Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975 Rafmagnstruflan- ir í Stykkishólmi Stykkishólmi, 6 des. 1975 I GÆR var hér rafmagnslaust f um 3 klst, vegna bilunar við Andakflsárvirkjun. Var þetta á tfmabilinu kl. rúml. 2 til rúml. 5 eða á versta tíma. Varð að hætta afgreiðslu á opinberum stöðum eða afgreiða við kertaljós. Var það mjög erfitt, t.d. á pósti og sfma. Hefir nokkrum sinnum komið fvrir að rafmagn hafi farið af og einnig er það oft að spennu- fall verður og er það ekki gott fvrir viðkvæm rafmagnstæki. Er þessi raforka þvf ekki eins trygg og þegar dfselstöðvarnar voru hér. Vonandi verður hægt að bæta úr þessu. S.l. fimmtudagskvöld lagði m.b. Sæljón S.H. 103 af stað frá Reykjavík til Snæfellsness. Var þá suðaustan strekkingur. Þegar keyrt hafði verið f 2 klst. breyttist veður og gerði suðvestan af- spyrnuveður með éljagangi, og haugasjó. Þegar báturinn átti u.þ.b. 2 stunda siglingu eftir að Malarrifi kom á hann brotsjór og færði í kaf að aftan og braut skjól- borð bakborðsmegin. Þá hafði byrðingurinn slegið úr sér sem kallað er og kom leki að bátnum, en þó ekki það mikill að dælur höfðu að mestu við. Þegar til Ölafsvíkur kom var veður farið að ganga niður og þar var báturinn þurrausinn. Hafði sjór lítilsháttar komist f lest, en ekki í vélarrúm svo vélar gengu eðlilega. Farið var með bátinn í slipp í Stykkis- hólmi þar sem gert verður við það sem aflaga fór, en skemmdir eru ekki eins miklar og álitið var í fyrstu. Fréttaritari. Sagan af Dúdúdú eftir Öm Snorrason BÓKAUTGAFA Þórhalls Bjarna- sonar hefur sent frá sér bókina „Sagan af Dúdúdú" eftir Örn Snorrason með myndskreytingu Halldórs Péturssonar, en myndir hans hafa löngum hitt f mark. Á bókarkápu segir að Örn Snorrason móðgi ekki unga lesendur með því að bjóða þeim tæpitungu eða halda frá þeim hverju sem þarf umhugsunar við. Hann leiki sér að alls konar hug- myndum úr nútíð og fortíð: skrifi ævintýri þar sem minnzt er á kosningar, mengi og mengun. Hann yrkir jafnvel kostuleg atóm- Ijóð sem ein sögupersónan flytur konungi að fornum sið. Sífrjó gamansemi höfundarins og skringileg fyndni leika lausum hala. En þó hlátursefnin séu mörg og óvænt á hverri sfðu, gleymir höfundur ekki alvörunni. Sagan hefur lærdóm að flytja eins og allar góðar sögur. Sagan af Dúdúdú er 88 bls. að stærð, sett og prentuð i Víkings- prenti, en bókband er unnið í Bókfelli. IFANNAKLOM eftir Desmond Bagley Ný skáldsaga frá liendi þessa geysivin- sæla höfundar. Margir telja að hér sé á ferðinni skemmtilegasta og besta bók Desmond Bagleys til þessa. SUÐRI Ljósmynd Sv. Þorm. NC STENDUR yfir sýning á alls kyns listmunum á Háteigsvegi 30. Það er frú Guðrún Guðjónsdóttir, sem stendur fyrir sýningunni en á henni er að finna fjölbreytt úrval listmuna, svo sem málverk eftir vini Guðrúnar, vefnað, prjónavörur, útsaum, bækur og gamla þjóðlega muni. Guðrún hefur sjálf gert marga af þessum munum. Reglur um erlend- ar lántökur hertar Skulduðum tæpa 60 milljarða í júnílok HINUM mikla viðskiptahalla undanfarinna tveggja ára hefur, svo sem kunnugt er, fylgt veruleg aukning erlendra skulda þjóðar- búsins og mun greiðslubyrði vegna vaxta og afhorgana af þess- um skuldum þyngjast mjög á næstu árum. I júnflok s.l. skuld- uðu tslendingar 58 milljarða f erlendum skuldum til eins árs eða lengri tfma. Til þess að stemma stigu við þessari þróun hefur reglum um veitingu leyfa til að taka lán er- lendis til lengri tíma en eins árs verið breytt. Með breytingunum eru reglur um lántökur af þessu tagi hertar frá þvi, sem gilt hefur. Helztu breytingarnar eru þær, að framvegis mega erlend lán vegna kaupa á skipum og flugvél- um, nýjum sem notuðum, ekki vera hærri en sem nemur % hlut- um samnings- eða kostnaðarverðs. Ríkisstjórnin hyggst með þessum breytingum draga úr frekari skuldasöfnun erlendis og takmarka erlendar lántökur svo sem frekast er unnt. AlKa.ÝSINCASÍMINN ER: 22480 . X-x-v.v ' ::::::::: •:•:•:•■ ÞÉR TRYGGIÐ RÉTT LJÓSMAGN OG GÓÐA LÝSINGU MEÐ ÞVÍ AÐ VELJA RÉTTA PERU Engin ein pera getur fullnægt öllum kröfum yðar. Þess vegna býður OSRAM yður fjölbreytt úrval af hvers konar perum, til þess að þér getið valið rétta peru og það Ijósmagn sem þér þarfnist. Peru-úrval OSRAM gerir yður kleift að velja rétta lýsingu. OSRAM vegna gæðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.