Morgunblaðið - 26.10.1975, Page 38

Morgunblaðið - 26.10.1975, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÖBER 1975 Minning: Gunnar Olafsson véltœknifrœöingur Fæddur 6. janúar 1922 Dáinn 15. október 1975 Kveðja frá ferðafélögunum. Mánudaginn 27. október verður ferðafélagi okkar og vinur um áratugi jarðsettur frá Fossvogs- kapellu. Gunnar varð Tiráðkvaddur 15. okt. er hann var á rjúpnaveiðum. Alla sína ævi var hann mikill áhugamaður um ferðalög .og þá helst í óbyggðum íslands. Þær eru ófáar ferðirnar, sem við höfum farið saman og alltaf var hann hress og kátur á hverju sem gekk. Betri ferðafélaga og vin er erfitt að hugsa sér. Nú þegar hann er allur er hætt við að skarð það, sem hann skilur eftir, verði seint fyllt og erfitt verði að sætta sig við það. Þannig er lífið og tilveran „hittast og gleðjast hér um fáa daga, heilsast og kveðjast það er lífsins saga.“ En þá er að ylja sér við endur- minningarnar um ógleymanlegar samverustundir, sem fylgja okkur til æviloka. Ekki erum við á einu máli um hvort við hittumst hinum megin á þeim himnesku veiði- og skíðaslóðum, en gaman væri það. Að lokum okkar dýpstu sam- úðarkveðjur til systranna þriggja ,og annarra aðstandenda. Gunnar Ölafsson tækni- fræðingur við Siglingamálastofn- un ríkisins lést 15. október s.l. Gunnar var fæddur 6. janúar 1922 á Hvammstanga, sonur hjónanna t Kveðjuathöfn um móður mina MARÍU HALLGRÍMSDÓTTUR, Brávallagötu 1 6 A, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28. október kl. 1 3.30. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 29 október kl 13 30 Astrid Sigfrid Jensdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma ÁGÚSTA KRISTÍN INGIMUNDARDÓTTIR ANDERSEN verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28 október kl 15 00 Adda Andersen Vilhelm Andersen Ásta Andersen Jórunn Andersen Stella Andersen Edith Andersen tengdabörn og barnabörn t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ÞORSTEINN ÞORKELSSON, Bólstaðarhlíð 39, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 28 okt. kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Friðgerður Friðfinnsdóttir, Sigriður Helga Þorsteinsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Kolbrún Guðmundsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Kolbrún Hreiðarsdóttir, Þorsteinn Jóhannsson. t Innllegar þakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu systur okkar SVÖVU THORDERSEN, Olduslóð 4, Hafnarfirði, sem andaðist 14 okt s.l Sérstakar þakkir til Ragnars Pétursonar, kaupfélagsstjóra svo og stjórnar og starfsfólks kaupfélags Hafnfirðinga Sigríður Thordersen, Helga Thordersen Stefán Ó. Thordersen og aðrir aðstandendur. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður ömmu og langömmu, ÓLAFÍU KRISTRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR, Fálkagötu 25, Sérstakar þakkir tiMækna og hjúkrunarfólks á deild A5 Borgarspitalan- um. Þuríður Helgadóttir, Sigrún Helgadóttir. Hálfdán Helgason, Kristján Bjarnason, Benedikt Bjarnason, Ólafia Kr. Butler, Magnús Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Rósa Bjarnadóttir, Bjarni Sæmundsson, Þórdís Hansdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Ólafia Sigurðardóttir John Butler, Lilljan Bjarnason, Olafs Gunnarssonar læknis og Rögnu Gunnarsdóttur konu hans. Hann nam plötu- og ketilsmíðaiðn í Landssmiðjunni og lauk þaðan sveinsprófi árið 1946. Að því loknu hélt hann til Svíþjóðar til framhaldsnáms, og lauk véltækni- fræðiprófi þar í desembermánuði árið 1948. Að því námi loknu starfaði hann í tæp 2 ár erlendis, hjá skipasmíðastöðinni Eriksberg f Gautaborg, en kom heim árið 1951. Fljótlega eftir heimkomuna hóf Gunnar störf sem tækni- fræðingur við Landssmiðjuna en í aprílmánuði 1958 fór hann til starfa í Velsmiðjunni Héðni og var þar við véltæknifræðings- störf allt til júlímánaðar árið 1967, að hann gerðist starfsmaður Vatnsveitu Reykjavíkur. Þann 1. júlí 1969 var hann skipaður f starf véltæknifræðings við Skipaskoð- un rikisins en nú Siglingamála- stofnun rfkisins þar sem hann starfaði þar til hann andaðist. Ekki kynntist ég Gunnari Ólafs- syni fyrr en hann hóf störf við Siglingamálastofnunina en þar hefur hann starfað sl. 6 ár. Áður hafði Björn Ólafsson skipatækni- fræðingur, bróðir Gunnars, starfað við sömu stofnun, en hann andaðist fyrir nokkrum árum f Svíþjóð. Gunnar Ölafsson hefur ávallt verið vinsæll meðal samstarfs- manna og ég hygg að svo hafi einnig verið hjá þeim, sem sam- skipti höfðu við hann utan Sigl- ingamálastofnunarinnar. Hann var gæddur jafnaðargeði, ávallt reiðubúinn að taka upp léttara tal. Hnyttinn gat hann verið f andsvörum en aldrei særandi eða móðgandi, og getur því varla hafa átt sér nokkurn óvildarmann. öllum brá okkur samstarfsmönn- um hans er okkur barst þessi óvænta frétt að hann hefði orðið bráðkvaddur á rjúpnaveiðum, en það var eitt af hans áhugamálum í tómstundum, og hafði þess vegna geymt sér viku af sumarfríi til haustsins, þegar rjúpnaveiði yrði leyfð. Hann hefur þannig kvatt þennan heim í þvf umhverfi, sem honum var einna kærast, enda voru fjallaferðir og öræfaferðir um óbyggðir Islands mjög mikið áhugamál Gunnars. Við á Siglingamálastofnun ríkisins munum sakna þessa dag- farsprúða drengs, sem gæddur var svo miklu jafnaðargeði, að þótt á móti blési féll honum varla nokkurn tfma styggðarorð af vör. Grunnt var hinsvegar á gáska- og gamanmál. Systrum hans og öðrum ættingj- um vil ég votta innilega samúð mína. Reykjavík, 21. október 1975 Hjálmar R. Bárðarson. Agústa Hildibrands■ dóttir—Minning Fædd 27. júlf 1906 Dáin 18. október 1975. Á morgun, mánudag, verður frænka mfn lögð til hinztu hvilu. Ágústa Kristín Ingimundardóttir Andersen hét hún, en fyrir mér er hún alltaf Dadda. Þegar mér barst fréttin um and- lát Döddu frænku hvarflaði hugurinn til liðinna barns- og unglingsára minna, því á þeim árum var ég jafnan aufúsugestur á heimili hennar og manns hennar, Kai Andersen, naút þar ástar og umhyggju, og átti vináttu stóra barnahópsins, sem ég leit + Eiginkona min ÁGÚSTA HILDIBRANDSDÓTTIR, Stóragerði 13, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. október kl. 3 e.h Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á liknarstofnanir. Sigurður Árnason. t Eiginmaður minn, INGÓLFUR ÖRN ÁSBJÖRNSSON. Sólheimum, Grfmsnesi. lézt að heimili okkar aðfararnótt 23. október Arnþrúður Sæmundsdóttir. + Útför föður okkar, KARLS JÚLÍUSSONAR, ættuðum frá Fagurey, Breiðafirði, fer fram frá Dómkirkjunni, á morgun mánudag 27 þ.m. kl. 1.30. e.h. Þröstur Karlsson, Harpa Karlsdóttir, Sigrún Stella Karlsdóttir, + KRISTJÁN ÓLASON frá Húsavik lézt í Landspítalanum aðfaranótt föstudagsins 24. október. Jarðarförin auglýst síðar. Eiginkona og synir. + Systir min SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR fyrrv. kennslukona Fálkagötu 30 verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 28 október kl 3 e.h. Blóm eru afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Liknarstofnanir. Ingibjörg Jónsdóttir. + Hjartanlegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför HALLDÓRS HALLDÓRSSONAR, Efstalandi 14. Sigriður Friðriksdóttir, Jón Berg Helldórsson, Helga Sigurgeirsdóttir, og barnabörn oft eftir meðan pabbinn og mamman voru að vinna. Þvt vinnusemi, dugnaður og atorka var það sem einkenndi þessa frænku mfna mest. Nokkur síðustu árin átti hún við mikla vanheilsu að stríða, erí hún var svo lánsöm að eiga góðan mann og góð börn, sem reyndu af fremsta megni að létta henni sjúkdómsbyrðina. Þessar fátæklegu línur eiga ekki að vera nein eftirmæli, að- eins lítill vottur þakklætis einnar, sem löngum var tíður gestur á heimili hennar. Börnum hennar votta ég mína dýpstu samúð við fráfall móður þeirra og föður, en hann lagði upp í sína hinztu för 1. október s.l. Ég sé hann í anda bíða við Gullna hliðið og taka á móti henni Döddu minni, og það er hugarfró þrátt fyrir harminn að vita þau núna saman og sæl. Margs er að minnast, margs að sakna. Hafðu þökk fyrir allt og allt frænka mín. Unna. ÞAÐ mun hafa verið hamingju- dagur í Móhúsum í Garði þann 24. ágúst 1894, er hjónunum þar, Steinunni Jónsdóttur og Hildi- brandi Tómassyni fæddist dóttir, sem skírð var Ágústa. Foreldrar hennar hafa ábyggilega beðið Guð um farsæld og blessun henni til handa, og einnig bróður hennar Sigurjóni, sem fæddist rúmu ári seinna. Nú hefur Ágústa, sem varð amma mín tæpum 55 árum seinna, lokið blessunarríku ævh starfi sinu, en hún lést 19. október s.l. Mesti gleðidagur í lífi ömmu var án efa sumardagurinn 10. júní 1916, er hún giftist afa, Sig- urði Árnasyni, eftirlifandi eigin- manni sínum, sem lengi var kenndur við Nordalsíshús. Stofnuðu þau heimili að Lindar- götu 3, sem nú er Lindargata 15. Amma og afi eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi. Árni fæddist 1917, Aðalsteinn 1922, Hjördís Þorbjörg 1925 og Bryndís Ágústa 1929. Barnabörnin eru orðin 11 og barna-barnabörnin eru 5. Alltaf var mannmargt í litla húsinu á Lindargötunni og vina- hópurinn var stór. Einlæg og órjúfandi tryggð var með ömmu og bróður hennar, Sigurjóni, og eftir að hann kvæntist Jórunni Björnsdóttur, sem jafnframt er uppeldissystir afa, og hóf búskap að Lindargötu 10, má segja að heimilin tvö hafi verið sem eitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.