Morgunblaðið - 12.09.1975, Side 20

Morgunblaðið - 12.09.1975, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 Bændur á Suðurlandi ljúlm heyönnum — ef þurrkur helzt fram að helgi HEYSKAPUR hefur f sumar gengið mjög stirðlega vfða um land, þó einkum á Suðurlandi vegna ótfðar eins og kunnugt er. 1 gær var þurrkur á Suðurlandi og voru bændur þar í óða önn að sinna heyskap. Björn Erlendsson í Skálholti sagðist gera ráð fyrir að bændur í Arnessýslu myndu ná að mestu inn sfnum heyjum ef þurrkurinn héldist fram að helgi. Gfsli Kristjánsson hjá Búnaðar- félagi Islands sagði, að bændur í Borgarfirði væru nokkuð vel sett- ír, þó að ástandið væri misjafnt eftir bæjum. I Dölum, á Vest- fjörðum og í Húnavatnssýslu væru bændur yfirleitt komnir vel á veg með heyskap og vfða væri honum að ljúka. Frá Skagafirði austur um allt til Breiðdals hafa bændur lokið heyönnum og er — Afgreiðslu- bann Framhald af bls. 36 skeyti samgönguráðuneytisins orðrétt á þessa leið: „Ráðuneytið mælist til þess við hafnarstjórnina að ef eftir- litsskip eða fiskiskip frá þeim þjóðum, sem ekki virða 50 mflna fiskveiðilögsögu Islands, leita hafnar, verði þeim ekki látnar f té neinar vistir, við- gerðarþjónusta né rekstrar- vörur, en fyrirgreiðsla aðeins veitt vegna sjúkra manna eða slasaðra. Samgönguráðuneytið“ Sagði Ólafur Steinar að lok- um að þessi tilkynning hefði ekki verið afturkölluð, og kvaðst hann ekki vita annað en eftir henni hefði verið farið. Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatiikynning frá Reykjavíkurhöfn: Á fundi hafnarstjórnar Reykjavfkur f dag, fimmtudag- inn 11. september, var gerð eft- irfarandi bókun: „Rætt um afgreiðslu v- þýzkra eftirlitsskipa f Reykjavfkurhöfn. Á fundi hafnarstjórnar 24. október 1972 var ákveðið að skip þessi fengju enga fyrir- greiðslu í Reykjavíkurhöfn, aðra en vegna sjúkra manna og slasaðra. Lögð var fram yfirlýs- ing yfirhafnsögumanns, dags. 9. september sl., þar sem staðfest er að ákvörðun þessi hafi verið framkvæmd síðan.“ Hér fer á eftir yfirlýsingyfir- hafnsögumanns: Að gefnu tilefni skal tekið fram, að v-þýzku eftirlitsskipin hafa enga fyrirgreiðslu fengið hér f Reykjavfkurhöfn sfðan landhelgisdeilan hófst við V- Þjóðverja, aðra en þá, að láta í land slasaða eða veika menn og taka aftur menn, sem hafa dvalið hér á sjúkrahúsum. t þau skipti sem beðið hefur verið um vatn, eða aðra fyrir- greiðslu frá Reykjavíkurhöfn, hefur þvf algjörlega verið neitað. Einar Thoroddsen, yfirhafnsögumaður.“ Loks ræddi Morgunblaðið við Björn Jónsson forseta ASl og spurði hann hvort miðstjórn ASl hefði ekki verið kunnugt um afgreiðslubannið sem verið hefur í gildi þegar hún gerði samþykkt sína um að setja á afgreiðslubann nú í vikunni. Björn sagði að hvorki honum né öðrum miðstjórnarmönnum hefði verið kunnugt um þetta bann. Enda breytti það að sínu mati ekki eðli málsins því bannið hefði verið sett við allt aðrar aðstæður en nú ríktu. heyfangur þeirra í meðallagi að magni en Gísli taldi að heyin væru vafalaust yfir meðallagi að gæðum á þessu svæði. Frá Breið- dal og á Suðurlandsundirlendinu og sérstaklega f Árnessýslu eiga bændur enn töluverð hey úti. Hjá Gísla kom fram að staðan væri mjög misjöfn eftir bæjum og virt- ist að þar sem til væri góður véla- kostur og fyrir hendi væri áræðni hefði heyskapur gengið furðan- lega miðað við þá vondu tíð, sem verið hefur í sumar um hluta landsins. Hann sagði, að menn hefðu hirt nokkuð djarft, því ekki hefði gefizt tóm til að fullþurrka heyið og hefði því verið afar áríð- andi að hafa súgþurrkun í hlöðun- um og blása nógu mikið. LEYFI til slátrunar í Sláturhúsi Kaupfélags Hvammsfjarðar í Búðardal hefur verið afturkallað, en slátrun þar var að hefjast. Samkvæmt upplýsingum Sigurð- ar Arnar Hanssonar, dýralæknis í Búðardal, var leyfið afturkallað vegna þess, að ekki var búið að ljúka ýmsum lagfæringum, sem settar höfðu verið sem skilyrði fyrir sláturleyfi og eru það eink- um atriði, sem lúta að hreinlæti en einnig átti eftir að ganga frá svokallaðri loftbyssu. Þá var einn- ig talið nauðsynlegt að ljúka frá- gangi holræsa í nágrenni slátur- hússins og er nú unnið að því verki en Sigurður sagðist ekki gera ráð fyrir að þvf verki lyki r — N-Irland Framhald af bls. 1 ráðherra brezku stjórnarinnar, fyrir að hafa tekið ástandið of lausum tökum. Ásaka mótmæl- endurRees fyrir að reyna að ná sættum við hinn kaþólska Irska lýðveldisher, IRA, og vilja að hann aflétti vopnahléinu milli IRA og hersins til þess að unnt verði að hefja herferð gegn hermdarverkasamtökunum. — GNÁ Framhald af bls. 36 ekki ínn í hana. Hálfri klukku- stund seinna eða liðlega það lenti Flugfélagsvél í Hornafirði og tók hún sjúklinginn til Reykjavíkur. Skömmu áður hafði ég haft sam- band við Slysavarnafélag íslands um þetta mál en þeir höfðu ekkert heyrt um það þar. Þetta er dæmigert neyðartilfelli en ein- hvers staðar virðist sambands- leysi vera í kerfinu og því munaði nokkrum klukkustundum að hinn slasaði maður kæmist á skurðar- borðið,“ sagði Friðjón. Ferð þyrlunnar Gnár út að togaranum og flutningur manns- ins yfir í þyrluna tókst í alla staði mjög vel og má segja að þarna hafi verið unnið björgunarafrek þvf sjógangur var mikill og hífandi rok, eða 8 vindstig, og mikil ókyrrð. Flugmaður var Björn Jónsson og Bjarni Helgason var skipherra. — Árni Johnsen. 1 AÐGERÐ — Morgunblaðið hafði samband við Borgarsjúkra- húsið klukkan 23 I gærkvöldi og spurðist fyrir um brezka sjómanninn. Var blaðinu tjáð að honum liði eftir atvikum og var hann þá rétt ófarinn f aðgerð á skurðdeild stofnunarinnar. Hjá þeim bændum, sem blaðið hafði tal af, kom fram að þurrk- dagarnir tveir í síðustu viku hjálpuðu mörgum en f uppsveit- um á Suðurlandi nýttist þurrkur- inn mjög illa því þar tók að rigna strax á föstudag. Eins og áður sagði var þurrkur á Suðurlandi f gær og samkvæmt upplýsingum Páls Bergþórssonar, veðurfræð- ings, er gert ráð fyrir að þurrkur- inn haldist á morgun og hann bætti því við, að sér litist ekki illa á veðurhorfur á laugardag. Björn Erlendsson f Skálholti sagði, að þar hefði verið ágætur þurrkur f gær með kulda og strekkingi. Hann sagði, að það ylli nokkrum erfiðleikum hversu túnin væru blaut eftir allar rigningarnar f sumar og erfitt væri að fara með vélar um þau. „Ef hann verður þurr fram að helgi þá ættu bænd- ur á Suðurlandi að ljúka sínum heyönnum að mestu,“ sagði Björn í Skálholti að lokum, þegar Mbl. ræddi við hann síðdegis í gær. fyrr en eftir helgi en slátrun hefst ekki fyrr en þeim er lokið. Slátur- húsið í Búðardal er nýlegt og enn á eftir að Ijúka fyllilega frágangi á ýmsu í byggingunni og sagðist Sigurður hafa óskað eftir að sum þessara atriða yrðu lagfærð í fyrrahaust en slíkt hefði ekki ver- ið gert, þannig að nú hefði orðið að grípa til þess ráðs að svipta húsið leyfinu. Ekki tókst í gær- kvöldi að ná tali af kaupfélags- stjóra Kaupfélags Hvammsfjarð- ar, en eins og áður sagði rekur það sláturhúsið. Skóladagheimili í austurbænum: Beðið eftir ákvörðun húseigenda RÁÐGERT hefur verið, að í haust tæki til starfa skóladagheimili f gamla austurbænum. Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar hefur gert tilboð í húseign við Egils- götu, en kaupin hafa ekki verið gerð enn. Mbl. hafði f gær samband við Svein Ragnarsson hjá Félags- málastofnuninni og spurði hvað liði stofnun skóladagheimilisins. Hann sagði m.a.: „Við gerðum ákveðið verðtilboð f þessa hús- eign og rann frestur til að taka því eða hafna út s.l. þriðjudag. Eigandinn hefur hvorki tekið því eða hafnað, en tilboðið stendur enn. Eigandinn mun sjálfur vera að leita se'r að húsnæði og getur ekki tekið ákvörðun fyrr en hann hefur fundið eitthvað við sitt hæfi.“ — Deilur Framhald af bls. 1 hlutverki sáttasemjara, að því er heimildir herma. Azevedo og Costa Gomes eru sagðir leggja mikla áherzlu á að fá alla þrjá stærstu flokkana með I stjórnina til þess að þeir skipti ábyrgðinni á því að takast á við hin erfiðu efnahagslegu og félags- legu vandamál Portúgals á milli sfn. Þótt löngum hafi verið grunnt á því góða á milli Alþýðudemókrata og kommúnista sauð upp úr nú í vikunni er Guerreiro kvaðst vera reiðubúinn til að vopna 50.000 af stuðningsmönnum sínum ef þörf krefði til að koma í veg fyrir kommúníska valdbeitingu og einræði. Kommúnistar svöruðu með því að saka alþýðudemókrata um að skipuleggja samsæri með Antonio de Spinola, hinum land- flótta fyrrum forseta. — Viðræður við Belga Framhald af bls. 36 herra Belga á Islandi, Hartford, en hann hefur aðsetur f Ósló. Ekki hefur enn verið ákveðið hverjir verða í íslenzku nefnd- inni, en Tómas Tómasson, sendi- herra Islands f Briissel, mun væntanlegur til landsins til þess að taka þátt í viðræðunum. Fleiri þjóðir hafa óskað eftir viðræðum, en dagsetning hefur enn ekki verið ákveðin. Meðal þjóða, sem óskað hafa viðræðna, eru Pólverjar, Sovétmenn, Aust- ur-Þjóðverjar, Norðmenn og Færeyingar, þótt formíeg beiðni hafi enn ekki komið fram frá þeim síðastnefndu. — íþróttir Framhald af bls. 34 nú má hins vegar búast við þvf að Reykvíkingar séu sigurstrang- legri. Þannig ættu þeir að eiga nokkurn veginn vfsan þrefaldan sigur í spretthlaupunum og milli- vegalengdahlaupunum, þótt reyndar möguleiki sé á því að landsbyggðarmenn komi á óvart. Verður t.d. fróðlegt að fylgjast með frammistöðu sigurvegarans í 100 metra hlaupi á landsmóti UMFÍ, Magnúsar Jónassonar, en hann hefur Iftið gert af því að keppa á Laugardalsvellinum. Valur Fannar gullsmiður hefur gefið vandaðan verðlaunagrip sem keppt verður um, en aðrar viðurkenningar verða oddveifur sem allir keppendur og starfs- menn mótsins fá. — Strætisvagn Framhald af bls. 36 á Benzinn og sfðan til vinstri en Benzinn flaug upp á gángstétt hægra megin. Strætisvagninn hélt hins vegar yfir á rauðu ljósi og fór nokkurn spöl áður en hann stöðvaðist. Við yfirheyrslur kvaðst strætis- vagnastjórinn kunna þá einu skýringu á árekstrinum að hann hefði sofnað við stýrið og vaknað við þann vonda draum að sjá bílana þeytast frá strætisvagnin- um. Litlar skemmdir urðu á vagninum, enda Volvo af stærstu gerð. — Krafa Breta Framhald af bls. 1 f októberbyrjun, en kvaðst þess þó fullviss að ná mætti samkomu- lagi, ef aðilar hefðu til þess góðan vilja. Þó sagði hann að erfiðara yrði að ná samkomulagi þeim mun nær er drægi 13. nóvember, en þá fellur bráðabirgðasam- komulagið milli landanna úr gildi, sem forsætisráðherrarnir náðu fyrir tveimur árum. — Mikil reiði Framhald af bls. 17 brot á samningum EBE, vegna þess að ítalir hefðu sett sam- svarandi takmarkanir á inn- flutning á frönsku kjöti f fyrra. Talsmenn frönsku vínbændanna sögðust ekki vera alls kostar ánægðir með að skatturinn væri ekki hærri en raun ber vitni, — þeir hefðu krafizt 20%, — en þó lýsti ákvörðun stjórnarinnar skilningi á vandamáli bændanna. — Stikur Framhald af bls. 18 hann er. Folkhammer er algjör bindindismaður, en hefur einu sinni brotið þá reglu. Það gerðist á Islandi í fyrra, Folk- hammer var gestur Gunnars Gunnarssonar á heimili hans við Dyngjuveg. Gunnar tók svo vel á móti Folkhammer að hann treysti sér ekki til að hafna sérríinu, sem borið var fram, af ótta við að móðga gestgjafann. Þannig var hið langa bindindi Folkhammers rofið. Enginn skyldi halda að al- þjóðleg rithöfundamót ein- skorðist við hátíðlegar um- ræður og yfirlýsingar. Á slíkum mótum er oft brugðið á leik. Skáldið Rolfrafael Schröer (f. 1928) frá Dússeldorf spilaði á gítar á kvöldin og söng ljóð eftir Brecht og sjálfan sig. Enska skáldið Gordon Phillips söng eigin lög ásamt kunnum lögum eftir Bítlana. Jörgen Nash sagði frá happenings eða uppákomum sem hann og félagar hans hafa efnt til í því skyni að ganga fram af fólki og vekja með þeim hætti athygli á skoðunum sfnum. Þorvarður kvað Mansöng úr Hlíðar-Jóns rímum Steins. Sláturhúsinu í Búðardal lokað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.