEGA? (3ETTA ER MÁNU' DAGSRÉTTuR- INN OKKAR JÆJA, þú ÆTTIR 8ARA AÐ BRA<3©A HANN A V„ FÖSTUDBGI , EINHVERN KÖTTURINN FELIX v \ / /, . i w \—7—1 ■ -■ ^ Jfö fóZy/ZÍ&éS V^ll UJHV 00 BlRpS NEEP 50 MUCH 5TRIN6 UJHEN THEV'RE 0UILPIN6 A NE5T ? ' ~r~y " tí q q Tm U S P«l Otl — All ngnts r«s«. veð ° ©1875 by Uni|«ð F«atur« Syndicata Inc Hvers vegna þurfa fuglar svona mörg strá þegar þeir eru að gera sér hreiður?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.