Morgunblaðið - 26.10.1975, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTOBER 1975
13
Útsölustaðir:
SWEBA
sænskir úrvals
RAFGEYMAR
Akranes: Axel Sveinbjörnsson h.f.
Borgarnes: Bifreiða- og trésmiðja Borgarness h.f..
Búðardalur: Kaupfélag Hvammsfjarðar
Ólafsvík: Vélsmiðjan Sindri
ísafjörður: Póllinn h.f.
Bolungarvik: Rafverk h.f.
Dalvík: Bílaverkstæði Dalvíkur
Akureyri: Þórshamar h.f.
Húsavik: FoSS h.f.,
Seyðisfjörður: Stálbúðin
Neskaupstaður: Eiríkur Ásmundsson,
Eskifjörður: Viðtækjavinnustofan,
Hornafjörður: Smurstöð B.P.
Keflavik: Smurstöð- og
hjólbarðaviðgerðir,
Vatnsnesvegi 1 6.
Selfoss: Magnús Magnússon h.f.
Vestmannaeyjar: Áhaldahús Vestmannaeyja
Reykjavík:
stkf
Siðumúla 7 —
Simar 85185-
-34995.
FJÁRFESTING -
ENDURMAT
Á bak við hverja SELKÓ hurð er 25 ára reynsla
í smíði spónlagðra innihurða. Skipulögð fram-
leiðsla SELKÖ innihurða hófst hjá Sigurði Elías-
syni h. f. fyrir 15 árum. í ár fögnum við því tvö-
földum áfanga í hurðasmíði.
Einkunnarorð framleiðslunnar hafa ætíð verið
hin sömu: Vönduð smíði, góður frágangur og
fallegt útlit. Enda hafa SELKÓ hurðir fyllilega
staðizt erlenda samkeppni um árabil.
Þess vegna er það mjög algengt að þeir, sem
vilja endurnýja útlit eldra húsnæðis með t. d.
tvöföldu gleri, nýjum húsgögnum, og fallegum
teppum, fjárfesti einnig í nýjum SELKÓ inni-
hurðum.
SELKÓ innihurðir gefa heimilinu traustan og
áferðarfallegan svip, samræma heildarútlit hús-
næðisins við nýja búslóð, og hækka verðmæti
íbúðarinnar, þegar meta þarf til skipta eða end-
ursölu.
Þér tryggið útlit og verðmæti íbúðarinnar með
SELKÓ innihurðum.
SELKÖ INNIHURÐIR — GÆÐI i FYRIRRÚMI
SIGURÐUR
ELÍASSON HF.
AUÐBREKKU 52,
KÓPAVOGI, SÍMI 41380
Fréttabréffrá
Reyðarfirði
YNGSTU börn barnaskólans byrj-
uðu skólaárið 15. sept. Eldri deild-
ir skólans hófu nám 1. október að
undanskildri gagnfræðadeild sem
byrjaði ekki fyrr en nú í vikunni.
Gagnfræðadeild starfar nú í
fyrsta skipti hér á Reyðarfirði,
nemendur eru 14 talsins.
Fastráðnir kennarar eru 9 auk
skólastjóra þar af 2 1 hálfu starfi.
Stundakennarar eru 3.
Nemendur i skólanum öllum
eru 171 í 11 bekkjardeildum.
Samkvæmt grunnskólalögum
hafa orðið nokkrar breytingar á
kennsluháttum skólans, aðallega í
elztu bekkjardeildum skólans,
þar sem nemendur eiga 1 fyrsta
sinn kost á vali námsgreina.
Það sem nemendur geta valið
um er „auk handavinnu og sjó-
vinnu“ vélritun, bókfærsla, iðn-
teikning, blokkskrift og vélfræði.
f skólanum er verið að tilrauna-
kenna námsefni í vélfræði, verk-
legt og bóklegt, með leyfi skóla-
rannsóknadeildar. Mikill áhugi er
á þessum nýju námsgreinum. Með
þessu styttist leið nemenda i iðn-
skóla.
Mikil lagfæring hefur staðið yf-
ir á skólahúsinu og er óvist hve-
nær þvi lýkur.
Skólinn er orðinn of lítill hér.
Kennt er i félagsheimilinu vegna
þrengsla. Hér vantar 3—4 skóla-
stofur til viðbótar við skólahúsið
auk bókasafns og eldhúss.
Iþróttahús og sundlaug eru í
byggingu hér.
Tónlistarskóli tók til starfa hér
í haust og er það nýjung hér.
Kennari er Pavel Smid frá Prag.
Pavel er háskólamenntaður í
orgel og pianóleik.
Illa hefur gengið að útvega
kennara á blásturshljóðfæri en
vonandi stendur það til bóta.
Skráðir nemendur tónskóla eru
hér á Reyðarfirði 22 og álika
margir á Eskifirði en tónskólinn
er rekinn af Eskifirði og Reyðar-
fjarðarhrepp sameiginlega.
Auk tónkennslu er Pavel
kirkjuorganisti og æfir kirkjukór-
inn hér á staðnum.
Bezta veður hefur verið hér
undanfarið.
Gréta.
Líknarmorð
skapa laga-
legan vanda
DÖMSTÓLL i fsrael hefur dæmt
sextuga konu í eins árs fangelsi
fyrir líknarmorð á syni sínum.
Konan, Aliza Helman, skaut son
sinn, sem var 37 ára gamall
krabbameinssjúklingur, er hann
var sofandi eftir að hann hafði
beðið hana um að binda enda á
þjáningar sínar og sársauka.
Dómararnir þrir, sem kváðu upp
dóminn, viðurkenndu að þeir
hefðu átt afar erfitt með að
ákveða refsinguna og að vaxandi
þörf væri á endurskoðun laga um
liknarmorð.
Spockhjónin
í vandræðum
DR. BENJAMIN Spock, banda-
riski læknirinn, sem kennt hefur
milljónum foreldra hvernig hann
telji barnauppeldi bezt borgið,
hefur nú sagt skilið við eiginkonu
slna' Skrifstofa Spocks tilkynnti í
vikunni að þau hjónin hefðu skil-
ið að borði og sæng s.l. vor en ekki
væri lögskilnaður á döfinni.
Spock og kona hans, Jane Daven-
port Cheney, hafa verið gift í 48
ár. Hann er 72 ára en hún 69. Þau
eiga tvo syni.
VOLVO ÞJÓNUSTA
1. Vélarþvottur
2. Hreinsun og feiti á geymissambönd
3. Mæling á rafgeymi
4. Mæling á rafhleöslu
5. Hreinsun á blöndung
6. Hreinsun á benzíndælu
7. Skipt um kerti
8. Skipt um platínur
9. Skoðuð viftureim
10. Skipt um olíu og olíusíu
11. Mæling á frostlegi
12. Vélastilling
Verð: kr. 7333.- með söluskatti
Innifalið í verði: Platínur, olíusía, þurrkublöð,
ventlalokspakkning, vinna.
Volvobónus: Ókeypis kerti í bílinn.
VELTIR HF.
Suóuriandsbraut 16 • Simi 35200