Morgunblaðið - 20.09.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1975
— Norskir
Framhald af bls. 1
Samvinna Evrópuþjóða var
einnig rædd á fundum ráð-
herranna og þá fyrst og fremst
það óréttlæti, sem Island er beitt
af EBE-löndunum á sviði við-
skiptamála. Isiand hefði náð betri
samningum en Norðmenn við
EBE, en I reynd hefði aðstaða
Norðmanna orðið betri, þar sem
þeir væru engum þvingunar-
aðgerðum beittir.
„Þá fóru og fram fróðlegar um-
ræður um alþjóðamál," sagði for-
sætisráðherra.
Frú Erna Finnsdóttir, eigin-
kona Geir Hallgrímssonar, fór í
skoðunarferð um borgina og
nágrenni á meðan maður hennar
ræddi við norska stjórnmála-
menn, en um hádegi í dag gengu
forsætisráðherrahjónin á . fund
Ólafs Noregskonungs og snæddu
síðan hádegisverð í boði hans í
konungshöllinni.
í upphafi ræðu sinnar í veislu
norsku ríkisstjórnarinnar í gær-
kvöldi bauð Geir Hallgrímsson
norsku forsætisráðherrahjón-
unum frú Randi og Trygve
Bratteli að heimsækja ísland,
hvenær sem þeim hentaði.
Ræða fslenzka forsætisráð-
herrans vakti mikla athygli meðai
veizlugesta í Akershus og verður
hún birt í heild í Morgunblaðinu
síðar.
í kvöld halda forsætisráðherra-
hjónin veislu fyrir gestgjafa sína
og aðra gesti. Heimsókninni lýkur
síðdegis á morgun, er forsætisráð-
herrahjónin fljúga frá Fornebu-
flugvelli, en fyrir hádegi fara þau
í skoðunarferðir.
— Gunnar Geir
Framhald af bls. 2
hef verið að þróa. Þessi þrjú
verk eru fantasíur úr þjóðsög-
unum og eru fiskur á steini,
hönd upp úr dýinu og skrímsli.
Þau munu fljóta á vatninu og
liggja fyrir stjóra. Verkin eru
unnin í verðbólgustíl, það er
gerð úr tveimur tegundum af
frauðplasti sem tútnar út og
maður ræður þá lögun forms-
ins. Verkin eru um 1 m í þver-
mál og 50—100 sm á hæð. Ég
vona að fólk komi og kíki á
þetta hjá mér en það er ef til
vill rétt að geta þess að ég fékk
góðfúslegt leyfi lögreglustjóra
til þess að halda þessa sýn-
ingu.“
Um þessar mundir sýnir
Gunnar Geir málverk eftir sig á
Mokka, alls 32 myndir.
— Varið land
Framhald af bls. 2
vangi þar sem þú átt sjálfur
beinan hlut að máli?
— Ég mun ekki reka mín
persónulegu mál þarna. Að sjálf-
sögðu mun ég rekja málsatvik
þ.e.a.s. undirskriftasöfnun Varins
lands, en það mál sem ég mun
fyrst ög fremst fjalla um er mál
Einars Braga, en Rithöfundasam-
baridið skipaði á sínum tíma 12
manna nefnd til að fjalla um það.
Sjálfur skrifaði ég ekki um þetta
mál, helur srieri Þjóðviljinn sér
til mín og spurði mig álits vegna
skrifanna í Þjóðviljann á sínum
tíma og þannig hófust mín af-
skipti af þessu máli. Rithöfunda-
sambandið hefur látið þýða grein
Einars Braga, sem málið snýst
um, og er hún nú komin í hendur
þingfulltrúa. Norræna rithöf-
undaráðið hefur áður fjallað um
svipuð mál og þetta, t.d. FIB-
málið í Svíþjóð, en þar áttu blaða-
menn að vísu hlut að máli en ekki
rithöfundar. Ég var á fundi
nýlega vegna ársþingsins og þar
kom fram eindregin ósk um að ég
fjallaði um þetta mál á þinginu,
sagði Sigurður A. Magnússon að
lokum.
— Minning
Framhald af bis. 23
framfaramála byggðarlagsins og
ekki sízt hinum brennandi áhuga
sem hann hafði á mönnum og
málefnum, leiftrandi lifsfjöri
hans og skarpri hugsun.
Ég vil þakka Árna vini mínum
einlæga vináttu hans og þann
mikla lífskraft sem hann hefur
miðlað mér og öðrum yngri og
eldri samferðamönnum sínum og
vinum svo ríkulega af. Ég þakka
honum brautryðjendastarf i
heimabyggð okkar. Ég flyt eftir-
lifandi konu hans og ástvinum
innilegustu samúðarkveðjur við
fráfall hans og bið Guð að blessa
minningu hans að eilífu.
Lárus Jónsson.
— Sexmanna-
nefndin
Framhald af bls.7
því að þetta „óhæfa kerfi“, sem
Björn kallar svo, skuli hafa verið
óbreytt í 9 ár.
Björn hælist um yfir þvi að ASl
hafi dregið fulltrúa sinn út úr
Sex-mannanefndinni, en kvart-
ar síðan yfir því að hinir
„svokölluðu neytendafulltrúar"
skuli ekki gera ASÍ grein fyrir
sfnum málum. Björn vill ekki
taka þátt i því að reyna eins og
hægt er að hamla gegn verð-
hækkunum nauðsynjavara, hann
vill bara sitja flekklaus í sínu
hásæti og skamma þá sem skít-
verkin vinna.
Gunnar Ilallgrfmsson.
— Athugasemd
Framhald af bls.7
I samræmi við þetta lýsum við
hér með öll skrif um óeðlilega
aðstöðu Bf. Ármannsfells h.f.
rakalaus ósannindi og í þeim til-
gangi gerð að ófrægja fyrirtækið
fyrir almenningi og draga það inn
í pólitískt hnútukast, sem er því
algerlega óviðkomandi.
Forráðamenn Bf. Ármannsfells
h.f„ fyrst Ármann Guðmundsson,
byggingameistari, sem nú er lát-
inn og síðan synir hans, hafa talið
að félaginu hafi tekist að spara
borgurum Reykjavíkur álitlegar
fjárhæðir með starfsemi sirini.
Við leyfum okkur að fullyrða að
fyrirtækinu hafi tekizt betur en
öðrum verktökum borgarinnar að
stand við gerða samninga þegar á
heildina er litið, og vitum við að
borgarverkfræðingurin. í
Reykjavík og þeir ráðamenn
borgarinnar, sem hafa fylgst með
byggingum hennar gætu staðfest
það.
Varðandí mynd I opnu Tímans,
sem fylgir grein borgarfulltrúans
af „Milljónahöllinni við Espi-
gerði“ hefur honum erin skotizt
fyrir með sannleikann, því Bf.
Ármannsfell h.f. hefur alls ekki
byggt hús það, sem myndin er af
og er heldur ósmekklegt að draga
byggingarfélagið Óskar & Braga
s.f. inn í svokallaðan „milljóna-
gróða“ hluthafa Ármannsfells h.f.
Vegna margumræddrar lóðaút-
hlutunar hefur Bf. Armannsfell
h.f. þegar skýrt það mál m.a. I
Þjóðviljanum nú i dag og telur
þessi mál útrædd fyrir sitt leyti.
Opiö í kvöld Opið í kvöld Opið í kvöld
HÖT4L ÍAGA
SÚLNASALUR
Haukur Morthens og hljómsveit
og söngkonan Linda Walker
Dansað til kl. 2
Borðapantanir eftir k/. 4 í síma 2022 1
Gestum er vinsamlega bent á
að áskilinn er réttur
til að ráðstafa fráteknum borðum eftir
130.
LÆKJARHVAM MUR
ÁTTHAGASALU R
LÚDÓ OG STEFÁN
SKEMMTA
DANSAÐ
TIL KL. 2
Opið í kvöld Opið í kvöld Opið í kvöld
Galtarlækjamótið —
starfsfólk
Laugardaginn 29. þ.m. verður haldið í
Templarahöllinni skemmtun fyrir þá er unnu á
mótinu.
Fjölmennið.
Nefndm.
LEIKHUSKJnLLflRinn
Skuggar leika
fyrir dansi
til kl. 2.
Borðapantanir
frá kl. 15.00
isíma 19636.
Kvöldverður
framreiddur
frá kl. 18.
Spariktæðnaður áskilinn.
Með þökk fyrlr blttingun*
F.h. Bf. ArgiíuinBfells h.f.
J~>* ~ 1 i «§ yM í ■ T 3M ■ . . - r ^ ;■ §
-■*
WmmBr
[r Jj
l # . Vll '
- >
L'lj jíj|F|
4
|(L Mfík SjL.,., / IB 'hjjk •M®t WM *■■