Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 29 fclk í fréttum Þessi mynd er frá mótmælaaðgerðum við Belemhöllina í Lissabon, þegar her menn mótmæltu því að verða sendir til Angóla. Þeir nutu tilstyrks óbreyttri borgara úr hópi vinstri öfgamanna. Þegar hermaður úr Iífverði forsetans ætlaði i mótorhjóli inn á Hallartorgið ruddust mótmælendur að honum og sviptu honun af baki, en hermenn komu honum f öruggt skjól. Hver kálaði Dorothy? Tennessee Williams er mesti núlifandi leikritahöfundur Bandarfkjanna og hann hefur notið þess vafasama heiðurs að vera um leið ein mesta fylli- bytta Bandarfkjanna. Hann hefur oft sagt, að hann hafi „sofið“ allan áratuginn milli 1960 og 1970, og sér hafi þótt alveg ljómandi gott að taka inn róandi lyf með viskíinu sfnu. Þetta er liðin tfð, að því er hann sagði við fréttamenn nýlega, haldandi á glasi með hvftvfns- glundri f. „Ég gat það ekki og Dorothy Kilgallen gat það ekki heldur," drafaði í honum. „Ég held, að Dorothy hafi verið drepin. Hún var eina manneskjan, sem tók viðtal við Jack Ruby. Ég sá hana f sjón- varpinu og þeir, sem þekktu hana, vissu að hún hvorki drakk né neytti lyfja. Hún var drepin, og mér stendur stuggur af þessari vitneskju.“ Það er bágt með hann Elvis. Hann er nýkominn úr sjúkra- húsi þar sem hann dvaldist f hálfan mánuð til að jafna sig af ofþreytu, að þvf er sagt var. Krankleiki í meltingarfærum hefur einnig hrjáð hann, og nú hefur hann orðið að hætta við að skemmta gestum Hilton- hótelsins f Las Vegas eins og ráðgert hafði verið, og mun ekki hafa heilsu til að iðka list sfna næstu þrjá mánuði. Elvis Presley fékk huggulega upp- hringingu frá Richard Nixon þegar hann lá f sjúkrahúsinu, en þegar Nixon lá sfna frægu • spftalalegu á sfnum tíma lét EIvis sér annt um hann á sama hátt. Nú er Elvis orðinn fertug- ur, þannig að hann getur ekki talizt fyrirmynd táninganna og átrúnaðargoð eins og hér f eina tfð. Hins vegar skortir hann ekki aðdáendur, því að lengi lifir f gömlum glæðum. í SÍðustU VÍku kleif 8 ára gömul frönsk telpa, Christel Bochatay, hæsta fjalltind f Evrópu, Mont Blanc, sem er 4.807 metrar yfir sjávarmáli. Christel er yngsti fjallgöngu- maður sem nokkru sinni hefur klifið fjallið. Ef einhver hefur áhyggjur af þeim, sem sleppa 8 ára gömlum krakka f svona ferðalag, þá er það óþarfi, vegna þess að leiðsögufnaður var með f förinni. Eins Og fram hefur komið f fréttum fór Yelena Sakharov sér til lækninga til Italfu á dög- unum, eftir langt og strangt þóf við sovézk yfirvöld, sem láta ekki hvern sem er valsa til út- landa. Það sem að henni amar, er gláka á háu stigi, og var hún skorin upp við sjúkdómnum f sfðustu viku. Að sögn læknis hennar, Renato Frezzotti, var „uppskurðurinn ekki áhættu- laus, en útlitið væri vissulega enn verra hefði aðgerðin ekki átt sér stað.“ Helen Jackson, éiginkona Henry Jackson, sem nú sækist eftir þvf að verða forsetaefni demókrata f Bandarfkjunum á næsta ári, lýsti nýiega hneyksl- un sinni á framkomu sjón- varpsmanns nokkurs gagnvart Betty Ford nýlega. Forseta- frúin sat fyrir svörum f sjón- varpsþætti og voru spurningar spyrilsins nærgöngular hvað snerti einkalff frúarinnar og fjölskyldu hennar. „Spurn- ingarnar voru ruddalegar og blátt áfram fáránlegar og hefði ég átt að svara þeim, þá hefði ég svarað þvf til að þessi mál- efni kæmu engum við nema sjálfri mér“, sagði Helen Jack- son. Cassius Clay, eða mú- hammeð Alí, eins og hann kýs að nefna sig, lagði nýlega fram 16 milljónir króna til lfknar- starfs f Nfger og Senegal. Með þessari fjárhæð kom 1,6 milljón króna frá Don King, sem er umboðsmaður boxarans fræga Sú kvöð fylgdi gjöfinni að féð yrði notað f þágu barna, en Unicef og Afrocare, sjálf- stæð þróunarstofnun, hafa fengið sjóðinn til ráðstöfunar. FÓLK ÞARF EKKI endilega að vera það sama og fólk, en hér fer fram fótboltaæfing f dýragarði f Ohio. Apadaman heitir Jennifer en fflafrúin heitir Sonja. Kannski Jennifer sé ekki‘alveg örugg um að Sonja taki hana ekki f misgripum fyrir boltann. Sonja vegur tvö tonn. FACO - HLJÓMDEILD NÝJAR PLÖTUR Nýjar litlar plötur Love Will Keep Us Together The Hustle Black Superman/ Muhamed Ali Dynomite Mysty Swearin to God Get Down Tonight Fallin in Love Give it What You Got I Can't Give You Anything (But My Love) Midnight Blue What a Difference á Day Makes Þrjú tonn af Sandi Kysstu Kerlu að Morgni Superman Ruby Baby Before the Next Teadrops Falls Captain & Tennille Van McCoy 8i the Soul CitySymphony Johnny Wakelin & The Kinshasa Band Tony Camillo 8i Bazuka Ray Stevens Frankie Valli K.C. 8t the Sunshine Band Hamilton, Joe Frank 8> Reynolds B.T. Express Stylistics Melissa Manchester Ester Phillips Haukar Brimkló Paradis Change Freddie Fender POP OG/EÐA SOFT ROKK Eric Clapton Rod Stewart Alan Price American Graffiti Stephen Stills America Eagles David Bromberg Chicago E.C. Was Here Atlantic Crossins O 'Lucky Man Ýmsir Stills Hearts One of These Nights Midnight on the Water VIII ÞUNGTOG/EÐA ÞRÓAÐ ROKK Black Sabbath Blood Sweat 8t Tears Procul Harum Steppenwolf Alexis Korner Ritchie Blackmores Joe Cocker Greatful Dead Bachman Turner Overdrive Frank Zappa 8t Mothers SOUL B.T.Express Stylistics Minnie Riperton Minnie Riperton Isley Brothers Bee Gees Tina Turner Kool 8t The Gang The Crusaders The Crusaders Sabotage New City Ninth Hour of the Wolf Get Off my Cloud Rainbow Jamaica Say You Will Blues For Allah (ný) Four Wheel Drive One Size Fits All MÚSÍK Non Stop Best of Adventures in Paradise Perfect Angel The Heat is On Main Course Acid Queen Spirit of the Boogie Chain Reaction Southern Comfort Einnig flestar (ef ekki uppseldar) plötur með: Yes, E.L.P. Dr. Hook, Greatful Dead, King Crimson, C.S.IM. & Y., Beach Boys, Byrds, Mothers, Leonard Cohen, Chicago, Eagles, America, Allman Brothers, Simon & Garfunkel, Janis Joplin, Beatles. Ásamt skemmtilegu úrvali af nýjum og gömlum jazz og blues hljómplötum. Sértilboð vikunnar: Bob Dylan Blood on the Tracks Verð: kr. 1.290.00 Laugavegi 89 Sími 13008 Hafnarstræti 1 7 Sími 13303. Sendum í póstkröfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.