Morgunblaðið - 26.10.1975, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTOBER 1975
TÍZKUTAL
Já, það má víst með
sanni segja, „tízkan er
harður húsbóndi“, og
þeir sem allsráðandi eru í
þeim heimi, virðast
Kvöldkjóllinn er perlu-
skrýddur.
stundum leika sér aó því
að skapa andstæður frá
einu ári til annars.
Pilsfaldurinn hefur
verið á skikkanlegum
stað síðpstu misseri,
hulið hnéð og oft meira
af fótleggjum. Gleðileg
breyting frá hinum ör-
stuttu, óklæðilegu pils-
um, sem voru allsráðandi
um tíma.
Á síðasta hausti fóru að
ryðja sér til rúms víð pils,
skáskorin eða sniðin í
mörgum dúkum. Gæti ég
trúað, að varla hafi feng-
izt önnur gerð af pilsum
hér í búðum síðustu
mánuði.
Þessir kjólar eru frá Vves Sainl
Laurent, og er þessi Jína ein-
kennandi fyrir hans föt.
Nýlega hafa verið birt-
ar myndir af „haustlínu"
tízkuhönnuðanna í París,
en þar fóru fram tízku-
sýningar hjá þeim
þekktustu í þessari grein,
um mánaðamótin júlí og
ágúst. Og hvað blasir
við? Það er kannski bezt
að minnast fyrst á það,
sem er algjörlega and-
stætt víðu pilsunum,
þröng pils á kjólum,
stuttum og síðum, jafn-
vel svokallaðir
„strokkar". Það er ekki
annað að sjá en að það
sem við gáfum á flóa-
markaðinn í hitteðfyrra
og hafði verið óhreyft í
skápunum okkar í langan
tíma, sé nú bara í fullu
gildi.
í staðinn fyrir víðar,
lausar flíkur, eru sniðin
nú flest aðskorin, þröng.
Það er mikið af svörtu
flaueli, chiffon og moire í
kvöldfatnaði, sem við eru
notuð slæður, sjöl og
jakkar. Kvöldkjólar eru
jafnvel bróderaðir með
silki og perlum eins og í
gamla daga, og pífur
sjást aftur. Síður,
svartur „strokkur" úr
silkijersey með örmjóum
perluskrýddum hlýrum
og jakka yfir var eitt af
því, sem Dior sýndi. Dag-
kjólar eru úr jersey,
þröngir peysukjólar með
rúllukraga, tvískiptir
kjólar þar sem sameinað
er jersey og prjónaefni.
Kápur eru af ýmsum
gerðum, stórar tjaldlaga
með hettu eða með
bundnu belti, þröngar og
með skinni, skinnkragar
eru jafnvel á regnkápum.
Svo eru stakkar, anorak-
Kjólarnir eru beinir, axlirnar
breiðar, og pilsin eru styttri en
hjá hinum tfzkuhönnuðunum.
ar og ,,poncho“ af öllum
gerðum hátt á listanum,
og peysur koma nú í stað
jakkanna, sem svo mikið
hafa verið notaðir yfir
kjóla.
Skór og stígvél virtist
vera notað jöfnum hönd-
um, en hælarnir á skón-
um eru nú hærri en áður.
Og hinn frægi Alex-
andre, hárgreiðslu-
meistari í París, gerði
auðvitað nýja hár-
greiðslu í tilefni sýning-
anna, greiðslu svona dá-
lítið í stíl við árið 1930,
slétt að ofan en krullur í
hliðunum.
Málið —
frystið svo
Málið — frystið svo.
Allir kannast við það,
að því fylgir töluverð
aukavinna að hreinsa
penslana eftir notkun,
sérstaklega ef nota á
pensilinn aftur daginn
eftir. Við heyrðum um
það ráð um daginn, að
pakka penslunum inn í
plast og frysta þá svo.
Þegar nota á penslana
aftur, eru þeir látnir
þiðna í e.þ.b. Ví klst, og
þá getum við aftur
farið að mála.
Ullarhúfur og treflar, langir og
miklir, eru enn sem fyrr notuð
við þessar nýju tízkuflfkur. Þá
má segja, að treflarnir hafi
verið margvafðir utan um sýn-
ingarstúlkurnar og leit auðvit-
að ákaflega vel út á þeim.
Kvöldkjóll með hettu frá Dior.
Kvöldkjóll frá Dior tfzkuhús-
inu, sem Marc Bohan er höf-
undur að. KjóIIinn er úr silki,
en jakkinn er úr svörtu flaueli.
Sagt, er að allar konur vilji
eignast svona jakka, en hann
vakti einna mesta aðdáun á
hans sýningu.
Anorak og kápa frá Dior.
Yfirhöfn frá Mme Grfs.
Tómatar
TÓMATARNIR eru
upprunnir í Mexico, þar
sem þeir voru fyrrum
ræktaðir til skrauts, en
ávextirnir álitnir eitrað-
ir. Seinna komust menn
að því, að tómatar voru
mjög bragðgóðir.
Frakkar kölluðu tómata
„ástarepli“, Pomme
d’amour, endur fyrir
löngu og trúðu því jafn-
vel að það yki ástríður
manna að neyta þeirra.
Tómata er getið í garð-
yrkjubókum á 16. öld en
síðustu 50 árin hefur
neyzla þeirra fyrst orðið
almenn.
Tómatar eru Ijúffengir
eins og þeir koma fyrir
og einnig í alls konar
mat, sósum og sem safi.
Vatnsinnihald þeirra er
mikið, en úr þeim fáum
við bæði C og A og B
vítamín, og síðast en ekki
sízt, hitaeiningarnar eru
fáar, eða 20 hitaeiningar
í 100 g af tómötum.
Steiktir tómatar
Bornir fram með
steiktu kjöti, heitu eða
köldu.
8 tómatar, 4 matsk
matarolía, salt og pipar.
Tómatarnir þvegnir og
þerraðir, settir í eldfast
fat, matarolíu hellt yfir,
kryddað með salti og
pipar. Settir í ofninn í
u.þ.b. 15 mfn.
Fylling í tómata
Blandað saman 2 dl af
hveitibrauðsmylsnu, 1 dl
saxaðri steinselju, einu
hvítlauksrifi, Ví tsk. salti,
VÆ tsk. basilikum og
dálítið af svörtum pipar.
Olífuolíu lA—% dl hrært
saman við til að fyllingin
verði ekki þurr.
Tómatarnir skornir í
tvennt, kjarninn tekinn
úr og fyllingin látin í
staðinn, síðan bakað í
ofni (175—200° c) I 25
mínútur. Borið fram
heitt með brauði, hrís-
grjónum eða spaghetti.
Fylling f tómata.
Skinka smáttskorin,
blandað saman við
saxaðan lauk, pipar og
sinnep. Þessu er blandað
saman við hálfþeyttan
rjóma og notað sem fyll-
ing í tómata, mjög ljúf-
fengt sem smáréttur eða
með öðrum mat.