Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 13 Þorlákshöfn: Bugður og beygjur á nýja veginum Þorlákshöfn 10. sept. í AGUSTMANUÐI og það sem af er september hafa aflabrögð Þor- lákshafnarbáta verlð heldur léleg enda slæm tíð og lftið um næði. Flestir bátar eru með troll og hafa lítið í það. Þrfr bátar eru farnir á spærlingsveiðar og fleiri munu fara bráðlega. Þeir hafa fengið sæmilega veiði þegar gefið hefur. Næg vinna hefur verið f frystihúsinu og það er afli togar- ans Jóns Vfdalfn sem þar gerir gæfumuninn. Nýi vegurinn hingað frá Þrengslavegamótum var opnaður fyrir umferð s.l. laugardag og þá með maiarlagi. Það vekur undrun manna hér hvað hefur tekizt að ná mörgum bugðum og beygjum á þennan veg fram sandinn. Það er iíkast þvf að leið manns liggi fyrir annes. Ef til vill er þetta sparn- aðarráðstöfun eins og það að slit- lagið varanlega ver látið bfða. A safnaðarfundi sem haldinn var fimmtudaginn 4/september í barnaskólanum í Þorlákshöfn var kosin byggingarnefnd kirkju I Þorlákshöfn. Nefndina skipa Benedikt Thorareníen, Guð- mundur Friðriksson, Gunnar Markússon, Sverrir Sigurjónsson og Ragnheiður Ólafsdóttir. Góðar gjafir hafa borizt til fyrirhugaðr- ar kirkjubyggingar svo sem áður hefur verið skýrt frá f blaðinu og taldi fundurinn að þvi fé væri bezt borgið með því að sem fyrst yrði hafizt handa um undirbún- ingsstarf að verkinu með tilliti til hins ótrygga ástands sem rfkir í peningamálum þjóðarinnar. —Ragnheiður. Rakspírinn: Ekkert eftirlit með innflutningi INNFLUTNINGUR á rakspfra hefur verið frjáls nokkur undan- farin ár og ekkert sérstakt eftirlit hefur verið með innflutningnum sfðan Afengis- og tóbaksverzlunin hafði einkasölu á rakspfra með höndum. Ragnar Jónsson skrifstofustjóri ATVR sagði við Mbl. í gær, að þær tegundir sem stofnunin fram- leiddi og setti á markað undir sfnu vörumerki væru framleiddar úr hreinum spíritus og í þeirra framleiðslu væru engin eiturefni. Hins vegar væri rækilega merkt á flöskurnar, að rakspírinn væri óhæfur til drykkjar. Misjafn afli reknetabáta AFLI reknetabáta frá Hornafirði hefur verið mjög misjafn undan- farna daga. Einstaka báíur hefur fengið mjög góðan afla, en aðrir lítið sem ekki neitt. Minnst hafa bátarnir fengið um 3 tunnur eftir nóttina en mest komizt í nokkuð á annað hundrað tunnur. Sfldin, sem bátarnir koma með, fer ýmist f frystingu eða er söltuð. Loðnuleit geng- ur erfiðlega RANNSÓKNASKIPIÐ Arni Frið- riksson er sem kunnugt er við loðnuleit fyrfr Norðurlandi. Vegna veðurs hefur lftið orðið úr leit sfðustu daga og f fyrradag lá skipið t.d. undir Grænuhlfð vegna veðurs. AUtíI.VSINGASÍMINN ER: 22480 JHorfltmblobtb Takið vel eftiri Verzlanir við Laugaveginn verða opnar á laugardögum til kl.12. rsr Fjölmennur fundur kaupmanna við Laugaveg, hefur samþykkt, að hafa verzlanir sínar opnar til kl. 12 á laugardögum og til kl. 7 e.h. á föstudögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.