Morgunblaðið - 16.12.1975, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975
Ástralía:
Efnahagsmálin
fyrsta verkefni
stjórnar Frasers
(,’anhurra — 14. des. — Reuter
ÞEGAR Ijóst var að kosningasigur Malcolms Frasers, forsætisráð-
herra og leiðtoga Frjálslynda flokksins, var hinn mesti f sögu
Astralfu, lét hann svo um mælt, að fyrsta verkefni hinnar nýju
stjórnar hans yrði að takast á við efnahagsvandann. Hann skoraði á
lanðsmenn að leggja sig fram við að koma efnahag landsins á réttan
k.jnl . Um leið lofaði hann áframhaldi á þjóðfélagsumbótum,
og lok fram, að sérstaklega yrði hugað að velferðarmálum þeirra,
sem sjúkir væru og minna mættu sfn.
Sir Robert Menzies, fyrr-
yerandi forsætisráðherra og
stofnandí Frjálslynda flokks-
ins, sagði kosningaúrslitin vera
persónulegan sigur fyrir
Maleolm Fraser. Sagði hann, að
kosningabarátta hans hefði
verið aðdáunarverð frá upphafi
til enda. Viðbrögð við kosn
ingaúrslitunum í Astralíu eru
síður en svo á eina lund.
Lundúnablöðin lýsa flest
ánægju sinni með úrslitin, en
rfkisstjórnir ýmíssa viðskipta-
landa Ástralíu hafa látið i ljós
ótta við að aukinnar fastheldni
eigi eftir að gæta í utanríkisvið-
skiptum. Ford Bandaríkjafor-
seti sagði, er honum bárust
fregnirnar um hinn mikla
kosningasigur Frasers: Banda-
ríkjamenn munu hér eftir sem
hingað til leggja rækt við vin-
áttu þjóðanna, hina nánu sam-
vinnu og tengsl, er byggjast á
svipuðum skoðunum og gildis-
mati.“ I Suður-Afríku hafa
ráðamenn látið í ljós bjartsýni
um að hin nýja ríkisstjórn muni
stuðla að vinsamlegri samskipt-
um ríkjanna en ríkt hafa um
skeið, en Verkamannaflokkur
Whitlams var mjög andsnúinn
Suður-Afríku vegna
aðskilnaðarstefnunnar, sem
þar ríkir í kynþáttamálum.
Gough Whitlam, forsætisráð-
herra stjórnar Verkamanna-
flokksins, sem hrundið var af
stóli í sfðasta mánuði, átti í dag
fund með Bob Hawke, sem er
Malcolm Fraser, forsætisráð-
herra Astralfu.
formaður Verkamannaflokks-
ins og forseti verkalýðshreyf-
ingarinnar i landinu, en Hawke
hefur komið sterklega til
greina sem eftirmaður Whit-
lams, hætti hann afskiptum af
stjórnmálum. Þegar Ijóst var
orðið að flokkur hans hafði
tapað kosningunum, sagði
Hawke, að Fraser yrði að taka
sanngjarna afstöðu til málefna
iðnaðarins og sjá til þess, að
verzlunin fengi ekki frjálsar
hendur um verðhækkanir.
Hann sagði um leið, að
kosningaúrslitin myndu ekki
hafa í för með sér allsherjar-
verkfall, eins og margir höfðu
óttazt.
Sunday Mirror:
„Hegðun Breta til
stórskammar”
London 15. desember AP.
STJÓRNMALAFRÉTTARITARI
Sundav Mirror, Woodrow Wvatt,
.lýsti eindregnum stuðningi við
málstað lslands I landhelgisdeil-
unni við Breta f grein f blaði sfnu
í gær. Þar sagði hann m.a.: „Hegð-
un Breta f landhelgisdeilunni við
fslendinga er til stórskammar, Is-
lendingar hafa algerlega á réttu
að standa og við algerlega rangt
fvrir okkur. Staðhæfing Islend-
inga um að áframhaldandi veiðar
Breta mvndu þurrka út fiskstofn-
ana er rétt. En hvað gerum við?
Sendum freigátur á miðin og
högum okkur eins og sjóræningj-
ar. Aður en langt um Ifður mun
skiljanleg reiði f okkar garð á
Islandi leiða til þess að okkur
verður ekki boðið um á 1 tonn af
þorski, hvað þá 65 þúsund tonn.“
Blaðið Sun skrifar einnig í rit-
stjórnargrein, að tslendingar hafi
þjófstartað i 200 mílna málinu og
Bretar, með sína miklu fisk-
neyzlu, geti ekki látið þá komast
upp með það á sama hátt og
v-þýzku kjötæturnar. Hins vegar
hljóti málstaður tslendinga,
virðing fyrir umhverfinu og
Kuldinn var lestar-
ræningjunum erfiður
Ný fimm ára áætlun Sovétríkjanna:
Hægfara þróun - áherzla lögðá
utanríkisverzhin og landbúnað
Moskvu — 14. dcs. — Rculor.
I NÝRRI fimm ára áætlun Sovét-
rfkjanna er gert ráð fyrir hæg-
fara þróun og minni aukningu
þjóðarframleiðslunnar en verið
hefur. Þó er gert ráð fyrir mikilli
aukningu utanrfkisverzlunar. f
áætluninni er fvrst og fremst lögð
áherzla á að Ijúka framkvæmd-
um, sem þegar eru hafnar. f
iðnaði verður miðað við fram-
leiðniaukningu með endurbótum
á þeim tækjakosti, sem þegar er
fyrir hendi.
Landbúnaðurinn virðist enn
vera stærsta vandamálið í þjóðar-
búskap Sovétríkjanna, en í
áætluninni er gert ráð fyrir
215—220 milljón tonna kornfram-
leiðslu á ári, þrátt fyrir uppskeru-
brestinn í ár, sem gizkað hefur
verið á að hafi verið i mesta lagi
137 tonn.
í áætluninni er gert ráð fyrir
hækkun ríkisútgjalda vegna land-
búnaðar úr 131 milljón rúblna í
171 milljón á næstu 5 árum. Lögð
er áherzla á fóðurkornsræktun,
en uppskerubresturinn veldur
því, að búfénaður í milljónatali
verður felldur í ár.
Gert er ráð fyrir framleiðslu-
aukningu neyzluvarnings um 2
prósent en í þungaiðnaði verður
stefnt að 4 prósent aukningu. I
áætluninni segir, að meginmark-
mið iðnaðarins sé að koma enn
frekar til móts við efnahagsþarfir
Sovétríkjanna og þjóðarinnar
með því að bæta gæði framleiðsl-
unnar.
Á sviði olíuframleiðslu er gert
ráð fyrir mikilli aukningu — úr
Framhald á bls. 39
Amstcrdam 15. dcscmbcr
AP-Rcutcr.
LÖGREGLAN f Amsterdam
revnir nú af öllum mætti að fá
s-Mólukkuevjamennina 7, sem
halda 25 körlum og konum I gfsl-
ingu í sendiráði Indónesfu f borg-
inni, til að sleppa gfslunum og
gefast upp. Vonir manna um að
sjömenningarnir, myndu feta f
fótspor félaga sinna f lestinni við
Beilen, sem gáfust upp á laugar-
dag og slepptu öllum gfslum sfn-
um 23, hafa brugðizt að því er
virðist eins og stendur.
Sjömenningarnir í sendiráðinu
hafa beiðið lögregluna um að
koma sér aftur í samband við séra
Semuel Metiarti frá S-
Mólukkueyjum, sem fékk menn-
ina í lestinni til að gefast upp, en
Metiari hefur verið helzti
samningamáðurinn. Hann gekk
út úr sendiráðinu sl. föstudag
eftir að skæruliðarnir höfðu
neitað að verða við áskorun hans
um að gefast upp, en hann hefur
marglýst þvf yfir í viðræðum sín-
um, að Mólukkumennirnir hafi
náð tilgangi sínum með þvf að
beina athygli heimsins að málum
sinum og þeir geti aðeins eyðilagt
fyrir sér með áframhaldandi
þvermóðsku í umsátrinu. Lögregl-
an í Amsterdam kallaði Metiari á
sinn fund í dag og átti tæpra 2
klst. fund með honum og bað
hann um að hefja viðræður á ný
Framhald á bls. 39
Willy Brandt og Giinther
Guillaume.
Guillaume
dæmdur 1 13
ára fangelsi
Diisscldorf — 15. des. — AP.
GUNTHER Guillaume var í
dag dæmdur f 13 ára fangelsi
fyrir njósnir f þágu Austur-
Þjóðverja og uppljóstrun rík-
isleyndarmála. Guillaume var
náinn samstarfsmaður Willy
Brandts, kanslara V-
Þýzkalands, en njósnamálið
Framhald á bls. 39
Ekki hægt að búast við ívilnun-
um nema eitthvað komi í staðinn
segir Austin Laing
AUSTIN Laing framkvæmda-
stjóri félags brezkra togaraeig-
enda skrifaði grein f sunnudags-
blað Guardian, þar sem hann
segir að hugsanlegt sé að mála-
miðlun utanaðkomandi aðila sé
svarið f sambandi við fiskveiði-
deilu Breta og tslendinga. Laing
sagði, að takmarkið væri að koma
samningaviðræðum á stað en
vafalaust þvrfti að kalla herskip-
in út fvrir 200 mflurnar áður en
gæti orðið og það væri ekkert
auðveldara ef gagnkvæmur
skilningur væri á nauðsvn þess að
hætta árekstrum. Hann sagði að
samskipti þjóðanna hefðu
versnað svo að lfklegt væri að
utanaðkomandi málamiðlun væri
nauðsvnleg.
Hugsanleg byrjun á slfkri mála-
miðlun væri að láta alþjóðlega
nefnd vísindamanna gera úttekt á
fslenzku þorskstofnunum. Sfðan
CHAMFNN
LEYNIVOPNIÐ UNDIR VÉLARHLÍFINNI
er nýtt sett af Championkertum. Fáið úr vélinni
þá orku sem henni er ætlað að gefa.
, Laugavegi 118 - Sími 22240
EGILL VILHJALMSSON HF
skrifar Laing: „Island hefur
alltaf lýst deilunni sem Davíð á
móti Golíat, en aldrei fyrr í sög-
unni hefilr Davíð verið jafn her-
skár og Golíat jafn hikandi."
Laing segir, að íslendingar hafi
boðið 65 þúsund lesta þorskkvóta,
en Hattersley aðstoðarutanríkis-
ráðherra lagt til 110 þúsund
lestir. Hins vegar hafi enginn sagt
af hálfu Breta að ekki væri hægt
að komast að málamiðlunarsam-
komulagi um 87.500 lestir, jafnvel
þótt sá kvóti myndi hafa f för með
sér aukið atvinnuleysi meðal
sjómanna og starfsfólks fisk-
iðnaðarins í landi. 65 þúsund
lestir væru aftur á móti algerlega
óaðgengilegur kvóti. Sfðan
skrifar Laing: „Þrátt fyrir að við
séum þjóð sem ekki er mjög háð
fiskveiðum þýðir það ekki að við
getum litið framhjá þeim félags-
legu og efnahagslegu erfiðleik-
um, sem atvinnuleysi hefur í för
með sér í borgum, sem byggja
mikið á fiskiðnaði."
Laing sagði að Islendingar
gerðu kröfur um verulegar
viðskiptaívilnanir í sambandi við
landanir íslenzkra skipa i Bret-
landi og tollaívilnanir í EBE-
löndunum. „Islendingar geta ekki
búizt við að brezkir fiskimenn,
sem eiga atvinnuleysi yfir höfði
sér samþykki að ekkert komi í
staðinn fyrir eftirgjöf, sem renni
Framhald á bls. 39