Morgunblaðið - 19.12.1975, Síða 6

Morgunblaðið - 19.12.1975, Síða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 Jörð og fólk Guðm. Guðni Guðmundsson. □ Guðm. Guðni Guðmundsson: □ SVIGNASKARÐ. 203 bis. □ Iðja. Rvík 1975. Með ýmsum hætti verða bæk- ur til. Atburðarásin, sem stend- ur á bak við tilkomu bókarinn- ar Svignaskarðs, er þessi. Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykja- vík, keypti jörðina Svignaskarð fyrir nokkrum árum í þeim vændum að reisa þar orlofshús fyrir félagsfólk sem nú hefur og verið gert. Guðmundur Guðni Guðmundsson fræðimað- ur og rithöfundur er félagi í Iðju. Honum var falið að skrifa lýsing á landinu og segja sögu þess svo orlofsfólk gæti fræðst um stað þann þar sem það dveldist. Nú hefur hann lagt fram verk sitt, bókin er komin út. Sagt er frá örnefnum í landi Svignaskarðs. Að öðru leyti fær landið — náttúran ekki mikið rúm í bókinni. Guðm. Guðni er fræðimaður í þjóðlegum skiln- ingi og fer þessi bók hans ekki varhluta af því, þetta er að langmestu leyti saga af fólki, fólkinu sem átt hefur heima á Svignaskarði frá fyrstu tíð til þessa dags. Hver einn bær á sína sögu, segir skáldið, og með bók Guðm. Guðna handa milli ásannast að Svignaskarð á ekki aðeins slna sögu heldur mikla sögu og langa. Þarna var stund- um höfuðból, sýslumannssetur, höfðingjasetur en fyrir kom líka að ábúendur jarðarinnar voru réttir og sléttir bændur en þá líka oft búhöldar góðir. Heimildir frá fyrri öldum eru vitanlega gloppóttar. Þegar til nútiðar dregur verður vita- skuld allt greiðara og ljósara. Og fáir munu hafa átt heima á Svignaskarði á þessari öld svo að þeir séu ekki orðnir söguper- sónur i þessari bók. Saga er alltaf góðra gjalda verð hvort sem hún er Iöng eða stutt. Og vafalaust mun margur, sem nú á timum gengur þarna um grundir og hóla, vilja vita í hverra spor hann treður. En ég tel að höfundur hefði gjarnan mátt takmarka sögu sína dálít- ið, eða með öðrum orðum stytta hana — en gefa landinu, jörð- inni og umhverfi hennar meira rúm. Ættfræði- og mannfræði- áhugi er brennandi hjá mörg- um islendingi. En hann er ekki giska almennur. Hins vegar vilja flestir vita nokkur deili á þeim slóðum þar sem þeir ferð- ast eða dveljast, helstu söguleg atriði þá ekki undan skilin. Markmið höfundar hefur á hinn bóginn verið að gera kjör- efni sínu — sögunni — viðhlít- andi skil. Og sjónarmið hans er út af fyrir sig skiljanlegt. Guðm. Guðni hefur lagt stór- mikla vinnu í þetta verk — sögu Svignaskarðs þarf ekki að skrá öðru sinni eftir að hann er búinn að gera henni svona ýtar- leg skil. Þessi bók er því ekkert til að lasta þó svo að í henni fyrirfinnist ekki hitt og annað sem líklegt er að ýmsir mundu óska sér að hafa þar tiltækt þegar þeir heimsækja Svigna- skarð. Allmargar myndir eru í bók- inni, aðallega af fólki sem átt hefur heima á Svignaskarði; sem og ýmsum framámönnum Iðju er stuðlað hafa að því að bókin varð til. Þá má ekki gleyma nafnaskrá í bókarlok né sérstöku korti sem fylgir bók- inni. Menningarframtak af þessu tagi er stéttarfélagi til sóma. Erlendur Jónsson. Björling á íslenzku Q Gunnar Björling: □ LETTA laufblað OG VÆNGUR FUGLS. 91 bls. Q Einar Bragi íslenzkaði. Letur 1975 í Ijóðaþýðingasafninu, Hrafnar í skýjum, sem Einar Bragi sendi frá sér fyrir fimm árum, voru nítján ljóð eftir Gunnar Björling og var þeim skipað fremst í þeirri bók. Fyrst var þetta ljóð: Ltfla latifhlart o« vænjíur fu«ls ok óslonirt onRÍ ók oins ok sorK ok huKur af mór ók rins ok spoKÍIsf jörn í í sfðkvöldssvala. Nú hefur Einar Bragi sent frá sér — með styrk frá norr- æna þýðingasjóðnum — bók með eintómum Björling- þýðingum og þarf ekki að fjöl- yrða hvert titill hennar er sóttur. Fyrir Ijóðunum fer ýtar- legur inngangur þýðanda þar sem hann segir meðal annars: „Gunnar Björling leit sjálfur Thor Vilhjálmsson Q Thor Vílhjálmsson: □ FUGLASKOTTlS. 252 bls. □ Isafold. Rvfk 1975. ÁRIÐ 1968 sendi Thor Vil- hjálmsson frá sér skáldsöguna Fljótt fljótt sagði fuglinn. Sfðan skrifaði hann of et sama far Öp bjöllunnar (1970). Folda (1972) er nokkuð annars konar. Fuglaskottís stendur einhvers staðar þarna mitt á milli. Um bókarheitið hefur höfundur sagt í blaðaviðtali: „Mér fannst þetta skondið nafn þegar mér allt í einu kom það í hug, einhver leikur í því.“ Ef lesa skal Fuglaskottís í striklotu er þetta strembin bók. Áhrif frá kvikmyndum? Vafa- laust. En út f þá sálma verður ekki farið að sinni enda aðrir margbúnir að afgreiða það mál þegar öllu er á botninn hvolft. Það sem verður minnisstæð- ast eftir lestur Fuglaskottíss — eins og raunar annarra skáld- sagna Thors — er gífurlegur fjöldi atriða, smáatriða; sen- urnar eru óteljandi. Höfundur hefur sjálfur varað við að farið á ljóðagerð sína alla sem eitt verk og hverja bók sem eitt Ijóð. Ég hef reynt að hafa hlið- sjón af viðhorfi hans og setja saman dálitla svítu, þar sem fyrir brygði dæmum um þau viðfangsefni, sem skáldinu voru hvað áleitnust.“ Ljóðaþýðing er mikið verk og vandasamt. I rauninni verður ávallt að yrkja ljóð að nýju þegar því er snúið af einu máli á annað, en þó svo að sem mest af upprunalegum blæbrigðum haldi sér í þýðingunni. Þess vegna hyllast skáld til að þýða eftir höfunda sem þau finna sjálf til skyldleika við. Einar Bragi hefur verið og er í tölu þeirra ljóðaþýðenda íslenskra sem eru kenndir við modernisma í ljóðlist. Þar sem Gunnar Björling var einn af frumherjum nútímaljóðlistar f Skandínavíu þarf þá ekki leng- ur vitnanna við hvaða erindi þýðandi telji hann eiga til íslenskra lesenda. Hingað til hafa ljóðaþýðingar verið svo veigalítill þáttur í rit- sé yfir bækur sfnar á einhverj- um þotuhraða. Og það eru hyggindi sem í hag koma. Ann- ars fer allt á fleygiferð fyrir augum manns. I hefðbundnum skáldsögum er oft eins og horft inn um augu sögupersónanna, skyggnst inn f hugskot þeirra. I Fuglaskottís er þessu öfugt far- ið. Þar gegna augu söguhetj- anna hlutverki sjónaukans, les- andinn sér út um þau — eins og glugga. Þrátt fyrir það eru söguhetjurnar ekki endilega verkfæri — þolendur; geta allt eins veríð gerendur, komið af stað atburðakeðju sem rís og hnígur eins og úthugsuð og flúruð rímþraut f dýrum kveð- skap; eða eins og steinn falli á sléttan vatnsflöt, hringur myndast; og síðan fleiri hring- ar; og hver eltir annan. Aðferð- in felur í sér tvennt f senn: fjölbreytni og einhæfni. Reynd- ar er, til samlíkingar, nærtæk- ast að skírSkota til stórborgar- innar sem er svo oft sögusvið Thors: öll andlitin sem verða á vegi manns og eru hvert með sínu móti en ber hins vegar svo ótt fyrir augu að maður festir ekki hvert og eitt f minni, nema maður fari sjálfur hægt, staldri við, stansi. Aðalpersónurnar f Fugla- skottfs eru fjórir íslendingar á ferð erlendis, karlmenn tveir, Ármann og Bernódus, og kon- urnar Alfea Magnhildur og Þjóðbjörg. Mest fer fyrir Ár- manni. Hann er að ýmsu leytí störfum íslenskra höfunda að bók af þessu tagi — þar sem einu skáldi er veitt svona mikið rúm, heil bók — er viðburður. Ekki þarf að rekja hversu modernisminn hefur átt erfitt uppdráttar hér sem annars staðar. Ljóð Björlings eru ekki annarri nútímaljóðlist aðgengi- Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON legri, síður en svo. Innganguf þýðanda er því nauðsynlegur lykill að þessari bók. Einar Bragi segir meðal annars svo um ljóðstíl Björlings: „Hann er í skemmstu máli fólginn f mjög róttækri úr- fellingar- og samþjöppunar- tækni, þar sem beygingar- endingar eru skornar niður að vild, umsagnir þráfaldlega dæmigerður íslenskur „at- hafnamaður", sjálfglaður, mik- ill á lofti, forvitinn, frakkur og klaufskur. Erindi hans virðast nokkuð blönduð eins og títt er um íslendinga á utanlands reis- um, pólitísk í aðra röndina en að hinu leyti er hann bara að skoða sig um í heiminum. Oft ratar hann í vanda og kemur öðrum jafnoft i bobba en lætur mótlætið og erfiðleikana hvergi á sig fá. Stundum koma manni í hug íslenskir grósserar í út- löndum fyrst eftir stríð meðan þeir gátu svo um munaði slegið um sig með úttroðnu veski eftir stríðsgróðann og látið taka eftir sér á fínum stöðum. Vist er Ármann lukkuriddari. Og mað- ur undrast oft að ekki skuli fara verr fyrir honum. Kannski er það áhyggjuleysið sem bjarg- ar honum. En það eru líka mannspartar f honum. Þar að auki vafi að ýkjamargar sögu- persónur Thors komi öllu skýr- ar fram i dagsljósið. Ármann er á einum stað sagður „sögufróð- ur og árvakur“ og er sannmæli. En Fuglaskottís er ekki bara senur sem ber fyrir augu, þar er lfka sitthvað sem eyra nem- ur; samtöl og orðræður. Oft eru það stjórnmál sem talið berst að. Islendingarnir eru að átta sig á heiminum; voru ungir fyrir eina tíð, eru það vart leng- ur en spá í hug unga fólksins „Hvað um allt þetta fólk sem fæðzt hefur síðan“ (eftir stríð) ? strikaðar út, tæpt f einu eða örfáum orðum á meginatriðum sem aðrir hefðu lýst i löngu máli, smáorð eins og „og“ eða ,,að“ notuð með nýjum hætti til tenginga eða f því skyni að fá mýkt í ljóðlínur og setningar. Fyrir skáldinu vakir augljós- lega áð losna við allt íþyngjandi orðaskran, veita póetískum lykilorðum ferskari blæ og fyllra gildi, gera ljóðin léttari f vöfum, vænghaf þeirra víðara.“ Einar Bragi segir frá því hversu Björling var lengi naumt skömmtuð viðurkenning í heimalandi sínu, Finnlandi; lengstaf bláfátækur og lítils metinn. Það er í raun og veru skiljanlegt, fáir ölvast á stund- inni af tilraunaljóðlist, hún verður að ganga f gegnum sinn hreinsunareld áður en henni leyfist að sanna gildi sitt fyrir almenningi. Augljóst er því að bók af þessu tagi verður ekki auðveldlega komið af einu máli á annað nema einhver borgi fyrir það. Norræni þýðingasjóð- urinn hefur því hlutverki að gegna. „Létta laufblað og vængur fugls“ er offsetfjölrituð bók. Það er nú svo og svo er nú það — einhvern veginn finnst mér allt í lagi að strákar og stelpur, Víða er slegið upp á gaman- málum í Fuglaskottís. Stundum mætti víst kalla það grfn. Raun- sæisverk er þetta ekki, það er víst alveg óhætt að segja, held- ur stílfært skáldverk þar sem atburðarásin lýtur rækilega lögmálum skapara síns: höf- undarins, duttlungum hans og □ Arthur Hailey: □ BÍLABORGIN 247 bls. □ Bókaforl. Odds □ Akureyri 1975. ARTHUR HAILEY er f tölu bestu skemmtisagnahöfunda sem nú eru uppi. Fáir gleyma „Hótel" sem lesið hafa. „Gullna farið“ var líka eftirminnilegt; heitir „Airport" á frummáli. Enn er komin út saga eftir Hailey og nefnist „Bílaborgin" — „Wheels“ á frummálinu. Er hún í svipuðum dúr og hinar fyrri, minnir þó meir á Airport en Hotel. Bílaborgin — hvaða borg er það? Auðvitað Detroit f Banda- ríkjunum. Hailey gengur beint að efninu og nefnir hlutina sín- um réttu nöfnum. Það eru risa- fyrirtækin í bilaiðnaðinum sem hann bregður undir brennigler — Ceneral Motors, Ford og Chrysler. Amerískt heiti bókar- innar, Wheels, er þvf rétt i tvennum skilningi. Fyrir það fyrsta er sagan um bíla og bíla- framleiðendur en i öðru lagi gegnlýsir höfundur fyrrnefnd fræg risafyrirtæki amerísks Einar Bragi sem eru að senda frá sér fyrstu bækur, klæðist þess konar bók- menntalegum gallabuxum. En hálfandkannalegt sýnist mér að horfa á þá, Einar Braga og Gunnar Björling, koma þannig til dyranna. En kannski var ekki á öðru völ. Að lokum þetta: ég tel að Einar Bragi hafi unnið gott starf og gagnlegt með því að flytja þessi ljóð yfir á íslenskt mál. sögugleði. Því Thor Vilhjálms- son er höfundur sem leikur sér að vild, lætur söguhetjur sfnar gera það sem honum sýnist, stjórnar þeim sem brúður væri með sterkum og öruggum strengjum. Og umhverfið gerir hann sömuleiðis svo framand- Framhald á bls. 63 Arthur Hailey bílaiðnaðar og skýrir hvernig hjól framleiðslunnar snúast (í óbeinum skilningi) í þvílíkum völundarhúsum peninga og framtaks. Kostir Bílaborgarinnar, eins og annarra sagna Haileys, eru fyrst og fremst fólgnir í traustri þekking á efninu, Hailey Framhaid á bls. 63 Skoðun og skemmtun Leyndarmál fœribandsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.