Morgunblaðið - 16.12.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 16.12.1975, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975 Pn venv ^and'P' Igreenmetis-^ Í'JvaxtaKvörn''1 ,moV?" 16.870 *»■*•<*" (\\is££uir Sðo***' • i.;a í*/ja PiNjiffiifi KENWOOD ” electronic blender = W^ Lao9a',e^1 Bðkmennllr Minningar og sagnir úr Hornafirði eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Jónsson). Formáli er eftir Vilmund Jónsson (son Guðrúnar) og Þórhall Vil- mundarson (son Vilmundar). Nafnaskrá fylgir og kort af söguslóðum. Guðrún Guðmundsdóttir hefur verið kona greind og vel máli farin. Minningar hennar bera hvorki mærð né til- finningasemi vitni. Allt er sett fram á skýran og umfram allt hljóðlátan hátt. Við erum leidd inn í liðinn tfma, sem vegna hins góða leiðsögumanns verður nálægur í gleði sinni og sorg. Einkum er það sorgin og voveiflegir atburðir sem fá lesandann til að átta sig á því lífi, sem lifað var í Hornafirði. Barnadauði hefur til dæmis verið algengur þar. Þegar Bergur, bróðir Guðrúnar deyr, fær það mjög á hana. Hún æðir um gólfið með líkið f fanginu og kveðst vilja deyja líka: „Kaiynski þú fáir það,“ anzaði móðir mín. Annað sagði hún ekki mér til huggunar. Síðan var sent eftir föður mfnum og Bergur lagður til. Ekki sá ég foreldra mína gráta, og sjálf grét ég ekki lengur.“ A öðrum stað er sagt frá Guðrún Guðmundsdóttir manni, sem fylgt hefur níu börnum sinum til grafar án þess að tárfella. Við lestur minninga Guðrúnar Guðmundsdóttur hvarflar að manni að Skaft- fellingar séu búnir óvenjulegm frásagnarhæfileikum. Nú í haust komu einnig út minningar Þórbergs Þórðar- sonar: I Suðursveit. Ekki verður þeim jafnað saman Þór- bergi og Guðrúnu. En er ekki frásagnarlist þeirra sprottin úr sama jarðvegi? I formálanum segir Vilmund- ur Jónsson frá sérkennileg- um talsháttum eða orðskvið- um móður sinnar. Síðasta veturinn, sem hún lifði, fékk hann hana til að skrá horn firskar sagnir og færði hún • honum f rúmið á sunnu- • dagsmorgnum blað og blað: „Svo gekk móðir mín frá sögn- um sínum, að nokkrar skráði hún orði til orðs, en aðrar laus- lega, þannig að mér mætti skiljast efni þeirra. Hef ég orðið að ljá þeim sögnum að nokkru leyti orðfæri mitt en með blygðun hlýt ég að játa, að það þolir engan samanburð við orðfæri móður minnar um lipurð og látleysi, allra sízt, þegar henni tekst bezt upp“. Sagnirnar eru 60 og hver annarri skemmtilegri auk þess, sem þær eru merkilegar þjóð- lífslýsingar. Ein þeirra, Rassinn í stoðina, verður látin standa hér að Iokum um leið og þakkað erfyrirgóðabók: „Eitt sinn um háttatíma, þegar kona Péturs paura er að ljúka eldhússtörfum, kennir hún, að hún er að taka léttasótt, og biður bónda sinn að bregða nú skjótt við óg sækja yfirsetu- konuna. Hann segir: „Mikill pauri, settu rassinn í stoðina, og bídu til morguns." Pétur pauri mun hafa búið einhvers staðar á Mýrunum." úr Hornafirði, Hornfirzkar sagnir, Tveir frásöguþættir, Skýringargreinar eftir Vil- mund Jónsson, Bókarauki (Ferð um Skaftafellssýslur sumarið 1935 eftir Vilmund Q Guðrún Guðmundsdóttir: □ MINNINGAR UR HORNAFIRÐI Q Með skýringargreinum og bókarauka eftir Vilmund Jónsson landlækni. Q Þórhallur Vilmundarson sá um útgáfuna. Q Hið fslenzka bókmenntafélag 1975. MINNINGAR úr Hornafirði er dálítil bók, sem Hið íslenzka bókmenntafélag hefur gefið út. Bókin lætur lftið yfir sér, en er hin vandaðasta að allri gerð. Efni hennar greinist í eftirfar- andi hluta: Bernskuminningar i Kenwood thorn mtm GRÆNMETIS- OG ÁVAXTA- KVÖRN v- Blandar hrásalat, drykk, súpur, ungbarnamat, malar möndlur og ísmola - Malar rasp úr brauði á nokkrum sekúndum. Verð kr. 7.920 13.475 HEKLAhf Laugavegi 1 70—172 — Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.