Morgunblaðið - 20.09.1975, Page 23

Morgunblaðið - 20.09.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1975 23 Minning: Hallgrímur Pétursson skósmíðameistari Hallgrímur Pétursson skó- smíðameistari, sem lézt að heimili sínu miðvikudaginn 10. sept. s.l. verður jarðsettur f dag frá kapell- unni I Fossvogi. Hallgrímur var f. 4. desember 1916 að Ártúni á Hellissandi. For- eldrar hans voru þau Guðrún Þór- arinsdóttir frá Saxhóli í Breiða- víkurhreppi og Pétur Guðmunds- son frá Brennu á Hellissandi. Börn þeirra hjóna voru níu, átta drengir og ein stúlka. Hallgrímur var þriðju elzti af systkinunum. Hallgrímur er annar úr systkina- hópnum, sem fellur frá en bróðir hans Ágúst fórst af slysförum fyr- ir nokkrum árum. Hallgrímur var alinn upp í glað- værum hópi á mannmörgu heim- ili. Fjölskyldan að Artúni var stór eins og barnahópurinn gefur til kynna og þurfti því mikla út- sjónarsemi til þess að afla náegjan lega til heimilisins, enda var Pét- ur, faðir Hallgríms, sérstaklega dugmikill sjósóknari. Hann var formaður á eigin báti og var ávallt heppinn og góður aflamaður. Þá var siður að drýgja tekjur sfnar einnig með búskap og það gerði hann af framsýni. Guðrún kona hans var manni sínum samhent í því, að barnahópinn skorti ekk- ert. Hallgrimur heitinn ólst upp f heimahúsum við algeng störf eins og tftt var um unglinga á þeim dögum. Arið 1929 varð hann fyrir því óhappi að veikjast það illa í fæti, að hann varflutturá spítala suður til Reykjavíkur. I þessum veikindum átti hann lengi og segja má að hann hafi aldrei náð sér til fulls eftir þetta. 1938 fluttist hann til Reykjavfk- ur og byrjaði nám i Verzlunar- skólanum. Sennilega hefur fjár- hagurinn ekki leyft áframhald- andi nám við Verzlunarskólann, því 1939 fór hann í iðnnám hjá Friðjóni Sigurðssyni skósmfða- meistara. Hallgrímur lauk námi þar og starfaði hjá Friðjóni um 14 ára skeið, en siðar rak hann sitt eigið skósmfðaverkstæði. Á námsárum sínum hjá Frið- jóni kynntist hann eftirlifandi konu sinni Kristínu Aðalsteins- dóttur. Það var hans mikla gæfa í lífinu enda dáði og virti Hallgrfm- ur konu sína mjög. Kristín missti föður sinn af slys- förum, þegar hún var á unga aldri og ólst hún upp hjá móður sinni Helgu, systur Friðjóns Sigurðs- sonar, en hann reyndist þeim mæðgum hin mesta hjálparhella. Þau Kristín og Hallgrimur eign- uðust fjögur börn. Þau eru Aðal- steinn vélstjóri giftur Sigurborgu Ragnarsdóttur, Friðjón verzlun- armaður giftur Ólöfu Einarsdótt- ur, Pétur vélstjóri, búsettur í Kanada, giftur sænskri konu Lenu Anderson, Helga ógift í for- eldrahúsum. öll eru þau vel gerð og mikið dugnaðarfólk eins og þau eiga ætt til. Ég sem skrifa þessar línur átti því láni að fagna að eiga Hallgrím að vini allt frá unga aldri. Við störfuðum saman að félags- málum i Ungmennafélaginu Reyni á Sandi og seinna hér í ReykjdVík á vegum Breiðfirðinga- félagsins. Margar góðar minningar á ég frá þessum árum. Þegar ég læt hugann reika til baka þá man ég Halla — eins og við félagarnir kölluðum hann alltaf — þar sem hann spilaði fyrir dansi, en það gerði hann iðulega á samkomum hjá okkur fyrir vestan. Hann var söngmaður góður og var alltaf þátttakandi í söngkór félagsins á Sandi og hér fyrir sunnan söng hann í kór Breiðfirðingafélagsins um tíma. Það má með sanni segja um Halla vin minn, að þótt hann legði kannski ekki mikið upp úr því að safna veraldlegum auði eins og svo margir keppa að nú á dögum, þá náði hann því marki að eignast sitt eigið húsnæði að Laugarás- vegi 29. Kristín kona hans var honum þá eins og ævinlega mikil stoð með dugnaði sfnum. Garðurinn í kringum hús þeirra á Laugarásveginum var sérstak- lega snyrtilegur enda unnu þau hjónin mikið við að rækta blóm og runna sem var þeim báðum til mjög mikillar ánægju. Þeim var eiginlegt að vilja fegra umhverfi sitt. Síðustu þrjú árin átti hann við erfiðan sjúkdóm að stríða. Þótt erfiðleikarnir væru miklir á þess- um árum þá heyrði ég hann aldrei kvarta né heldur að hann væri að vorkenna sjálfum sér. Með Hallgrími er horfinn af sjónarsviðinu góður drengur sem við hjónin viljum að lokum þakka margar ánægjulegar stundir. Við sendum konu hans og börn- um og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Jóh. Olafsson. ’ mundsson, hreppsstjóri, og Ingi- björg Grfmsdóttir, Hann bjó á Syðri-Gunnólfsá alla tíð með þeirri undantekningu að um tveggja ára skeið dvaldist hann í Reykjavik við afgreiðslustörf um 1918 hjá Helga Zoéga kaupmanni. Árni kom víða við i útgerð á þeim árum, sem sá atvinnuvegur, útgerð og sjómennska var að komast á legg í Ólafsfirði. Hann gerði út í félagi við aðra m.a. Gunnar á Búðarhóli eða á eigin spýtur ýmsa báta af algengustu stærð f Ólafsfirði á fyrri tugum aldarinnar og var hann m.a. síðar meðeigandi i 50 tonna skipi, sem þá var fríðasti skipakostur i Ólafs- Arni Jónsson útvegs- bóndi - Minningarorð Fæddur 15. febrúar 1888. Dáinn 1. september 1975. Skammt gerist nú stórra högga í milli hjá manninum með ljáinn á Kleifum í Ólafsfirði. Tveir aldnir höfðingsmenn og forvígismenn hafa þar fallið í valinn með aðeins nokkurra daga millibili. Hinn síðari þeirra, Arni Jónsson, útvegsbóndi frá Syðri-Gunn- ólfsá, andaðist hinn 1. sept. s.l. Margir munu sakna vinar og velgjörðamanns þar sem Árni var og þeir Ólafsfirðingar, sem þekkja til fyrri tfðar, munu sakna forvígis- manns um flest velferðar- og framfaramál byggðarlagsins. Við sem ung sáum álengdar Árna og Sigurð Baldvinsson ryðja braut til meiri hagsældar og betra mann- lífs í Ólafsfirði og skynjuðum síðar hvað erfiðleikarnir, sem þeir stóðu andspænis voru miklir — við finnum nú að með þeim og fleiri samtímamönnum þeirra er að kveðja heill heimur. Veröld þeirra, sem slitu barnsskónum upp úr aldamótunum og bjuggu f haginn fyrir okkur — fólk sem þekkti hvorki skóla eða því síður uppmælingarkaup, en skilaði þeim mun meiri og betri arfi til nýrrar kynslóðar — þess heimur er að kveðja. Árni Jónsson var fæddur á Syðri-Gunnólfsá 15. febr. 1888. Foreldrar hans voru Jón Guð- Eiginmaður minn. + ÁRNI HINRIKSSON, framkvæmdastjóri. Bröttubrekku 5, Kópavogi andaðist 1 London að morgni 1 8. þ.m. Helga Henrýsdóttir. t Eiginmaður minn STURLAUGUR SIGURÐSSON. skipasmiður, Hringbraut 86 lést I Borgarspitalanum þann 18. september. Hallfriður Guðmundsdóttir. t Systir og fóstursystir okkar, JÓNÍNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Bræðraborgarstig 4. andaðist I Landakotsspítalanum 18. september Ina Wessman, Dagný Wessman. t Bróðir okkar KRISTMUNDUR SIGURBJARTUR ÞORLÁKSSON, Snorrabraut 48, verður jarðsunginn frá Hvammstangakirkju miðvikudaginn 24 sept kl 14, Soffia Þorláksdóttir, Ásta Þorláksdóttir, Sigurbjörg Þorláksdóttir. firði. Samtímis þessu bjó hann búi sínu á Syðri-Á og sinnti einnig félagsmálum af fádæma dugnaði. Hann varð hreppsnefndarmaður í Ólafsfirði þegar 1919 og sýslu- nefndarmaður frá 1934 til 1944. Árni var mikill baráttumaður fyr- ir framfaramálum á Kleifum í Ólafsfirði. Hann var í forystu um virkjun Gunnólfsár árið 1933 ásamt Finni og Antoni frá Ytri-Á, Sigurði Baldvinssyni, Steingrími og Gunnari á Búðarhóli, en þetta var ákaflega merkilegt framtak á þeim tfma, enda nutu þeir fram- taksmenn aðstoðar Sveinbjörns Jónssonar (f Ofnasmiðjunni) um tæknileg atriði. Framangreindir menn voru einnig i fylkingar- brjósti um lagningu sfma að Kleif- um, gerð lendingarbóta þar og vegabóta. Allir þessir menn voru fullhugar í framfaramálum Kleif- anna á sínum tíma, í sérstæðu samfélagi harðduglegs fólks, sem býr um 3 til 4 kílómetra frá hin- um eiginlega Ólafsfjaðarkaupstað handan fjarðarins. Þvf samfélagi helgaði Árni alla krafta sina, og ég minnist þess að þaðan, sem ég ólst upp horfðum við krakkarnir úr myrkrinu, þegar slökkt var á ljósavélinni, á upptendraða Kleifabæina i rafmagnsljósum, löngu áður en þorpið fékk raf- magn frá vatnsaflsstöð. Þannig sköruðu þessir menn fram úr á sinni tíð, sem byggðu Kleifarnar, og vörðuðu veginn fyrir öðrum Ólafsfirðingum. Þar var Árni í fyrirrúmi, óþreytandi, atorku- maður, sem aldrei lá á liði sínu. Kvæntur var Árni Ólínu Sig- valdadóttur og áttu þau þrjá syni: Jón, sem býr nú á Syðri-Á í Ólafs- firði, kvæntan Ingibjörgu Guðmundsdóttur frá Berghyl f Fljótum, Helga Sigvalda, sem drukknaði ungur að árum þá heit- bundinn Guðrúnu Finnsdóttur, og Inga Viðar, kennara í Reykja- vík, kvæntan Katrfnu Sigurðar- dóttur. Hjónaband þeirra Árna og Ólinu var með eindæmum gott og notalegt þótti vinum þeirra að heimsækja þau og njóa hlýju og alíslenzkra hressinga sem ætíð var upp á að bjóða á Syðri-Á. Árni á Syðri-A var eldhugi f anda. Hann var ekki stór vexti en andleg reisn hans var slfk að hver sem kynntist honum og naut návistar við hann hlaut að hrffast af. Hann var með snjöllustu mælskumönnum, sem ég hef heyrt um dagana. Málflutningur hans var svo þrunginn lífskrafti, sannfæringu, gáska og orðsnilli — allt í senn — að unun var á að hlýða. Hann var hinn mesti mála- fylgjumaður, þó talinn varfærinn og jafnvel fhaldssamur, en samt í raun ekki í öðrum skilningi en að hann treysti mest á framtak hvers og eins einstaklings og f því efni gerði hann mestar kröfur til sjálfs sín. Hann var einstaklega greið- vikinn eins og hann raunar átti kyn til, en faðir hans Jón Guð- mundsson fyrrum hreppstjóri varð frægur fyrir þá sömu eigin- leika og er hann talinn hafa bjargað Ólafsfirðingum frá svelti fyrir aldamótin að því er munn- mæli herma með einstökum og sögulegum hætti. Mikil og lærdómsrík er sú reynsla að fá að kynnast manni eins og Árna á Syðri-A, kynnast viðhorfum hans til lífsins, til Framhald á bls. 22 + Þökkum ituðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu. INGIBJARGAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá MiShrauni. Böm, tengdabörn, barnaböm og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu LAUFEYJAR EINARSDÓTTUR Björg Finnbogadóttir Alexander Stefánsson Þorbjörn Finnbogason Þórdls Karelsdóttir Danival Finnbogason Guðný Ólafsdóttir Hrafnkell Finnbogason og barnaböm. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, sonar og bróður. HERMANNS HERMANNSSONAR forstjóra Unnur Jónasdóttir Gunnfrfður Hermannsdóttir Ragnheiður Hermannsdóttir Hermann G. Hermannsson og börn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sonar míns, föður, bróður, mágs og frænda. JÓNS JÓNSSONAR, f ramkvæmdastjóra. Hafnarfirði. Anna G. Jónsdóttir, Gísli Þór Jónsson, Hallgerður Jónsdóttir, Örn Ingólfsson, Jón Arnarson, Ingólfur Arnarson, Anna Vala Arnardóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.