Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975
MET STEFÁNS
VERMJR STAÐPEST
— Það er hvergi í alþjóðareglun-
um að finna ákvæði um hvað með-
vindur megi vera mikill til þess að
met I tugþraut og fimmtarþraut fái
staðfestingu. og þvl verður afrek
Stefáns Hallgrímssonar I tugþrautar-
keppninni staðfest sem íslandsmet,
sagði Magnús Jakobsson formaður
laga- og leikreglnanefndar FRÍ I við-
tali við Morgunblaðið I gær. en sem
kunnugt er voru nokkur áhöld um að
met Stefáns fengi staðfestingu, þar
sem meðvindur var um 6*m/sek. I
110 metra grindahlaupinu. Var það
álit margra að meðvindur mætti ekki
vera meiri en 4 m/sek. til þess að
afrekið teldist löglegt, en nú hefur
sem sagt annað komið á daginn.
Stefán Hallgrímsson hljóp 110
metra grindahlaupið i tugþrautinni á
14,8 sek., sem er hans bezti tími.
Hins vcgar ber öllum grindahlaupur-
um saman um að erfitt sé að hlaupa
þegar meðvindur sé svo mikill og
hann var t umrætt skipti. Þeir verði
r
Italskur sigur
UNGUR ítali, Vladimiro Panizza
sigraöi í „Tour Piedmont" hjól-
reiðarkeppninni sem lauk nýlega,
en keppni þessi er elzta hjól-
reiðarkeppnin sem fram fer á
þjóðvegum. Hjólaði Panizza 243
kílómetra frá Milano til Torino á
5.57,0 klst. I öðru sæti varð Enrico
Paolini frá Italíu og þriðji varð
Roger de Vlaeminick frá Belgíu.
þá að stytta skrefin, og fái þar af
leiðandi ekki eins gott jafnvægi yfir
grindunum. Mátti llka sjá það í tug-
þrautinni, að flestir áttu í nokkrum
erfiðleikum, og náðu slzt betri tíma
en þeir hafa áður náð I logni.
Köge enn
í forystu
Eftir 21 umferð í dönsku 1. deildar
keppninni I knattspyrnu hefur Köge
enn forystu með 29 stig. Holbæk er í
öðru sæti með 27 stig, en á mögu-
leika á að ná Köge að stigum, þar
sem þeir hafa leikið einum leik
færra. Leikurinn sem Holbæk á inni
er við B 1903, sem er um miðja
deild, þannig að Holbæk á að eiga
nokkuð góða möguleika á að ná
Köge. j þrioja sæti I deildinni er svo
Næstved með 26 stig, en sFðan
koma AaB með 25 stig, Esbjerg með
24 stig, Vanlöse með 24 stig, KB,
meistarar fyrra árs, með 23 stig, B
1901 með 23 stig, B 1903 með 21
stig. Randers Freja með 19 stig,
Vejle með 18 stig, B 93 með 1 7 stig,
Frem með 16 stig, Fremad A með 16
stig, B 1909 með 13 stig og á
botninum er svo Slagelse sem einnig
er með 13 stig, en óhagstæðara
markahlutfall en B 1909.
Efstu liðin I 2. deild eru Kastrup
með 32 stig, OB með 30 stig og
Hvidovre og Lyngby með 25 stig.
Knattspymunieimirnir
standa með Bremner
SVO kann að fara að skozka
knattspyrnusambandið verði að
velja á milli þess að taka leik-
mennina fimm, sem dæmdir
hafa verið I ævilangt bann með
skozka landsliðinu, í sátt aftur,
eða að Skotland hætti að leika
landsleiki. Skozkir knatt-
spyrnumenn hafa nú hótað þvf
að gefa ekki kost á sér í lands-
liðið, nema látið verði undan og
Billy Bremner og félagar teknir
í sátt. Það sem knattspyrnu-
mennirnir eru einkum óánægð-
ir með, er það að landsliðs-
mennirnir skyldu ekki fá neina
möguleika á að skýra málið frá
sínu sjónarhorni. Aðeins einn
þeirra, sem var.dæmdur, Billy
Bremner, hefur viljað segja
eitthvað um málið, en hann seg-
ir að það hafi fleiri en eina hlið,
og það séu forkastanleg vinnu-
brögð að dæma menn, án þess
að gefa þeim kost á að verja sig.
Það hefur komið í ljós við
rannsókn málsins, að það var
ekki ævintýri þeirra félaga á
næturklúbbnum Bonaparte
sem réð úrslitum, heldur miklu
fremur framkoma þeirra á
Marina Hoteli í Vedbæk í Dan-
mörku, er þeir komu heim eftir
að lögreglan hafði fjarlægt þá
frá næturklúbbnum. Þannig
hefur t.d. einn af stjórnar-
mönnum skozka knattspyrnu-
sambandsins, sem var með í
ferð þessari sem áhugamaður,
en ekki fararstjóri, látið hafa
það eftir sér, að knattspyrnu-
mennirnir hafi hagað sér eins
og skepnur er þeir komu heim á
hótelið, og það sé ekki for-
svaranlegt að senda slfka menn
í keppnisferð fyrir Skotland.
Dönsku blöðin sem gerðu
mikið úr atburði þessum hafa
breytt mjög um tón, eftir að
dómurinn yfir leikmönnunum
fimm var kveðinn upp, og
benda nú á að hliðstætt hafi
einu sinni komið fyrir hjá
dönskum íþróttamönnum, er
þeir fóru í keppnisferð til
Sovétríkjanna. Þá hafi nokkrir
þeirra Ieikmanna verið dæmdir
í keppnisbann, en reynslan hafi
síðar leitt í ljós að verið var að
hengja bakara fyrir smið, og
viðkomandi íþróttagrein, hand-
knattleikur, hafi beðið mjög
mikið tjón af skjótum
ákvörðunum forystumanna.
Keppendur f afrekskeppni Flugfélags Islands.
Júlíus sigraði í
Afrekskeppni FÍ
JULlUS R. Júlíusson
bar sigur úr býtum I
Afrekskeppni Flug-
félags Islands f golfi,
sem fram fór á Nesvell-
inum um sfðustu helgi.
Lék Júlíus á samtals 77
höggum, sem er fremur
slakur árangur, eða 7
höggum yfir pari vallar,-
ins.
I Afrekskeppni Flug-
félagsins eiga sex menn
þátttökurétt, Islands-
meistarinn, sigurvegari
f Coca Colamótunum og
sigurvegarar í meistara-
mótum stærstu golf-
klúbbanna. Til keppn-
innar að þessu sinni
mættu 5. Leiknar voru
18 holur, og hafði Júlíus
tekið forystuna eftir
fyrri hlutann og lék
hann þá á 38 höggum. I
öðru sæti voru þeir Þór-
hallur Hólmgeirsson og
Hallgrimur Júlíusson,
Islandsmeistarinn,
Björgvin Þorsteinsson,
frá Akureyri var hins
vegar ekki í essinu sínu
og lék á 43 höggum.
Hann stóð sig hins
vegar bezt í seinni
hlutanum, ásamt
Júliusi, en báðir léku þá
á 39 höggum.
Úrslit keppninnar
uðru þau, að Júlíus lék
á 77 höggum, Þórhallur
Hómgeirsson varð í
öðru sæti á 80 höggum,
Hallgrímur Júlíusson
og Björgvin Þorsteins-
son léku á 81 höggi og
Árni Jónsson lék á 91
höggi.
HE tfKJ [AVI K —] LA Nl 1)11)
Síðasta meiriháttar frjáMþróttamót tmabilsins
SlÐASTA meiriháttar frjáls-
fþróttamót þessa keppnistfmabils
fer fram á Laugardalsvellinum
um næstu heigi, en þá munu eig-
ast þar við lið Reykjavíkur og
landsbyggðarinnar f stigakeppni.
Fram hafði komið mikill áhugi á
keppni þessari hjá ýmsum aðil-
um, og urðu málalok þau að reyk-
vfska frjálsfþróttafólkið skoraði á
frjálsíþróttafólk landsbyggðar-
innar til keppni, að gömlum og
góðum sið. Sfðan var kosin fjög-
urra manna undirbúningsnefnd
fyrir mótið og áttu sæti f henni
Guðmundur Þórarinsson og
Stefán Jóhannsson af hálfu
Reykjavíkur og Sigurður Geirdal
og Hafsteínn Þorvaldsson af
hálfu landsbyggðarinnar. FRl til-
nefndi síðan fimmta manninn f
nefndina, Magnús Jakobsson.
Hafa þeir fimmmenningarnir
síðan unnið að undirbúningi
mótsins, sem verður töluvert um-
fangsmikið.
I keppninni verður keppt f öll-
um þeim frjálsíþróttagreinum
sem eru keppnisgreinar í bikar-
keppni FRl, og verða keppendur
3 f grein frá hvorum aðila og stig
reiknuð þannig að fyrsti maður
fær 6 stig, annar maður 5 stig
o.s.frv.
Stjórn FRl og framkvæmda-
stjórn UMFl hafa ákveðið að
greiða í sameiningu að hálfu
ferðakostnað þeirra keppenda
sem um langan veg eiga að sækja
til keppninnar, og er þetta gert til
þess að tryggja að allt bezta frjáls-
íþróttafólk landsins mæti til leiks.
Bæði liðin hafa nú verið valin, óg
má Ijóst vera af valinu að búast
má við mikilli keppni, og báðir
aðiiar haga vali keppenda sinna
greinilega með stigabaráttuna í
huga. Vekur það t.d. athygli að
landsbyggðarmenn velja Jón
Diðriksson, UM§B, til keppni í
3000 og 5000 metra hlaupum,
jafnvel þótt Jón hafi til þessa
verið sterkari sem millivega-
lengdahlaupari. Er þetta gert
vegna þess að búizt er við að Jón
Ásgeir — vann
Standard
Charleroi
STANDARD Liege, liðið sem
Asgeir Sigurvinsson leikur með í
Belgíu, vann þýðingarmikinn
sigur f 1. deildar keppninni þar-
lendis í fyrrakvöld, er það sigraði
La Louviere á útivelli með einu
marki gegn engu. Þar með hefur
Standard hlotið fimm stig í
keppninni, eftir fimm leiki, en
það er Molenbeek sem hefur
forystu f keppninni og er með 10
stig eftir 5 leiki, eða fullt hús.
Liðið sem Guðgeir Leifsson
leikur með, Charleroi, gekk hins
nái fleiri stigum í hlaupum
þessum en í millivegalengdunum.
Óhugsandi er að spá fyrir um
úrslit í keppninni. Síðast þegar
slfk keppni fór fram lauk henni
með sigri landsbyggðarinnar, en
Framhald á bls. 20
GuSgeir — tapaSi
vann —
tapaði
vegar ekki eins vel, það tapaði
fyrir Liegeois á útivelli með 2
mörkum gegn 3 og hefur liðið
aðeins hlotið 1 stig úr 5 leikjum
sfnum.
Orslit annarra leikja í belgísku
knattspyrnunni f fyrrakvöld urðu
sem hér segir:
Beveren — Anderlecht 2—2
Malinois — Burgeois 0—2
Molenbeek — Lokeren 3—1
Beerschot — Antwerpen 2—5
Lierse — Ostend 0—1
Bruges — Malines 0—2
Waregem — Berchem 3—1