Morgunblaðið - 20.09.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.09.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1975 21 VELVAKANDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu- dags % Áfengisstríð og trúarbragðastríð Margrét Hansen, Hveragerði, skrifar: „Ég sá nýlega myndina „Heim- ur á heljarþröm" i sjónvarpinu og datt þá í hug, hve mikið væri nú orðið hægt að reikna út með töl- um og hve litið væri farið eftir því, ennþá að minnsta kosti. Hér á ég nú sérstaklega við mengunina, en líka offramleiðslu. En væri nú ekki lika fróðlegt að reikna út hvenær allir íslendingar verða si- fullir? Drykkjuskapurinn eykst jafnt og þétt og þegar birtar eru tölur um aukna áfengisneyzlu er einungis reiknað aftur i timann. Hvernig væri að skyggnast fram á við i þessum málum? Fróðlegt væri að sjá þetta i sjónvarpi. Hugsum okkur að byrjað sé fyrir 1100 árum og reiknað i dropatali allra fyrst. Og svo annað: Mig langar til að vita hvort prestarnir, sem átt hafa í þessum „trúarbragðadeilum" heyri aldrei fréttirnar frá frænd- um okkar og nágrönnum á ír- landi. Ég held, að þeir geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er eldfimt efni, sem verið er að handfjatla. Vonandi heyrist ekk- ert meira um þetta og allir — blaðamenn líka — ættu að forðast að halda þessum glæðum við, — áður en varir g’etur orðið spreng- ing. Margrét Hansen, Hveragerði." Á þá líka að hætta að flytja fréttir af óeirðum og styrjöldum? % Verndun eða eyðing Grjótaþorps Olafla Ragnarsdóttir skrifar: „Agæti Velvakandi. Mikið hefur að undanförnu ver- ið rætt og ritað um verndun og friðun gamalla húsa, einkum eftir að tillagan um niðurrif Grjóta- þorpsins, eins og við þekkjum það, og endurbyggingu þess sem randbyggðra steinkastala kom fram í dagsljósið,. Mönnum hefur að vonum blöskrað það, að lögð skuli fram að frumkvæði skipu- lagsyfirvalda tillaga um gjöreyð- ingu eins elzta borgarhluta Reykjavíkur, sem að líkindum er sá borgarhluti, er varðveitzt hef- ur hvað næst sinni upprunalegu mynd, á sama tima og aðrar þjóðir eru að vakna til meðvitundar um þau menningarverðmæti, sem fel- ast i byggingarlist horfinna kyn- slóða, — ekki aðeins í einstökum húsum, heldur og ekki síður sam- henni? sagði hann við geymsiu- vörðinn. — Hann framvfsar auðvitað númeri. Hvað héiduð þér eigin- iega? var hið önugiega svar sem hann fékk. — Fólk sýnir annað- hvort geymslunúmer eða lykil ef óskað hefur verið eftir því að hlutunum sé komið fyrir í iæstri hirzlu — Skiptir afhendingardagur máli? — Skáparnir eru rannsakaðir einu sinni á sólarhring og þeir munir sem hafa legið lengi eru sfðan f jarlægðir. — Einmitt. En þeim er sem sagt ekki raðað í tfmaröð? — Nei, aðeins f númcraröð. Af- hendingardaginn má finna f skrásetningarbókinni. Það er eina leiðin sem hægt er að hafa til að komast að þvf hvað fóik á að borga mikið. — Einmitt, sagði David aftur. — Gæti ég fengið að skoða skrá- setningarbókina? Töskur Talme.vs hlutu að hafa vcrið afhentar hér annaðhvort á sunnudagskvöldið eða mánudag árla, báða möguleika varð að taka með f reikninginn. — Vinsamlegast skrifið þessi stæðum húsaþyrpingum og jafn- vel heilum borgarhverfum. En hver er ástæðan? Hvers á Grjótaþorpið að gjalda? Jú, það er niðurnýtt, sundurlaust, óskipu- legt og ekki varðveizluhæft út frá sögulegum, menningarlegum eða fagurfræðilegum sjónarmiðum. Þessar eru helztu röksemdir þeirra tiliögubræðra. 0 Borgaryfirvöld stuðli að viðhaldi og varðveizlu Vissulega er það rétt, að hverfið er ekki í sem beztu ástandi, þótt nokkrum húsum þar sé ágætlega við haldið. En er við öðru að búast í hverfi, sem hefur verið dauða- dæmt í áratugi? Væri dauða- dómnum hins vegar aflétt og borgaryfirvöld kæmu til móts við þorpsbúa með þvi að veita þeim styrki eða hagkvæm lán til að koma húsum sínum í viðunandi ástand, hvað er þá líklegra en húseigendur tækju til óspilltra mála við að bæta upp aðgerða- leysi liðinna ára? Það er talað um að viðgerðir í Grjótaþorpi verði kostnaðarsamar, viðhald þess borgi sig ekki og enduruppbygg- ing þess i sinni núverandi mynd sé peningaeyðsla, sem þjóðin hafi ekki efni á. En hefur þjóðin efni á að kaupa niðurrifsreynsluna sem nú er óðum að opna augu manna víða um heim fyrir menningar- gildi gamalla húsa og híbýla margfalt dýrara verði, sem ekki verður metið á vogarskálum Mammons né goldið með hans gjaldmiðli. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur og þannig verður það einnig með Grjótaþorpið. 0 Andblær horfinna kynslóda Við veitum því ef til vill ekki athygli dags daglega, þessu kyrr- láta þorpi, þar sem andblær horf- inna kynslóða liggur í loftinu og tíminn stendur kyrr. En væri það svo horfið einn góðan veðurdag og steinkastalarnir komnir í staðinn, þá mundum við finna, að eitthvað væri glatað, eitthvað, sem aldrei fengist bætt. Við mundum sakna þessarar sam- stæðu húsaþyrpingar og við mundum sakna einstakra húsa, sem áttu sér merka sögu og vörp- uðu ævintýraljóma yfir umhverfi sitt, — húsa, sem voru menn- ingarmiðstöðvar síns tíma. Húsa, sem skammsýnir menn jöfnuðu við jörðu. Olafía Ragnarsdóttir." ^ Strax í dag! Fjórar ungar vinkonur skrifa Velvakanda bréf, þar sem segir m.a.: „Við erum svo hrifnar af plöt- unni með Stuðmönnum og Stein- unni Bjarnadóttur, að við skutum saman I plötuna af því að okkur langaði svo I hana. Þegar við fórum svo að hlusta á lögin fannst okkur náttúrlega „Strax i dag“ langskemmtilegasta lagið, en það er lika fullt af öðrum lögum, sem eru alveg ofsaleg á plötunni. Þess vegna finnst okkur skrítið, að út- varpið skuli ekki spila hin lögin líka. Okkur finnst að útvarpið ætti að efna til samkeppni um lag ársins, og við erum allar tilbúnar að veðja, að „Strax í dag“ yrði í fyrsta sæti. Hvenær kemur næsta plata með Stuðmönnum?" Velvakandi tekur undir aðdáun vinstúlknanna, en hvenær næsta plata kemur veit hann ekki. Hins vegar hafa Stuðmenn haft góð orð um það, að þeir muni ekki van- rækja aðdáendur sína, svo að nú er bara áð bíða og vona. HOGNI HREKKVISI Sýning Kjartans framlengd SÝNINGU Kjartans Guðjóns- sonar á Loftinu við Skólavörðu- stíg átti að ljúka í gær, en vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að framlengja sýninguna um tvo daga. Verður hún opin í dag, laugardag, frá klukkan 14 til 18, og á sunnudag á sama tima. ALLT MEÐ — Byggingar- iðnaðurinn Framhald af bls. 5 kveðnum svæðum, þannig að þar gæti skapast ákveðin raðvinnsla húsa. FJÁRMÖGNUN OG RANNSÓKNIR Þar er svipaða sögu að segja. Lána- fyrirgreiðsla bankakerfisins til bygg- ingarfyrirtækja hefur verið af mjög skornum skammti. Óvissa rikir um hvenær lána er að vænta frá hús- næðislánakerfinu og oft mikill drátt- ur á greiðslu lána frá þeim tima sem byggingar eru lánshæfar. Eitt er það þó sem mér finnst algjörlega vanta i skýrslu þessa, en það er þó sá hlutur sem ætti að standa Rannsóknarráði næst að veita athygli og hafa forgöngu um, en það eru raunhæfar rannsóknir bæði hvað varðar efni, vinnu og skipulag og þá ekki sist hvað gert sé eða gera þurfi í útgáfu upplýsinga um þessi mál. Vitað er að ýmsar upplýsingar varðandi byggingar liggja fyrir hjá mörgum stofnunum en engin þeirra virðist hafa bolmagn eða vilja til að gefa eitthvað af þeim fróðleik. Sem stjórnarmaður i Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins er ég dálftið hissa á þeim fullyrðingum sem forstjóri R.b. lætur frá sér, vegna þess að þar lætur hann liggja að þvi að stofnunin hafi f höndunum gögn sem sýna að okkar byggingar- iðnaður sé mjög óhagkvæmur bæði hvað viðkemur efni og vinnu. Mér vitanlega hefur ekkert sem styður þá kenningu komið frá stofn- uninni til byggingariðnaðarins og er þó R.b. sú stofnun sem þjóna á þessum iðnaði fyrst og fremst. Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins er ekki eina stofnunin sem á að fylgjast með hagkvæmni bygging ariðnaðarins hvað snertir kostnað o.fl. Húsnæðismálastofnun rfkisins á samkvæmt 3. gr. laga frá 12. maf 1970 að gegna veigamiklu hlutverki f þessum efnum. Þvi miður hefur þessum málum verið alltof Iftill gaumur gefinn. Á undanfömum árum hefur Meistara- samband byggingarmanna sett fram ábendingar um ýmislegt sem betur megi fara I byggingariðnaði, en Iftið tillit hefur verið tekið til þess sem þar hefur verið bent á. Sveinasam- tökin hafa hins vegar ekki látið mik- ið til sfn heyra um þessi efni og litið lagt til mála svo betur megi fara. Þvf er það dálitið furðuleg skoðun sem fram kemur f skýrslunni og þó sér- staklega i fjölmiðlum að meistara- kerfið sé aðaldragbftur á lagfæringar og endurbætur f byggingariðnaði. Ef svo er eru iðnmeistarar öflugri en ég hefði haldið.. Ég vil að lokum láta i Ijós þá von mfna og ósk að sú athygli og umræð- ur um þessi mál sem skýrslan vekur, verði ekki loftbóla sem hjaðnar á skömmum tíma heldur megi það vera hvatning til að efla og bæta byggingariðnað okkar og hagsbóta fyrir alla, bæði þá er standa að bygg- ingarframkvæmdum og þá sem sfðan nýta þær ibúðir sem út úr þeim koma. Ennfremur væri óskandi að fjöl- miðlar túlkuðu þessi mál af þekkingu og skilningi á þeim vandamálum sem við er að etja en ekki sem upphrópun og ádeilur á ýmsa þætti byggingar- iðnaðarins. Reykjavfk 18. september. Gunnar S Björnsson i i i m É i i s iri i i 1 m I i i i EIMSKIP Á næstunni ferma skip vor til íslands, sem hér segir: ANTWERPEN: Tungufoss 22. sept. Urriðafoss 29. sept. Grundarfoss 5. okt. Tungufoss 1 3. okt. ROTTERDAM: Tungufoss 23. sept Urriðafoss 30. sept. Grundarfoss 7. okt Tungufoss 14. okt. FELIXSTOWE: Mánafoss 23. sept. Dettifoss 30. sept. Mánafoss 7. okt. Dettifoss 14. okt. Mánafoss 21. okt. HAMBORG: Mánafoss 25. sept. - Dettifoss 2. okt. Mánafoss 9. okt. Dettifoss 1 6. okt. Mánafoss 23. okt. NORFOLK: Brúarfoss 25. sept. Hofsjökull 14. okt. Selfoss 1 7. okt. Goðafoss 24. okt. WESTON POINT: Askja 24. sept. Askja 10. okt. Askja 24. okt. KAUPMANNAHÖFN írafoss 23. sept. Múlafoss 30. sept. írafoss 7. okt. Múlafoss 1 4. okt. írafoss 21. okt. HELSINGBORG: Álafoss 25. sept. Álafoss 8. okt. GAUTABORG: írafoss 24. sept. Múlafoss 1. okt. írafoss 8. okt. Múlafoss 1 5. okt. írafoss 22. okt. TRONDHEIM: Úðafoss 6. okt. KRISTIANSAND: Álafoss 27. sept. Álafoss 1 0. okt. GDYNIA/GDANSK: Lagarfoss 2. okt. VALKOM: Lagarfoss 30. sept. VENTSPILS: Lagarfoss 3. okt. I I I i i d S] i rTi I 'I m I p p p p p p • P ■ m p P i p p ;3 1 I !rl $ I Ul P p P P P rJ Ti I Reglubundnar m I vikulegar 3 I hraðferðir frá: £] rpj ANTWERPEN, r| p| FELIXSTOWE, p Ujl GAUTABORG, p Œl HAMBORG, S [S KAUPMANNAHÖFN gj ROTTERDAM -----:----^ GEYMIÐ JRárgtmðleítið |E55H2] i ^ k B I | 1 EIMSKIP saassii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.