Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975 70 gamlir Nóbelshafar við- staddir afhendinguna í gær Stokkhólmi, 10. desember. Einkaskeyti frá AP. UM 70 fyrrverandi Nóbels- verðlaunahafar voru við- staddir hátfðahöld í tilefni 75 ára afmælis sænsku Nóbelsstofnunarinnar f dag. Karl Gústaf konungur afhenti Nóbelsverðlaunin f ár f Alvsjö skammt frá Stokkhólmi en afmælið var haldið hátfðlegt f við- hafnarveizlu f ráðhúsi Stokkhólms. I tilefni afmælisins og þess aö tveir verðlaunahafanna í ár eru Danir, var Margrét Danadrottn- ingu og Hinriki prins boðið að taka þátt í hátíðarhöldunum. Erlendum þjóðhöfðingjum hefur aldrei áður verið boðið til hinnar árlegu Nóbelshátíðar. Elztu Nóbelsverðlaunahafarnir við hátiðarhöldin í dag voru Albert Szent-Györgyi, Banda- ríkjamaður af ungverskum ættum sem hlaut verðlaunin f læknisfræði 1937 og Daninn Albert Dam sem hlaut læknis- fræðiverðlaunin 1943. Meðal annarra kunnra verð- launahafa voru Linus Pauling frá Bandaríkjunum, sem hefur bæði fengið Nóbelsverðlaun f efna- fræði og friðarverðlaun Nóbels og fyrrverandi formaður bandarfsku kjarnorkumálastofnunarinnar, Glenn T. Seaborg. Eina konan úr hópi verðlauna- hafanna var Dorothy Hodgkin sem fékk verðlaunin í efnafræði 1964. Alls voru um 3000 manns viðstaddir athöfnina. Fyrstir tóku við verðlaunum úr hendi Karls Gústafs Svíakonungs Aage Bohr, 58 ára Dani og sam- starfsmaður hans, Ben Mottelson, og prófessor James Rainwater, 57 ára frá Bandaríkjunum, sem fá eðlisfræðiverðlaunin, en þau nema 630.000 krónum. Meðal áhorfenda var Margrethe Bohr, móðir Aage og ekkja vísinda- mannsins fræga Niels Bohr sem fékk þessi sömu verðlaun árið 1922. Þremenningarnir fá verð- launin fyrir kenningar sínar um byggingu og eðli atómkjarna. Þá tóku John Warcup Corn- forth, 58 ára prófessor við Sussex- háskóla á Englandi og Vladimir Prelog, 69 ára prófessor í Ziirich i Sviss, við efnafræðiverðlaun- unum fyrir starf sitt að þrfvfddar- rannsóknum á lffrænu efni. Corn- forth er heyrnarlaus, en hefur með þjálfun yfirstigið þann vanda sem það skapar fyrir vís- indamann og áunnið sér fádæma einbeitingarhæfileika. Þrfr Bandaríkjamenn tóku við læknisfræðiverðlaununum í ár, — þeir Renato Dulbecco, 61 árs Itali sem starfar í Englandi, How- ard Temin sem er 42 ára og starf- ar við Wisconsin-hásköla og David Baltimore, sem er 37 ára og yngsti verðlaunahafi f þessari grein hingað til. Hann starfar við Massachusetts Institute of Technology. Þeir deila verðlaun- unum fyrir rannsóknir á krabba- meinssviðinu. Þá var röðin komin að verð- launahafanum f bókmenntum, ftalska skáldinu Eugenio Mont- ale, sem er 79 ára að aldri. Mont- ale er veikburða orðinn og á erfitt með gang, en hann tók engu að siður við verðlaunum sínum við athöfnina í dag. Það var fornvin- ur hans og þýðandi dr. Anders Osterling sem flutti ávarp Mont- ale til heiðurs, en Osterling, sem er 91 ár og fyrrum ritari sænsku akademíunnar, var talinn helzti forvígismaður þess innan aka- demíunnar að Montale hlyti verð- launin. Osterling er sjálfur ljóð- skáld og er enn virkur bók- menntagagnrýnandi. I ávarpi sfnu sagði hann m.a. að þrátt fyr- ir grundvallarbölsýni sína væri Montale „ekki fæddur það skáld sem hann er ef hann tryði því ekki undir niðri að ljóðlist, — án þess að vera fjölmiðill —, væri ekki, jafnvel á okkar tímum, hljóðlátt afl, sem án þess að tekið sé eftir getur orkað sem ein af röddum sam- vizku mannsins. Hún heyrist að vísu ógreinilega en er ódrepan- leg og ómissandi". Montale reis óstyrkur á fætur og konungur gekk til hans og afhenti verðlaunin, en venjan er að vió- takandi gangi til konungs. Að lokum veittu Bandaríkja- maðurinn Tjalling C. Koopmanns, sem er 65 ára og starfar við Yale- háskóla, og Sovétmaðurinn Leon- id Kantorovich frá sovézku vfs- indaakademíunni, viðtöku hag- fræðiverðlaununum, sem f ár voru veitt í sjötta sinn. Kantoro- vich er fyrsti sovézki borgarinn sem hlýtur þessi verðlaun, en hins vegar hafa tveir bandariskir borgarar af sovézkum ættum hlot- ið þau. Kantortovich fékk að fara úr landi til að taka við verðlaun- um sfnum, en það fékk landi hans, friðarverðlaunahafinn Andrei Sakharov, hins vegar ekki. Að lokinn athöfninni héldu verðlaunahafarnir og um 1.100 út- valdir gestir til veizlu í ráðhúsi Stokkhólms, þar sem var snætt, rætt og dansað, auk þess sem fleiri ræður voru haldnar, þ.á m. af Olof Palme forsætisráðherra. AP mynd. UMSÁTUR í LONDON — Lögreglan í Lundúnum sagði I gær að umsátrið um liðsmenn írska lýðveldishersins (IRA) sem halda miðaldra hjónum í gíslingu í íbúð í miðborginni gæti staðið fram að jólum. Hér sést vopnaður lögreglumaður verja óeinkennisklæddan lögreglumann sem hleypur frá inngangi byggingarinnar þar sem íbúðin er. Lögreglan er sannfærð um að einn IRA-mannanna sé morðingi Ross MacWhirter, höfundar Guinness-metaskrárinnar. „Einn mesti vörður mann- réttinda á okkar tímum” Á ÞENNAN hátt gerði Aase Lionæs, formaður Nóbelsnefndarinnar m.a. grein fyrir veitingu verð- launanna til Andrei Sakharovs: „Á þessu ári hefur Nóbels- nefndin veitt friðarverðlaunin einum mesta baráttumanni mannréttinda á okkar tímum. Hinn hugrakki persónulegi trúnaður Sakharovs við vernd- un grundvallaratriða friðar milli manna er mikill aflgjafi allrar virkilegrar friðarbaráttu. An tilslakana og með óbrigð- ulum styrk hefur Sakharov barizt gegn misbeitingu valds og brotum gegn mannlegri reisn, og hann hefur barizt af ekki minna hugrekki fyrir hug- myndinni um stjórn reista á virðingu fyrir lögum." Sfðan sagði Lionæs: „Sakharov hefur á áhrifa- mikinn hátt, lagt áherzlu á það að óhagganlegur réttur manna er eini öruggi grundvöllurinn fyrir raunverulega og varan- lega samvinnu þjóða." Þá sagði hún að Sakharov hefði við erf- iðar aðstæður aukið virðingu manna á þeim verðmætum sem sameini alla sanna unnendur friðar. Síðar sagði Lionæs: „I einu mikilvægu tilliti telur Sakhar- ov . . . að viðhorf hans hafi haft áhrif. Þetta var þegar Banda- rfkin og Sovétrfkin luku við samkomulag um bann við kjarnorkutilraunum í andrúms- loftinu í geimnum og í hafinu árið 1963. I þessu sambandi telur hann náið samband Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna sérstaklega mikilvægt. Hann lítur svo á að friðsamleg sambúð þessara tveggja stór- velda gæti orðið að veruleika ef stjórnkerfi þessara tveggja ríkja gætu nálgast á einhvern hátt. Sakharov telur að slík samvinna geti komið í veg fyrir kjarnorkustyrjöld sem hann kallar sameiginlegt sjálfs- rnorð." I ræðu sinni gat Lionæs fram- lags Sakharovs til Helsinkisátt- málans og lýsti honum sem eins af höfundum „detente"- stefnunnar. Hún lauk ræðu sinni með þessum orðum: „Hið mikla framlag Andrei Sakhar- ovs til friðar er að hann hefur barizt á einstaklega áhrifa- mikinn hátt og við afar erfiðar aðstæður f anda sjálfsfórna, til að afla virðingar þeim verð- mætum sem Helsinki- samkomulagið lýsir sem tak- marki sfnu." Andrei Sakharov Baráttan fyrir pólitískri sakarupp- gjöf er barátta fyrir framtíð mannkyns” sagði Andrei Sakharov í þakkarávarpi sínu EFTIRFARANDI er þakkarávarp Andrei Sak- harovs sem eiginkona hans, Yelena las upp er hún veitti friðarverð- launum Nóbels viðtöku fyrir hans hönd í Osló f gær: „Ég er mjög þakklátur og mjög stoltur. Ég er stoltur yfir því að sjá nafn mitt við hlið nafna margra framúrskarandi manna, þ. á m. Albert Schweitz- er. Fyrir þrjátíu árum var ekkert eftir af helmingi lands míns og helmingi Evrópu annað en rústir einar. Milljónir manna syrgðu og syrgja enn ástvini sfna. Fyrir alla þá sem gengu f gegnum heimsstyrjöld- ina sfðari, hryllilegustu styrjöld veraldarsögunnar, hefur stríðshugmyndin sem versta stóráfall sem fyrir allt mannkyn getur komið, ekki aðeins orðið abstrakt hugtak heldur djúp persónuleg tilfinn- ing, — grundvöllur gjörvallrar heimssýnar einstaklingsins. Til að halda sjálfsvirðingu sinni þurfa menn að breyta í sam- ræmi við almenna þrá manna eftir friði, eftir raunverulegri bættri sambúð, eftir virkilegri afvopnun. Þetta er ástæða þess að ég er svo djúpt snortinn að þér metið starf mitt sem fram- lag f þágu friðar. En það sem gladdi mig mest var að sjá að nefndin leggur í niðurstöðum sínum áherzlu á sambandið milli verndar friðar og verndar mannréttinda, — að verndun mannréttinda tryggir raunverulega samvinnu þjóða til langframa. Þannig hafið þér ekki aðeins útskýrt eðli starfs mfns, heldur einnig veitt því aflmikinn stuðning. Að veita verðlaunin manni sem ver pólitísk og borgaraleg réttindi fyrir ólöglegum og til- viljunarkenndum aðgerðum hefur í för með sér staðfestingu grundvallaratriða sem gegna svo mikilvægu hlutverki f mótun framtfðar mannkyns- ins. Fyrir hundruð manna, sem ég þekki eða þekki ekki, sem margir greiða hátt verð f þágu þessara sömu grundvallaratriða (frelsissviptingu, atvinnuleysi, fátækt, ofsókna, útlegð) er ákvörðun yðar mikil persónu- legur gleðivaki og hvatning. Mér er þetta allt ljóst en mér er einnig ljós önnur staðreynd: 1 núverandi ástandi er það merki vitsmunalegs hugrekkis og mik- illar réttsýni að veita verð- launin manni sem hefur skoð- anir sem stangast á við opin- bera afstöðu leiðtoga stórs og áhrifamikils ríkis. Þannig met ég ákvörðun Nóbelsnefnd- arinnar. Ég tel hana einnig sýna umburðarlyndi og réttan anda stefnunnar um bætta sam- búð ríkja. Ég vil gera mér vonir um að jafnvel þeir sem nú Ifta ákvörðun yðar efasömum aug- um eða óánægjuaugum muni eiga eftir að verða henni sam- mála. Stjórnvöld f mínu landi synj- uðu mér um þann rétt að fá að fara til Osló á þeim forsendum að ég þekki rikis- og hernaðar- leyndarmál. Ég held að ekki hefði reynzt erfitt að leysa þetta öryggisvandamál á að- gengilegan hátt fyrir yfir- völdin, en því miður var það ekki gert. Ég get ekki tekið persónulega þátt í athöfninni f dag. Ég þakka vinum mfnum sem búa erlendis og heiðruðu mig með því að vera gestir mínir hér. Ég hafði einnig boðið vinum mfnum í heimalandi mínu Valentin Turchin, Yruy Orlov og tveimur merkustu baráttu- mönnum réttlætis, laga, heiðar- leika, Serghey Kovalyev og Andrey Tverdokhlebov, sem báðir eru í fangelsi og bíða dóms. Ekki aðeins tveir hinir Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.