Morgunblaðið - 16.12.1975, Page 1
40 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
288. tbl. 62. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Mál íslands fer
Öryggisráðið í
fyrir
dag
Kosningasigur Mal-
colms Frasers í öllum
kjördæmum Ástralíu
hefur vakið óskipta
athygli víða um lönd.
Myndin er frá kosninga-
fundi Frasers í Perth,
þar sem voru 8 þúsund
manns.
(Sjá frétt á bls. 38)
New York. 15. des. — Frá Elfnu Pálmadóttur
Höfuðpaurinn setti lát
sitt á svið fyrir 2 árum
LtKLEGT ER talið að mál tslands komi fyrir Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna sfðdegis á morgun, þriðjudag, skv.
upplýsingum blaðafulltrúa S.Þ. en gæti þó breytzt. Þó á
ráðið enn eftir að taka ákvörðun um hvort málið sé
nægilega stórt og merkilegt til að vera tekið fyrir. Það er
ekki gert fyrr en opinber fundur hefst. Bretar eru þar
viðstaddir, en ekki tslendingar.
t öryggisráðinu eru 15 þjóðir. og eru hingað
Bretar eru meðal fastafuil-
trúanna fimm, sem eru Kina,
Bandarikin, Sovétríkin, Frakk-
land og Bretland, og hafa þau
hvert fyrir sig neitunarvald. Á
opinbera fundinum tekur tsland
sæti og fær ambassador okkar
tækifæri til að skýra málstað
tslendinga. En tillaga sem
tslendingar geta samið verður að
flytjast af einhverri af þjóðunum,
sem sæti eiga f ráðinu. Aðrar, sem
þar eiga sæti nú, eru Costa Rica,
ttalia, Guyana, Irak, Japan,
Máritanía, Sviþjóð, Kamerún,
Hvíta-Rússland og Tanzanía. Hafa
þeir Ingvi Ingvarsson ambassador
og Hans G. Andersen ambassador
verið að sitja fyrir fulltrúum þess-
ara þjóða og ræða við þá, til að
afla fylgis við málstað Islands.
Ivory Richard, fulltrúi Breta, er
nú forseti öryggisráðsins og
ræður sjálfur hvort hann víkur úr
því sæti meðan um þetta mál er
fjallað. Geri hann það, mun
Salim, fulltrúi Tanzaníu, væntan-
lega setjast í forsetastól. En
þjóðirnar skiptast á um að vera i
forsæti.
Blaðafulltrúi Breta sagði mér
að hann væri að hugleiða þetta
enn.
öryggisráðið hefur haft i mörg
horn að líta að undanförnu og
fjallað um stór mál og mikilvæg,
árás tsraela á þorp i Libanon þar
sem drepnir voru tugir manna.
Kýpurmálið sem fjallað var um
allan daginn á laugardag og nú
málefni Timor og innrás
Indónesa I það land, það verður
tekið fyrir á fundi siðdegis i dag
138 pílagrímar
fórust í bruna
nálægt Mekka
eru hingað komnar sendi-
nefndir með fulltrúum frá ýms-
um hópum þar, Malayum og
Indónesum. Hversu mikilvægt
mál tslendinga virðist innan um
slíkt er erfitt að gera sér grein
fyrir. Blöð hér hafa varla minnzt
á deiluna og um 100 blaðamenn á
fundi i aðalstöðvunum hér spurðu
aðeins hvenær tsland kæmi fyrir
og kvikmyndin af árekstrunum á
miðunum fyrir austan, sem kom í
sjónvarpi hér um hélgina,
reyndist að þeirra dómi ekki not-
hæf vegna þess að hún endar áður
en áreksturinn við varðskipið
raunverulega varð og myndin
náði varla þeim gæðaflokki, sem
sjónvörp hér vilja. Aftur á móti
var franski sjávarkönnuðurinn
Cougteau í sjónvarpi um helgina
og fjallaði um hafréttarmál og
sagði m.a. að útfærsla allra landa
i 200 mílur væri næstum
glæpsamleg, það jafngilti þvi að
skipta höfunum öllum I 140
eignarhluta og að þjóðirnar ættu
að halda sig við samþykktir
Sameinuðu þjóðanna frá 1970 um
að allur heimur ætti að njóta góðs
af höfunum. Nefndi hann að for-
dæmi tslands og Mexikó væri
slæmt fordæmi. Svo erfitt yrði að
ná skynsamlegum skiptum af auð-
æfum hafsins eftir þetta. En hann
var aðallega að ræða um
mengunarmál og síðan hafið í
heild.
Um úrslit máls tslands ef og
þegar um það verður fjallað i
öryggisráðinu er erfitt að spá
Ekki verður fram hjá því gengið
að minnast þess að í sáttmála
Sameinuðu þjóðanna stendur að
þegar um lagalegt atriði er að
ræða i deilu, sem vísað er til
Öryggisráðsins. þá skuli ráðið
mæla með að vísað sé til alþjóða-
dómstólsins í Haag, og af að
fylgjast með umræðum í Öryggis-
Framhald á bls. 27
IRA-mennirnir í London:
London 15. desember AP.
LÖGREGLAN í London hefur staðfest, að maður, sem gengið hefur
undir nafninu Michael Wilson og hefur verió mest eftirlýsti maðurinn
f Bretlandi undanfarna mánuði, sé f varðhaldi í London, eftir að hann
og þrfr félagar hans úr IRA gáfust upp á föstudag. Fjórmenningarnir
höfðu þá haldið miðaldra hjónum f gfslingu í 6 daga, eða frá þvf að
þeir gengu f gildru lögreglunnar fvrir framan veitingahús f Mayfair
laugardaginn 6. þessa mánaðar.
Lögreglan telur vist að
fjórmenningarnir hafi borið
ábyrgð á hryðjuverkunum í Lond-
on undanfarna 2 mánuði, en i
þeim létu 8 manns lífið í
sprengingum og tugir særðust.
Lögreglan hefur nú einnig fundið
bækistöðvar mannanna, þar sem
talið er að sprengjurnar hafi ver-
ið framleiddar. Þeir eru einnig
taldir hafa myrt Ross McWhirter,
ritstjóra metabókar Guiness, en
hann var einn harðasti gagn-
rýnandinn á IRA og hafði heitið
100 þúsunda dollara verðlaunum
fyrir upplýsingar, sem leiddu til
Ríkisstjórn Navarros:
Lýðræðislegt stjórnarfar
að vestrænni fyrirmynd
138 pílagrímar
fórust í bruna
nálægt Mekka
Jeddah — 14. des. — Reuter.
138 pflagrímar fórust f bruna
skammt frá Mekka s.l. föstu-
dag. 151 særðist f eldsvoðan-
um, sem varð þegar gasgeymir
sprakk f tjaldborg pflagrfm-
anna. 1 tjaldborginni voru um
52 þúsund manns, en nú eru
alls um 2 milljónir pflagrfma
komnar til að vera við fórnar-
hátfðina Idd Al-Adha, sem er
mest hátfða múhameðstrúar-
manna. Tjaldborgin, sem
brann, var ein af mörgum, er
risið hafa f borginni Mina, sem
er f 10 kflómetra fjarlægð frá
Mekka.
Fréttin barst frá innanrfkis-
ráðuneyti Saudi-Arabfu er
tveir dagar voru liðnir frá at-
burðinum. Þar var ekki greint
hvaðan hinir látnu pflagrfmar
voru, en þeir, sem komnir eru
til Mekka, eru frá öllum þjóð-
um, þar sem múhameðstrú er
við lýði.
Madrid — 15. des. — Reuter.
STEFNUYFIRLÝSING hinnar
nýju rfkisstjórnar Spánar, undir
forsæti Carlos Arias Navarro var
birt að loknum fyrsta rfkis-
stjórnarfundinum f kvöld. Þar er
lofað umbótum, sem færa munu
rfkið f átt til lýðræðislegra
stjórnarhátta að vestrænni fvrir-
mynd. Þá segir, að stjórnin muni
beita sér fyrir auknum borgara-
legum réttindum, sérstaklega
hvað viðkemur félagafrelsi og
endurskoðun ýmissa stofnana,
svo sem þingsins.
I yfirlýsingunni sagði, að
stjórnin mundi leyfa „gagnrýni,
sem borin væri fram af ábyrgðar-
tilfinningu“, auka frjálsræði fjöl-
miðla og leggja áherzlu á að efla
tengsl við Efnahagsbandalag
Evrópu.
Stjórnin lýsti því yfir, að unnið
yrði að endurbótum á starfi
stjórnmálasamtaka og verkalýðs-
hreyfingarinnar, þannig að þessir
aðilar gætu gegnt hlutverki sínu í
efnahagsuppbyggingu landsins.
„Ríkisstjórnin telur virka þátt-
töku borgaranna og félagasam-
taka ómissandi, án greinarmunar
eða forréttinda," sagði í yfir-
lýsingunni.
Stjórnin greindi ekki nánar frá
áformum sínum um endurbætur,
en sagði, að þær mundu bíða betri
tíma. Um leið kom fram, að um
skyndilega breytingu á stjórnar-
háttum þeim, sem tíðkuðust í tíð
Frankos, yrði ekki að ræða.
Þau öfl í landinu, sem andstæð
eru stjórninni, hafa gagnrýnt
harðlega, að einungis fimmti
hluti fulltrúa á spánska þinginu,
Cortes, er kjörinn beinni
kosningu, og segja það sönnun
Framhald á bls. 27
handtöku hryðjuverkamannanna.
Talsmaður Scotland Yard
skýrði fréttamönnum frá því að
lögreglan teldi að Wilson sem
gengur undir öðru nafni nú,
hefði sett dauða sinn á svið fyrir
tveimur árum til þess að geta
hafið nýtt lif og óhultur innan
IRA. Telur lögreglan að hið rétta
nafn Wilsons sé Harry Duggan,
en ekkert hefur spurzt til hans i
tvö ár og fengu foreldrar hans
taugaáfall er þeim var sagt að
hann væri á Iífi og hvað hann
hefði gert.
Móðir hans, Bridget Duggan
sem er 60 ára að aldri, sagði við
fréttamenn að hún yrði niðurbrot-
in manneskja ef fregnirnar
reyndust sannar. Hún sagðist
aldrei hafa vitað til þess að sonur
sinn hefði haft afskipti af stjórn-
málum. Faðir Duggans sagði við
fréttamenn, að hann hefði aldrei
trúað að sonur sinn væri látinn.
Hjónin sem fjórmenningarnir
héldu í gíslingu í ibúðinni, John
og Sheilu Matthews, sneru heim i
gær eftir að hafa dvalizt í sjúkra-
húsi í 2 daga til að jafna sig eftir
martröðina. SÖgðu þau að fjór-
menningarnir hefðu aldrei beitt
þau ofbeldi, en notað hroðalegt
orðbragð. Sheila var látin sitja
upprétt í hægindastól allan tím-
ann og var svo stirð, er henni var
sagt að hún mætti fara, að hún gat
varla hreyft sig. Maður hennar
var bundinn og látinn liggja á
sófa beint á móti hurðinni inn i
stofuna, þannig að hann var í
beinni skotlínu ef lögreglumenn
hefðu gert tilraun til að brjótast
inn í fbúðina.