Morgunblaðið - 16.12.1975, Síða 40
8
DAGAR
TIL JÓLA
SÉRVERSLUN
MEÐ
SVÍNAKJÖT
SÍLD & FISKUR
ÞRIÐJUDAGUR 16. DESEMBER 1975
MYND þessi er tekin 12. desember, er varðskipið Týr
tilkynnti að freigátur brezka flotans væru með mann-
aðar byssur á miðunum. Freigátan Falmouth F 113 er
hér á ferð og einhver fsing er á skipinu, en yfirmaður
— Ljósm.: Markus Loosli
brezka flotans sagði, að sjóliði hefði verið að berja
fsingu af byssu freigátunnar. Ef myndin prentast vel
sjást menn við byssurnar.
Breyting á almannatryggingalögum:
1% af brúttótekjum til
sjúkrasamlaga
Hækkun lyfjaverðs,
sérfræðiþjónustu o.fl.
MATTHlAS Bjarnason, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lagði í gær fvrir efri
deild Alþingis frumvarp til laga um breytingu á almannatryggingalögum, sem gerir
ráð fyrir hækkun á greiðslum fyrir sérfræðingslæknishjálp, hækkun á þeim hluta
lyfjaverðs, sem neytendur greiða, og hækkun á röntgengreiningu og geislameðferð.
Þá er gert ráð fyrir því að sveitarfélög taki aukinn þátt í rekstrarkostnaði
sjúkrahúsa og eiga þau að fjármagna þá útgjaldaaukningu með því að leggja 1%
álag á gjaldstofna útsvara. Þetta felur í sér að gjaldstofn útsvars verður 12% og
að einstaklingur, sem hefur 2 milljónir f brúttótekjur, það er að segja tekjur
til útsvars, greiðir 1% þeirra eða 20.000 krónur til sjúkrasamlags, auk þess hluta af
annarri skattgreiðslu hans, sem þangað rennur. Er álitið að þessar ráðstafanir lækki
útgjöld rfkisins vegna sjúkratrygginga um 1.667 milljónir króna.
2 togarar
á hvert
verndar-
skip
ÖRT fækkar nú brezkum togur-
um á mióunum fyrir austan og er
nú svo komið að í gærkveldi voru
aðeins 16 togarar að veiðum
innan fiskveiðilögsögunnar.
Þeirra er vel gætt af 8 verndar- og
aðstoöarskipum, þremur
freigátum, þremur dráttarbátum
og tveimur aðstoðarskipum. Eru
þvf tveir togarar á hvert verndar-
skip.
Skömmu eftir hádegi í gær var
varðskipið Oðinn að fara að at-
huga 7 togara sem voru að veiðum
í hóp við Langanes. Er Oðinn
nálgaðist togarana, komu tvær
freigátur, Oalatea og Brighton, á
vettvang og dráttarbátarnir
Lloydsman og Euroman. Gerðu
þessi fjögur skip tilraun til þess
að umkringja Oðin, sem slapp
með því að sigla inn til landsins.
Nokkrir fleiri togarar voru
dreifðir í nágrenni þessa
togarahóps.
í gærdag var varðskipið Ár-
vakur á Breiðafirði að flytja gas-
hylki i Höskuldseyjarvita. Vildi
þá svo illa til að einn skipverja
datt og meiddist þannig að flytja
varð hann í sjúkrahús i Stykki-s-
hólmi.
Við rannsókn þar mun
skipverjinn ekki hafa reynzt
mikið slasaður, en hann mun hafa
fengið heilahristing og liggur enn
í sjúkrahúsinu, en verður von
bráðar fluttur til Heykjavfkur.
Hrapaði 9 m
af þaki húss
Akureyri, 15. desember —
SMIÐUR hrapaði ofan af þaki
Gróðarstöðvarinnar við Aðal-
stræti klukkan 15.20 í dag og
meiddist mjög mikið, en ekki er
enn vitað hve meiðslin eru alvar-
leg. Hann mun þó ekki hafa misst
meðvitund.
Smiðurinn var að gera við þak
Framhald á bls. 39
Gert er ráð fyrir þvf að
greiðslur fyrir viðtal við sér-
fræðing sarnkvæmt tilvísun
sjúkrasamlagslæknis hækki úr
300 krónum í 600 krónur. Þáttur
sjúkrasamlaga f sérfræðikostnaði
lækkar því úr 80 til 85% eins og
hann er nú í 60 til 70%.
Þá hækkar röntgengreining og
geislameðferð úr 250 krónum í
600 krónur, en eftir þá breytingu
greiða neytendur 17% af
meðaltals kostnaði við röntgen-
greiningu utan sjúkrahúsa í stað
7% eins og nú er.
Þá er gert ráð fyrir því að
greiðslur neytenda fyrir lyf
hækki um 50%. Greiða neytendur
samkvæmt frumvarpinu fyrstu
300 krónurnar af verði lyfja i
lyfjaverðskrá I, í stað 200 króna
og fyrir lyf i lyfjaverðskrá II
hækkar greiðsla neytenda úr 400
krónum i 600 krónur.
Þeir sjúklingar sem hingað til
hafa fengið ókeypis lyf koma til
með að gera það áfram. Hér er um
að ræða fólk með lftt læknandi
eða langvarandi sjúkdóma eins og
asma, gláku, berkla, flogaveiki,
hjartasjúkdóma á sumum stigum,
efnaskiptasjúkdóma og krabba-
mein. Þá geta ýmsir aðrir
sjúklingar eins og geðsjúklingar,
Fjós fauk ofan
af 24 kúm
Akureyri, 15. desember —
MIKIÐ hvassviðri gekk yfir Ak-
ureyri og Eyjafjörð um helgina
og náði hámarki um hádegi á
Iaugardag. Þá urðu nokkrir
skaðar á húsum í Öngulstaða-
hreppi, plötur fuku af fbúðarhús-
inu á Þverá og mikið af járni af
Framhald á bls. 39
Parkinsonsjúklingar og psoriasis
og exemsjúklingar fengið áfram
ókeypis lyf að ráði læknis og með
samþykki trúnaðarlæknis sjúkra-
samlags.
Talið er að hækkun lyfja-
greiðslna lækki útgjöld sjúkra-
trygginga um 280 milljónir króna
og breytingar á greiðslum fyrir
Framhald á bls. 39
Neitaði að
greiða 1000
kr._~ Á nú að
borga 100 þús.
NVLEGA kvað hæstiréttur
upp dóm f máli manns nokk-
urs, sem ekki vildi sætta sig
við að greiða 1000 krónur í
sekt fyrir of hraðan akstur,
þar eð mæling lögreglu f um-
ræddu tilviki hefði verið
ótraust. Málið hefur gengið f
gegnum öll dómstig og hefur
maðurinn alls staðar tapað þvf
og er kostnaður við málarekst-
urinn orðinn nær 100 þúsund
krónur.
Málavextir eru þeir, aé
maðurinn var tekinn fyrir of
hraðan akstur á Keflavíkur-
vegi 1. desember 1973. Lög-
reglumenn á bifreið stöðvuðu
manninn og kváðu hann hafa
verið á 110 km hraða sam-
kvæmt hraðamæli lögreglubif-
reiðarinnar. Maðurinn möt-
mælti þessu algerlega, kvaðst
hafa verið á mun lægri hraða
og vefengdi rétt lögreglu til að
sekta menn samkvæmt hraða-
mælum lögreglubifreiða. Var
manninum boðið að ljúka mál-
inu með 1000 króna lögreglu-
Framhald á bls. 39
Freigátumar eru
ekki NATO-skip
— segir sendiherra íslands í Briissel
FREIGÁTURNAR, sem eru á Islandsmiðum, eru ekki undir
stjórn Atlantshafsbandalagsins, enda gæta Bretar þess mjög
vendilega að vera ekki með NATO-freigátur á Islandsmiðum —
sagði Tómas Tómasson, sendiherra í Briissel og hjá Atlantshafs-
bandalaginu. í viðtali við Mbl. í gær. Tómas sagði, að
„freigáturnar. sem stæðu að þessum illvirkjum, að þvf er okkur
fyndist" xæru ekki einu sinni markaðar NATO — þær væru
aðeins á Islandsmiðum af brezkum þjóðlegum ástæðum.
Tómas Tómasson sagði, að sá
floti, sem yfirmaður NATO
hefði yfir að ráða, væri mjög
lítill, svokallaður fastafloti, en í
honum væru ekki nema 6 til 7
skip af ýmsu þjóðerni, en tals-
vert kvað hann vera um að skip
skiptust á um að vera í fasta-
flotanum. Talsverður floti
Atlantshafsþjóðanna væri sið-
an markaður NATO sem kallað
er, þ.e. að ef hernaðarspennan í
heiminum kemst á ákveðið stig,
þá fara þeir herir, sem markað-
ur eru undir stjórn NATO.
Kvað hann þennan markaða
flota alls ekki vera allan flota
viðkomandi ríkis og hann kvað
sendiráðið í Brtissel hafa geng-
ið úr skugga um það að engin
freigátanna, sem væru á
Islandsmiðum, væri mörkuð
bandalaginu.
Fastafloti NATO er yfirleitt á
æfingum en er rneiri háttar
æfingar væru, kvað Tómas hina
mörkuðu heri koma inn og
verða undir yfirstjórn NATO á
Framhaid á bls. 39