Morgunblaðið - 20.09.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.09.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1975 3 Fjöllistaheimsókn frá Kína KlNVERSKI fjöllista- flokkurinn TIENTSIN sem kemur hingað til lands í heimsókn um miðjan næsta mánuð til þess að sýna listir sínar, fléttar saman sýningar- atriði sem eru mjög ný af nálinni og einnig atriði sem byggjast á allt að 2000 ára gamalli hefð. 70 manns eru í sýningar- flokknum, sem mun sýna í Laugardalshöllinni á tímabilinu frá 16.—24. október. Ljónið og drekinn leika gjarnan stór hlutverk í hátíða- sýningum Kínverja, en á meðfylgjandi mynd eru nokkrir af félögum TIENTSIN í hlutverki dýra, dansandi á kúlum, en jafnvægislist er eitt af undirstöðuatriðum margra sýningaratrið- anna. „íslenzk fyrir- Ueki ’ í sjötta sinn NÝLEGA kom út uppsláttarbókin „Islenzk fyrirtæki" en tilgangur hennar er aó koma á framfæri ítarlegum upplýsingum um fvrir- tæki, félög og stofnanir sem leggja áherzlu á tengsl við al- menning og aöra aóila í viðskipta- lífinu og stjórnsýslu — að því er segir í fréttatilkynningu frá út- gefanda. Bókinni er skipt niður í þrjá meginflokka, fyrirtækjaskrá, við- skipta- og þjónustuskrá og um- boðsskrá. I heild gefur hún upp- lýsingar um eftirfarandi: Nafn, heimilisfang, síma, pósthólf, stofnár, telex, nafnnúmer, sölu- skattsnúmer, stjórn, stjórnendur, starfsmenn, starfssvið, þjónustu og umboð. Þá veitir bókin einnig upplýsingar um Alþingis og al- þingismenn, félög og stofnanir, sendiráð og ræðismannsskrif- stofur erlendis o.fl. í bókinni eru upplýsingar um 1.600 fyrirtæki víðs vegar um land. Þetta er sjötta árið sem islenzk fyrirtæki koma út og aldrei hafa fyrr verið jafnmörg fyrirtæki á skrá í bókinni. Utgefandi er Frjálst framtak h.f. og hafa full- trúar þess ferðast um land allt til þess að safna upplýsingum í bókina beint frá forráðamönnum fyrirtækja. Ráðinn for- stjóri BÚH A bæjarstjórnarfundi hjá Bæjar- stjórn Hafnarfjarðar 9. sept. 1975 var samþykkt að ráða Guðmund R. Ingvason forstjóra Bæjarút- gerðar llafnarfjarðar frá og með 15. sept. 1975, en eins og fram kom f Mbl., hafði útgerðarráð BÚH mælt með honum. i Guðmundur er viðskipta- fræðingur að mennt, þritugur að aldri og hefur starfað sem skrif- stofustjóri Bæjarútgerðarinnar um 1 árs skeið. Frá sama tíma Iætur af störfum Einar S.M. Sveinsson, eftir um 5 ára starf sem forstjóri fyrirtækisins. Einar tekur þá við starfi forstjóra Bæjarútgerðar Reykjavíkur. 100 vinninga leik- fangahappdrætti Fjáröflunarherferð í tilefni 100 ára afmælis Thorvaldsensfélagsins I TILEFNI af 100 ára afmæli Thorvaldsensfélagsins hafa félagskonur hrundið af stað stór- fjáröflun, því snemma á þessu ári ákváðu þær að allt það er þær gætu safnað rynni óskert til van- heilla barna. Eru þær nú að hleypa af stokkunum sfnu vin- sæla leikfangahappdrætti, en dregið verður um 100 vinninga 16. okt. n.k. Munu þær verða vfðast hvar f bænum með miðana; f kvikmyndahúsum, stórverslun- um og auðvitað á Thorvaldsens- basarnum, Austurstræti 4, en þar verður hluti af vinningunum til sýnis. Seinni partinn í október er væntanlegur á markaðinn postu- linsplatti sem framleiddur er hjá Bing og Gröndahl í tilefni af af- mælinu. Hinn góðkunni lista- maður Halldór Pétursson teikn- aði myndina, sem er af Austur- stræti séð til austurs.Upplagið er takmarkað og er hægt að panta þá á Thorvaldsensbasarnum. Jólamerkin koma út að venju, með mynd af gamla Austurvelli og styttunni af Thorvaldsen. Póststjórnin ætlar eins og áður er tilkynnt að gefa út frímerki í tilefni afmælisins. Heita félagskonur á borgarbúa að bregðast nú vel við að hjálpa þeim til þess að hrinda af stað átaki er gæti munað um til heilla og hjálpar vanheilum og hjálpar- þurfi börnum. Strætóferðir í vetrarbúninginn VETRARAÆTLUN SVR tekur gildi mánudaginn 22 þ.m. Verður um smávægilegar breytingar frá sumaráætlun að ræða. Snerta þær raunar aðallega leiðir nr. 2 og 12, auk smá lagfæringa á nokkrum öðrum leiðum. A leið 2 tekur gildi ný tímatafla á virkum dögum, þ.e. mánudaga til föstudaga fram til kl. 19. Verða framvegis 12 mínútur á milli ferða. Er með þessu reynt að girða fyrir, að vagnar á þessari leið fari út úr áætlun á mestu anna- og umferðartimum. Að því er varðar leið 12. verður sú breyting gerð á akstursleið- inni, að ekið verður um Breið- holtsbraut, í Seljahverfi í stað þess að gjka um Breiðholt I. Nánar tiltekið mun leiðin liggja um Mið- skóga, Seljabraut á Norðurfell og sömu leið til baka. Af þessu tilefni hefur verið prentuð ný leiðabók. Verður hún til sölu á Hlemmi, Lækjartorgi og i skrifstofu SVR að Hverfisgötu 115. Kostar hún fimmtiu krónur. Electrolux eldavélin NOVA160 Hún hefur 4 hellur með stigalausri stillingu (2 hraðhellur, 1 steikarhellu, 1 hellu með sjálfvirkum hitastilli). Tveir ofnar. Sá efri rúmar 54 lítra. Hraðræsir hitar ofninn í 200 gráður C á 6V2 mín. Gluggi á ofni með tvöföldu gleri. Grill með teini og rafmótor. Sjálfvirkt stjórn- borð með rafmagnsklukku, viðvörunar- bjöllu og steikarmæli. HxBxD = 850x695x600 mm. LITIR: Ljósgrænt (kr. 109.800.-), koparbrúnt (kr. 126.900.-) og hvítt (kr. 1 1 1 .400.-). Athugið sér- staklega' hið hagstæða verð á grænu vélinni. Eigum enn nokkurt magn á þessu hagstæða verði Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-112 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-113

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.