Morgunblaðið - 20.09.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1975
5
Borgarleikhús
tt i • i ,alla mögulei^a sem Þekktir eru f
ijreinargero Leikielags Reykiavikur ieikiirtarflutnin8l ti! þessa da^s
° J mg er ekki of flókið í tæknibúnaði,
Leikfélag Reykjavíkur leyfir sér að mótmæla þeim skrifum, sem
birtust um væntaniegt Borgarleikhús f Þjóðviijanum miðvikudaginn
3. september og iaugardaginn 13. september 1975, og telja til vanhugs-
unar. Slfkum skrifum getur hvorki verið ætlað að hafa né haft aðrar
afleiðingar en að vekja tortryggni hins almenna borgara, sem les
frásögur f biöðum, án þess að þekkja málavöxtu til hlftar.
Bæði vegna þessara skrifa og vegna umræðu um byggingu Borgar-
ieikhúss, sem Reykjavfkurborg reisir f samvinnu við Leikfélag
Reykjavfkur f nýja miðbænum, vill Leikféiag Reykjavfkur gera grein
fyrir eftirfarandi;
1. Leikfélag Reykjavfkur hefur
barizt fyrir þvf í meir en tvo
áratugi, að nýtt leikhús fyrir
starfsemi þess rísi f Reykjavík.
Allir áfangar f byggingarmálum
féiagsins hafa verið rækilega
kynntir og ræddir á almennum
félagsfundum og allar endanlegar
ákvarðanir verið teknar þar. Auk
þess var málið jafnóðum borið
undir álit annarra sérfróðra
manna, bæði listamanna og
tæknimanna, svo sem úr Þjóðieik-
húsinu og frá Sjónvarpinu. Þá var
einnig frá upphafi höfð náin sam-
vinna við fyrirtækið Theatre
Projects í London, sem hefur í
þjónustu sinni sérfræðinga á öll-
um sviðum í hönnun leikhúsa og
eru nefndir meðal farsælustu
leikhúsbyggingaaðila í heimi á
síðari árum.
2. Stefnt var að því í 20 ár að fá
leikhúsið reist í gamla miðbæn-
um. Þegar séð varð, að þar yrði
ekki unnt að gera ráð fyrir lóð
undir nútímaleikhús, var sú á-
kvörðun tekin á félagsfundi Leik-
félags Reykjavíkur að taka tilboði
um lóð í nýjum miðbæ, þar sem
rými er nægjanlegt til að uppfylla
allar óskir um hagkvæmt leikhús.
Þar hefur leikhúsinu nú verið
valinn staður.
3. Frá upphafi hefur verið stefnt
að því, að reist yrði Ieikhús, sem
viðheldur sögu Leikfélags
Reykjavíkur og er í tengslum við
starfsemi þess fram á þennan
dag, þ.e. leikhús, sem spannar
breidd í verkefnavali, allt frá sí-
gildum leikverkum fyrri tima til
nútimaverka og framúrstefnu-
verka, og hefur margar leiksýn-
ingar á dagskrá i senn (repertoir-
leikhús). Einnig var það ásetning-
ur félagsmanna, að í húsinu yrði
sköpuð sú aðstaða að á hverjum
tima yrði þar unnt að brydda upp
á nýjum sköpunarháttum og túlk-
unaraðferðum í leiklist, — og að
þar mætti nýta þá reynslu, sem
Leikfélag Reykjavíkur hefur af
leikhúsrekstri, og ekki sízt að
halda þeim nánu tengslum, sem
ríkt hafa milli listamanna og á-
horfenda i gamla húsinu við
Tjörnina.
4. Strax og vitað var að hægt yrði
að hefjast handa um að teikna
bygginguna, var um það fjallað
hvort efna ætti til samkeppni um
uppdrátt ieikhússins. Sú ákvörð-
un var tekin á félagsfundi, að
farsælla myndi að ráða arkitekta
til að hanna húsið. Um er að ræða
mjög flókna og sérhæfða bygg-
ingu, sem fyrst og fremst þurfti
að hanna innanfrá, þ.e. með hag-
kvæmni til leikhúsreksturs f huga
varðandi allan innri búnað, og
krefðist ftarlegrar könnunar og
samvinnu við leikhúsfólk, sem og
við erlenda ráðgjafa um leikhús-
byggingar.
5. I ljósi ofangreindra atriða voru
stærðir ákvarðaðar, innri skipan
leikhússins og rými: áhorfenda-
salur fyrir 500 manns, með návist
þeirra við leiksviðið í huga, þ.e.
17 sætaraðir. (I gömlu Iðnó eru
14 sætaraðir í sal og 4 á svölum,
eða alls 18 sætaraðir). Leiksvið,
sem gerir ráð fyrir ítrustu rekstr-
arhagkvæmni f framtíð, rúmgóð
hliðarsvið fyrir leiktjaldageymsl-
ur; smíðaverkstæði, málarasalur,
saumastofa og hagkvæmar vistar-
verur starfsfólks. Auk þess annar
salur, sem tekur um 200 manns í
sæti og væri f senn hægt að nýta
sem æfingasal og leikhússal með
breytilegu leiksviði, þar sem nota
mætti hvers kyns aðferðir í flutn-
ingi leikrita, nýjum sem gömlum,
flytja til sæti og palla að vild. I
húsinu verður því að sjálfsögðu
hægt að sýna leikrit öðru vísi en í
ramma hins sfgilda leikhúss.
Ákvörðun Leikfélagsins beinist
þannig að því að mynda hóp arki-
tekta og leikhúsmanna, sem hefði
alla möguleika á að kynna sér á
sem rækilegastan hátt allar hliðar
nútímaleikhúss.
Eftir að arkitektar höfðu verið
ráðnir, heimsóttu þeir, ásamt
tæknisérfræðingum, öll helztu ný
leikhús í Vestur-Evrópu, skoðuðu
þar ótal afbrigði af ýmsum til-
raunum, sem gerðar hafa verið í
leikhúsbyggingum síðari ára, og
ræddu við staðarmenn um hvað
hefði lánast vel og hvað miður.
Áðurnefnt fyrirtæki, Theatre
Projects f London, var ráðið sem
leiðbeinandi um tæknibúnað.
6. I einu og öllu hefur verið leit-
ast við að teikna leikhús, sem er
hagkvæmt í rekstri, býður upp á
skapar góða aðstöðu fyrir starfs-
fólk og hugar að vellíðan áhorf-
enda,
Reykjavík, 18. september 1975.
! leikhúsráði, stjórn og vara-
stjórn Leikfélags Reykjavfkur
Vigdfs Finnbogadóttir
leikhússtjóri
Jón Hjartarson
Baldvin Tryggvason
Kjartan Ragnarsson
Gissur Páisson
Steinþór Sígurðsson
Steinþór Hjörleifsson
formaður L.R.
Pétur Einarsson
Þorsteinn Gunnarsson
Ásdfs Skúladóttir
Guðmundur Páisson
framkv.stj. L.R.
Stuðningsmenn
Sr. Arnar Friðrikssonar
umsækjanda um Nessókn
hvetja fólk til að kjósa snemma.
Skrifstofan er að
SÓLVALLAGÖTU 25
símar 20570 — 19836 — 25121 —
25123 - 25135 — 25201 - 25319
Að mörgu er að hyggja,
er bú barft að trvaqia
Dagur dýranna
Á SUNNUDAGINN kemur, þann
21. september er Dagur dýranna.
Hann hefur verið haldinn nú í
nokkur ár til fjáröflunar fyrir
dýravernd á Islandi.
Merki verða seld í Reykjavfk og
víða úti á landi og er það von
stjórnar Sambands dýraverndun-
arfélaga Islands, að sem flestir
sjái sér fært að styðja málefnið
með því að kaupa merki.
Þó að einn dagur sé valinn sem
baráttu- og fjáröflunardagur í
þessu skyni þýðir það ekki að alla
aðra daga ársins megum við
gleyma dýrunum. Stjórn S.D.Í.
vill eindregið beina þvi til lands-
manna í sveit og borg að þeir láti
hvergi viðgangast að illa sé farið
með dýr, smá eða stór, tömd eða
villt, þarfadýr eða gæludýr. Betur
sjá augu en auga og þó að forða-
gæzlumenn séu skipaðir í hverri
sveit og dýraverndunarféiög
starfandi í nokkrum kaupstöðum
eru það ekki bara þeir sem eiga
að gæta að velferð dýranna,
heldur ALLIR. Það er sjálfsögð
skylda hvers einasta vitiborins
manns að vaka ýfir veiferð dýr-
anna og vernda þau fyrir harð-
ýðgi þeirra manna, sem finnast í
Merkin sem seld verða á „degi
dýranna" á morgun.
hverju þjóðfélagi og nfðast á
dýrum á einn eða annan hátt,
ýmist vegna fégræðgi, fákunn-
áttu, kæruleysis, eða mannvonzku
og geta þvf ekki flokkazt undir
vitiborna menn.
Fréttatilkynning frá
Sambandi
dýraverndunarfélaga.
lASÍMINN ER:
22480
JH«r0nn(ilnbib
iaiýiwiái
Heimilistrygging SJOVÁ bœtir tjón ó innbúi af völdum
eldsvoóa, vatns, innbrota og sótfalls, einnig óbyrgóar-
skyld tión - svo nokkuó sé nefnt.
82500
SUÐURLANDS8RAUT 4