Morgunblaðið - 20.09.1975, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1975
Agreiningur Norðmanna og
Rússa vegna Spitsbergen
FYRIR 50 árum undirrituðu 42
rfki samning í París, þar sem
Norðmönnum voru fengin full
yfirráð yfir Spitsbergen-
e.vjaklasanum. 1 samningnum
var þó kveðið svo á að önnur
aðildarrfki samningsins ættu
rétt á að hagnýta sér náttúru-
auðlindir eyjanna/ að engin
hernaðarleg starfsemi mætti
fara fram þar, auk þess sem
rétti Norðmanna til skatt-
heimtu þar voru ákveðin tak-
mörk sett. Meðal þeirra ríkja
sem undirrituðu samninginn,
voru Bandaríkin, Bretland og
þá um leið öll sambandsrfki
þess, Svfþjóð, Danmörk
Holland, Italfa, Frakkland og
Danmörk. Sovétrfkin gerðust
ekki aðili að samningnum fyrr
en árið 1935 og njóta þau ná-
kvæmlega sama réttar og hin
rfkin. Sovétrfkin eru hins vegar
eina ríkið sem hefur notfært
sér þessi réttindi og f þessari
norðlægustu byggð veraldar
búa nú um 2000 Sovétborgarar
en aðeins um 1000 Norðmenn.
Þcir Sovétborgarar sem þarna
dveljast eru einu borgarar
þessa stórveldis, sem hafa lífs-
viðurværi sitt í vestrænu rfki,
ef frá eru taldir starfsmenn
sendiráða Rússa.
Sovézk yfirvöld stóðu í vegi
fyrir því í meira en 30 ár að
Norðmenn gerðu flugvöll á
Spitsbergen. Lengst af báru
þau því við, að flugvöllur á
þessum stað bryti í bága við
efni Parísar-samningsins um
herlaust svæði. Árið 1971 til-
kynnti norska ríkisstjórnin-
hins vegar, að flugvöllur yrði
gerður þar, og þá upphófst
mikið þóf af hálfu Sovétmanna,
sem kröfðust þess að mega
standa að flugvallargerðinni
ásamt Norðmönnum. Norð-
menn voru þó hinir þverustu og
neituðu öllum slíkum málaleit-
unum, en Rússar gerðu þá
kröfu til þess að fá aðstöðu fyr-
ir starfslið Aeroflots á flug-
vellinum. Norðmenn féllust að
lokum á að. fimm til sex Rússar
yrðu á flugvellinum, en þegar
til átti að taka settu Rússar þar
að sjálfsögðu niður sjö manns, i
samræmi við þá reglu sína að
ganga alltaf feti framar en
ákveðið er f samningum.
Sovétmenn fengu fyrst fyrir
alvöru áhuga á Spitsbergen i
heimsstyrjöldinni síðari þegar
birgðaflutningar til Múrmansk
voru mikilvægur þáttur i viður-
eign bandamanna við Hitler.
Þegar Norðmenn og Bretar
náðu eyjaklasanum úr höndum
Þjóðverja árið 1942 gerðu
Sovétmenn þegar í stað þá
kröfu til útlagastjórnar Noregs
i Lundúnum, að gerður yrði
einhvers konar samningur um
yfirráð yfir eyjunum. Norð-
menn höfðu engan áhuga á
þessari uppástungu, en gerðu
Rússum hins vegar tilboð um
sameiginlegar varnir eyjanna.
Svar við þessu tilboði barst
aldrei frá Moskvu. Síðan hafa
Sovétrikin hvað eftir annað
beitt Norðmenn þrýstingi
vegna Spitsbergen, m.a. kom
harðorð mótmælaorðsending
frá Molotoff, utanríkisráðherra
Stalíns, þegar Noregur gekk í
Atlantshafsbandalagið árið
1949, en Spitsbergen kom við
sögu í varnarsamningnum. Á
sjötta áratugnum ætluðu Norð-
menn að hefja flugvallargerð á
Spitsbergen, en hættu við það
þegar Sovétríkin mótmæltu
harðlega vegna þess að í ljós
kom, að CIA hafði haft afskipti
af áætlunum um gerð flug-
vallarins. Árið 1974, þegar
Bratteli var í opinberri heim-
sókn í Sovétrikjunum, gerðu
Rússar ítrekaðar tilraunir til að
semja um „sameiginleg yfir-
ráð“ yfir eyjunum, en
árangurslaust.
Það var svo ekki fyrr en
Kosigyn kom í opinbera heim-
sókn til Noregs árið 1971, að
Sovétmenn lögðu blessun sína
yfir það að Norðmenn gerðu
flugvöllinn, með því skilyrði þó
að eigandinn yrði norska ríkið.
Þarna hafði verið rutt úr vegi
mikilli hindrun fyrir vinsam-
legum samskiptum Noregs við
hinn volduga rússneska björn,
og eins og góðum nágranna
sæmdi féllust Norðmenn á að
veita rússneska flugfélaginu
Aeroflot lendingarleyfi fyrir
farþega- og vöruflutningaflug-
vél einu sinni í viku, auk þess
sem þeir gáfu samþykki sitt til
þess að starfslið yrði á flug-
Hernaðarlegt mikil-
vægi Spitsbergen-
eyjaklasans að með-
taldri Bjarnarey, sem
er 180 mílum sunnan
við Spitsbergen sést
vel á þessu korti.
Svæðið er í miðri flug-
og siglingaleið milli
Ameríku og Rússlands
og þaðan er auðvelt að
fylgjast með ferðum
Sovétflotans frá Kola-
skaga og norður-
ströndinni út á At-
lantshafið.
vellinum til að þjónusta þessa
flugvél. Menn veltu því fyrir
sér hvað það væri sem fengið
hefði Rússa til að skipta um
skoðun á þessu máli og gangast
inn á það að flugvöllurinn yrði
gerður. Ein skýringin var sú, að
með tæknilegum framförum á
sviði hernaðar og tilkomu lang-
drægra eldflauga hefði hern-
aðarleg þýðing Spitsbergens
minnkað. Þá þótti ýmsum trú-
legt, að Rússar vildu gjarnan
styrkja stöðu sína á þessu svæði
með tilliti til olíulindanna, en
um þetta Ieyti stóð olíukreppan
sem hæst. Þá er og líklegt að
Rússum þyki flugvallar-
samningurinn styrkja
samningsstöðu sína í hafréttar-
málum. Þeir gera sér vonir um
að olía sú, sem finnst f grennd
við Spitsbergen, verði þjóðnýtt,
en bein ríkisafskipti af eyjun-
um eru einmitt bezta t'rygging
þeirra fyrir því, að aðrar þjóðir
seilist þar ekki til áhrifa.
Samkvæmt Parísarsamningn-
um geta öll aðildarríki hans
hagnýtt sér náttúruauðlindir
eyjanna, en eins og oliufélög
frá ýmsum löndum sem eru við
olíuleit á norðurslóðum, hafa
komizt að raun um, gera ríkis-
afskipti slíka starfsemi mjög
torvelda. Likur benda til, að
m.a. Frakkar og Belgar hafi
áhuga á því að færa sér í nyt
réttindi sín á Spitsbergen, en
olíuleit á þessum slóðum er
mjög kostnaðarsöm, auk þess
sem vinnslan yrði það einnig.
Þessar ástæður draga úr líkum
á þvi að Spitsbergen verði
gósenland svarta gullsins i
bráð. Þvi er túlegt að enn um
sinn verði það einungis Rússar
og Norðmenn, sem hagnýta þar
auðlindir, svo sem verið hefur
hingað til.
Norðmenn vinna nú um 450
þúsund tonn af kolum í háum
gæðaflokki á Spitsbergen, en
Rússar nýta þar kolanámur,
sem eru Iangtum rýrari, bæði
hvað snertir gæði og stærð
náma þeirra. Með tilliti til þess
hver lítið magn það er af léleg-
um kolum sem Rússar sækja
þangað um langan veg, gefur
auga leið, að það er annað en
hagnaðarvonin sem dregur þá
að Spitsbergen.
Hagsmunirnir fyrst og fremst
hernaðarlegs eðlis
Enda þótt Sovétmenn geri sér
áreiðanlega grein fyrir efna-
hagslegri þýðingu eyjaklasans
og nágrennis hans, þá eru hags-
munir þeirra á þessum slóðum
fyrst og fremst hernaðarlegs
eðlis. Eyjarnar eru einmitt á
því takmarkaða svæði þar sem
skipaleiðir eru tiltölulega
greiðfærar mitt á milli isalaga
alþjóðlegum samþykktum um
þetta mál. Barentshaf og
Norður-íshafið hafa að undan-
förnu dregið að sér athygli sem
líkleg átakasvæði í kjarnorku-
styrjöld, og hafa Norðmenn
fengið tilmæli um að styrkja sig
á þessu svæði með þetta í huga.
Nýlega ákváðu þeir að verja
sem svarar 32 milljörðum
íslenzkra króna til aukinnar
landgæzlu á þessum slóðum
vegna öryggis olíusvæðanna.
Þessi landhelgisgæzla verður
utan varnarsamstarfs
Atlantshafsbandalagsins, m.a.
til þess að forðast illindi við
Sovétrikin.
Á 50 ára afmæli samningsins
um yfirráð Noregs yfir Spits-
Norðurheimsskautsins og
norðurstrandar Rússlands. Um
leið er þetta stytzta leiðin frá
vesturhluta Sovétríkjanna til
Bandaríkjanna.
Hernaðarlegt mikilvægi
eyjanna frá sjónarmiði Rússa
er augljóst þegar þess er gætt
að þeir efla stöðugt flota sinn í
norðurhöfum. Talið er að í
þessum flota séu nú yfir 180
kafbátar og 500 herskip. Þá
hafa þeir fjölda herstöðva á
Kola-skaga og stærsta flotahöfn
þeirra er í Múrmansk, sem er
rétt sunnan við Spitsbergen.
Rússar hafa á síðustu árum
stóraukið hernaðarleg umsvif
sín á landsvæðum þeim, sem
liggja að landamærum Noregs.
Eins og áður segir eru engin
hernaðarmannvirki Ieyfð á
Spitsbergen en hins vegar hafa
a.m.k. 12 vestræn ríki frjálsan
aðgang að eyjunum og höfun-
um í kring, og þessa staðreynd
lfta Rússar allt annað en hýru
auga. Þeir hafa* því mikinn
áhuga á að hafa Barentshaf út
af fyrir sig.
Ágreiningur Rússa og Norð-
manna í hafréttarmálum
Eins og áður er sagt, hafa
Rússar einnig áhuga á Spits-
bergen i sambandi við haf-
réttarmál. I haust munu rikis-,
stjórnir Noregs og Sovét-
ríkjánna hefja samningavið-
ræður um skiptingu þessara
hafsvæða. Rússar vilja draga
lfnu frá Norðurpólnum, miðja
vegu milli austur- og vestur-
strandarinnar. Þannig mundu
þeir fá miklu stærri skerf af
landgrunninu en ef samið yrði
um þá tillögu, sem Norðmenn
styðja og mörkuð er í alþjóða-
lögum. Því er haldið fram i
Noregi, að Rússar vilji hefja
þessar viðræður vegna þess að
þeir álíti svæðið hafa mikla
öryggislega þýðingu, en Norð-
menn segja hins vegar að ekki
komi til mála að fara að breyta
bergen átti svo að vfgja flug-
völlinn margnefnda, sem nú
hefur loks verið lokið við f
Longyearbyen á Spitsbergen.
Ólafur Noregskonungur var
kominn í flugvél ásamt fríðu
föruneyti þar á meðal fulltrú-
um margra þeirra ríkja, sem
undirrituðu samninginn á
sínum tíma. Vegna þoku var þó
ekki hægt að lenda á flugvellin-
um, og varð konungur frá að
hverfa að sinni. í veizlu, sem
Knut Frydenlund, utanríkis-
ráðherra Noregs hélt í tilefni
afmælisins, lögðu þeir Bratteli
forsætisráðherra áherzlu á, að
Spitsbergen væri hluti af
Noregi. Trygve Bratteli sagði,
að ekkert ríki annað en
Noregur hefði vald til að taka
ákvarðanir um nytjun eyjanna
eða stjórn þeirra. Hann lagði
áherzlu á að Noregur „vildi
ekki og gæti ekki veitt nokkru
öðru ríki forréttindi þar um-
fram önnur, hvorki formlega
eða óformlega".
Um svipað leyti, aðeins
nokkrum dögum eftir undirrit-
un yfirlýsingar Öryggismála-
ráðstefnu Evrópu i Helsinki,
urðu Norðmenn varir við ferðir
sovézkra þyrla á Spitsbergen,
en þar var ekki um að ræða
farartæki, sem fengið hafa leyfi
til að fara þar um. Norðmenn
mótmæltu umferð þessara flug-
véla opinberlega og töldu hana
vera brot á Parísar-
samningnum.
Norska rfkistjórnin hefur í
höndunum alþjóðlegan
samning, þar sem ákveðin eru
full yfirráð þeirra yfir Spits-
bergen og öllu, sem þar fer
fram. Fyrir nokkrum árum var
fjallað um þennan samning i
Pravda og þar kom I Ijós, að
skilningur Sovétmanna á þessu
máli er allmjög á annan veg.
Þeir líta svo á, að þessi yfirráð
Norðmanna nái aðeins til
norskra fbúa eyjanna en ekki
annarra sem þar hafa dvalar-
stað.
Skák
eftir JÖN Þ. ÞÓR
Skemmtileg
sóknarskák
EINS of flesta mun reka minni
til tók Friðrik Ólafsson stór-
meistari þátt i svissneska
meistaramótinu, sem fram fór i
Zúrich í sumar. Frammistaða
Friðriks i mótinu var mjög slök
og sjálfur kveðst hann sjaldan
eða aldrei hafa staðið sig jafn
illa. Það var þó ekki frammi-
staða Friðriks í þessu móti, sem
gera átti að umtalsefni í þess-
um þætti. Mér hefur nú borizt
ein skák frá mótinu, en hana
tefldi Friðrik gegn einum af
sigurvegurum mótsins, Kúbu
manninum G. Garcia. Garcia er
efnilegasti skákmaður Kúbu-
manna um þessar mundir og
alþjóðlegur meistari að nafn
bót. Hann ferðast og teflir mik-
ið, og eins og margir vafalaust
muna, var það þessi sami
Garcia, sem Guðmundur Sigur-
jónsson sigraði í sfðustu um
ferðinni í Hasting í vetur og
tryggði sér þar með stórmeist
aratitilinn. Þegar Garcia mætti
Friðrik í Zúrich var hann hins
vegar í betra formi, og sjálfsagt
hefur hann hugsað til hefndar
gegn íslendingum. Hér kemur
skákin.
Hvítt: Friðrik Ólafsson.
Svart: G. Garcia
Sikileyjarvörn
I. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4
— cxd4, 4. Rxd4 — e6, 5. Rb5 —
d6, 6. c4 — Rf6, 7. R5c3
(Tízk
(Tízkuleikurinn, áður léku
menn hér oftast 7. Rlc3 og hörf
uðu síðan með kóngsriddarann
til a3, er svartur lék a6).
7. — a6, 8. Ra3.
(Þessi riddari á betur heima
á d2).
8. — Be7, 9. Be2 — 0-0, 10. 0-0
— b6, 11. Be3.
(11. Bf4 kom ekki síður til
álita).
II. Bb7, 12. Hcl -- Hb8, 13. Db3
— Rd7, 14. Hfdl — Rc5, 15.
Dc2 — Dg6,
(Hvítum hefur tekizt að
koma f veg fyrir að svartur geti
leikið b5 eða d5. Svartur hygg-
ur þess vegna á kóngssókn, og
er þessi leikur undirbúningur
að henni).
16. f4 — Rb4, 17. Dd2 — f5!
(Svartur ræðst gegn hvíta
miðborðinu. Nú verður biskup
inn á b7 stórveldi).
18. exf5 — Hxf5, 19. Rc2 —
Dg6, 20. Bfl — Rbd3!
(Skemmtilegur sóknarleikur,
sem býður hvítum upp á
mannsvinning).
21. b4 — Hbf8!!!
(Stórkostlegur leikur. Svart
ur gefur heilan mann til þess að
halda sókninni gangandi).
22. bxc5 — Rxf4, 23. c6 — Bxc6,
24. g3.
(Svartur hótaði 24. — Rxg2,
25. Bxg2 — Hf2 o.s.frv. 24. Bxf4
Hxf4, 25. Re3 gekk ekki
vegna 25. — Bh4 og hótanir
svarts eru of öfiugar).
24. — Bh4, 25. Bxf4 — Hxf4, 26.
Bg2 — Bxg3!, 27. hxg3
(Ekki 27. Bxb7 — Bel+, 28.
Dg2 — Hfl mát).
27. — Dxg3, 28. Hfl — Bxg2,
29. Dxg2 — Dxc3, 30. Hxf4 —
Hxf4, 31. Da8+ — Kf7, 32. Db7
— Kf6, 33. Dg2 — Dxc4,
(Svartur hefur fengið fimm
peð fyrir manninn, og. sókn að
auki).
34. Dd2 — Hg4+, 35. Kf2 —
De4, 36. Re3 — Df4+, 37. Ke2
— Dh2+ 38. Kd3?
(Fingurbrjótur, en hvíta
staðan var gjörtöpuð).
38. — Hd4+ og hvftur gafst
upp.