Morgunblaðið - 20.09.1975, Síða 1
24 SÍÐUR OG LESBÓK
304. tbl. 62. árg.
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Norskir fréttamenn spurðu
mikið um landhelgismálið
Fjölmennur blaðamannafundur
Geirs Hallgrímssonar í Osló
Ósló, 19. september.
Frá Þorbimi Guðmundssyni
ritstjómarfulltrúa Mbl.
A FJÖLMENNUM blaðamanna-
fundi, sem Geir Hallgrímsson for-
sætisráðherra hélt f dag hér í
Óslð, snérust spurningar norsku
blaðamannanna nær eingöngu
um landhelgismálið og út-
færsluna f 200 mflur. Svo var
einnig f samtali sem hann átti við
norska útvarpið og fcjónvarpið.
Gerði forsætisráðherra skýra
grein fyrir afstöðu tslendinga og
ástæðum fyrir þvf að tsland gat
ekki beðið með að færa land-
helgina út. Bæði tslandingar og
Norðmenn væru sammála um að
stefna bæri að 200 mflna lögsögu
þótt leiðir skildu í aðferðum við
að ná þvf marki.
í morgun hélt Geir Hallgríms-
son áfram viðræðum sínum við
Bratteli forsætisráðherra Noregs
og hafði nú Jens Evensen haf-
réttarmálaráðherra bæst í við-
ræðuhópinn.
Norðmenn ákváðu á sl. hausti
að stefna að útfærslu í 50 mílur
nú á þessu ári, en Geir Hallgrfms-
son sagði að sér hefði skilist á
þeim nú, að þeir væru hættir við
það og stefndu þess í stað að 200
mílum. Myndu þeir í því
sambandi ræða við 12—15 þjóðir
og skýra sjónarmið sín. Þá fyrst
táekju þeir ákvörðun um, hvort og
þá hvenær af slfkri útfærslu yrði.
tslenzku blaðamennirnir sem
nú eru f Ósló hittu Jens Evensen
að máli í morgun. Kom þar ekkert
nýttvfram um stefnu Norðmanna í
landhelgismálum. Itrekaði ráð-
herrann, að einhliða útfærsla
hentaði ekki Norðmönnum, þeir
yrðu að fara samningaleiðina.
Hún yrði reynd til þrautar áður
en nýtt skref yrði stigið.
Þá sagði forsætisráðherra Geir
Hallgrfmsson, að norsku forystu-
mennirnir hefðu skýrt frá því að
þeir hefðu falið fulltrúum sínum f
Moskvu að lýsa yfir áhyggjum
Norðmanna vegna flugskeytaæf-
inga Rússa, sem færu fram á
svæði, sem Rússar og Norðmenn
deildu um á Barentshafi. Hér
væri þó ekki um opinber mótmæli
að ræða.
Framhald á bls. 22
Geir Hallgrfmsson á blaðamannafundinum f Ósló f gær. sfmamynd ap
Bandaríkjamenn hefja viðræður um
aflatakmarkanir fyrir útlendinga
Brúa á bilið fram til 200 mílna útfærslu —
ágreiningur stjórnarinnar og þingsins um málið
Washington, 19. september AP
SNÖRP orðaskipti áttu sér stað í
dag á fundi viðskiptamálanefnd-
ar bandarfsku öldungadeildar-
innar milli formanns hennar,
Warrcns Magnussonar og Caryle
E. Maws aðstoðarutanríkisráð-
herra vegna landhelgismála og er
ljóst að djúpur ágreiningur er
Verðhrun á gulli
Únsan komin í 134 dollara
London, 19. september. AP—Reuter
GULLVERÐ hélt áfram að hrapa
á gullmörkuðum heims í dag og
hefur nú verðið lækkað um 25
dollara fyrir hverja únsu á sl. 19
dögum. Sérfræðingar segja að
ógerningur sé að spá um hvenær
verðið hætti að lækka, en margir
eru þeirrar skoðunar að fólk hafi
misst trú á gulli. Gullverð við
lokun markaða f dag var hið
lægsta frá því í júlf 1974, en þá
byrjaði verðið að hækka upp úr
ÖIIu valdi og náði hámarki, 197
dollarar únsan f desember sl. I
kvöld var verðið komið niður f
134 dollara únsan og hafði lækkað
um 6 dollara frá þvf f morgun.
Verðlækkunin nú hófst er Al-
þjóðagjaldeyrissjóðurinn ákvað í
ágústlok, að selja 1/6 af gulli
sínu, eða um 25 milljón únsur og
var verðið þá um 160 dollarar
únsan. Salan var fyrsta skrefið í
áætlun sjóðsins um aðstoð við
þróunarlöndin með því að taka
gull út úr peningakerfi heimsins
og selja það á markaðsverði til
þess að meira raunsæi verði í
hlutfalli milli gjaldmiðla þjóð-
anna. Áætlar sjóðurinn að losa sig
Framhald á bls. 13
milli þingsins og stjórnarinnar
um meðferð málsins. Maw kom
fyrir nefndina í dag og sagði þá
að utanrfkisráðuneytið væri
þeirrar skoðunar að einhliða út-
færsla bandarísku fiskveiðilög-
sögunnar f 200 mflur myndi
skapa deilur við aðrar þjóðir og
ráðuneytið hvetti eindregið til að
Bandarfkjamenn biðu niðnrstöðu
hafréttarráðstefnu S.Þ. Warren
Magnusson sagði hi.ns vegar, að
Bandaríkjamenn yrðu að færa
fiskveiðilögsöguna f 200 mílur til
að koma í veg fyrir að fiskstofn-
um f Atlantshafi og Kyrrahafi
yrði eytt.
Maw sagði að Bandaríkjastjórn
væri enn þeirrar skoðunar, að ein-
hliða aðgerðir myndu hafa mjög
alvarlegar afleiðingar f för með
sér fyrir bandaríska túnfisk-
rækju- og laxveiðimenn og eyði-
leggja tilraunir stjórnarinnar til
að ná samningum fyrir þeirra
hönd á hafréttarráðstefnunni og
annars staðar. Hann sagði að
Bandaríkjastjórn myndi á næstu
vikum hefja viðræður um bráða-
birgðasamninga við þjóðir um
veiðitakmarkanir áður en til 200
mílna útfærslu kæmi. Þær tak-
markanir stefndu að því að
vernda bandaríska fiskstofna og
koma á forréttindum fyrir banda-
ríska fiskimenn til að nýta þá.
Einnig yrði í viðræðunum stefnt
að kvótafyrirkomulagi, sem
myndi draga mjög úr aflamagni
erlendra veiðiskipa á banda-
rískum miðum.
Warren Magnusson var mjög á
öndverðum meiði við Maw um
hafréttarráðstefnuna sem hann
sagði að væri kolflækt af
ágreiningsmálum og sjómenn
gætu ekki borðað samningsupp-
köst, „né er hægt að byggja fisk-
stofna upp á þeim, og biðlund
okkar er mjög takmörkuð af þess-
um orsökum.“ Magnusson sagði
að NV-Atlantshafsfiskveiði-
nefndin hefði ekki rifist um
það á fundi sínum í ár hvort
stöðva ætti ofveiði, heldur
hvort það ætti að halda
henni áfram í 5 eða 13 ár.
Þeir komust loksins að samkomu-
lagi um að leyfa veiðar á 650
þúsund lestum á ári, sem vísinda-
menn segja að muni koma í veg
fyrir að fiskstofnar á Atlantshafi
geti náð eðlilegum styrkleika
næstu 10 árin. Bandaríkin verða
að færa fiskveiðilögsögu sina ein-
hliða út, því að við getum ekki
beðið eftir niðurstöðum ráðstefnu
sem býður ekki upp á nokkra von
um að ákvörðun verði tekin i tima
til að vernda fiskstofna.“
Patty Hearst féll grát-
andi í faðm foreldra sinna
San Francisco 19. september AP—Reuter.
— sjá grein á bls. 13
LANGRI ferð bandariska
milljónaerfingjans Patriciu
Hearst um undirheima Banda-
rfkjanna í andrúmslofti byltingar
og ofbeldis lauk f gær er banda-
Portúgal:
Ríkisstjórn
tók við völdum í
Azevedos
gærkvöldi
Lissabon, 19. september. AP—Reuter
RlKISSTJÓRN Jose Pinheiros de
Azevedos aðmfráls sór f kvöld em-
bættiseið sinn og er þá lokið
þriggja vikna stjórnarkreppu,
sem upp kom f kjölfar herðferðar
gegn kommúnistum f landinu er
lauk með þvf að Goncalves hers-
höfðingi neyddist til að segja af
sér forsætisráðherraembættinu.
Hin nýja stjórn er skipuð 15 ráð-
herrum og segir það sfna sögu að
kommúnistar eiga aðeins einn
ráðherra, de Oliveira, sem gegnir
embætti umhverfismála og opin-
berra framkvæmda. Jafnaðar-
menn eiga 4 ráðherra, land-
búnaðar- og fiskimálaráðherra,
Lopes Cardoso, samgöngu- og
fjarskiptamálaráðherra, Walter
Rosa, fjármálaráðherra, Salagado
Zenha og utanríkisviðskiptaráð-
herra Jorge Campinos. Alþýðu-
demókratar eiga tvo ráðherra,
félagsmála- Jorge Borges og við-
skiptaráðherra Joaquim Mota.
Aðrir ráðherrar eru Antunes,
utanríkisráðherra, Almeida Costa
herforingi, innanríkisráðherra,
upplýsingamálaráðherra er
Antonio Santos (óháður), verka-
málaráðherra er Tomas Rosa her-
foringi, iðnaðar- og tæknimálaráð-
herra DoCarmo (óháður) mennta
mála- og vísindaráðherra er Vitor
Alves herforingi og Pinheiro
Farinha Jóháður) er dómsmála-
ráðherra.
Þetta er 6. stjórnin í Portúgal
sem fer með völd frá því að her-
inn gerði byltinguna í landinu á
sl. ári. Stefnuskrá stjórnarinnar
og ráðherraskipting er mikið áfall
fyrir kommúnista í landinu, en
auk borgaralegu ráðherranna eru
þeir Antunes utanríkisráðherra
og Alves menntamálaráðherra
báðir úr hópi hinna 9 hægfara
herforingja, sem höfðu forystu í
baráttunni gegn Goncalves for-
sætisráðherra og stuðningsmönn-
um hans úr hópi kommúnista.
Við eiðtökuna lýsti Azevedos
forsætisráðherra því yfir að
stjórn sin væri mynduð til að
bjarga portúgölsku þjóðinni og
hét því að hún myndi þegar hefj-
ast handa við að eyða þjóðfélags-
legum klofningi í landinu, rétta
við efnahagslífið og tryggja að lög
og réttur verði virt f landinu.
Stjórnin mun í utanríkismálum
hallast að Vesturlöndum og lýst
hefur verið áframahldandi stuðn-
ingi við NATO. Antunes utanrík-
isráðherra hefur einnig lýst því
yfir að framtíð Portúgals sé tengd
V-Evrópu.
rfskir alrfkislögreglumenn hand-
tóku hana og 2 aðra félaga f Sym-
boniska frelsishernum f San
Francisco eftir 19 mánaða elt-
ingaleik. I dag heimsóttu foreldr-
ar Patriciu blaðakóngurinn
Randolph Hearst og Catherine
kona hans, hana í fangelsið og
féll hún grátandi í faðm þeirra og
sagðist vera tilbúin til að koma
heim.
Voru þau hjónin djúpt snortin
er þau ræddu við fréttamenn að
heimsókninni lokinni. Randolph
Hearst sagði að endurfundirnir
hefðu verið mjög gleðilegir, þau
hefðu öll tárast og Patty hefði
sagst vilja koma heim. Aðspurður
hvort hann væri reiðubúinn að
hætta því að setja 500 þúsund
dollara tryggingu til að fá dóttur
■V’na heim meðan beðið er eftir
réttarhöldunum svaraði Hearst:
„Það held ég. Það er okkur mikill
léttir að þessu er lokið og hún er
ómeidd. Ég hafði alltaf trú á því
að hún myndi koma fram. Ég á
ekki von á þvi að mikið gerist,
hún var fórnarlamb mannræn-
ingja og því getur enginn horft
framhjá"
Ákæruatriðin á hendur Patty
Hearst og félögum hennar eru í
19 atriðum og hún á yfir höfði sér
lífstíðarfangelsi ef hún verður
sek fundin. Meðal ákæruatrið-
anna er vopnað bankarán.