Morgunblaðið - 20.09.1975, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1975
13
GIsli Ólafsson, Hafsteinn Guðmundsson og Björn Jóhannsson.
Árbókin 1974
komin út
Nú er komin út hjá bókaútgáf-
unni Þjóðsögu bókin „Árið 1974
— stórviðburðir llðandi stundar I
myndum og máli“. Þetta er I tf-
unda sinn, sem bókin kemur út.
Fyrsta árbókin kom út árið 1965,
en frá 1966 hefur fslenzkur sér-
kafli fylgt bökinni. Islenzku út-
gáfuna annast GIsli Ólafsson, rit-
stjóri, umsjón með íslenzka
kaflanum hefur Björn Jóhanns-
son, fréttastjóri, en umbrotið
annast Hafsteinn Guðmundsson,
forstjóri Þjóðsögu. Árbókin er
gefin út í sextán löndum. Hinn
alþjóðlegi útgefandi árbókar-
innar er Weltrundschau I Sviss
og er Erich Gysling aðalritstjóri.
I íslenzka kaflanum eru flestar
ljósmyndir eftir blaðaljósmynd-
ara dagblaðanna. Island var
fyrsta landið, sem tók upp inn-
lendan sérkafla í bókinni, en sá
siður hefur nú verið tekinn upp f
mörgum löndum öðrum. Sala
bókarinnar hér á landi hefur frá
upphafi verið mjög mikil og er
upplagið nú 6 þús. eintök, en 70 af
hundraði fara til fastra áskrif-
enda. Þrír fyrstu árgangar bókar-
innar eru nú uppurnir, en útgáf-
an hefur enn nokkur eintök frá
1968, 1969 og 1970.
1 árbókinni eru þúsundir
mynda, ásamt fjölda litmynda, en
að þessu sinni er bókin um 320
bls. Islenzki sérkaflinn hefur m.a.
að geyma margar myndir frá þjóð-
hátíðarhaldi, tvennum kosn-
ingum og óvenju tíðindasömu ári
á stjórnmálasviðinu, heimsókn
Noregskonungs og snjóflóðunum
í Neskaupstað.
Verð bókarinnar er 5.750.- auk
söluskatts, en áskrifendur fá bók-
ina með afborgunarkjörum.
Fjárréttir
í Kjós eftir
helgina
FJÁRRÉTTIR í Kjósarsýslu i
næstu viku verða sem hér segir:
Hafravatnsrétt mánudaginn 22.
september (hefst milli kl. 9—10
árd.).
Kjósarrétt og Þingvallarétt
þriðjudaginn 23. september.
Kollafjarðarrétt miðvikudaginn
24. september.
— Meðalskipta-
verð
Framhald af bls. 24
haldsdag er tekinn þá kemur f
ljós að Ingólfur Arnarson er þar
hæstur með 15.6 tonn, þá kemur
Júní GK með 15.1 tonn og ögri
með 14.8 tonn. Það vekur athygli
að Akureyrartogararnir raða sér í
þrjú efstu sætin þegar meðal-
skiptaverð er tekið fyrir. Hæsta
meðalskiptaverð pr. kg. hefur
Svalbakur EA 302 með kr. 31.66,
þá kemur Sléttbakur EA 304 með
31.07 og Kaldbakur EA 301 er
með 31.04.
Af minni skuttogurunum er
Sólberg ÓF 12 með hæst meðal-
skiptaverð pr. úthaldsdag kr.
386.366 annar í röðinni er Dagrún
ÍS 9 með kr. 382.953 kr. og þvi
næst Guðbjartur IS 16 með
379.332 kr. Dagný SI 70 er hins
vegar með hæsta meðalskiptaverð
pr. kg. eða kr. 35.00, þá kemur
Dagrún IS með 34.94 og Sólberg
ÓF 12 með 34.20.
Baráttan um hæstan meðalafla
pr. úthaldsdag er geysihörð meðal
minni skuttogaranna. I 1.—2. sæti
eru Ljósafell SU 70 og Guðbjörg
IS 40 með 11.4 tonn og í 3.—5.
sæti eru Sólberg ÓF 12, Guðbjart-
ur IS 16 og Bessi IS 410 með 11.3
tonn pr. dag.
— Verðhrun
Framhald af bls. 1
við allt sitt gull er fram liða
stundir. Hugsanlegt er þó að verð-
fallið verði til þess að breyta
þeirri áætlun, þar sem gullsalan
gefur nú miklu minna í aðra hönd
en áætlað var.
Samfara verðfallinu hefur
staða dollars á alþjóðagjaldeyris-
mörkuðum styrkst verulega.
— Síldarverðið
Framhald af bls. 24
gjörlega verið velt yfir á hendur
kaupenda. A fundinum i dag
ákváðum við að salta í eina viku
enn, þar sem fulltrúar Síldarút-
vegsnefndar eru nú að fara í
samningaferð til Sviþjóðar og
Rússlands. Þegar Ijóst verður-
hvernig þessi samningaferð
gengur tökum við ákvörðun um
hvort við höldum áfram móttöku
eðaekki."
Margeir Jónsson í Keflavík,
sagði að það hefði verið forkast-
anlegt að ákveða þetta verð. Eng-
inn vissi með vissu hvernig þessi
mál stæðu nú. Kaupendur þyrftu
að borga 46 krónur fyrir hvert kg
af stóru síldinni, en kr. 30 fyrir þá
smærri. Miðað við það verð, sem
nú er í gildi, er hreint óhugsandi
að halda áfram söltun, ef miðað er
við þær upplýsingar, sem við höf-
um, um tilboð í íslenzku síldina.
Hvemig Patty
Hearst varð
byltingarsinni
Randolph Hearst, kona hans og frændi Hearst sjást hér glöð í bragði þar sem þau fara fráflugvellinum
i San Francisco til Sam Mateo-fangelsins i Redwood City í Kaliforniu til að hitta Patty Hearst. Frú
Hearst heldur á blómvendi. Hún kom frá Los Angeles þar sem hún sat fund stjórnar Kaliforníu-
háskóla. Hearst kom frá New York þar sem hann var í viðskiptaerindum.
FYRIR nftján mánuðum var
Patty Hearst frekar venjuleg
bandari.sk stúlka sem stundaði
háskólanám og ætlaði að giftast
kennara 1 heimspeki f Berke-
ley, Steven Weed. Aðeins
nokkrum vikum eftir að liðs-
menn „Symbonesfska freslis-
hersins“ (SLA) rændu henni
úr fbúð Weeds, 4. febrúar 1974,
hafði hún breytzt f eldheitan
byltingarsinna.
Fyrstu hljóðritanirnar með
rödd hennar sem liðsmenn SLA
sendu föður hennar, blaðaútgef-
andanum Randolph Hearst,
sýndu að hún var smeyk.
„Mamma og pabbi, það er allt í
Iagi með mig. Ég er ekki svelt
og ekki barin og er ekki óþarf-
lega hrædd. Það er bundið fyrir
augun á mér svo ég þekki eng-
an.“
Sinnaskipti hennar komu í
ljós f sfðari hljóðritunum. Að-
eins nokkrum vikum síðar kall-
aði hún föður einn „lygara“ og
sagði honum: „Ef þú berð hag
alþýðunnar svona mikið fyrir
brjósi, af hverju segir þú þá
ekki fátæku og kúguðu fólki
þessa lands hvað ríkið ætlar að
gera við það og varar blökku-
menn og fátækt fólk við þvi að
þau verði myrt til síðasta
manns...“
3. apríl 1974, aðeins tveimur
mánuðum eftir að henni var
rænt, tók hún sér byltingar-
nafnið „Tania“. Þá var hún orð-
in staðráðin í því að berjast við
hlið liðsmanna SLA. Foreldrar
hennar skoruðu á hana í sjón-
varpi á gefa sig fram. Þeir
héldu því fram að hún hefði
verið heilaþvegin og beitt
þvingunum.
En tónninn í orðsendingunni
frá Patty var harðari og breyt-
ingin á henni kom betur og
betur í Ijós. Hún kallaði föður
sinn „svínið Hearst". Hún
hvatti hann til að dreifa mat-
vælum meðal fátæklinga. Þegar
hann gaf matvæli að verðmæti
tvær milljónir dollara og þeim
dreift í fátækrahverfum San
Francisco, fór hún háðulegum
orðum um matardreifinguna,
kallaði hana „fáeina bita“, og
krafðist viðbótar matvæla að
verðmæti fjórar milljónir doll-
ara.
Tveimur vikum eftir að hún
tilkynnti að hún hefði gengið í
lið með SLA tók hún þátt í
bankaráni í San Francisco. Á
kvikmynd, sem var tekin með
földum myndavélum, sást hún í
hópi liðsmanna SLA vopnuð
vélbyssu. FBI komst ekki á slóð
SLA fyrr en 17. mai i fyrra,
þegar flestir félagar Patty
Hearst féllu í skotbardaga í fá-
tækrahverfi í Los Angeles.
Daginn áður rændu William
og Emily Harris, fyrrverandi
skólakennarar frá Indiana sem
urðu félagar Patty Hearst í
rúmt ár og voru handtekin rétt
á undan henni, fötum úr
verzlun í Los Angeles. Patty
stóð á verði fyrir utan og skaut
úr vélbyssu á framhlið
verzlunarinnar. Harris-hjónin
komust undan og þau og Patty
flúðu frá Los Angeles.
Sennilega varð það Patty
Hearst til lífs að hún flúði frá
Los Angeles með Harris hjón-
unum en fór ekki aftur til aðal-
Síðast heyrðist í ungfrú Hearst
8. júní í fyr’ra þegar hún og
Harris-hjónin sendu útvarps-
stöð i Los Angeles hljóðritun
þar sem hún lýsti yfir þeim
ásetningi sínum að halda áfram
að berjast með leifum SLA.
Hún sakaði lögregluna um að
hafa«myrt félaga sina“.
Hún kvaðst hafa fylgzt með
atburðunum við aðalstöðvar
SLA í sjónvarpi og séð elds-
voðann sem hún sagði að hefði
orðið unnusta sínum að bana,
byltingarmanninum Willie
Wolfe, sem hafði tekið sæti
Weeds fyrri unnusta hennar.
„Ég dó í þessum eldsvoða á 54.
stræti, en ég endurfæddist í
Patty Hearst (f miðju) og Emily Harris (til vinstri) færðar til
yfirheyrslu f San Francisco. Þær hafa verið f haldi f San Mateofang-
elsinu 1 Redwood City.
stöðva SLA. Lögreglan komst á
snoðir um að liðsmenn SLA
væru f Los Angeles og um-
kringdi aðalstöðvarnar sem
voru í húsi í suðausturhluta
borgarinnar. Sex liðsmenn SLA
féllu í skotbardaga og í eldi sem
kom upp í húsinu.
FBI sannfærðist um að Patty
væri fús þátttakandi í starfsemi
SLA og 20. maí var birt ákæra í
20 liðum á hendur henni og
Harris-hjónunum'. Þau voru
meðal annars ákærð fyrir rán
með vopnavaldi, að hafa haft
vopn ólöglega í fórum sínum —
og fyrir mannrán. Patty og
Harris hjónin höfðu haft á
brott með sér tvo ökumenn á
flóttanum frá verzluninni.
Patty hafði verið rænt og nú
var hún sjálf ákærð fyrir mann-
rán.
brunarústunum. Ég afsalaði
mérstéttarforréttindum mínum
þegar Cin (blökkumaður úr
SLA, Donald DeFreeze að
nafni) gaf mér nafnið Tania."
I rúmt ár leitaði FBI
árangurslaust að ungfrú
Hearst. Kannaðar voru
ábendingar frá þúsundum
manna sem töldu sig hafa séð
ungfrú Hearst. FBI komst að
því að hún hafði búið um tíma á
bóndabýli i Pennsylvaniu í
fyrrasumar, en hún var á bak
og burt þegar starfsmenn FBI
komu þangað.
Leitað var um öll Bandarikin
og í Kanada og í Mið Ameríku.
En leitinni lauk nákvæmlega
þar sem hún hófst fyrir 19
mánuðum — á götum San
Francisco. — Reuter.