Morgunblaðið - 26.10.1975, Síða 25

Morgunblaðið - 26.10.1975, Síða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÖBER 1975 Logi Kristjánsson bæjarstjóri: Iðnaðar- og þjónustuhverfi ,,Það er ekki búið að ganga endanlega frá skipulagi nýja iðnaðar- og þjónustusvæðisins fyrir innan Naustahvamm, nema hvað búið er að ganga frá því á hafnarsvæðinu. Þar er ákveðið að risi sildarbræðsla, frystihús og eða vöruskemmur. Einnig hefur verið ákveðin staðsetning tveggja fyrir- tækja, Bifreiðaþjónustunnar og Vélsmiðjunnar Gigju," sagði Logi Kristjánsson, bæjarstjóri, þegar við ræddum við hann. Logi sagði, þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að þetta innsta svæði bæjarins væri eingöngu hugsað sem þjónustu- og iðnaðar- hverfi og fyrir fyrirtæki, sem myndu þjóna fiskiskipaflotanum. Þá gæti emnig komið til mála, að þarna yrðu byggð fyrirtæki í léttum iðnaði og trésmíði, en endanleg ákvörðun hefði ekki verið tekin enn í þessum efnum „Verið er að vinna að heildarskipulagi fyrir Neskaupstað og er.það Arkitektastofan s.f. sem annast það Umrætt svæði, sem nær frá Naustahvammi inn að Aura- læk, þar sem landamæri Nes- kaupstaðar og Norðfjarðar eru." — Hvert er höfuðmálið í upp- byggingu fyrirtækja staðarins um þessar mundir? „Stærsta spurnmgin er hvort síldarbræðslan kemst í gang fyrir loðnuvertíðina. Tíminn er knappur en verkið hefur samt gengið ótrúlega vel. Það verður að koma þessu fyrir- tæki af stað þar sem það hefur ávallt haft mikil áhrif á efnahag bæjarins og ennfremur þarf að koma Steypu- sölunni og Bifreiðaþjónustunni á réttan rekstursgrundvöll á ný. Þá er geysilega mikilvægt að hægt verði að halda áfram með höfnina. Ef það tekst ekki eru milljóna verðmæti í hættu eða fara jafnvel til spillis. Kostnaður við hafnargerðina var áætlaður 140 millj kr. seint í sumar, að meðtöldu stálþili og frá- gangi hafnarbakka til bráðabirgða. Þetta verk hefur einnig sótzt mjög vel og er einingarverðið mun minna en almennt er. Rekstur hafnarinnar hefur venju- legá verið þungur róður og svo verður áfram eftir þetta stórátak. Ríkissjóður greiðir 25% af kostnaðinum, en sveitarfélagið 25% og hafa sveitarfélögin farið þess á leit við ríkissjóð að hann sjái um framkvæmdir og rekstur þessara hafna, sem öll þjóðin nýtur góðs af " Séð yfir hluta af nýju höfninni og hvar verið er að reisa nýju síldarverksmiðjuna. Má ekki koma stöðvist, því l Ég held, að ef veður haldast sæmileg f haust og ekkert annað truflar okkur, þá takist okkur að koma nýju síldarverksmiðjunni f gang fyrir loðnuvertíð," sagði Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar h.f. f Neskaupstað þegar Mbl. innti Ólaf eftir gangi mála. Þó svo að mikið sé búið, er mikið eftir og ekkert má út af bregða svo að þessi ásetningur Norðfirðinga — ný síldarverksmiðja fyrir næstu loðnuvertíð — takist. — Ólafur Gunnarsson sagði f upphafi samtalsins, að um þessar mundir væri verið að smíða alls konar hluti vfða um land, sem myndu svo streyma til Neskaupstaðar á næstu vikum, og í næsta mánuði hæfist samsetningarvinna af fullum krafti. Reyndar væri mjölhúsið við verksmiðjuna komið mun styttra á veg en sjálft verksmiðjuhúsið, en þar sem það væri miklu einfaldara í byggingu yrði fljótlegt að loka þvf. Yfirsmiður við byggingu nýju síldarverksmiðjunnar er Hjálmar Ólafsson. Hann hittum við að máli þar sem hann var að stúdera teikningar af mjölhúsinu ásamt Róbert Jörgensyni smið. Hann sagði, að um tuttugu manns hefðu unnið að staðaldri við byggingu l'ppbjggingin “ í Neskanpstað húsanna tveggja frá þvi að fram kvæmdir hófust i byrjun júli og unnið af eins miklum krafti og hægt hefur verið hverju sinni. Nú eru þessi hús reist úr stein- steyptum bitum, er eitthvað af þessu steypt i Neskaupstað? ,.Við höfum steypt alla bita og sperrur hér, nema hvað rifjaplöt- urnar, sem fara á þakið og eru úr strengjasteypu, koma að sunnan." — Hvaðeru húsin stór? ,,Verksmiðjuhúsið er um 1700 fermetrar að stærð og að hluta á tveimur hæðum, en mjölhúsið er hins vegar um 1400 fermetrar. Þetta eru fyrstu húsin, sem steypt eru í einingum í Neskaupstað og þegar er svo til öll steypuvinna búin. Nú á aðeins eftir að raða saman og ætti það að ganga vel, ef veður haldast góð." — Með hverju verða húsin klædd? „Á þak húsanna verður sett timburkfæðning og járn, en veggir verksmiðjuhússins verða síðan einangraðir innan frá, en það verður vart gert í haust og látið bíða betri tima." — Hvað eru margir smiðir starf- andi hér? „Sem stendur eru þeir 8—9 og núna verða þeir að ganga í öll venjuleg störf eins og mokstur. þar sem erfitt er að fá verka- menn." Fyrstu húsin steypt í einingum í Neskaupstað Hjálmar Ólafsson og Róbert Jörgensen athuga teikningu af nýja mjölhúsinu. — Að hvaða verkefnum er unnið af mestum krafti þessa dagana? „Jafnhliða verksmiðjubygging- unni er verið að reisa lýsis- og svartolíutanka Ekki vitum við enn hvort tekst að Ijúka þessu verki I tæka tíð, en I það minnsta mun okkur takast að koma upp svartolíu- tankinum og öðrum lýsistankinum Það ætti að vera hægt að bjarga sér um stundarsakir með einn lýsistank með því að láta afskipa nógu ört. Þá er annað atriði nokkuð óljóst, enn en það er flutningur á gömlu hráefnis- tönkunum frá rústum gömlu verk- smiðjunnar að nýju verksmiðjunni Tankarnir eru fjórir og verða þeir fluttir landleiðina, og er vegalengdin um kílómetri Hver geymir er talinn vera um 36 tonn að þyngd og því vitum við ekki enn hvernig þetta verk gengur, en slikir flutningar hafa ekki átt sér stað áður á Islandi." ÖLL HEILLEG TÆKI NOTUÐ — Gátuð þið notað mikið af tækjunum úr gömlu verksmiðj- unni? „Við notum öll heilleg tæki eins og þau leggja sig. Einu tækin, sem við kaupum er pressa og sjóðari frá Noregi, tæki sem framleidd voru árið 1968, en þessi tæki koma I stað þriggja sjóðara og tveggja pressna. Þannig verða nú tvö stykki í stað fimm og með því sparast mikið gólfpláss. Þá voru pressurnar tvær i gömlu verksmiðjunni, sem við nú hendum, orðnar ævagamlar, smiðaðar i Kaliforniu sem ávaxta- pressur fyrir tugum ára. Fyrir utan þessi tæki kaupum við ný soðkjarna- tæki, mun stærri og fullkomnari en þau sem við höfðum áður og eyði- lögðust í snjóflóðinu. Öll önnur tæki eins og kyndarar, skilvindur, þurrk- arar og fl verða úr gómlu verksmiðj- unni." AÐEINS KEYPT EINN RAFMÓTOR — Þurftuð þið ekki að kaupa alla rafmótora nýja? „Það hefur tekizt að gera við alla mótora, sem voru i gömlu verk- smiðjunni. Og mér vitanlega hefur aðeins verið keyptur einn rafmótor fyrir nýju verksmiðjuna. Þá var einnig gert við alla snigla er heillegir voru, en nokkra þarf þó að smíða." „Hver verða afköst verksmiðj- unnar?" „Þau verða svipuð og i gömlu verksmiðjunni eða um 700 tonn á sólarhring." — Hvað er til f því, sem ein- staka menn hafa haldið fram, að verið væri að reisa mjög full- komna síldarverksmiðju í Nes- kaupstað? „Það er hrein fjarstæða. Við notum allt, sem hægt er að nota úr gömlu verksmiðjunni og var þar margt komið til ára sinna. Ef við hefðum byggt verksmiðju eins og Danir og Norðmenn gera nú, þá hefðu öll tæki verið úr rústfriu stáli. Sérstök mengunartæki sett upp og þar fram eftir götunum " — Verður gert eitthvað sérstakt til að koma f veg fyrir mikinn mökk frá verksmiðjunni? TVÆR REYKSKILJUR í STAÐ FJÖGURRA „Tvær reykskiljur verða i þessari verksmiðju, en á þeirri gömlu voru þær fjórar. Enn vitum við ekki, hvað sett verður ofan á þær. Heilbrigðis- eftirlitið hefur krafizt, að hár skor- steinn verði settur á verksmiðjuna. Hins vegar vitum við ekki hvort fjármagn fæst til þess eða á hvaða hátt annan þetta á að gerast " „Hvernig hefur gengið að fjár- magna þessar miklu framkvæmdir og er öruggt að nægt fé verði fyrir hendi þar til verksmiðjan er komin upp? ÁÆTLUNARTÖLURNAR OFLÁGAR „Um þessar mundir stöndum við á krossgötum, Áætlunartölur sölu- skattsstigsins, sem við áttum að fá til uppbyggingarinnar, hafa reynzt eins og allir vissu of lágar miðað við tjón Við erum nú búnir að fá það fé, sem gert var ráð fyrir og tekjustofn Viðlagasjóðs er að ganga til þurrðar Hugmyndin er að reyna að fá þessum stofni framlengt og viður- kennt að tjónið hafi verið meira Það Notum öll heilleg 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.