Morgunblaðið - 20.09.1975, Side 24
IWIHURÐIR
Cæði i fyrirrúmi
SIGURÐUR
ELÍASSON HE
ÍS5AVOAUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI
SÍMI 41380
jFHoujuubTflíiiö
LAUGARDAGUR 20. SEP.TEMBER 1975
Síldarverðið of hátt segja kaupendur:
Tekið á móti síld
í eina viku á Höfn
EINS OG Morgunblaðið sagði frá
f gærmorgun þá er nýja sfidar-
verðið nú 40 kr. kg af sfld stærri
en 32 em og fyrir sfld styttri en 32
cm er það 26 kr. Var þetta sam-
þykkt á fundi Verðlagsráðsins f
fyrrinótt með atkvæðum sfidar-
seljenda og oddamanns, gegn at-
kvæðum kaupenda. Ennfremur
er gert ráð fyrir að verðið sé
uppsegjanlegt frá og með 15.
október og sfðar með viku fyrir-
vara.
Þegar verðákvörðunin var tek-
in, lá fyrir, að sjávarútvegsráð-
herra myndi beita sér fyrir því, að
við greiðslu útflutningsgjalds af
saltsíld verði heimilt að draga frá
fob.-verðmæti kr. 2.500 krónur
vegna umbúðakostnaðar og enn-
fremur að beitt verði heimild 4.
mgr. ákvæði til bráðabirgða í lö^-
um nr. 55 frá 27. mai 1975 um
almennt 6% útflutningsgjald skv.
lögum nr. 19/1975 verði endur-
greitt vegna saltsíldarframleiðslu
á árinu 1975.
Morgunblaðið hafði samband
við Hermann Hansson hjá Söltun-
arstöðinni á Höfn í Hornafirði i
gær og spurði hann hvort byrjað
væri að salta á ný þar.
„Við ákváðum á fundi í dag,“
sagði Hermann, „að kaupa síld
aðeins f eina viku til viðbótar, því
með þessari verðlagningu hefur
áhættunni af þessari verkun al-
Framhald á bls. 13
Meðalskiptaverð skuttogaranna:
Tæpum 5 kr. hærra
hjá minni togurunum
LANDSSAMBAND fslenskra út-
vegsmanna hefur nú sent frá sér
skýrslu um aflamagn, aflaverð-
mæti og úthaldsdaga togara frá 1.
janúar s.l. til 15. september s.l.
Þar kemur fram, að úthaldsdagar
stóru skuttogaranna 18 að tölu
voru orðnir 2.396 frá áramótum
og heildarafli þeirra er orðinn
28.574 tonn. Meðalskiptaverð pr.
kg. er kr. 26.23, en heildarskipta-
verðmæti kr. 749.525.613. Meðal-
afli pr. úthaldsdag er 11.93 tonn
og meðalskiptaverð pr. úthalds-
dag er 312.823 krónur. — Minni
skuttogararnir eru orðnir 40 tals-
ins og frá áramótum eru úthalds-
dagar þeirra orðnir 7.931. afla-
magn þeirra samanlagt er 75.070
tonn og skiptaverðmætið
2.338.230.937 kr. Meðalskiptaverð
þeirra er kr. 31.15 pr. kg sem er
nokkru hærra en hjá stóru skut-
togurunum, en meðalafli pr. út-
haldsdag, er 9.5 tonn og meðal-
skiptaverðmæti pr. úthaldsdag
294.821 króna.
Síðutogararnir eru aðeins 5 eft-
ir og úthaldsdagar þeirra voru
orðnir 619 þann 15. september.
Aflamagnið var þá orðið 5.129
tonn og skiptaverðmætið kr.
123.424.126 kr. Meðalskiptaverð-
mætið pr. kg. er kr. 24.06 og
maðalafli pr. úthaldsdag 8.3 tonn,
en meðalskiptaverð pr. úthalds-
dag er 199.392 kr.
1 þessari aflaskýrslu Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna seg-
ir að tilgangur þessarar skýrslu sé
ekki að gera samanburð á heildar-
aflamagni né heildarverðmæti
einstakra togara. Miklu fremur sé
skýrslan gerð til að sýna meðal-
tölur hvers togara og þá raun-
tekjur hvers skips, en til þess að
sjá sanna mynd af afkomu hvers
skips þyrftu einnig helztu gjalda-
Iiðir hvers skips að koma fram, en
svo sé ekki.
Af stóru skuttogurunum er
Ögri RE 72 með hæsta meðal-
skiptaverð pr. úthaldsdag eða kr.
410.766, þá kemur Ingólfur
Arnarson RE 210 með 362.473 kr.
og Sléttbakur EA 304 er með
316.444 kr. Ef meðalafli pr. út-
Framhald á bls. 13
RÉTTIR — Þessa
fjöllum og til rétta.
rétt s.l. fimmtudag
þúsund fjár. Ljósm.
dagana koma stórir hópar fjár af
Þessi mynd var tekin í Hrunamanna-
en þar voru þá réttuð milli 10 og 12
Mbl. t.g.
Fjögurra
ára dreng-
ur lézt í um-
ferðarslysi
BANASLYS varð á Reykjanes-
braut gegnt Alfaskeiði f Hafnar-
firði um klukkan 11 f gærmorg-
un. Fjögurra ára drengur varð
fyrir bifreið og er talið að hann
hafi látizt nær samstundis. Nafn
litla drengsins, sem var úr
Hafnarfirði, verður ekki birt að
svo stöddu.
Slysið gerðist með þeim hætti,
að Volkswagenbifreið ók suður
Reykjanesbraut. Þegar hún var á
móts við hús númer 70 við Álfa-
skeið varð litli drengurinn fyrir
bílnum. Ber bílstjórinn því við, að
drengurinn hafi skyndilega kom-
ið hlaupandi út á veginn úr skjóli
við stóran malarbing sem er vest-
anvert við veginn vegna hita-
veituframkvæmda. Kvaðst hann
ekki hafa orðið drengsins var fyrr
en hann skall framan á bifreið-
inni. Var höggið mjög mikið og er
talið að drengurinn hafi látizt
samstundis. Töluverðar skemmd-
ir urðu á bílnum við höggið. Ráð-
stafanir voru strax gerðar til að
koma drengnum á slysadeild
Borgarsjúkrahússins en hann var
látinn þegar komið var með hann
þangað.
Engin vitni hafa gefið sig fram
að slysinu, og eru það tilmæli
rannsóknarlögreglunnar í Hafn-
arfirði að vitni gefi sig fram ef
einhver eru.
Gjaldeyrisstaðan 1. september:
Rýrnunin í ágúst aðeins
10,3% rýrnunarinnar 1 fyrra
GJALDEYRISSTAÐAN
var í ágústlok, að því er
Seðlabanki íslands upplýs-
ir, neikvæð um 2.216 millj-
ónir króna og hafði hún
versnað um 222 milljónir
króna í ágústmánuði. Rýrn-
un gjaldeyrisstöðunnar f
ágúst nú er þó aðeins
10,3% af þeirri rýrnun,
sem var í ágústmánuði í
fyrra, en þá versnaði gjald-
eyrisstaðan um hvorki
meira né minna en 2.148
milljónir króna í þessum
eina mánuði.
Norræna þýðingarmiðstöðin:
Hefur veitt styrk til
þýðinga 5 ísl. bóka
Islendingar hafa ekki enn sótt um þá fjárupphæð sem
þeir eiga kost á til þýðinga erlendra bóka
ISLENZK bókaforlög sóttu
ekki um alla þá upphæð sem
þau eiga kost á hjá Norrænu
þýðingarmiðstöðinni til þýð-
inga á erlendum bókum yfir á
fslenzku, en þar sem umsóknar-
fresturinn var framlengdur til
septemberloka er möguleiki á
að það breytist.
Þýðingarmiðstöðin sem út-
hlutar nú I fyrsta sinn hefur
veitt styrki til þýðinga og út-
gáfu á 5 bókum íslenzkra höf-
unda og nokkrar bfða ákvörð-
unar sfðari úthlutunar á þessu
ári.
£ð frumkvæði forystumanna
íslenzkra rithöfunda var fyrir
3—4 árum hafizt handa um það
innan Norðurlandaráðs að
koma Norrænu þýðingarmið-
stöðinni á laggirnar eftir að til-
laga þar að lútandi frá Matthí-
asi Jóhannessen og Indriða G.
Þorsteinssyni hafði verið sam-
þykkt á Rithöfundaþingi. Á
þessu ári úthlutar þýðingarmið-
stöðin í fyrsta sinn styrkjum til
gagnkvæmra þýðinga á bókum
innan Norðurlandanna. Einar
Bragi rithöfundur var i nefnd
er lagði drög að reglum fyrir
Þýðingarmiðstöðina og hvert
málsvæði innan Norðurland-
anna á fulltrúa í úthlutunar-
nefnd. Fulltrúi Islands er
Sveinn Skorri Höskuldsson.
Ákveðið var að hafin yrði
fjögurra ára tilraunastarfsemi
til þess að Sjá hvernig fyrir-
komulagið gæfist. Fjárveiting
til hvers lands er til þess að
þýða verk úr öðrum málum yfir
á heimamálið. Þeir peningar
sem ísland getur fengið I út-
hlutun eiga þannig að renna til
þess að þýða verk annarra
Norðurlandamála yfir á ís-
lenzku. Á þessu ári er ákveðið
að úthluta 650 þús. kr. dönsk-
um á vegum Þýðingarmið-
stöðvarinnar og skiptist það
þannig að Grænlendingar og
Samar geta fengið 6% hvor af
upphæðinni eða 39 þús. dansk-
ar, Islendingar og Færeýingar
geta fengið 9% hvor eða 58.500
kr. danskar, Danmörk, Noregur
og Svíþjóð geta fengið 17% eða
110,500 kr. danskar og Finnar
geta fengið 19% út á bæði
málin í landinu, eða 123,500
kr.d.
1 samtali við Svein Skorra
Höskuldsson sagði hann að
styrkurinn væri veittur bóka-
forlögum og það væri því bóka-
útgefenda í hinum ýmsu lönd-
um að sækja um styrkinn.
Styrkupphæðin miðast við þýð-
ingarlaun, en þó er unnt að
veita hærri upphæðir á sérstak-
ar útgáfur, t.d. sérlega skreytt
verk og fjárveitingin miðast við
verk sem eru ókomin út á það
mál sem þýða á til.
Úthlutunarnefnd kom fyrst
saman um miðjan júní og þá
var veittur styrkur til margra
bóka, en frestað var að taka
ákvörðun um aðrar. „Meðal
annars," sagði Sveinn Skorri,
„var frestað samkv. ósk fær-
eyzka fulltrúans að taka
Framhaid á bls. 12.
Allar þessar tölur sem hér er
um rætt eru sambærilegar, þ.e.
miðað við gengisskráningu í
ágústlok 1975. Frá áramótum og
til ágústloka hafði gjaldeyrisstað-
an versnað um 4.545 milljónir
króna eða að jafnaði um 568 millj-
ónir á mánuði. Sambærilegar töl-
ur frá í fyrra, og þá á ágústloka-
gengi 1975, eru 9.198 milljón
króna rýrnun gjaldeyrisstöðunn-
ar fyrstu 8 mánuði árins 1974.
Góð síldveiði
í Norðursjó
MJÖG góð síldveiði mun hafa
verið hjá íslenzku síldveiðiskip-
unum i Norðursjónum í fyrrinótt.
Skipin fengu síldina vestan við
Hjaltland og er þetta I fyrsta
skipti á þessu ári, sem eitthvað
fæst af síld á þeim slóðum. Að
sögn skipstjóra skipanna er síldin
einnig sú fallegasta, sem þeir
hafa séð i Norðursjónum á þessu
Alþingi sett
10. okt
FORSETI tslands hefur sam-
kvæmt tillögu forsætisráðherra
kvatt Alþingi til fundar föstudag-
inn 10. október n.k., og fer þing-
setning fram að lokinni guðs-
þjónustu í Dómkirkjunni, er hefst
kl. 13.30.