Morgunblaðið - 20.09.1975, Page 12

Morgunblaðið - 20.09.1975, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. ísland, Noregur og Atlantsálar Pétur Friðrik við eitt verka sinna á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Ljósm. Mbl Sv. Þorm. Pétur Friðrik sýnir að Kjarvalsstöðum PÉTUR Friðrik listmálari opn- ar klukkan 15 í dag málverka- sýningu að Kjarvalsstöðum. Sýningin stendur næstu tvær vikur og henni lvkur sunnudag- inn 5. október. Hún verður opin klukkan 14 til 22 daglega, einn- ig mánudaga, en þá er venju- lega lokað að Kjarvalsstöðum. Pétur Friðrik sýnir að þessu sinni 89 myndir málaðar í olíu eða vatnslitum. Þær eru allar gerðar á síðustu tveimur árum. Flestar myndanna eru af lands- lagi enda Pétur Friðrik þekkt- ur landslagsmálari. „Ég mála mikið á Reykjanesi, Krísuvík, í hrauninu í kringum Hafnar- fjörð, á Þingvöllum og reyndar vfðar,“ sagði lístamaðurinn er Mbl. ræddi stuttlega við hann í gær. Auk Iandslagsmynda er að finna á sýningunni báta- og húsamyndir, blómamyndir og portret. Pétur Friðrik hélt síðast sýn- ingu í KR-húsinu árið 1972. Hann hefur haldið mjög marg- ar sýningar á verkum sínum siðustu 30 árin bæði hér heima og erlendis. Þetta mun vera hans stærsta einkasýning til þessa. Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra er þessa dagana í opinberri heim- sókn í Noregi í boði norsku ríkisstjórnarinnar. Þessi heimsókn leiðir huga okk- ar að frændsemi- og vin- áttuböndum, er knýtt hafa saman sögu og örlög beggja þjóðanna, Norð- manna og íslendinga, allt frá upphafi Islands byggð- ar, enda báðar af sama bergi brotnar. Heimsóknir af því tagi, sem hér um ræðir, styrkja ekki einvörðungu ellefu alda bræðrabönd, sem tengt hafa þjóðirnar sam- an yfir Atlantsála. Þær skapa jafnframt, og ekki síður, tækifæri til samskoð- unar beggja þjóðanna á samtíma og framtíðarvið- fangsefnum, sem varða þær báðar; skoðanaskipta, sem vonandi auka á skiln- ing og samskipti þeirra í milli. Þeir Atlantsálar, sem skilja í milli þjóðanna, tengja þær þó fastar saman en jafnvel ættarböndin. Þeir geyma þann auð, sem báðar þjóðirnar byggja af- komu sína að verulegum hluta á, og þeir skapa þær hættur, sem öryggi og sjálfstæði þeirra beggja stendur ógn af, vegna hernaðarlegs mikilvægis Norðaustur- Atlantshafs- ins. Trygve Bratteli, for- sætisráðherra Noregs, lét svo ummælt í ræðu, sem hann flutti í boði norsku ríkisstjórnarinnar fyrir ís- lenzku forsætisráðherra- hjónin: „Allir vita, hve haf- ið umhverfis Island er efnahagslega mikilvægt fyrir íslenzku þjóðina og því er það eðlilegt, að Is- lendingar taka af áhuga þátt í hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Norðmenn eiga einnig mikilla hagsmuna að gæta með sín stóru hafsvæði og taka virkan þátt í ráð- stefnustörfunum. Við leggjum alla áherzlu á, að ráðstefnan leggi grundvöll að réttlátum reglum um nýtingu hafsins og auðæfa þess. Náið samstarf við Is- lendinga á ráðstefnunni hefur verið sérlega ánægjulegt, einkum við samninga um mótun fram- tíðarreglugerðar um yfir- ráðarétt strandríkja yfir náttúruauðlindum innan 200 mflna efnahagslög- sögu.“ Þá sagði norski forsætis- ráðherrann, að raunsæ við- urkenning á varnarsam- starfi þjóða væri skilyrði fyrir áframhaldandi sam- vinnu austurs og vesturs og tilraunum til að draga úr spennu milli þessara aðila. Bæði Noregur og Is- land væru aðilar að NATO til aó tryggja öryggi sitt með þeim hætti, sem í dag væri aðeins gerlegt innan slíks varnarsamstarfs. Mikilvægi þessa samstarfs sæist glöggt í ljósi aukinn- ar áherzlu á öryggismála- legt mikilvægi hafsvæðis- ins undan ströndum NV- Evrópu. Reynsla Norðmanna, og raunar einnig Dana, af haldleysi hlutleysisstefnu i síðari heimsstyrjöldinni, á e.t.v. stærstan hlut í því, hve þunga áherzlu þeir leggja á samtakamátt vest- ræns varnarsamstarfs. Og lega Noregs og nálægð við Sovétríkin veldur örugg- lega miklu um það raun- sæi, sem þeir hafa sýnt á þýðingu aðildar að NATO. Það er mjög að vonum að forsætisráðherrarnir ræði hafréttarmál og fiskveiði hagsmuni þjóða sinna. Það er mikill styrkur fyrir Islendinga að eiga samúð og stuðning frændþjóða sinna á Norðurlöndum er þeir færa fiskveiðiland- helgi sína út í 200 sjómílur, þó þær hafi kosið að fara sér hægar en við í þeim efnum. Hugsanleg olfu- kaup okkar frá Noregi, jafnvel þegar á næsta ári, er athugunarefni, sem við þurfum að grandskoða. Ekki er talið útilokað, að olía finnist í nánd Islands, og er þá mikilvægt, að njóta aðstoðar og reynslu Norðmanna á þeim vett- vangi. Norðmenn og Is- lendingar eiga samleið á mörgum sviðum, sameigin- lega hagsmuni og menningarlega arfleifð. Heimsókn Geirs Hallgríms- sonar forsætisráðherra til Noregs styrkir þau tengsl, sem milli þjóðanna eru og er undanfari enn frekari skilnings og samstarfs þeirra í milli. Slíkt sam- starf, byggt á gagnkvæm- um skilningi og gagn- kvæmum hagsmunum, ætti að verða báðum þessum strandríkjum sameiginleg- ur framtíðarávinningur. — Þýðinga- miðstöðin Framhald af bls. 24 ákvörðun um umsóknir Færeyinga, alls ellefu bóka, því þær voru allar komnar út i Færeyjum og þar á meðal voru þrjár eftir fslenzka höfunda. I júní lágu aðeins fyrir fjórar umsóknir frá Islandi og var komið til móts við þær allar. Var þá út- hlutað 25.800 kr.d. af þeim 58.500 sem um er að ræða. Menningarsjóður sótti um styrk til þýðinga á dönsku bókunum Det dyrbare liv eftir Jörgen Frantz Jacobsen (hlaut 4500 d.kr.) og De nöjsomme eftir Poul Vad (hlaut 6000 d.kr). Þá sótti Letur s.f. um styrk til þýð- ingar Einars Braga á ljóðabók sænsk-finnska höfundarins Gunnars Björling, „LStta löv och fágelns vinge“ eða Létta laufblað og vængur fugls (hlaut 8000 d.kr.) Fjórða um- sóknin var frá Fjölva en þar er um að ræða bókina Arbeidsfólk eftir Norðmanninn Alexander L. Kielland. (hlaut 7300 d.kr.) I fyrsta Iagi hafa forgangsrétt verk nútímahöfunda, sem hafa ótvírætt bókmenntalegt gildi, en höfundur hefur ef til vill ekki sigrast á tregðu markaðar- ins eða slegið i gegn eins og sagt er. Þannig verður reynt að hjálpa mönnum til að brjótast í gegnum múrinn milli höfunda og lesenda til þess að ná eyrum hinna síðarnefndu. I annan stað er um að ræða klassísk bókmenntaverk eins og til dæmis fyrrgreint verk Kiellands, Arbeidsfolk, verk eftir Strindberg, Islendinga- sögur og önnur klassísk verk svo eitthvað sé nefnt. 1 þriðja iagi er um að ræða samkvæmt sérstakri ósk Færeyinga styrk til barnabóka og fagbóka. Þær íslenzkar bækur sem hafa fengið úthlutað styrk- veitingu eru Islenzkar Róð- sögur Jóns Árnasonar yfir á dönsku, en þar er um að ræða endurskoðun og endurútgáfu á dönsku og var þetta eina um- sóknin frá Dönum um íslenzka bók. Finnar voru ekki með neina íslenzka bók á sínum lista, en af 13 bókum sem þeir sóttu styrk til voru 12 sænskar og 1 dönsk. Færeyingar sóttu unvstyrk til þriggja íslenzkra bóka, en ákvörðunum var frestað til haustfundarins þar sem hér er um útkomnar bækur að ræða. Svíar sóttu um þýðingu á tveimur íslenzkum bókum, Yfirvaldinu eftir Þorgeir Þorgeirsson, sem var samþykkt og hlaut 4400 kr.d., en frestað var að taka afstöðu til smá- sagnasafns eftir 9 ísl.höfunda. Þess má geta að Sviar sóttu um styrki til þýðinga upp á 346 þús. kr., en þeii B?*a fengið alls 110 þús. d.kr. Norsk forlög sóttu um þrjár íslenzkar bækur, smásagnasafn eftir fjóra íslenzka höfunda, þá Guðberg Bergsson, Jakobínu Sigurðardóttur, Svövu Jakobs- dóttur og Thor Vilhjálmsson. Var veitt 5200 kr.d. til þeirrar útgáfu. Þá var sótt um styrk til þýðingar á Leigjandanum eftir Svövu Jakobsdóttur og veitt til þeirrar þýðingar 4400 kr.d. og þriðja bókin var íslenzkur aðall Þórbergs Þórðarsonar, sem hlaut 5800 kr. styrk. Var þvi orðið við öllum óskum á þýðingu íslenzkra bóka yfir á norsku“. Engin umsókn kom frá Græn- landi varðandi íslenzka bók og ekki heldur frá Sömum. Eins og fyrr segir sóttu Svíar um þrisvar sinnum meiri upphæð en þeir eiga kost á, Danir sóttu um 88 þús. af 110 mögulegum, Finnar sóttu um 114 þús.d. af 123 þús. mögulegum, Færeyingar sóttu um knappa þá upphæð sem þeir eiga kost á, Norðmenn sækja um 174 þús.d.kr. en eiga ekki kost á nema 110 þús., Svíar sóttu um 346 þús.kr.d, en eiga kost á 110 þús. d.kr. og tslendingar sóttu ekki nærri því um þá upphæð sem þeir eiga kost á, alls 58,500 kr.d. „Það að tslendingar sækja ekki nærri því um sína upp- hæð," sagði Sveinn Skorri, „getur orðið alvarlegt, þvl það sýnir ekki mikinn áhuga að sækja ekki um alla upphæðina. Ef haldið verður áfram á þess- um grunni eftir f jögur ár og við sækjum ekki um alla upphæð- ina, er hætta á að kvótinn til okkar verði minnkaður. Það er þó möguleiki enn að úr rætist, þvf umsóknarfrestur- inn hefur verið framlengdur fyrir haustúthlutun og er hann til septemberloka. Umsóknar- eyðublöð eru til í menntamála- ráðuneytinu og umsóknir send- ist til menningarmálaskrifstof- unnar I Kaupmannahöfn fyrir septemberlok, en 6. og 7. nóvember n.k. verður næsta út- hlutun." Sveinn Skorri kvaðst telja þessa starfsemi ákaflega mikil- væga og „ég tel,“ sagði hann, „að hún eigi eftir að styrkja þannig útgáfu bókmennta á Norðurlöndum og gagnkvæmar þýðingar milli Norðurland- anna. Ég held að strax eftir fyrstu úthlutun hafi komið I ljós að þar hafi verið farið af stað með þýðingar á höfundum, sem óvlst er að hefðu verið gefnir út jafn fljótt ef þessir möguleikar hefðu ekki verið fyrir hendi. Laun til rithöfunda og kostnaður við þýðingar er að vísu hverfandi lítill hluti af heildarkostnaði við útgáfu, því bæði eru ýmsir aðrir liðir mjög dýrir og svo eru höfundalaun smánarlega lítil. En allt um það er þetta styrkur og á því að vera hvetjandi fyrir útgefendur að sækja um ef þeir eru I slíkum fjárhagslegum vandræðum sem mörg forlög virðast eiga við að glíma." r Otryggt vopna- hlé í Beirut Beirút, Libanon, 19. september AF RlKISSTJÓRNIN f Líbanon fyr- irskipaði f kvöld útgöngubann í Beirut frá rökkri til dögunar eftir að átök höfðu margsinnis blossað upp í borginni þrátt fyrir vopna- hléð, sem samþykkt var f fyrra- kvöld. Herma heimildir nú að stjórnin fhugi að kveðja her landsins til borgarinnar til að binda endi á stjórnleysisástandið sem ríkt hefur vegna trúarlegra og stjórnmálalegra átaka hægri og vinstri afla f landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.