Morgunblaðið - 26.10.1975, Síða 45

Morgunblaðið - 26.10.1975, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKT0BER 1975 45 VELVAKANDI Velvakandi svarar ! síma 10-100 kl 1 4— 1 5. frá mánudegi til föstu- dags. 0 Kvikmynda- gagnrýni Kona nokkur bað okkur fyrir eftirfarandi pistil: „Það var ánægjuefni þegar Morgunblaðið og reyndar fleiri blöð tóku að birta fasta þætti um kvikmyndir, þar sem aðalinntakið er raunar kvikmyndagagnrýni. Sjálf hef ég alla tíð verið mikil „biómanneskja" og hef þvi mikla ánægju af þessum þáttum. Þó er fjarri því að~eg sé alltaf sammála þvi áliti, sem fram kemur i þess- um þáttum — reyndar mun það nú víst sjaldnast, en það gerir ekkert til, — alla vega er gaman að lesa þetta og skemmta sér við að vera á móti þvi, ef ekki vill betur. Það, sem mér finnst hins vegar, er að kvikmyndagagnrýnendur blaðanna ættu að taka til gaum- gæfilegrar athugunar að fjalla nokkuð um kvikmyndir, sem ætl- aðar eru börnum. Þótt ekki þyki það ævinlega til fyrirmyndar, þá er það samt svo, að upp til hópafara reykvisk börn — sem og börn víðar um Iand, ef að líkum lætur — i bió um helgar. Þá verður þrjú-bíó yfirleitt fyrir valinu, bæði tímans vegna og eins vegna hins, að þá bjóða kvik- myndahús sérstök kjör. Myndirn- ar, sem sýndar eru á þessum tíma, eru yfirleitt svokallaðar barna- myndir. Þótt skömm sé frá að segja þá er ég ekki iðin við að sækja þessar sýningar með börnum mínum, þó hefur það komið fyrir að ég hef farið með. Það eitt er kapituli út af fyrir sig hvers konar samkom- ur þessar barnasýningar eru út frá umgengnis- og kurteisissjón- armiði, en að mínum dómi er þar um alvarlegt mál að ræða. Þar á hver og einn fótum fjör að launa .— og um leið olnbogum — i troðn- ingnum þegar farið er út og inn. Svo þegar inn er komið þá upp- hefst hinn æðisgengnasti öskur- kór og popppokasprenginga- keppni, þannig að aðalskemmtun- in virðist í þessu fölgin. Ég ætlaði eitt sinn með fimm ára dreng i kvikmyndahús i Ösló, þar sem sýnd var ný mynd frá afgreiðsluborðinu. En það hafði ekki verið gert betur og rækilegar en svo að við fundum bæði hár og bióð á öxinni. Ég starði full af hryllingi á axirnar. — Meinarðu að hann... hafi þurrkað af öxinni og hengt hana aftur hjá hínum verkfærunum eins og ekkert væri...? — Já ég meina það... En það er engin af þessum sem eru þar núna, svo að þér er óhætt að slappa af... Því miður er ýmis- legt annað i sambandi við þetta morð sem okkur gengur ekki eins vel að upplýsa. Hann tók fram pípuna sína og stakk henni milli varanna en gleymdi að kveikja f. — Sandell og morðingi hans, sagði hann — hafa að öllum Ifk- indum staðið f svipuðum sporum og við gerum núna. Trúlega hafa þeir farið að rffast, morðinginn hefur gripið öxina á veggnum og reitt hana til höggs... höggið hitti Sandell f höfuðið rétt við vinstra eyra og hann hefur áreiðanlega hnigið niður samstundis. Við höf- um ekki fengið enn niðurstuðu úr krufningunni, en læknirinn telur að hann hafi misst meðvitund Walt Disney. Þá komst ég að því, mér til mikillar furðu, að óleyfi- legr var að koma með börn yngri en sjö ára í kvikmyndahús og yngri börn en tólf ára fengu ekki aðgang nema þau væru i fylgd með fullorðnum. Þegar ég fór að hugsa það mál, fannst mér þetta alls ekki svo vitlaus ráðstöfun, — sérstaklega ekki þegar ég minnt- ist barnasýninga hér á íslandi. En þetta var nú útúrdúr. Aðalerindið var að skora á kvik- myndagagnrýnendur að láta barnamyndir til sín taka, ekki síð- ur en þær myndir, sem ætlaðar eru öðrum aldursflokkum. % Sömu myndirnar ár eftir ár Hér hefur viljað brenna við, að sömu myndirnar séu sýndar ár eftir ár, og ber þar mest að svo- kölluðum hasarmyndum. Tarsan- myndirnar eru náttúrlega eftir- sóttar, enda virðist börnum þykja þær mjög svo spennandi og skemmtilegar. En þegar þær sömu eru sýndar í mörg ár sam- fleytt, þá fer ekki hjá þvi að spurt sé um tilganginn. Svo mikið vita þeir, sem eitt- hvað fylgjast með því, sem gerist í kvikmyndaheiminum, að mikið er gert á ágætum barnamyndum, sem aldrei sjást hér. Ég er ekki í nokkrum vafa um á fólk myndi með ánægju greiða heldur meira fyrir aðgöngumiða á barnasýning- ar ef úrvalið væri meira og betra en nú er. Það er talað um að kvenfólk sé annars flokks þjóðfé- lagsþegnar, en hvað má þá segja um börnin?" # Helgistund í barnatíma sjónvarpsins E.B., sem er móðir á Akureyri skrifar: „Ágæti Velvakandi. Lengi hefur mig langað til að skrifa þér um sérstakt áhugamál mitt, þótt ekki hafi ég látið verða af þvi fyrr en nú. Mig langar sem sé til þess að sjónvarpið taki til athugunar hvort ekki eigi að flytja stutta helgistund I lok hvers barnatima. Sjálf hef ég reynt að kenna börnum mínum vers og les alltaf. með þeim bænir. Þau fara i sunnudagaskóla og ég treysti mér til að fullyrða, að af þessu hafi þau ekki haft nema gott, þótt á siðari árum hafi talsvert borið á þvi, að fólk sé á móti því að guðs- orð sé haft fyrir börnum og telji að með þvi sé verið að innprenta þeim eitthvað, sem enginn geti tekið ábyrgð á að standist. Ég hef hugsað talsvert um þetta, þvi að það er svo langt í frá að ég sé staðföst í trúnni. Miklu fremur tel ég mig vera efasemda- manneskju, en þó treysti ég börn- unum mínum alveg til að hlusta á guðsorð og trúa því svo, sem þau vilja trúá. Mér finnst hraðinn og óskapagangurinn svo mikill i þessu þjóðfélagi, að ekki veiti af að hafa eilthvað gott fyrir börn- unum, og þess vegna datt mér i hug þetta með barnatímann. Mér þætti vænt um að heyra skoðun fleiri foreldra á þessari hugmynd. E.B.“ HOGNI HREKKVISI ; tmmmm ÓDVRIR OG HENt GIR I mörgum stærðum serður Sendum hvert á land •• »• Biðjlð um myndalista STIL-HÚSGOGN AUDRRFKKU 63 KÓPAVOG Ml 44600 INGÓLFS - CAFÉ Bingó kl. 3 e.h. Spilaðar verða 11 umferðir. Borðapantanir í síma 1 2826 HÖTfL /A<iA LÆKJARHVAMMUR/ ÁTTHAGASALUR Hljómsvert Ragnars Bjarnasonar söngkona Þuríður Sigurðardóttir Dansað í kvöld til kl. 1 oq rattfat TRÚLOFUNARHRINGA rífl nfHthmt MYNDAUSTA PÓSTSENDUM, ttMMffnna ^ulismibur Uóbannta Itifsson laugabtgi 30 BtiHnabife . SjMI ^ EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU SIG€A V/öGA É VLVtm* LKí 0 6GL0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.