Morgunblaðið - 26.10.1975, Page 22

Morgunblaðið - 26.10.1975, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKT0BER 19?5 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1975 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi? Þetta er spurning, sem brunnið hef- ur á vörum margra undan- farna daga og vikur og ekki að ástæðulausu. Ilvað er að gerast? Fiskiskip í flestum landshlutum sigla í höfn og sjómenn krefjast breyt- inga á fiskverði, sem lög- lega kjörnir aðilar, þ.á m. fulltrúar sjómanna, hafa ákveðið. Námsmenn þramma um götur og mót- mæla skerðingu námslána og töfum á greiðslu þeirra á sama tíma og umtalsverð kjaraskerðing hefur oróið í landinu. Bandalag starfs- manna rikis og bæja gefur fulltrúum slnum í kjara- dómi og kjaranefnd, sem skipuð eru lögum sam- kvæmt fyrirmæli um að segja af sér og skipar jafn- framt verkfallsnefnd. Op- inberir starfsmenn hafa ekki verkfallsrétt svo að lesa má i þessa ákvörðun dulbúna hótun um að þeir muni taka sér verkfalls- rétt, hvað sem lögum líði. Fyrir nokkrum mánuðum beitti forysta ASÍ sér fyrir því, að löglega sett bráða- birgðalög væru hunzuð. Það er von að menn spyrji, hvað sé að gerast í þjóðfé- lagi okkar. Fyrir nokkrum árum birtist grein I hinu virta brezka vikuriti Economist, þar sem því var haldið fram, að ekkert lýðræðis- ríki gæti staðizt óðaverð- bólgu af því tagi, sem við íslendingar höfum haft kynni af siðustu tvö árin, lengur en í tvö ár. Að þeim tíma liðnum mundi óða- verðbólgan hafa þau áhrif, að innviðir samfélagsins byrjuðu að bresta. Um tveggja ára skeið höfum við íslendingar búið við 50% verðbólgu. Er spá- dómur hins brezka blaðs að koma fram? Er óðaverð- bólgan að leiða til upp- lausnar? Þetta eru alvar- legar spurningar og okkur ber að íhuga þær af fyllstu alvöru. Með lögum skal land byggja. Það er grund- vallaratriði í okkar litla samfélagi, að menn haldi lögin. Innan þess ramma hljóta umræður og deilur um málefni líðandi stundar að fara fram. Ef við brjót- um þennan ramma, ef ein- staklingar eða hagsmuna- hópar taka lögin í sínar hendur og fara sínu fram, hvað sem lagasetningu eða ákvörðunum rétt kjörinna fulltrúa fólksins líður, er stórkostleg hætta á ferð- um. Ef okkur sýnist sú hætta vera yfirvofandi hljótum við öll að staldra við og skoða hvar við stönd- um. Óðaverðbólgan hefur vegið harkalega að lífskjör- um almennings. Hraði hennar hefur verið slíkur, að engum hefur verið auð- ið að halda í við hana. Óða- verðbólgan hefur einnig leikið fjárhag traustra fyrirtækja mjög illa. Hún hefur leitt til svo örra kostnaðarhækkana, að fyr- irtækin hafa með engu móti getað fylgt á eftir. Óðaverðbólgan hefur kippt stoðunum undan helztu at- vinnuvegum þjóðarinnar. Kaupendur sjávarafurða i öðrum löndum borga ekki hærra verð fyrir fiskinn bara vegna þess, að við get- um ekki haft nægilega góða stjórn á eigin málum. Óðaverðbólgan hefur brennt á báli sparifé lands- manna og sjóði, sem með engu móti hafa haldið í við hana. Óðaverðbólgan gerir ungu fólki illkleift að eign- ast þak yfir höfuðið vegna þess, að húsnæðiskostnað- ur hefur þotið upp á við. Þannig má lengi halda áfram að telja upp hinar hrikalegu afleiðingar 50% óðaverðbólgu og að verð- bólgan hafi hjálpað þjóð- inni til að koma sér upp margvíslegum eignum. Það má vel vera, meðan verð- bólgan hélzt innan skyn- samlegra marka. En slíkar staðhæfingar eru fyrir löngu orðnar léleg fyndni. Eru ekki dæmi þau, sem fyrr voru nefnd um upp- lausnareinkenni í þjóðfé- lagi okkar merki um ör- væntingu einstakra þjóðfé- lagshópa frammi fyrir verðbólgu, sem enginn ræður við? Er ekki krafa námsmanna um óskert námslán, hvað sem efna- hag þjóðarinnar líður, merki um örvæntinu þessa þjóðfélagshóps frammi fyr- ir verðbólgunni. Má ekki það sama segja um fiski- mennina, opinberu starfs- mennina og alla kröfugerð- arhópana í þjóðfélaginu? Nú heyrist ekkert lengur nema kröfur og aftur kröf- ur. Við verðum að taka sjálf okkur taki og staldra við. , Ekkert skiptir meira máli í efnahagsmálum Is- lendinga en að ná verðbólg- unni niður. Það tekst ekki nema með samstilltu átaki landsmanna allra, hags- munaafla, Alþingis og rik- isstjórnar. Þessir aðilar verða að taka höndum sam- an og ná samkomulagi um róttækar aðgerðir, sem duga til þess að stöðva verðbólguvöxtinn. Við þol- um ekki 50% verðbólgu í eitt ár í viðbót. Kannski eru þetta í raun og veru mestu örlagatímar i sögu þjóðar okkar á þessari öld. Fyrir nokkru var frá því skýrt í Morgunblaðinu, að Seðlabankinn ihugaði út- gáfu 10 þúsund króna seð- ils. Hvað merkir það? Erum við að komast á sama stig og Þjóðverjar eftir heimsstyrjöldina fyrri, þegar peningum var ekið um í hjólbörum? Þjóðin verður að vakna til vitunar um það, að í þetta sinn bjargast málin ekki ein- hvern veginn. Geir Hall- grímsson, forsætisráð- herra, vakti athygli á því í stefnuræðu sinni á Alþingi fyrr í vikunni, að raun- verulega erum við nú í mestu efnahagskreppu, sem yfir þjóðina hefur gengið frá því að hún hlaut fullt sjálfstæði. Hvað er að gerast í þjóðfélagi okkar? EINS OG MÉR SÝNIST eftir GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON VITRASTI maðurinn sem ég hitti á ferðum minum i sumar sagði mér i óspurðum fréttum að siminn þarna i sveitinni hjá honum væri opinn sex stundir á dag ef ég man rétt, en að nú væru einhverjir angurgapar byrjaðir að reka áróður fyrir þvi að hann yrði látinn ganga allan sólarhringinn; „og ef þeim tekst að berja þetta i gegn," sagði maðurinn ósköp rólega, „þá er ég farinn." Það er sjaldgæft að rekast á mann sem þorir að þramma svona beint upp á móti straumnum og er hvorki að leyna þvi fyrir sjálfum sér né öðrum að hann kýs fremur að eyða kvöldstundum sinum með lappirnar uppi á borði og bók i hönd heldur en við simaskvald- ur við allskyns náunga sem hefðu rétt eins getað hringt I fyrramálið. Ég hef stundum haft við orð heima hjá mér þegar mest hefur gengið á að ryksugan og þvottavélin og hrærivélin væru vissulega þarfaþing, en af hverju fengjum við okkur ekki lika simastúlku? Um daginn byrjaði apparatið að garga löngu áður en árrisulustu han- ar voru einu sinni byrjaðir að ræskja sig, og þegar ég staul- aðist framúr æpti frávita kven- persóna i eyrað á mér á ískrandi ensku að London þyrfti að segja við mig fáein orð. Ég æpti á móti: Ollræs, hér stend ég og get ekki annað, þó að ég sé að visu berrassaður. Þegar ég og kvenpersónan úti i London vorum búin að öskra svona hvort á annað í dragsúgnum fram eftir morgni þá kom raunar á daginn að ég var bara vitlaust númer. Sorry, orgaði símastúlkan, við ætluðum vist alls ekki að tala við þig, mister Ástþórsson. Orgað í plasttrekt Það er ekkert að vera sorry útaf, emjaði ég: ég er búinn að vefja gólfteppinu utan um mig og er hættur að blána nema rétt á tánum. Siðan veinuðum við bless út i tómið: tvær vitstola manneskjur að orga ofan i plasttrekt að við hefðum ekk- ert að tala um. Ofan á aðskiljanlegar raunir af þessu tagi bætist siðan sú staðreynd að siminn er orðinn svo dýrt spaug að maður má hafa sig allan við að framfleyta honum. Ég botna raunar aldrei i þvi hvað ég er að borga fyrir: hvorki hvað mér ber með réttu fyrir ársfjórðungsgjaldið mitt (sem ég botna heldur ekkert i). né hvern þremilinn ég hafi nú gert af mér þegar hinn mánaðarlegi giróseðill birtist t dyrunum og ég fæ fimm þúsund króna bakreikning á baukinn ásamt með hinni venjulegu hótun um lokun. Ég skil til viðbótar hvorki upp né niður i gataspjaldinu sem þeir gauka að mér niðri á simstöð þegar við erum búin að lifa á rúsinulausum vatns- graut í viku hér á heimilinu og ég tölti til þeirra með lausnar- gjaldið. Tölvur leika sér eflaust að þvi að leysa þessar gata- þrautir og verkfræðingur með góðan reikningsstokk fær væntanlega lika einhverja meiningu útúr götunum, en mér finnst bara eins og einhver þarna niðurfrá hafi notað spjaldið mitt fyrir nálapúða eða að bæjarsimastjórinn hafi marsérað um það á mann- broddum, þó að mér sé það óneitanlega hulin ráðgáta hvi i ósköpunum maðurinn er að gera þetta. Svo er talað um „skref" á þessum herjans reikningum þeirra, eins og nokkur ærlegur maður vilji liggja undir þeim áburði að hann mali i skrefum. Skrafskref? Það er ekki einu sinni hægt að bera þennan óskapnað fram. ÞAÐ er auðvitað ekki þeim á Simanum að kenna hvað sim- inn er orðinn þurftafrekur: þeir eru læstir inni i gangrima- hjólinu rétt eins og við hin og mega rétt eins og við hin hlaupa i blóðspreng til þess að hanga i skottinu á vitleysunni. Það sem kostar þúsund krónur i þessari viku getur rétt eins kostað tvö þúsund krónur i þeirri næstu, að viðbættum þessum venjulegu bjargráða- prósentum sem þeir eru svo natnir við að finna upp i Stjórnarráðinu. Maður getur stundum varla lesið nafnið á vörunni: það er búið að klina svo mörgum verðmiðum á hana. Maður kemur að afgreiðslufólkinu kófsveittu við að verðmerkja vörur upp á nýtt og verslunar- stjórar eru undantekningarlitið með rosabauga kringum aug- un. Á siðustu tannkremstúp- unni sem ég fjárfesti i var nafn- ið algjörlega horfið undir verð- miðana; hún hét einfaldlega 46.40. 63,80. 81.10 og 18.274,50. Sú tala var að vísu prentvilla að þeir sögðu við kassann þegar ég kom þangað með ávisanaheftið spennt upp á gátt. Þú ert varla svo vitlaus. sagði kassastúlkan góðlátlega, að halda að tannkrem sé kom- ið upp i átján þúsund krónur. Þú ert varla svo vitlaus, svaraði ég jafn góðlátlega. að halda að það eigi ekki eftir að komast það. I einni versluninni sem ég kem stundum i virðist mér ég oftast koma að einni stúlkunni ýmist klifandi upp um hillurnar að hækka verðið á tómatsós- um ellegar hún er stödd bakvið kartöflurnar að útskýra fyrir gamalli konu hversvegna sinn- epsglasið, sem kostaði 134 krónur þegar gamla konan kom inn um dyrnar, hefur rokið upp i 187 krónur á meðan hún var að taka upp budduna sína. Það varð uppskerubrestur í Hondúras, 'uldrar stúlkan dap- urlega og horfir meðaumkunar- augum á gömlu konuna. Aumingja Hondúrarnir, and- varpar gamla konan. Sautján uppskerubrestir á einu ári. Siðan staulast hún út sinn- epslaus, en stúlkan þýtur aftur upp i háloftin. Það er semsagt atls ekki þeim á Simanum að kenna þó að maður stynji upp á siðkastið þegar maður sér reikningana frá þeim: Dýrt er drottins orðið — eða eins og maður á vist að segja núna: Dýrt er drottins skrefið. Það er heldur ekki þeim að kenna þó að London hringi um miðja nótt til þess að tilkynna manni að þeir hafi ekki ætlað að hringja. Hvort- tveggja er bara I samræmi við þann hraðakstur gegnum lifið sem við höfum gengist undir að iðka nær möglunarlaust. Vitri maðurinn sem ég nefndi i byrjun er undantekn- ing. Hann véfengir þá kenn- ingu að veröldin muni hætta að snúast þó að menn séu ekki á simavakt allan sólarhringinn. Hann heldur þvi þvert á móti fram að veröldin mundi vera til muna manneskjulegra pláss ef menn áræddu bara að tylla hælunum upp á borð annað slagið. Hann verður ofurliði borinn eins og nærri má geta og fær tuttugu og fjögra stunda sima- skvaldursþjónustu i höfuðið, hvernig sem hann lætur. Menn munu brigsla honum um kenjar og sérvisku og svo munu þeir segja eins og alltaf að þróunin verði að fá að hafa sinn gang; og einhverjir þarna i sveitinni munu ennfremur verða til þess að kalla það misrétti og kúgun að þeir fái ekki að lifa við sama gauraganginn og fólkið i þétt- býlinu. Mér virðist sem enginn mað- ur komist upp með það lengur að vilja helst ekki verða hringl- andi vitlaus. Reykj aví kurbréf t» ♦♦♦♦♦< Laugardagur 25. október Aróðursstyrjöld Umheirhurinn hefur verið blessunarlega laus við hernaðar- átök á landamærum Kína og Sovétríkjanna frá því á árinu 1969, þegar sveitir úr herjum þessara ríkja börðust við Uzzuri og Amur fljótin, og í landa- mærahéruðum i Sinkiang. í stað hernaðarátaka hef- ur áróðursstyrjöld geisað milli þessara stórvelda, og má segja að hún hafi hafizt að ráði á fimmtíu ára afmæli kín- verska kommúnistaflokks- ins 1. janúar 1971, þegar kín- versk blöð lýstu leiðtoga Sovétríkjanna „svikara" við mál- staðinn, og „alþjóða stormsveitar- menn, er stæðu gegn Kína, gegn kommúnisma og gegn þjóðinni". Hafa þjóðirnar siðan skipzt á ásökunum, og birtast þær oftast í greinum frá fréttastofum ríkj- anna, Novosti og Hsinhua. Þannig er skýrt frá því f Sovétrikjunum í nóvember 1973 að kinversk yfir- völd reki stefnu, sem nálgist þjóðarmorð á ýmsum þjóðarbrot- um, og því haldið fram að ýmsum þjóðarbrotum hafi verið útrýmt. Einnig hafi uppreisnir þjóðar- brota í Sinkiang, Innri Mongólíu, Tibet, Szechwan, Hainan og Yunnan hérúðum verið bældar niður af mikilli hörku og við mikið mannfall. Dagblað alþýðunnar í Peking svaraði þessari árás strax eftir áramótin 1974, þar sem því er haldið fram að mikil ólga ríki I Sovétrikjunum vegna almennrar andstöðu gegn valdaklíku endur- skoðunarsinna, og þessir nýju Rússakeisarar sitji því á púður- tunnu. Þá getur Dagblað alþýð- unnar þess að ein milljón manna sitji i haldi í fangabúðum í Sovét- ríkjunum og að andófsmenn séu lokaðir inni í geðveikraspítölum, þar sem þeim séu gefin lyf, er eyðileggi geðheilbrigði þeirra. Það er einungis á heimavelli, sem mörkin eru skoruð i þessari hugmyndadeilu Kína og Sovét- rikjanna, því hvort ríkið sakar hitt um afskipti af málefnum ann- arra rfkja, og þá sérstaklega mál- efnum ríkja þriðja heimsins. í fréttabréfi Novosti nr. 21 (134) birtist grein úr Pravda eftir M. Yakovlev um „árasarstefnu" kínversku stjórnarinnar. Þar segir meðal annars svo í lauslegri þýðingu: „Kina sendir njósnara sina, vopn og áróðursrit til Thailands, Indónesíu og annarra Asíurikja, og styður samtök Maóista þar. Að kynda undir klofningi, grafa und- an samstöðu og sundra þjóðlegum og framfarasinnuðum rikisstjórn- um bæði í Asíu og öðrum heims- hlutum eru nokkur þeirra bragða, sem Peking beitir tíl að koma fram árásarstefnu sinni í utan- rikismálum. Þetta sanna hernaðaraðgerðir Kina í fyrra á Paracel og Spratly eyjunum. I dag má sjá flokka kínverskra her- manna dulbúna sem „vegavinnu- flokka" í Nepal og í Laos. Vest- rænir fjölmiðlar segja að íbúarnir kalli þá réttilega hernámsliða. Núverandi leiðtogar Kína gera einnig kröfur um veruleg land- svæði í Mongólíu, Kóreu, Japan og Sovétríkjunum. Eftir því, sem næst verður komizt, er heildar landsvæðið, sem kínverskir leið- togar hafa gert kröfur til undan- farna tvo áratugi um það bil 3,2 milljónir ferkílómetra, eða á við þriðjung alls landsvæðis Kína. Eins og aðgerðir Pekingstjórnar- innar sanna, þá tengja Maóistar framkvæmd yfirgangsstefnu sinnar tilraunum til að spilla enn ástandinu og breyta landamærum í Asíu, og baráttunni gegn Sovét- ríkjunum, sem hafa forgöngu um að viðhalda friði og almennu öryggi i þeim heimshluta.“ „Flá nautið þrisvar,, Hsinhua er engu vægari í dómunum um sovézk yfirvöld. I blaði fréttastofunnar nr. 6323 birtist til dæmis ítarleg grein um „risaveldið og risa- arðræningjann" Sovétríkin. Þar segir í upphafi: „Sovézki sósíal- imperialisminn er, eins og hitt risa-veldið, risa-arðræningi þriðja heimsins." Eru Sovétríkin sökuð um að arðræna ríki þriðja heims- ins með okurlánum í formi efna- hags „aðstoðar". Þessi rfki fái keyptar dýrar framleiðsluvörur frá Sovétríkjunum með okurlána- kjörum, eða þá að Sovétríkin taki hráefni viðkomandi ríkis upp í greiðslu á allt of lágu verði. I þessu sambandi vitnar blaðið í orð Lenins, sem sagði um fé- græðgi heimsvaldasinna að þeir reyndu að „flá nautið tvisvar“. Staðreyndin er sú, segir Hsinhua, að sovézku sósíal-imperialistarnir eru I dag að reyna að flá nautið TllBftðÍT þrisvar: I fyrsta lagi neyða þeir viðskiptarikin til að kaupa úreltar en rándýrar vélar og tæki. 1 öðru lagi neyða þau þessi rfki til þess að greiða skuldir sínar með hrá- efnum og iðnaðar- og landbúnað- arvörum á niðurpíndu verði eða hörðum gjaldeyri. I þriðja lagi setja þau mjög hörð skilyrði fyrir lánum sínum. Fyrst skulum við líta á sölu á úreltum sovézkum vélum með lánakjörum, segir Hsinhua. Þegar lán eru veitt setja sovézku endur- skoðunarsinnarnir venjulega þau skilyrði að lántökuríkið verji þeim til kaupa á sovézkum vélum og búnaði. Með öðrum orðum, lán- in eru veitt í formi úr sér geng- inna véla. Allir vita að sovézkar vélar eru lélegar að gæðum, en dýrar í verði, oft 20% til 30% dýrari en gengur á heimsmarkaði. Blaðið segir að sovézkir endur- skoðunarsinnar séu leiknir í að ná sér í hráefni með þvf að fram- lengja lánin, og þessi hráefni fái þeir á verði, sem er 10%, 15% og jafnvel 30% undir heimsmarkaðs- verði. Á þennan hátt hafi Sovét- ríkjunum tekizt að ræna gffurleg- um verðmætum frá þróunarlönd- unum. Máli sfnu til stuðnings segir Hsinhua að þegar styrjöld Araba og Gyðinga brauzt út 1973, hafi sovézkir endurskoðunarsinnar reynt að neyða Egypta til að fall- ast á vopnahlé með því að stöðva vopnasendingar til þeirra, og krefjast á sama tíma 80 milljón dollara greiðslu í vexti af sovézk- um lánum. Þá segir blaðið enn- fremur að þegar gifurleg flóð urðu í Bangladesh árið 1974 hafi sovézku endurskoðunarsinnarnir lagt það helzt af mörkum að krefja þarlend yfirvöld um end- urgreiðslu á 200 þúsund tonnum af hveiti, sem Sovétríkin höfðu áður lánað þangað. „Himneskt keisaraveldi” Þettá sagði Hsinhua, og er nú á ný komið að Novosti. I fréttabréfi nr. 23 (292) skrifar I. Verigin um nýja bók, sem gefin hef- ur verið út i Moskvu, og fjallar um utanríkisstefnu Kína. Nefnist bókin á ensku „The Foreign-Policy Concepts of Maoism (Legal Aspects)", og er að sögn greinarhöfund- ar verk prófessora og kennara við háskóla sovézku utanrfkis- þjónustunnar, vísindamanna, starfsmanna þjónustunnar og annarra stofnana. Segir höfundur að bókin fletti ofan af utanrfkis- aðgerðum núverandi leiðtoga Kína, sem með því að endurvekja og efla það álit kínversku keisar- anna að umheimurinn væri þeirra „Himneska keisaraveldi" (Tien Chao), sem snerist um Kfna, um- lukt hlýðnum undirsátum, vilji koma á ringulreið og spilla á- standinu f heiminum í þeirri trú að það hjálpi til að uppfylla stór- veldisdrauma þeirra. Til að gera Novosti þau skil í stuttu máli, sem unnt er, skal hér lokst vitnað f kafla úr þremur fréttabréfum. 1 bréfi nr. 23(292) ritar Albert Javahki grein um „nýja stjórnar- skrá Kína“, og segir þar meðal annars að samanburður á núgild- andi stjórnarskrá og þeirri frá 1954 sýni að sú nýja gangi mjög á réttindi og frelsi kínverskra borg- ara. Á sama hátt og stjórnarskrár borgaralegu rfkjanna gangi sú kfnverska ekki lengra en að lýsa yfir réttindum og frelsi borgar- anna, en minnist ekki á það hvernig þessi réttindi skuli tryggð. Nýja stjórnarskráin sé þvf and-þjóðleg og and-lýðræðisleg stjórnarskrá. „Þjóðfélags- og efnahagsstefna Mao Tse-tungs hefur algjörlega snúizt gegn lífshagsmunum kín- versku þjóðarinnar,” segir Javahki. Hún sýnir ekki fram á þróunarmöguleika Kfna eftir sósialiskum leiðum og er f and- stöðu við grundvallarreglur sósíalisma. Þar liggur meinsemd- in, og þess vegna er stjórnarskrá- in dauðadæmd. Fram er haldið í bréfi nr. 31 (300), en þar segir: „Blindaðir af þröngri eiginhagsmunastefnu, sem miðar að því að hrifsa öll völd í landinu og flokknum, hafa full- trúar Maó Tse-tungs, eftir að hafa svikið Marxisma-Leninisma, kom- ið því til leiðar að kommúnista- flokkur Kfna í núverandi mynd er ekki lengur sá flokkur, sem gegna ætti forustuhlutverki hjá verka- lýð landsins. Kommúnistaflokkur Maóista er ekki fær um að marka heilbrigða stjórnmálalínu til að þjóna grundvallarhagsmunum kínversku þjóðarinnar og fram- faraþörfum landsins. Aðgerðir Maóistaklíkunnar eru i algjörri andstöðu við þessa hagsmuni og þarfir þjóðarinnar. Loks er svo f bréfi nr 34 (303) komizt að þeirri niðurstöðu að langt sé frá því að kenningar og stefna Maóisma varði aðeins Kína sjálft. Þess vegna sé nauðsynlegt að berjast af alhug gegn Maóisma. Þessi barátta er alþjóðleg, segir í fréttabréfinu, þar sem um er að ræða baráttu gegn alvarlegri hættu, er steðjar að mannkyni, baráttu til varnar hagsmunum friðar og sósialisma. „Hunang á vör — morð í hjarta Svo mörg voru þau orð. Siðasta kveðjan, sem hér verður birt, er svo tekin úr blaði Hsinhua jr. 6316. Þar er birt grein úr Dag- blaði alþýðunnar í Peking, og fyrirsögnin er: „Hunang á vör — morð i hjarta“. Fer blaðið þar hörðum orðum um alla framkomu Sovétríkjanna gagnvart Egyptum, og segir að þar hafi Sovétríkin notað „aðstoð“ sfna, þá sérstak- lega „hernaðaraðstoð", til að seilast til yfirráða og afskipta af innanríkismálum landsins. Sýni þessi afskipti greinilega hvernig sovézkir endurskoðunarsinnar séu yanir að undiroka önnur rfki með því að notfæra sér erfiðleika þeirra. Kjarni greinarinnar kem- ur f lok hennar, en þar segir svo: „Til eru sannir og falskir vinir, en reynslan getur kennt að þekkja þá sönnu frá þeim fölsku. Þegar Maó formaður svipti hul- unni af þeim heimsvaldasinnum, sem aðeins þóttust hafa samúð með Kína í styrjöldinni við Japan, sagði hann: „Þess konar vinum verður að skipa í flokk með Li Lin-fu, forsætisráðherra á valda- timum Tang-ættarinnar, er varð alræmdur sem maðurinn „með hunang á vör, og morð í hjarta". Sovézku sósial-imperialistarnir i dag þykjast hafa samúð með Egyptum og öðrum þjóðum þriðja heimsins, en staðreyndin er sú að þeir eru falskir vinir með „hun- ang á vörum, og morð i hjörtum"; þeir eru andbyltingarsinnaðir falsarar, hættulegri en yfirlýstir fjandmenn.“ Þá segir ennfremur í blaði Hsinhua um heimsyfirráðastefnu Sovétríkjanna: „Risaveldin tvö, Sovétríkin og Bandaríkin, eiga í ákafri baráttu um forustuhlut- verkið i heiminum. Hvergi rikir friður þar sem þessi átök eiga sér stað. Sovézku endurskoðunar sósíal-imperialistarnir eru sér- staklega gráðugir, og fálmarar þeirra teygja sig út um allt. Miklar breytingar hafa orðið f Suðaustur-Asfu. Með stuðningi þjóða um allan heim hefur hetj- um Indókína, eftir langa og vaska baráttu, loks tekizt að sigrast á bandarisku heimsvaldasinnunum og neyða þá til að hrökklast frá Indókína. Sovézku endurskoð- unar sósfal-imperialistarnir gripa þetta tækifæri og reyna á allan hátt að smCygja sér inn í þennan heimshluta til að yfirtaka hlut- verk Bandarfkjanna. Þetta minn- ir á gamalt máltæki, sem segir: „Að hleypa tígrisdýrinu inn urn bakdyrnar meðan úlfurinn er hrakinn út um framhliðið1'. Blaðið segir að mikið sé um náttúruauðlindir i Suðaustur- Asíu, auk þess sem þessi heims- hluti sé hernaðarlega mjög mikil- vægur. Þess vegna lfti nú sovézkir endurskoðunarsinnar Suðaustur- Asíu girndaraugum, reiðubúnir að gleypa heimshlutann í einum bita. Valdaútþensla þeirra i Suð- austur-Asíu sé örlagarfkt spor í áttina að drottnun á Indlandshafi, á Kyrrahafi, og yfir öllum heimin- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.