Morgunblaðið - 26.10.1975, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 26.10.1975, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTOBER 1975 25 fyrir að framkvæmdir »á fer allt úr skorðum * gömlu verksmiðjunnar Rætt við Ólaf Gunnarsson, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar má ekki koma fyrir, að framkvæmd- irnar stöðvist á neinn hátt, þá fer allt úr skorðum Þessi rhál öll verða tekin til athugunar I þessari viku, þar eð upprunalega upphæðin er búin Persónulega tel ég, að það takist að leysa fjárhagsvandræðin Ef það tekst ekki, þá hefur verið illa farið með þá fjármuni, sem hafa farið til þessara framkvæmda og þegar hafa verið veittir." — Hvernig verða löndunarað- stæður við nýju verksmiðjuna f vetur? „Löndunaraðstaðan verður svipuð og áður. Við munum flytja vigtarnar frá gömlu verksmiðjunni inn að þeirri nýju Hins vegar flytjum við ekki kranana, sem þar eru að þessu sinni, þar sem ekki þarf að nota þá við löndun, nema þegar verið er að landa feitfiski eins og t d síld og makríl." — Má ekki búast við, að bilanir verði meiri f nýju verksmiðjunni fyrst i stað, ef miðað er við gömlu verksmiðjuna? ,,Að sjálfsögðu má búast við ein- hverjum byrjunarörðugleikum, en vonandi gengur vel að bræða strax I byrjun Það má líka koma fram, að I gömlu verksmiðjunni var mjög sam- valinn mannskapur og höfðu margir starfað þar I fjölda ára. Sumir hafa nú skipt um starf og öllum ér kunnugt um afdrif nokkurra manna, en engu að siður höfum við enn úrvalsmannskap, þó að sumir muni reyndar vera óvanir bræðslustörfum i upphafi." — Hvað verðið þið með stórar mjöl- og lýsisgeymslur? 5000 LESTA MJÖLGEYMSLA „Mjölgeymslan verður álika stór og sú gamla og mun taka um 5000 lestir af sekkjuðu mjöli. Lýsisgeym- arnir verða nú heldur minni, en þeir eiga að taka 3000 lestir, en þeir gömlu tóku 4000 lestir. Á ,meðan ekki er bræddur feitari fiskur en loðnan i stórum stil, þurfum við ekki á stærri geymum að halda Mest höfum við brætt 40 þús. lestir af loðnu á einni vertið áður." -— Hvenær hófust framkvæmd- irnar við bræðsluna f sumar? „Þær hófust i byrjun júli. Veturinn var notaður til að gera allar teikn- ingar að nýju verksmiðjunni og síðan urðum við að bíða nokkuð með að hefja framkvæmdir, þar sem ekki var búið að fylla upp það land, sem bræðslan stendur á fyrr en þá, og þegar við hófum framkvæmdir, voru aðeins 3 metrar frá syðri grunni verksmiðjunnar út í sjó." — Flestar fiskimjölsverksmiðjur landsins eru stálgrindahús, en þið reisið steinsteypt hús. Hver er or- sök þess? ,,Já, bæði verksmiðjuhúsið og mjölgeymslan eru reist úr stein- steypu. Við fengum tilboð I stál- grindahús, en þegar til kom reyndist aðeins 12% verðmunur á stál- grindahúsum og steinsteyptum Við höfum alla tið átt I erfiðleikum með okkar gömlu stálgrindahús, því gaflar þeirra hafa viljað bogna inn I slæmum veðrum og viðhaldskostn- aður á þeim hefur verið mikill Verk- smiðjuhúsin eru reist úr bitum og strengjasteypu og eru allir bitar steyptir I Neskaupstað, nema hvað rifjaplötur I þakið og burðarbitar eru fengniraf Reykjavfkursvæðinu." — Standast framkvæmdirnar áætlun? 3 VIKUM Á EFTIR ÁÆTLUN „Það verður að viðurkennast að sem stendur erum við 3—4 vikum á eftir áætlun. Sjálft verksmiðju- húsið á að vera fokhelt í lok næstu viku og þá þegar hefjumst við handa við að klæða þakið." — Eru mörg stig útboða eftir? „Nýbúið er að bjóða út raflagnir og frágang alls rafmagns Tilboð bárust frá sex aðilum og verða þau opnuð i lok næstu viku Rafmagns- vinnan er verulega mikið verk og má búast við að 1 2 — 1 3 menn þurfi til að vinna verkið, ef allt á að vera tilbúið á réttum tima " — Hvað hafa margir menn unnið að byggingarframkvæmd- unum I sumar? „Yfirleitt 30—40 manns, fyrst og fremst húsasmiðir, járnsmiðir og verkamenn og flestir þessara manna eru frá Neskaupstað. Nokkuð mis- jafnlega hefur gengið að fá menn til vinnu, og höfum við óneitanlega orðið varir við stórframkvæmdir rikisvaldsins, og kaup og vinnutími farið eftir'þvi." 200 MANNS STARFA HJÁ SÍLDARVINNSLUNNI — Tókst ykkur ekki að koma frystihúsinu i gang á ótrúlega skömmum tima eftir snjóflóðið? „Það má segja, að það hafi kofnizt af stað á tiltölulega mjög stuttum tíma. Framleiðslan hefur gengið mjög vel, frá þvi að það tók til starfa á ný i byrjun apríl og þess má geta, að framleiðslan er orðin svo til hin sama og var á sama tlma i fyrra t d vantar okkur aðeins 100 lestir af flökum til að vera með sömu flaka- framleiðslu Frystihúsið stöðvaðist I þrjá mánuði, en meðan það var stopp, rákum við niðurlagningar- verksmiðjuna. Jafnhliða viðgerðum á húsinu voru framkvæmdar breyt- ingar á þvi, sem byrjað var á, er náttúruhamfarirnar áttu sér stað og leiddu af sér." — Hvað starfar margt fólk hjá Sildarvinnslunni um þessar mundir? „í landi starfa um 130 manns, sem er óvenjulega fátt, en fólki fækkar nokkuð er skólar byrja og einnig fáum við minni fisk á haustin Þá eru um 50 manns að staðaldri á skipunum þrem, en 10—15 menn eru ávallt I fríi á skipunum, þannig að við þau starfa um 65 manns," sagði Ólafur Gunnarsson að lokum tæki úr gömlu verksmið junni Fjórir 36 tonna geymar fluttir einn kílómetra EITT viðamesta verkið, sem eftir er í endurreisn síldarverksmiðj unnar er flutningur gömlu hrá- efnisgeymanna frá rústum gömlu verksmiðjunnar inn að nýju verk- smiðjunni, en þessi leið er um 1 kílómetri. Hráefnisgeymarnir eru fjórir tafsins og hefur Gísli H. Guð- laugsson tekið að sér flutning þeirra, en hver geymir er talinn vera 36 tönn að þyng. ,,Við gerum ráð fyrir að vera 40 daga að þessu,” sagði Gísli þegar Mbl. Ræddi við hann og bætti. við, „það verður ekki auðhlaupið að þessu, en við flytjum þá landleiðina. Til að byrja með þarf að lyfta hverj- um geymi 2,5 metra af þeim stað, sem þeir standa nú Síðan þarf að setja sleða undir þá og grind inn í þá, þannig að þeir falli ekki saman og svo er hugmyndin að beita tveimur jarðýtum fyrir sleðann og draga geymana inneftir veginum Þegar þeir verða komnir að undir- stöðunum við nýju bræðsluna þarf að lyfta þeim á ný í rétta hæð og slaka þeim niður, en til þess erum við með sérstakan útbúnað.” — Væri ekki hægt að flytja þá sjóleiðina eða *með einhverjum öðrum hætti? „Það kom til tals að flytja þá sjóleiðina, en horfið var frá því ráði, þar sem geymarnir hefðu strandað nokkuð langt frá uppfyllingunni hér Auðvitað væri líka hægt að flytja þá með öflugri þyrlu, en slík verkfæri fyrirfinnast ekki á íslandi, við erum það langt á eftir, því miður Og einnig væri hægt að flytja þá með stórum krönum, en það yrði mikið fyrirtæki að flytja þá til Neskaup- staðar." Ippbyggingin i \eskaupstað Gísli H. Guðlaugsson. Verksmiðjan ekki fullkomnari en gengur og gerist Þa5 er nóg að gera hjá járn- iðnaða rmönnum I Neskaupstað þessa dagana við að koma fyrir tækjum í nýju síldarverksmiðj- unni. Verkstjóri þar er Ólafur Hauksson og sagði hann að búið væri að koma fyrir báðum sjóð- urunum og annarri pressunni. Þá væri einnig búið að koma upp ofnunum við þurrkarana og báð- um kötlunum. Þá sagði Ólafur. að 15—25 manns ynnu við niðursetningu vél- anna dag hvern og um leið og húsið væri komið undir þak færi verkið að sækjast vel — Verður mikið af nýjum tækjum i verksmiðjunni? „Mjög litið, ný soðkjarnatæki hafa verið keypt í stað þess, sem eyði- lagðist. ennfremur gömul pressa og sjóðari og annar ketillinn " — Verður mikill munur á hús- næðinu frá þvi sem var? „Eðlilega verður hann mikill Öll- um tækjum er komið fyrir á mjög hagkvæman hátt og þau standa öll hátt yfir gólfi, þannig að auðvelt verður að komast að til að þrifa, sem er nauðsyniegt í verksmiðjum sem þessum, en þessi verksmiðja verður ekkert fullkomnari né glæsilegri en gengur og gerist " >. fli J> . —~M~ ■■ Qlafur Hauksson:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.