Morgunblaðið - 20.09.1975, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1975
11
Evrópubikarkeppnin
I fyrrakvöld fóru fram nokkrir leikir f Evrópubikarkeppninni i
knattspyrnu og urðu úrslit þeirra sem hér segir: Bikarkeppni
meistaraliða:
Benfica, Portúgal — Fenerbahce, Tyrklandi 7—0
Real Madrid, Spáni — Dinamo Búkarest, Rúmeníu 4—1
UEFA-bikarkeppnin:
AIK, Svíþjóð — Spartak Moskca, Sovétrikjunum 1—1
Carl Zeiss Jena, Austur-Þýzkal.
— Olympique Marseille, Frakkl. 3—0
Molde, Noregi — öster, Svíþjóð 1—0
Bohemians Prag, Tékkólsóvaíku — Honved, Ungverjal. 1—2
Rapid Vín, Austurríki — Galatasaray, Tyrklandi ♦,—0
Inter Bratislava, Tékkóslóvakíu — Real Zaragoza Spáni 5—0
Levski Spartak, Búlgariu — Eskisehirspor, Tyrklandi 3—0
Athlone Toe, Irlandi — Valerengen, Noregi 3—1
FC Porto, Portúgal — Avenir Beggen Luxemburg 7—0
Olympique Lyonnais, Frakklandi — FC Brúgge, Belgiu 4—3
FC Köln, V-Þýzkalandi — B 1903 Danmörku 2—0
Feyenoord Rotterdam, Hollandi — Ipswich Town, Englandi 1—2
Bikarkeppni bikarhafa:
Eintracht Frankfurt — Coleraine FC, Irlandi 5—1
KSÍ hefur hug
á að ráða þjálf-
ara í fullt starf
A STJÓRNARFUNDI Knatt-
spyrnusambands Islands á
fimmtudaginn voru ýmis mál
tekin til mcðferðar og m.a. var
rætt um skipan þjálfaramála
landsliðsins næsta sumar. Voru
allir stjórnarmenn sammála um
að stefnt skyldi að þvf að ráða
næsta sumar þjálfara sem ekki
hefði starf hjá einhverju félags-
liði. Myndi sá þjálfari þá sinna
öllum landsliðunum en ekki
aðeins þeirra elztu, sömuleiðis
væri möguleiki á að hann sæi um
stutt þjálfaranámskeið úti á
landi.
Ákveðið hefur verið að ársþing
KSl verði haldið dagana 6.—7.
desember næstkomandi á Hótel
Loftleiðum. Á því þingi má búast
við miklum umræðum um ýmis
mál, sem ofarlega hafa verið á
baugi í herbúðum knattspyrnu-
manna undanfarið. Þá hefur
heyrzt að tveir þeirra stjórnar-
manna, sem ganga eiga úr stjórn,
Jón Magnússon og Páll Bjarna-
son, muni ekki gefa kost á sér til
endurkjörs. Þriðji stjórnarmaður-
inn, sem á að ganga úr stjórn er
Jens Sumarliðason.
Þórdís Gfsladóttir f hástökki.
Þórdís náði 1 verðlaun
ÞÓRDlS Gflsadóttir stóð sig mjög
vel á sænsku Andrésar Andar-
leikunum, sem fram fóru fyrir
nokkru. Varð Þórdfs f þriðja sæti
f hástökki og var hún þó nokkuð
frá sfnu bezta, en hún stökk 1.60.
Sigurvegarinn stökk 1.70 og er
það frábær árangur þegar það er
haft f huga að keppcndur máttu
ekki vera eldri en 14 ára.
Lfta má á þessa leika sem
Norðurlandamót yngsta frjáls-
íþróttafólksins og þeir þrír aðrir
Islendingar sem þátt tóku i mót-
inu stóðu sig sömuleiðis mjög vel.
Þorsteinn Aðalsteinsson, FH,
varð 10. í spjótkasti kastaði 43.04
Guðmundur
í FH
GUÐMUNDUR Sveinsson,
hinn bráðefnilegi handknatt-
leiksmaður sem undanfarið
hefur leikið með Fram, hefur
nú tilkynnt félagaskipti yfir f
FH. og mun leika með liðinu f
vetur. Er ekki að efa að hann
mun styrkja FIMiðið veru-
lega, ekki sfzt með tilliti til
þess að það skortir tilfinnan-
lega skyttur eftir að þeir bræð-
ur Gunnar og Ólafur Einars-
synir héldu til Þýzkalands.
og han varð 12. í há$tökki með
I. 60. Magnús Haraldsson komst
ekki í úrslit í 1000 m hlaupi, en
fékk tímann 3:02.9 Ingibjörg
Ivarsdóttir varð 9. í 800 m hlaupi
á 2:28.9 og í langstökki varð hún
II. með 4.83 m. Keppendur voru
um 30 í hverri grein.
Bjóða unglinga-
liði til Svíþjóðar
KNATTSPYRNUSAMBANDI
Islands barst fyrir nokkru bréf
frá sænska knattspyrnufélaginu
Flagg og segjast forráðamenn
félagsins í þvi bréfi hafa fylgzt
með sfbatnandi árangri islenzka
landsliðsins í knattspyrnu undan-
farin ár með mikilli ánægju og
aðdáun. Vilja þeir sýna góðan hug
sinn í verki og bjóða íslenzku
unglingaliði til Svíþjóðar næsta
sumar til þátttöku f knattspyrnu-
móti, sem þeir gangast nú fyrir f
16. skipti. Verður mótið haldið i
Malmö dagana 28. júnf — 4. júlí
og er fyrir pilta á aldrinum
15—16 ára. Þaim knattspyrnu-
félögum, sem áhuga hafa á að
sinna þessu boði er bent á að snúa
sér til skrifstofu KSl. Auk
íslenzka liðsins munu væntanlega
10 sænsk lið og eitt frá V-
þýzkalandi taka þátt í mótinu.
Leikmenn IBK eiga
89 landsleiki að baki
LEIKMENN Keflavfkur sem
mæta Dundee United f Keflavfk á
þriðjudaginn hafa samtals 89
landsleiki fyrir tsland að baki, og
ef landsleikjum þjálfaranna
beggja er bætt við hækkar talan
upp í 122. Nfu leikmenn liðsins
hafa leikið landsleiki, og þar af
hafa sumir verið fastamenn f
landsliðinu f sumar. Það eru þvf
engir nýgræðingar á knattspyrnu-
sviðinu sem hlaupa inn á völlinn í
guIu-Keflavfkurpeysunum á
þriðjudagskvöldið, og mikið má
vera ef reynslan verður ekki Kefl-
vfkingunum dýrmæt f leiknum.
Oftsinnis hefur Keflavfkurliðið
sýnt að nái það fram baráttuanda
og ákveðni, er það mjög erfitt
viðureignar, jafnvel fyrir hin
sterkustu atvinnumannalið, og
auðvitað vonast allir eftir þvf að
Keflvíkingarnir verði f sfnum
bezta ham í leiknum á þriðjudag-
inn.
Gfsli Torfason og Einar
Gunnarsson hafa leikið flesta
landsleiki Keflvíkinganna, eða 20
hvor. Var Gísli í landsliðinu í
sumar, -og það hefði Einar örugg-
lega einnig verið, hefði hann
gefið kost á sér. Að öllum öðrum
leikmönnum liðsins ólöstuðum
eru þessir tveir leikmenn
traustustu stoðir liðsins, ásamt
Þorsteini Ólafssyni markverði, en
það var aðdáunarverð frammi-
staða þessara þremenninga sem
öðru fremur færði Keflvíkingum
bikarsigurinn yfir Akranesi á
dögunum.
Þorsteinn Ólafsson hefur leikið
10 landsieiki og aðrir Keflvfk-
ingar sem hafa leikið lands-
leiki eru Ástráður Gunnars-
son með 8 leiki, Karl Her-
mannsson með 8 leiki, Grétar
Magnússon 8 leiki, Jón Ólaf-
ur Jónsson 2 landsleiki, Ólafur
Júlíusson 12 landsleiki og Steinar
Jóhannsson 1 landsleik.
enginn landsliðsmaður í liði
Dundee United. Einn leikmanna
liðsins, Dave Narey, hefur þó að
undanförnu verið fastur maður í
landsliði Skota 23 ára og yngri og
þar er örugglega á ferðinni leik-
maður sem á eftir að komast í
A-landsliðið. Þá hefur marka-
kóngur liðsins, Andy Gray éinnig
leikið i landsliði 23 ára og yngri,
og verður þess sennilega ekki
langt að bíða að hann komist í
aðalliðið. Telja sumir að hann eigi
þar heima nú þegar, jafnvel þótt
hann sé ekki nema 19 ára.
Barnaflokkar — unglingaflokkar. Flokkar fyrir fullorðna
einstaklinga. Flokkar fyrir hjón. Byrjendur og framhald.
Innritun daqleqa frá kl. 10 —12 oq 1 —7.
REYKJAVÍK
Brautarholt 4 símar 20345 og 24959.
Breiðholt. Kennt verður í nýju húsnæði að
Drafnarfelli 4 simi 74444.
KÓPAVOGUR
Félagsheimilið slmi 84829.
HAFNARFJÖRÐUR
Góðtemplarahúsið sími 84829.
SELTJARNARNES
Félagsheimilið simi 84829.
KEFLAVÍK
Tjarnarlundur sími 1 690 kl. 5. — 7.
UNGLINGAR
Allir nýjustu táningadansarnir — svo sem
Hustler, Bump (Boom), Kung Fu, El
Bimbo, Brazilian Carneval, Harlem og
margir fleiri.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS