Morgunblaðið - 26.10.1975, Side 27

Morgunblaðið - 26.10.1975, Side 27
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTOBER 1975 UPPBYGGING atvinnulífsins í Neskaupstað hefur mikið mætt á einum manni í sumar, en það er Ragnar Sigurðsson hafnarstjóri. Hann hefur bæði verið i forsvari fyrir hinum miklu hafnarframkvæmdum. sem nauðsynlegt var að fara út i vegna flutnings sildarverksmiðjunnar og svo hefur Ragnar verið fulltrúí Viðiagasjóðs i Neafcawystað. Ragnar sagði, þegar við ræddum við hann á sfcrifstofu hans i fófegsheimilinu Egilsbúð, að í upphafi hefði bæjarstjérn fcosið 9 manna uppbyggingar nefnd og í henni ættu sæti: Logi Kristjánsson, bæjarstjóri, Reynir Zoéga, bæjarfulltrúi, Haukur Ólafsson, bæjarfulltrúi, Jóhann K. Sig- urðsson, bæjarfulltrúi frá bæjarstjórn, Jóhannes Stefánsson og Ólafur Gunnarsson frá Sildarvinnslunni, Gylfi Gunnarsson frá Steypusölunni, Eirikur Ásmundsson frá Bifreiðaþjónustunni og Sigfinnur Karlsson frá Verkalýðsfélagi Norðfirðinga. Það var svo þessi nefnd, sem kaus Ragnar sem framkvæmdastjóra. og til þess að létta sér siðan störf við hafnargæzluna var Gisli B. Gislason ráðinn sem hafnarvörður. Fyrir utan þessa uppbyggingarnefnd Norðfirðinga kaus alþingi 3ja manna þingmannanefnd til þess að vera tengiliður milli nefndar heimamanna og stjórnvalda og i henni eiga sæti þeir Sverrir Hermannsson, sem er formaður nefndarinnar, Tómas Árnason og Lúðvik Jósepsson. ..Siðan þessari skipan var komið á hefur samvinna verði að milli okkar hér heima, þingmannanefndarinnar og hins vegar Viðlagasjóðs," segir Ragnar. hafnarverkaframkvæmdirnar, sem nauðsynlegt var að fara út i, eftir að ákveðið var að flytja ætti bræðsluna i botn fjarðarins ,,Það var Ijóst strax um áramót, þegar sýnt þótti. að bræðslan yrði ekki byggð upp á sínum fyrri stað, að gera yrði nýja höfn. Á s.l ári hafði verið samþykkt í hafnarstjórn að smiða bryggju fram af húsum Síldarvinnslunnar Átti það að vera stálþilsbakki með fyllingu inn af Vilyrði hafði fengizt fyrir því, að þessi framkvæmd yrði hrundið af stað 1976—7 7 Þegar stjórn SVN hafði tekið sina ákvörðun um að flytja bræðsluna í botn fjarðarins, þar sem reyndar var byrjað á höfn fyrir nokkrum árum, ákvað hafnar- stjórn að halda hafnargerðinni þar áfram. Að þessu verki hefur nú verið unnið I sumar og segja má að þessi framkvæmd komi i stað fram- kvæmdanna, sem fyrirhugaðar voru á næsta ári og þar næsta, en það var framkvæmd upp á nokkuð á annað hundrað millj. kr á núverandi verð- 'lagi. Allir telja þessa ákvörðun til hagsbóta og hefur framkvæmdum aðeins verið flýtt, en þær eru af svipaðri stærðargráðu og fyrirhug- aðar voru úti af húsum SVN, ', segir Ragnar. — Hvað tók langan tima að hanna höfnina fyrir botni fjarðar- ins? „Þegar allar ákvarðanir höfðu ver- ið teknar, var fengið leyfi stjórnvalda fyrir því að gera straumfræðiathug- un á höfninni. Var það gert vegna þess, að reynslan, sem fengizt hafði af 1 áfanga bátahafnarinnar fyrir botni fjarðarins, var ekki nægilega góð Þessar athuganir önnuðust Gísli Viggósson og Bergsteinn Giss- urarson verkfræðingar hjá hafnar- málastjórn, ásamt starfsmönnum Straumfræðistofnunarinnar. Jafn- framt þessu var farið að vinna að því að skipuleggja byggingarsvæði á hafnarstæðinu og fyrir ofan höfnina, og þá með það fyrir augum að velja Síldarvinnslunni, olíustöð og fleiri þjónustufyrirtækjum lóðir. Það, sem háði einna meSt straumfræðirann- sóknunum, var hve litlar tölfræðileg- ar og veðurfræðilegar upplýsingar lágu fyrir. Úr þessu var þó bætt með því að setja upp ófullkomna veðurat- hugunarstöð á hafnarstæðinu og bylgjumæla í firðinum. Árangur þessara athugana var þó minni en búizt hafði verið við þar sem eftir mikil óveður I janúar komu tiltölulega mjög mild veðurog mæli- tækin voru ekki sett upp fyrr en þetta var allt um garð gengið. Hins vegar tókst að fá nothæfar niður- stöður og komu þær að miklu gagni við straumfræðirannsóknirnar '' FRAMKVÆMDIR HÓFUST ( APRÍL — Hvenær var svo ákveðið, hvar bræðslan skyldi standa? „Það var tiltölulega fljótlega, sem ákveðið var að hún skyldi standa austan við hafnargarðinn, sem kom- inn var og fylla þurfti upp mikið svæði út i sjó til að byggja undir þetta fyrirtæki og olíustöðina. Höf- uðástæðan fyrir því, að þessi staður varð fyrir valinu, er, að menn töldu að með þvi að hafa bræðsluna á þessum stað myndi sparast timi, þar sem stefnt er að því að Ijúka bygg- ingu bræðslunnar fyrir næstu loðnu- vertið. Um leið og þessi ákvörðun var tekin, var Ijóst, að búa þyrfti þeim bátum, sem ekki eru tengdir loðnuveiðum, aðstöðu annars ataðar í höfninni. Framkvæmdir við þetta hófust ekki fyrr en i lok april og hefur undirbúningsstarfið skilað sér — En hvernig gekk hreinsunin fyrir sig? „Jafnhliða endurreísn fyrirtækj- anna var unnið að hreinsun eftir þvi sem hægt var, en það gekk þó seint vegna mikilla snjóalaga Fyrstu vik- urnar var unnið að björgun verð- mæta, en það gekk erfiðlega, enda veður í janúar með afbrigðum slæm eins og flestir muna Þó tókst ótrú- lega vel að bjarga verðmætum hlut- um út úr brakinu. Milljónahlutir fundust af lager Síldarvinnslunnar, sem siðan eru notaðir um þessar mundir í nýju bræðsluna, og Bif reiðaþjónustan náði i varahluti og Spjallað við Ragnar Sigurðsson um uppbygginguna og höfnina fengið 420 millj. kr. til endurreisn- ar, en þar sem endanlegt tjónmat liggur ekki fyrir, veit maður ekki hver endanleg niðurstaða verður. Hins vegar er augljóst að aukið fjármagn þarf til, þar til að stofnlán liggja frammi og önnur fyrirgreiðsla fæst Og ég á von á að Norðfjarðar- deild Viðlagasjóðs starfi áfram á meðan hlutirnir eru ekki komnir í það horf sem þeir eiga að vera f." 420 M. TIL ENDUR STARFS — Nú er hreinsun ekki að fullu lokið, hvert verður framhald hreinsunarstarfsins? „Það vitum við ekki gjörla, en margt á eftir að hreinsa enn eins og t.d. í sjónum. Þá verður að biða með að taka alla vélarhiuti, sem skildir voru eftir í bræðslurústunum, fram til næsta sumars. Af þessum 420 millj. kr., sem runnið hafa til endur- reisnarstarfsins, hafa um 50 millj. kr farið í hreinsun, björgunarstörf og annan rekstrarkostnað Sjálfur gæti ég trúað, að það kostaði 10— 1 5 millj. króna að Ijúka hreins- unarstarfinu og ganga þannig frá svæðunum að sómi sé að, þannig að heildarkostnaðurinn við hreins- unina yrði um 70 millj. kr. samtals. Þá vitum við ekki enn hve mikilli olíu okkur tókst að bjarga, en við höfum sent héðan 400 þús. lítra af svartolíu, og eftir er töluverð olía i báta- kvínni og nokkuð í grunni og göml- um þróm bræðslunnar, sem enn hefur ekki verið hægt að nálgast. Þá vitum við að verulegt magn hefur gufað upp úr bátakvinni, enda ekki furða, þar sem steikjandi hiti var i allt sumar. Að minu áliti verður sennilega bezt að brenna þeirri oliu sem eftir er þegar fer að hlýna næsta sumar. Og þrátt fyrir, að aðstæður hafi oft á tíðum verið hinar erfiðustu, þá held ég að allir hafi lagt sig fram við að leysa þessi verk sem bezt af hendi." I samtalinu við Ragnar kom fram, að stærstu tjónþolarnir hafa mikið séð um sin mál sjálfir, en önnur stærsta framkvæmdin í Neskaup- stað um þessar mundir, þ.e á eftir byggingu sildarverksmiðjunnar, eru Frá uppgreftinum f höfninni. Þá sagði hann, að sér hefði verið falið að taka á móti fjármagni frá Viðlagasjóði, sem notað væri til uppbyggingarinnar Matsmenn Við- lagasjóðs hefðu verið lengi í Nes- kaupstað og notið þeirrar aðstöðu, sem hann hefði upp á að bjóða — Hvert var aðalstarfið fyrstu mánuðina eftir Náttúruhamfarirn- ar? „Fyrstu mánuðina var unnið eftir þeim lögum, sem sett voru í upp- hafi, en nokkur tími leið þar til hægt var að fara að vinna eftir reglugerð- inni, þar eð nokkurn tima tók að semja hana eða 1 7 april s.l.. en þá var sett reglugerð um Norðfjarðar- deild Viðlagasjóðs. Siðan hefur ver- ið náið samstarf milli min og aðal- skrifstofunnar i Reykjavik Mats- menn hafa enn ekki lokið störfum að fullu, en þó er búið að meta öll smærri tjón. Hins vegar er fullnaðar- mati enn ekki lokið eins og á Síldar- bræðslunni og frystihúsinu Þá hafa bætur fyrir lausafjármuni ekki verið ákveðnir endanlega, t d hefur ekki náðst endanlegt samkomulega um bætur til handa Steypusölunni h.f. Þegar er búið að- greiða mestan hluta þess, sem metið hefur veríð, en nokkuð er samt eftir Þá hefur dregizt að bifreiðaþjónustan hafi getað byrjað á nýrri byggingu vegna þess að ekki var að fullu lokið við skipulag á svæðinu fyrir innan Naustahvamm fyrr en fyrir skömmu. i samráði við stjórnvöld var lögð mest áhersla á að Bifreiðaþjónustan og Steypusalan kæmu yfir sig bráðabirgðahúsnæði, og var það gert á kostnað fyrirtækjanna i húsi steypusölunnar. Endurbætur húss- ins eru vandaðar, þannig að það verður áfram í fullu gildi. Siðan fór Steypusalan i að endurbæta og nýja tækjakost sinn En eitt aðalverkefnið fyrstu vikurnar var að leggja áherzlu á frystihúsið og koma því i gang svo fljótt sem auðið yrði Þar sem þetta var stærsta atvinnustöð bæjarins var ekki talið vansalaust að láta það stanza lengi og eftir þrjá mánuði hófst rekstur þess á ný Fram að þeim tima hafði sá fiskur er hingað barst farið i saltfiskverkun. Og einn- ig var unnið í niðurlagningarverk- smiðjunni, sem er á efstu hæð frysti- hússins, og slapp að mestu við skemmdir i snjóflóðunum." MILLJÓNAHLUTIR FUNDUST heileg tæki fyrir 15—2 millj. króna. Kostnaður við björgun þess- ara verðmæta var tiltölulega lítill. Okkar aðalhöfuðverkur var svart- olian. Við stóðum ráðþrota út allan janúarmánuð og vissum ekki hvað gera skyldi. Þá var unnið af miklum vanmætti, bæði vegna tækjaskorts og eins var ekki vitað hvernig ætti að standa að málinu. Meðan á þessu stóð var ekkert hægt að komast að sildarverksmiðjunni f lok janúar kom stór krani til Neskaupstaðar frá vitamálastjórn og eftir það var hægt að vinna skipulega að hlutunum. Snjór blandaður svartolíu, var settur i hráefnisgeymana og það, sem ekki komst þar fyrir, var sett í smábáta- kvina i höfninni, en hún var sérstak- lega búin til þess Þetta var erfitt verk, en gekk vel." — Hvernig var aðkoman, þegar búið var að moka snjónum frá verksmiðjunni? SKEMMDfRNAR MINNI EN HALDIÐ VAR „Það kom fljótlega i Ijós, að skemmdir höfðu ekki orðið eins miklar á mörgum stykkjum og hald- ið var i fyrstu. T.d. kom í Ijós, að hægt var að nota stóru pressuna og sjóðarann, sem hefðu ekki kostað undir 50—60 millj. kr. ný. Viðgerð- arkostnaður á þessum hlutum er aðeins brot af nývirði. Aftur á móti tókst á ná í samskonar tæki frá Noregi á tiltölulega lágu verði, keypt úr gamalli verksmiðju þar og voru þau keypt i stað eldri pressa og sjóðara, sem löngu voru orðin úrelt áður en slysið varð. Rafmóturum tókst flestum að bjarga i tiltölulega góðu ástandi, ennfremur eru raf- magnstöflur að mestu heilar og sumar þurfti aðeins að hreinsa " — Hver er heildarkostnaðurinn við endurreisnarstarfið orðið? „Um s.l mánaðamót höfðum við Höfnin byggð á þurru og því mun ódýrari vel. í upphafi var Ijóst að verulega landaukningu þyrfti undir bræðsl- una og oliustöðina Og til þessaðfá nægilegt landrými var Ijóst að aka þyrfti a.m.k 1 50 þús rúmmetrum á þennan stað, auk þess sem miklar grjótfyllingar þarf utan á kantana sjávarmegin. Nú var ákveðið að grafa höfnina á þurru og til þess að komast að uppgraftarefninu þurfti að fjarlægja um 20 þús. rúmmetra af mold. Hún var sett á hliðarbrautir flugvallarins og jafnað þar út, þann- ig að völlurinn breikkaði. Með þvi að nýta efnið úr höfninni i landfyllinguna spöruðust gifurlegir fjármunir og um þessar mundir að búið að aka 190 þús rúmmetrum á þetta svæði. Samkvæmt kostnaðar- áætlun, sem nú liggur fyrir, var kostnaðurinn orðinn 79 millj. kr. um s.l. mánaðamót og ef frá.er dreginn ýmis kostnaður eins og t.d. við kaup á stálþili og hönnunar- kostnaður hafnarinnar, þá er eining- arverð rúmmetra með útjöfnun á nýju uppfyllingunni og frágangi i kringum 360 krónur Miðað við þá tölu, var útreikningsverð hjá hafnar- málastofnuninni um s.l áramót 400 krónur fyrir rúmmetrann. Þess má einnig geta, að eftir tvær fyrstu vinnuvikurnar i april hækkuðu allar vélaleigur um 55% og akstur um 20% sem eru aðalgjaldaliðirnir i framkvæmdinni." HÖFNIN GRAFIN Á ÞURRU — Hvernig hafið þið grafið upp úr höfninni? „Verkið er unnið i þurrkvi og til þess þurfti að útbúa skilvegg sem er nokkuð efnismikill, en kostnaður við hann er innifalinn í þeim tölum, sem fyrr voru nefndar, en eftir er að moka honum upp, sem er nokkuð verk, þannig að einingarverðið mun hækka litillega. Nú er verkið vel á veg komið, en eftir á að reka niður stálþil, sem vafalaust verður mun ódýrara með þessari aðferð og það ætti að flýta fyrir niðursetningu þess, þvi nú þarf ekki að sæta lagi á flóði og fjöru og hægt að vinna í flestum veðrum. Þá má geta þess, að með því að vinna verkið á þenn- an hátt, fékk vörubilafloti Norðfirð- inga ærinn starfa og við höfum ekki þurft að fá nema tvö aðflutt graftar- tæki. Og ég tel að ef þessi aðferð hefði verið notuð áður við hafnar- gerð hér, þá hefði margt getað farið betur t.d. í sambandi við dælingu úr þurrkvinni." — Hefur höfn aldrei verið gerð á þennan hátt á islandi? „Patreksfjarðarhöfn mun hafa ver- ið gerð á þennan hátt á striðsárun- um en kveikjan að þessu hérna kom reyndar i fyrra þegar við gerðum smábátakvina, en hún var grafin á þurru og gekk mjög vel." — Hafa margir unnið að þess- um f ramkvæmdum f sumar? „Tiltölulega fáir verkamenn hafa unnið i höfninni, 3—4 venjulega, en margir tækjamenn og bílstjórar hafa unnið hér. Aðjafnaði eru 7—8 bilar í gangi, ennfremur tvær gröfur og Lörain-krani. i sumar hefur verið unnið frá 8—10 alla daga og á laugardögum til kl 7. Vinna hefur aðeins fallið niður á sunnudögum og núna eftir að tók að dimma er unnið frá kl 8—8 " — Getið þið lokið við verkið á þessu ári? „Við verðum að gera það, annars yrði hlaupið frá verkinu hálfkláruðu og þá er hætt við að mikið fari til spillis. Vitað er að allmikið fjármagn þarf til viðbótar, en ef ekkert óvæTit kemur fyrir, ætti að vera hægt að Ijúka verkinu á næstu 4—5 vikum, og er það bráðnauðsynlegt, þar sem stíflugarðurinn var ekki gerður til að þola vetrarveður. Þegar búið verður að reka stálþilið niður sem er 1 20 metrar, er fyrir- hugað að dæla sjó inn i kvina og að moka garðinum i burtu. Og ég verð að segja að þetta hefur verið einstak- lega skemmtileg framkvæmd og væri betur að hægt væri að nýta þennan verkhátt sem víðast við hafnarframkvæmdir. Á næsta ári er svo fyrirhugað að reisa svonefndan brúsa fyrir framan innsiglinguna, en hann á að draga úr sjógangi í höfninni og síðan þurf- um við að ganga frá þekjunni á hafnarbökkunum," sagði Ragnar að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.