Morgunblaðið - 26.10.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 26.10.1975, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1975 Pétur Sveinbjarnarson bendir á mesta slysahorn höfuðborgarinnar og reyndar landsins alls, á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Hjá honum standa Arni Þór Eymundsson og Sigurður Ágústsson, fulltrúar hjá Umferðarráði. Ljósm. Mbl. Sv. Þorm. ... framundan er skammdegið, mesti hættutfminn fyrir gangandi vegfarendur f umferðinni... — Annað atriði er rétt að minna ökumenn á en það eru ökuljósin. Um næstu mánaðamót lýkur ljósaskoðun og fyrir þann tíma eiga allir að vera búnir að láta yfirfara og stilla ljós á bifreiðum sínum. Þessi tímamörk eru fyrst og fremst sett til þess að allar bifreiðir verði með ljósaút- búnaðinn í sem beztu lagi i mesta skammdeginu. Undanfarið hefur farið fram könnun á ljósaút- búnaði bifreiða og hefur komið I ljós að mikið vantar uppá að menn hafi farið með bifreiðar sín- ar til ljósaskoðunar. Þá er það aldrei nægilega brýnt fyrir öku- mönnum að nota ljósin og þá ekki aðeins á lögboðnum Ijósatfma heldur einnig utan hans, t.d. i þoku, rigningu og snjókomu. Þetta er mjög þýðingarmikið og i öllum löndum er Iögð gifurleg áherzla á aukna notkun öku- Ijósanna. Þetta hefur mikið gildi fyrir gangandi vegfarendur því þeir geta þá betur áttað sig á bifreiðum sem eru framundan og eins hitt, að ökumenn eiga þá mun betur með að sjá hver til annars en ella. Sé t.d. þoka og rigning verða útlinur bíls miklu ógreinilegri en við venjuleg skil- yrði og getur þá munað öllu að bifreiðin sé með góð ljós svo að aðrir ökumenn sem um veginn fara geti greint bifreiðina. Það er t.d. skoðun okkar sem störfum hjá Umferðarráði, að þeir sem aka i dreifbýii eigi að nota ijós allan sólarhringinn f mesta skammdeg- inu, ekki sizt vegna þess að þjóð- vegir okkar eru mjóir og bílar verða fljótt skitugir og því erfiðara að greina þá. — Víða um land, i litlum bæjar- ... Það er hörmnlegt að koma að slysum og sjá kannski bflbelti hanga ónotuð við hliðina á stórslösuðum eða jafnvel látnum manni Varla hefur liðið sá dagur undanfarnar vikur, að blöðin hafi ekki verið uppfull af slysafréttum úr um- ferðinni og alltof oft hafa þetta verið fréttir um stðrslys og jafnvel banaslys. Fólk hefur fyllzt óhug við að lesa þessar fréttir og jafnframt kvíða fyrir komandi vikum, svartasta skammdeginu sem á undanförnum árum hefur verið mesti slysatími ársins. Hætt er við, að þessari öldu slysa mun ekki linna nema vegfarendur, jafnt gangandi sem akandi, sýni meiri gætni f umferðinni og gæti þess að hafa öryggistæki í lagi og notfæri sér þau. Morgun- blaðið átti f vikunni samtal við Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóra Umferðarráðs, og veitti hann blað- inu þær upplýsingar, sem fara hér á eftir og mörgum mun vafalaust finnast ískyggilegar. Þá gefur Pétur vegfarendum hollar ráðleggingar varðandi vetrarakstur síðar f samtalinu. — Samkvæmt yfirliti sem Um- ferðarráð héfur gert, sagði Pétur, hafa 7 manns látizt í umferðar- siysum á timabilinu 19. septem- ber til 18. október s.l. Þetta er versta 30 daga tímabil hvað við- víkur banaslysum í umferðinni frá því farið var að taka saman heildarskýslur um umferð á ís- landi árið 1966. Aðeins júlí- mánuður 1971 er sambærilegur, en þá létust 7 manns í umferðar- slysum. — Það sem af er þessu ári hafa 20 manns látizt í umferðarslysum á Islandi. Á sama tíma í fyrra höfðu 16 manns látizt en á því ári öllu létust 20 manns í umferðar- slysum. Árið 1973 létust 25 manns. — Banaslysin eru vitaskuld al- varlegust umferðarslysa en þau eru þó aðeins eitt atriði þeirra. Bráðabirgðasamantekt sem Um- ferðarráð hefur gert um um- ferðarslys til septemberloka, þ.e. yfir 9 fyrstu mánuði ársins, sýnir að 550 manns hafa hlotið meiðsli I umferðarslysum. Af þessum fjöidn hsfa 350 hlotið minniháttar meiðsii en 200 hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og því hlotið meiriháttar meiðsli, þar af all- mar.vir mjög alvarleg meiðsli. — Ef litið er nánar á banaslysin I umferðinni kemur í Ijós, að 12 þeirra verða f þéttbýli en 8 í dreif- býli. Af þeim 20 sem látizt hafa f umferðarslysum á árinu eru 17 karlmenn og 3 konur, 3 börn og 9 ára og yngri hafa látið lífið í þessum slysum. 6 ökumenn bif- reiða hafa látið lífið og 4 far- þegar, 2 ökumenn á vélhjólum, 2 reiðhjólamenn og 6 gangandi veg- farendur. Langflestir þeirra sem slasast f umferðinni eru f bflum eða 7 af hverjum 10. Þessi stað- reynd sýnir betur en flest annað hvers vegna við erum sífellt að klifa á notkun bflbelta. Flest af þessu fólki hefur ekki notað bfl- beltin og þess vegna hlotið meiðsli sem það hefði sloppið við ef bflbeltin hefðu veríð notuð. — Þegar gefa skal vegfarend- um ráð og leiðbeiningar fyrir veturinn verður fyrst og fremst að hafa í huga að framundan er hættulegasti tíminn í umferðinni. Mesta skammdegið fer í hönd með myrki og versnandi aksturs- skilyrðum. Gangandi vegfarendur eru í einna mestri hættu í október, nóvember og desember því þá er skyggni ákaflega lélegt. Margir ökumenn eru f þeirri góðu trú, að ennþá sé sumar og þeir vara sig ekki á því, að á þessum árstíma eru lúmskar hitabreyt- ingar í kringum frostmark. Marg- ur ökumaðurinn áttar sig ekki á hálkunni fyrr en of seint og getur það orðið dýrt spaug. 15. október rann upp sá tími að menn máttu setja neglda snjó- hjólbarða undir bílinn, en hafa verður i huga að þeir leysa ekki aiian vanda því á ... fólk þarf ekki að skammast sín fyrir að elga endurskinsmerki... þurru malbiki er hemlunarvega- leng þeirra 10—15% lengri en annars. En langflestir ökumenn nota neglda barða og fyrir þá er ekki eftir neinu að bfða. Það er alltof mikið um að menn bfði eftir fyrstu hálku vetrarins og þá verða kannski 30—40 óhöpp í umferð- inni yfir daginn og örtröð mynd- ast við hjólbarðastöðvarnar. Endurskinsmerkin eru EKKI SÍÐUR fyrir FULLORÐNA UMFERÐARRÁÐ versla 30 daoa llmaui slðan byriað var að taka saman helldar- skýrsiur og hó er hættulegasti tlmlnn I umierðinnl iramundan

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.