Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.09.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1975 Haustar að Það fer ekki fram hjá neinum, að haustið er komið i hlaðvarpan. Það kemur jafnan eins og kóngssonur I gömlu ævin- týri á hvltum hesti. Og það kemur á sama hátt og vorið. ( fögru kvæði Þor- steins Glslasonar segir: „Vorið tánum tyllir tind- ana á." Fjallatindar eru og áningarstaðir haustsins I hingaðkomu. Hvltkrýndar fjallsbrúnir eru haustboð- ar. Siðan gránar I rót. Og loks hylur fjallkonan sig hvltum möttli, frá fjalls- brún að fjöruborði. Haustið á slna fegurð, ekki slður en vor og sum- ar. Haustlitir I náttúrunn- ar rlki gæla við fegurðar- skyn okkar. Og veðráttan undanfama daga, að vlsu svalviðri, en sól á heiðum himni, mætir betur vonum okkar en sumarið, sem Genginn eiriræðisherra gægist upp á yfirborðið aldrei kom. Og þó vetur- inn sá harður húsbóndi, að vlsu misharður eftir landshlutum, er snjórinn vel þeginn af sumum, bæði yngstu borgurunum og sklðafólki. Og margháttuð menn- ingarstarfsemi fer á kreik með haustskuggun- um. Þar ber máske hæst leikhúsin I borginni, sem eru ómetanlegir gleðigjaf- ar I skammdeginu. En mestu máli skiptir að að- laða sig aðstæðum og fá það bezta út úr þeim kringumstæðum, sem ekki verða umflúnar. Gamansaga frá Júgóslavíu I slðari heimsstyrjöld- inni börðust Þjóðverjar Dubcek I fangelsi án veggja fyrir landvinningum undir kjörorðinu „Itfsrými", þ.e. nýjum svæðum til um- svifa fyrir hinn „hreina" kynstofn. Eftirhreytur þessarar baráttu virðast nú þær einar, sem koma fram I rányrkju á islands- miðum I þvl að skera land fátæka mannsins. Og þó. Hin júgóslavneska kýmni er á öðru máli. Sam-1 kvæmt henni fékk ein- valdur þriðja rlkisins að gægjast upp á yfirborð Evrópu I dag og var heldur betur skemmt við útsýnið. Baráttan fyrir llfsrými var máske ekki til einskis. Júgóslavarnir unnu sem sé I verksmiðjum Vestur- Þýzkalands, en Þjóð- verjarnir böðuðu sig á ströndum Adrlahafs! — Og öllu gamni fylgir nokkur alvara. Fangelsi án veggja Franskir blaðamenn hittu nýverið að máli Alexander Oubecek, fyrr- um ráðamann I Tekkóslóvaklu. Þrlr vopnaðir hermenn vóru á verði fyrir utan heimili hans. „Ég bý I fangelsi án veggja," sagði þessi hrjáði stjórnmálamaður. „Ég er ekki frjáls maður og ég vil að þið vitið það." Dubcek bað blaða- mennina að fara hið skjót- asta, þvl að lögreglan fylgdist með þeim. „Þið verðið að fara, ég hef tekið mikla áhættu... ég hef aldrei séð ykkur," sagði hann. Þessir blaðamenn vóru slðan teknir til yfirheyrslu I fangelsi skammt frá Bratislava, áður en þeim var sleppt út úr landinu yfir til Austurrlkis. Þannig er hlutskipti þeirra, sem leyfa sér þann munað að hafa sjálf- stæðar skoðanir I rtkjum kommúnismans. Hetju- saga Dubceks fékk rauna- legan endi. En hún hafði heimssögulegt gildi. Hún kostaði innrás rauða hers- ins I Tékkóslóvakfu. Og hún er lýsandi dæmi, sem draga þarf réttar ályktanir af. spurt & Hringið i síma 10100 milli kl. 10.30 og 11.30 frá mánudegi til föstudags og spyrjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. NÚMERIÐ VANTAÐI A HAPP- DRÆTTISMIÐANN Oktavfa Thorarensen, Álfta- mýri 6, Reykjavík spyr: „Síðast liðinn sunnudag var mér boðið á Vörusýninguna, sem þá stóð yfir í Laugardals- höllinni. Við innganginn var mér afhentur miði og var á hon- um áletrun um gestahapp- drætti sýningarinnar, en þegar ég fór að skoða miðgnn betur síðar kom f ljós að númer happ- drættismiðans vantaði. Þegar ég sneri mér til skrifstofu sýningarinnar, fékk ég þau svör að þetta gæti ekki hafa gerzt. Ég vil þvi spyrja forsvarsmenn sýningarinnar, hvort þeir hafi ekki gert ein- hverjar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að númer féllu niður á happdrættismiðunum, svo mjög sem þeir auglýstu þetta gestahappdrætti ? “ Bjarni Ólafsson fram- kvæmdastjóri Kaupstefnunnar svarar: „Sé í umferð gestahapp- drættismiði án númers, hafa augljóslega orðið leið mistök í prentun, sem beðizt er velvirð- ingar á. Þeir aðilar sem kunna að hafa slíka miða undir hönd- um, eru vinsamlega beðnir um að gera skrifstofu Kaupstefn- unnar, Hafnarstræti 5, aðvart og mun andvirði aðgöngumiða þá fúslega endurgreitt. Hinsvegar þykir okkur leiðara að heyra að konunni hafi ekki verið sýnd full kurteisi í síma sýningarinnar. Álagið var að vísu oft mikið og starfsmenn iðulega þreyttir. Það réttlætir þó undir engum kringumstæðum ónærgætna framkomu. Því biðjum við kon- una enn á ný velvirðingar og til staðfestingar biðjum við hana um að þiggja sérstakt boðskort sem gerir hana að heiðursgesti á öllum sýningum Kaupstefn- unnar f framtíðinni. Er það von okkar, að þar eigi hún eftir að kynnast þeim anda kurteisi og greiðvikni sem yfirleitt er ríkjandi meðal starfsfólks okk- ar og lögð er áherzla á af hálfu Kaupstefnunnar." ER ATVINNU- REKANDI SKAÐABÓTA- SKYLDUR? Ragnheiður Einarsdóttir, Njálsgötu 47, Reykjavík spyr: „Ef ég hef í vinnu hjá mér mann, karl eða konu, og hann kemur til vinnu undir áhrifum áfengis og slasast við vinnu sína, er ég þá» sem atvinnu- rekandi, skaðabótaskyldur f þessu tilfelli ?“ Baldur Guðlaugsson lög- fræðingur hjá Vinnuveitenda- sambandi Islands svarar: „Álitaefnið er tvíþætt: annars vegar skylda vinnu- veitanda til kaupgreiðslu í slík- um tilvikum og hins vegar skylda hans til greiðslu skaða- bóta vegna hugsanlegs líkams- tjóns launþega. Samkvæmt kjarasamningum og landslögum eiga launþegar rétt til að halda launum f veikinda og slysatilfellum; þó í mismunandi langan tíma eftir starfsaldri og starfsgreinum. Hins vegar hefur ávallt verið litið svo á, að þessi réttur tapaðist, ef launþegi getur engu öðru um slysið kennt en óeðlilegu háttalagi sjálfs sín. Megi rekja slysið til áfengis- áhrifa yrði tvímælalaust talið, að réttur til kaupgreiðslna félli niður. Varðandi skaðabótarétt laun- þega vegna hugsanlegs líkams- tjóns koma i raun hliðstæðar reglur til greina. í skaðabóta- málum er jafnan metið, að hve miklu leyti megi rekja óhapp eða slys til vanrækslu eða mis- taka tjónþola sjálfs. Verður hann þá að bera Ijón sitt sjálfur að þvf marki, sem hann er tal- inn eiga sök á því. Slík sjónar- mið kæmu vafalitið til greina varðandi flest slys af völdum áfengis.“ NÚ ER m ÚTSOLU o o . m I :i fw Í NÝJU HÚSNÆÐI AÐ LAUGAVEGI 66 l sama húsivlð hllðlna á verzlun okkar Látið ekki happ úr hendi sleppa Ótrúlegt vöruúrval á frábærlega góðu verði!!!! 0 o Q Terelyne & ullarbuxur í miklu úrvali Q Föt me8 vesti Pils og kjólar □ Bolir Q Stakir kvenjakkar Q UFO flauelisbuxur. Nú er hægt að gera reyfarakaup Laugavegi 66, sími 28155 Ferðaskrifstofan ÚTSÝN UTSÝNARKVOLD, Ítalíuhátíð Súlnasal Hótel Sögu sunnudagskvöldið 14. sept. + Kl. 1 9.00 Húsið opnað. h Kl. 1 9.30 ítalskur hátíðarréttur. Verð kr. 950 - Magnús Jónsson óperusöngvari syngur ítölsk lög. Ferðabingó — Vinningar 3 glassilegar Útsýnarferðir til sólarlanda á næsta ári. Hljómsveit Hauks Morthens leikur fyrir dansi. V. Ath. Þetta er fyrsta Útsýnarkvöldið á þessu hausti. Missið ekki af óvenju glæsilegri og spennandi en ódýrri skemmtun. Hátiðin hefst stundvíslega og borðum verður ekki haldið eftir kl. 19.30. Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstudag frá kl. 15.00 isíma 20221. Verið velkomin — Góða skemmtun. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.