Morgunblaðið - 11.12.1975, Page 40

Morgunblaðið - 11.12.1975, Page 40
13 DAGAR TIL JÓLA SERVERSLUN MEÐ SVÍNAKJÖT SILD FISKUR FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1975 Einar ræðir við Luns og Callaghan EINAR Agústsson utanríkisráð- herra kom til Brtissel í gær, en hann mun sitja þar ráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, sem hefst í dag. Morgunblaðið hafði samband við Einar í gær og sagðist hann mundu eiga fund með Joseph Luns, aðalfram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins, klukkan 9.30 fyrir hádegi í dag. Munu þeir ræða um fisk- veiðideilu Breta og Islendinga. Klukkutíma síðar hittir Einar svo James Callaghan, utanríkisráð- herra Breta. Ekki kvaðst Einar búast við neinum nýjum tillögum frá Callaghan til lausnar fisk- veiðideilunni, né heldur kvaðst hann hafa nokkuð nýtt að bjóða Bretum. Týndi Brighton klippuklippunum? ALLT bendir til þess að freigátan Brighton hafi týnt klippuklipp- unum sinum nú fyrir nokkrum dögum — að því er Helgi Hallvarðsson, skipherra á Þór tjáði Mbl. Eftir að fréttist af þessu tæki, sem Bretar hafa ætlað að nota til þess að klippa á klipp- ur varðskipanna hafa varðskipin búizt við að verða þess vör. I átökunum, er Þór klippti á togarann St. Giles, sáu varðskips- menn að eitthvað hékk aftan úr skut freigátunnar, sem kom á miklum hraða, um 28 mílum, að Þór. Klippunum í freigátunni var varpað f sjóinn og nú átti að láta hart mæta hörðu, en að öllum líkindum hefur freigátan verið á of miklum hraða og þegar brezku klippurnar komu f sjóinn og mót- Baldur bilaður Áhöfn Landhelgisgæzlunnar, sem verið hefur á Árvakri og flytjast átti yfir á skuttogarann Baldur fer ekki út á Baldri um sinn held- ur Arvakri, þar sem alvarleg bil- un hefur enn komið fram í Baldri. Spilin, sem voru biluð og voru ástæða þess að togarinn fór utan tif viðgerðar, eru ekki betri við heimkomuna en þau voru áður. Jafnframt er eitthvað að vélum skipsins. Viðgerð getur tekið ein- hvern tíma og á meðan verður Höskuldur Skarphéðinsson skip- herra og skipshöfn hans með Ar- vakur. Með bilað spil er ekki unnt að klippa togvíra. staðan jókst skyndilega, mun allt hafa slitnað aftan úr Brighton. Þannig fór um sjóferð þá. Klukkan fimm f gær var haldinn fyrsti samningafundur samtaka launþega og vinnuveitenda. Bjern Jónsson, forseti ASl, er formaður samninganefndar Alþýðusambandsins. Tveir af forystumönnum launþega, þeir Björn og Jón Sigurðsson, sjást hér áður en fundurinn hófst ræða við nokkra forystumenn vinnuveitenda, þá Barða Friðriksson Jón H. Bergs og Gunna^ Guðjónsson. Átök Falmouths og Þórs í fyrrakvöld: Freigátan reyndi að slá Þór með íshnífum Freigátuskipherrarnir þyrftu aldrei að standa fyrir almennum dómstól- um ef eitthvað kæmi fyrir — segir Helgi Hallvarðsson, skipherra á Þór ROLEGT var á miðunum fyrir austan ( gærdag og hamlaði veður veiðum fyrst framan af degi. Átta vindstig voru og haugasjór, en eftir þvf sem á daginn leið, gekk veður niður. llm 40 til 50 togarar voru á miðunum og f einum tog- arahópnum var varðskipið Týr og tókst honum að mestu að halda þeim hópi frá veiðum. Varðskipið Þór fór f gær inn á Seyðisfjörð til þess að huga að þremur brezkum duflum, sem slitnað höfðu upp úr kafbátagirðingu, sem verið hefur f firðinum frá strfðsárunum. Morgunblaðið náði í gær tali af Helga Hallvarðssyni, skipherra á Þór, þar sem hann var á Seyðis- firði. Helgi sagði, að brezku verndarskipin og freigáturnar sérstaklega brytu allar alþjóð- legar siglingareglur. Hann kvað freigáturnar ekki víla fyrir sér að virða siglingareglur að vettugi, enda gætu þær það í skjóli þess að sjóliðsforingjarnir, sem stjórn- uðu þeim, þyrftu aldrei að koma fyrir dómstól og standa reikning gerða sinna. Kæmi eitthvað fyrir þá á siglingu, yrði settur yfir þá herdómstóll, sem hefur sérstakan skilning á hernaðaraðgerðum, og hernaðarnauðsyn bryti lög og þeir yrðu þvf sýknaðir. Varðskips- menn væru ekki f neinum her, og ef þeim yrði eitthvað á í messunni, yrðu þeir að standa ábyrgir gerða sinna fyrir sjódómi. Þetta kvað Helgi meginskýringu þess að brezki flotinn hagaði sér svo dólgslega. Um atburðina á laugardag sagði Helgi að fregnir brezkra blaða- manna, sem væru um borð í að- stoðarskipum brezka togaraflot- ans, hefðu ekki átt við rök að styðjast. Aldrei hefði verið hreyft við yfirbreiðslum á byssum Þórs og hann hefði aldrei hótað að skjóta, hvað þá móttekið nokkra orðsendingu frá yfirmanni Brighton. Skýringu Hálfdans Henrýssonar, sem birtzt hafi í Morgunblaðinu, hafi hins vegar verið rétt, menn hefðu staðið í námunda við aftari byssuna af því að þar hafi verið skjól og þar sem mikill sjór hafi verið og Þór þvi oltið talsvert, hafi ef til vill ein- hver stutt sig við byssuna, enda væri hún til þeirra hluta ágæt. Helgi sagði að engin orðaskipti hefðu farið fram á milli freigát- anna og Þórs utan í fyrrakvöld, er Þór hafi hitt Falmouth á Vopna- fjarðargrunni. Þá hafi freigátan verið uppi með flögg, sem merktu Framhald á bls. 22 Ráðherra ákvarðar gildi framlagðra gagna frá Sunnu GUÐNI Þórðarson, forstjöri Sunnu og Air Viking, lagði f gær fram f samgönguráðuneytinu gögn varðandi getu fyrirtækisins til að annast Kanarfeyjaferðir fram til 10. janúar er ferðaskrif- stofuleyfi Sunnu rennur endan- Flugleiðir gera samning um vöruflutninga í Afríku FLUGLEIÐIR h.f. hafa gert stór- an samning við aðila f Nfgerfu um flutninga á farangri pflagrfma, sem eru á heimleið frá Meeca. Flogið verður frá horginni Jidda f Saudi Arabiu til borganna Kano og Lagos f Nígerfu. Alls verða flognar 45 ferðir. Samningurinn hljóðar upp á 1,6 milljónir dollara eða 271,5 milljónir króna. Er eingöngu um að ræða flutninga á varningi, sem pflagrfmar hafa með sér heim. Pflagrfmarnir, sem kallast Hadji- menn hafa heimild til að taka með sér til Nfgerfu ótakmarkað magn af tollfrjálsum varníngi, svo sem litsjónvörp, heimilistæki og slfkt. Til þessara flutninga munu Flugleiðir nota leiguflugvél frá Seaboard í Bandaríkjunum, af gerðinni DC-8. Flugmenn frá Loftleiðum munu fljúga henni og verða þeir staðsettir í Kano. 38 ferðanna verða til Kano en 7 til Lagos. Lfklegt er að leiguvélin anni ekki ferðunum til Lagos og að flugvél frá Cargolux verði látin sjá um þann hluta flutninganna. Þórarinn Jónsson hefur að miklu Ieyti annast samningagerð- ina fyrir hönd Flugleiða. Flutn- ingarnir hefjast 1. desember og standa til 11. janúar. lega út samkvæmt leyfissviptingu ráðuneytisins. Sagði Guðni f sam- tali við Morgunbiaðið f gær að hann vissi ekki betur en þessi gögn hefðu verið tekin góð og gild. Brynjólfur Ingólfsson ráðu- neytisstjóri staðfesti f samtali við Morgunblaðið að Guðni hefði komið með ýmis gögn f ráðuneytið rétt fyrir lokun þess í gær, svo að eftir væri að skoða þau betur og myndi ráðherra taka ákvörðun um hvort hann teldi þau fullnægj- andi. Ráðuneytisstjórinn kvaðst alls ósmeykur við fullyrðingar Guðna um að leyfissvipting Sunnu væri lögleysa — hann væri þess full- viss að sú ákvörðun gæti á allan hátt staðist lagalega. Hann kvað einnig fullyrðingu Guðna um að hvergi lægi neitt fyrir hjá sam- gönguráðuneytinu um vanskil af hálfu Sunnu ekki rétta, þar eð ráðuneytið hefði fengið upplýs- ingar um fjárhagsstöðu Sunnu er sýndi vanskil bæði í formi fall- inna víxla og innstæðulausra tékka. Ráðuneytisstjórinn var þá spurður um sannleiksgildi stað- hæfinga Guðna um að ákvörðun samgönguráðuneytisins um leyfissviptingu Sunnu væri að frumkvæði Seðlabankans. Ráðu- neytisstjórinn svaraði því til, að ráðuneytinu hefði borizt reikn- ingar frá Seðlabankanum um stöðu fyrirtækisins í nóvember en tók fram að þá hefði ráðuneytið ekki enn verið búið að fá í hendur uppgjör Sunnu fyrir árið 1974, sem þó hefði átt að berast fyrri- hluta þessa árs. Hefði ráðuneytið þrívegis ítrekað það við ferða- skrifstofuna að fá þetta uppgjör en árangurslaust. Hins vegar stað- festi ráðuneytisstjórinn að- spurður að það hefði ekki verið að frumkvæði ráðuneytisins sjálfs að reikningar Sunnu bárust því nú í nóvember. Hins vegar kvaðst hann líta svo á, að það væri í verkahring Seðlabankans að fylgjast með viðskiptum lána- Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.