Morgunblaðið - 19.12.1975, Síða 16

Morgunblaðið - 19.12.1975, Síða 16
48 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 Rætt við Indriða G. Þorsteins- son um ævisögur og aldarfar Viðtal: Á. Þ. Myndir: Friðþjófur „Við ættum fyrir löngu að veraorðin vitlaus þjóð" 0 „Þart var anzi gaman að tala við Slefán. Ég þekkti hann ekki mikið fvrir og það gat verið erfitt að nálgast hann. En þeg- ar hann var kominn af stað og byrjaður að tala við mann og fvrstu kynningarerfiðleikarnir voru yfirstignir, þá er þetta hafsjór af frásögnum, gamni og gríni.“ 0 Indriði G. Þorsteinsson er kominn af stað og byrjaður að tala við mann. Hann er ekki lengur yfirkommandör þjóðhá tíðarinnar. Er kominn á jóía- markaðinn og hefur meira að segja verið atvinnuskríbent I nokkra mánuði. Það þykir eftir- sóknarvert fyrir rithöfund. Indriði er á mála hjá kerfinu til að færa f letur sögu þjóðhá- tíðarinnar. En sú bók sem nú er út komin heitir „Áfram veginn. Sagan um Stefán Islandi." Og það er sá Stefán sem Indriði er að tala um í þessu spjalli við Morgunblaðsmann. „Ég vann þessa bók með þeim hætti að við Stefán Islandi töl- uðum saman i nokkra daga norður á Akureyri, notuðum segulband sem vélritað var upp af jafnóðum. Svo átti Stefán úrklippubækur frá dögum sin- um á Italíu, Þýzkalandi og Dan- mörku, og loks eru til heilmikl- ar upplýsingar í bókum um ætt- ir hans og uppruna. Þegar ég var svo búinn að safna þessum gögnum saman og flokka þá settist ég niður og skrifaði bók- ina viðstöðulaust á rúmum mánuði i sumarleyfinu. Ég hafði ekki meiri tíma til verks- ins, en ég held að það hafi ekki komið niður á því. Það er undir- búningurinn sem skiptir máli um það hvort svona bók verður góð eða vond.“ „Þessi bók á sér einkum tvær fyrirmyndir. I fyrsta lagi eru það bækur Guðmundar Hagalín „Saga Eldeyjar-Hjalta“ og „Virkir dagar“, en þar er beitt skáldsögulegum aðförum við að byggja verk á viðtölum við menn. Og svo í öðru lagi bækur Matthiasar Johannessens á borð við ,,Kompaníið“ við Þór- berg og bókina um Gunnlaug Scheving, þar sem þessum að- férðum er á vissan hátt beitt. Mér er alveg ljóst að þessi bók mín brýtur ekkert blað hvað aðferð varðar.“ ÆVISAGA — MIÐILSFUNDUR „Jú, mér fundust aðferðir blaðamennskunnar nýtast mér vel við þetta verk. Þetta felst m.a. í því að þegar maður er að skrifa skáldsögu þá vinnur maður textann allt öðru vísi. Maður skrifar sama kaflann upp kannski sjö-átta og allt upp i tíu sinnum eða meir þangað til maður verður ánægður með öll blæbrigði. Og þó að maður leggi meiri vinnu i texta verks af þessu tagi en maður getur sem blaðamaður gert i daglegum skrifum, þá liggur hliðstæðan í því að blaðamaðurinn verður að koma til skila því sem hann veit. Ég er á þennan hátt miðill milli Stefáns og lesenda eins og blaðamaður er miðill milli heimilda sinna og lesenda. Blaðamennskan í þessu verki liggur I þvi að vera ekki að flækjast of mikið fyrir sjálfur." „Stefán er þannig maður, eins og oft er raunar um mikla listamenn, að allir agnúar og viðkvæmni gagnvart eigin per- sónu hafa nuddast af og eftir stendur bara maðurinn sjálfur eins og hann er. Jú, ég vil halda því fram að hann dragi ekkert undan, — þ.e. á þeim vettvangi sem við töluðum um. Þetta er ævisaga manns sem verður frægur af list sinni. Hann fer á skömmum tíma úr fjósinu á Hegranesi upp á óperusvið á Italiu. Þetta er Iífsævintýri Stefáns tslandi. Um það er bók- in.“ „Svo er það annað mál, að menn geta átt margþætta ævi. Þessi bók er um stærsta þátt- inn. Ég læt mig ekki dreyma um að i henni sé öll ævi Stef- áns íslandi. Það yrði að minnsta kosti þriggja eða fjög- urra binda verk.“ AÐSKRIFA UM KVENNAFAR FÖÐUR SlNS „Þetta er að verða anzi mikill meiður í íslenzkum bókmennt- um, — ævisögur skrifaðar af öðrum en viðkomandi manni. Og hann hefur getið af sér mörg góð verk. En hitt er vissu- lega rétt að ævisagnaritun get- ur farið út í hreinar öfgar. Fólk upplifir mismunandi merkilega hluti. Þetta er óskaplegur fjöldi sem út kemur af þessu og ekki virðist allt eiga jafn brýnt er- indi. Jú, ég hugsa að það sé rétt að sjálfsævisagan sé að þessu leyti vandamál sér á parti. Það er rétt að þegar menn eru að skrifa um sjálfa sig þá er hætt við að þeir leiðist út í sjálfshól, — eða sjálfsniðrun, sem er ein tegund sjálfshóls eins og menn vita. Sá sem skrifar sögu ann- ars manns hlýtur að hafa annað mið en sá sem segir eigin sögu. Ilann ætti að geta dregið fram það um viðkomandi og ævi hans sem máli skiptir fyrir lesendur bókarinnar, — sagt á honum kost og löst án þess að út komi sjálfshól eða sjálfsniðrun.“ „íslenzkt þjóðfélag er lika erfitt fyrir menn sem vilja skrifa ævisögur af viti, t.d. vegna þess að af smæð þess hlýzt óhemju viðkvæmni. Ég get tekið sem dæmi ævisögu Hannesar Þorsteinssonar. Hún var lokuð niðri í áratugi inn- sigluð af því hún mátti ekki birtast fyrr en eftir að höfund ur var löngu látinn. Svo birtist þetta og maður stendur og spyr: Hvað var eiginlega svona eldfimt í þessu? Ég Verð að segja það að mér finnst svona lagað fáránleg viðkvæmni." „Það er einhvern veginn nær- tækara fyrir Islendinga að skrifa aldarfarslýsingar en per- sónulegar játningar. Það er bannað að skrifa ævisögur á Islandi sem hriktir í. Ég get nefnt dæmi frá Bretlandi. Það hefur verið skrifaðar urmull af ævisögum um Lloyd George. En svo tekur sonur hans sig til og skrifar eina enn. Hún er þó frábrugðin hinum að því leyti að hún fjallar eingöngu um kvennafar Lloyd George. Að skrifa um kvennafar föður síns yrði án nokkurs vafa talið ganga guðlasti næst á íslandi. Hins vegar er það ekkert mál hér að skrifa 800 blaðsíður um ævi sína fram að fermingar- aldri.“ JÓLIN HEIMA OG HATTKÉFAR FULLIR AFKLAKA ,,En það sem líklega skiptir hvað mestu niáli varðandi svip- mót íslenzkra ævisagna eru þær miklu og snöggu breytingar sem hér hafa orðið á þessari öld. Fólkinu finnst eins og það lifi í öðru landi. Og það finnur sig alltaf til knúið að skrifa um jólin heima. Fólkið er svo upp- tekið af þeim breytingum sem það hefur upplifað að það gleymir sjálfu sér. Nú, og svo eru það hrakningasögurnar. Menn hafa komið til byggða frosnir upp að hnjátn eða með hattkúfana fulla af klaka. Ég er ekkert að efast um að þetta hafi gerst, en ég held að þetta hafi verið sagt of oft. Við vitum allt um hvernig þetta fólk fór að því að smala. En við vitum ekkert um hvern- ig mennirnir fara að því að ná sér í konur eða kon- urnar að ná sér í menn. Það virðist hafa verið einhvers kon-" ar himnaríkisráðstöfun. Ég verð að leyfa mér að segja að það eru ekki allir íslendingar sem geta skrifað ævisögu sína.“ „En vissulega eru ævisögur vinsælar, þótt það sem er mest sláandi við jólabókamarkaðinn íslenzka sé annars vegar „þjóð- legur fróðleikur" og hins vegar alls kyns andleg vísindi umTTf- ið eftir dauðann og slikar upp- lýsingar. Svona fræði eru hér alveg landlæg. En við rithöf- undar eigum ekki að skipta okkur af því hvað fólk les. Við eigum að þakka fyrir að það skuli lesa yfirleitt. Ekki sízt þar sem manni virðist þróunin vera sú að hljómplatan sé að taka við hlutverki bókarinnar á jóla- gjafamarkaðinum. Þar eru Júd- as og Lónlí Blú Bojs að taka við af Halldóri Laxness og Guð- rúnu frá Lundi. En þetta er gangurinn í þessu og það er ekki hægt að krefjast þess af almenningi í landinu að hann haldi uppi starfsemi sem hann vill ekki.“ „ÉG GET EKKI LÁTIÐ HLUTI VERA...“ „Jú, það á víst svo að heita að ég hafi verið prófessjónal rit- höfundur síðan í vor. Ég var ráðinn til að rita sögu þjóðhá- tíðarinnar. En ég hef nú ekki getað stokkið frá þjóðhátíðinni jafn snögglega og ég ætlaði mér, þ.e. framkvæmdahlið „Islenzkt þjóðfélag er erfitt fyrir menn sem vilja skrifa ævisöpur af viti. „Við vitum ekkert um hvernig mennirnir fara að þvi að ná sér í/ konur eða konurnar að þvi að ná sér I menn.y „Júdas oq Lónlí Blú Bo, eru að taka við af Halldóri Laxness og Guðrúnu frá Lundi ' hennar. Ég er eiginlega búinn að vera í stöðugum snúingum út af henni í allt sumar. Það er þannig fyrst núna sem mér finnst ég vera orðinn prófessj- ónal.“ „Nei, ég held ég kunni ekki vel við þetta. Ég hef alla tíð þurft að vasast í öllu, — oft sjálfum mér- tjl óþæginda og öðrum til bölvunar. Ég held að ég geti einfaldlega ekki látið hluti vera. Og þegar þessari fastráðningu minni lýkur held ég að mig langi mest til að fá mér aftur fasta vinnu. Ég er þannig ekki einn þeirra rithöf- unda sem ganga með það í mag- anum að geta lifað á þvi að skrifa bækur, þótt ég skilji þá mjög vel. Ég held það henti mér bezt að vinna fastan vinnudag og geta svo slappað af, eða skrifað mínar bækur i fríum. Núna finnst mér þetta vera eins og að sitja undir háu og þungu fjalli og vera sífellt að moka úr því.“ „Hvaða vinnu? Ég kann tvö verk. Ég kann ýmislegt í blaða- mennsku, og svo get ég alltaf orðið vörubílstjóri.“ „Ég er jú með tvær bækur í huganum fyrir utan þjóðhá- tíðarsöguna. Annars vegar er það skáldsaga. Maður veit að vísu aldrei hvað eða hvenær eitt hvað verður úr skáldsögu. En hún fjallar um aldamótakyn- slóðina okkar i útlöndum. Hins vegar ligg ég svo með efni sem ég gæti sett í bók og kallað „Samtöl við Jónas“ samanber „Samtöl við Stalín". Og það er Jónas frá Hriflu. Við Jónas spjölluðum oft saman síðustu árin sem hann ltfði um allt milli himins og jarðar, — oft yfir mat uppí Grilli. Sumt á ég í minniskompu og sumt hrein- lega á segulbandi og mig langar til að setja saman úr þessu kver sem ekki yrði ævisaga Jónasar heldur Jónas eins og hann kom mér fyrir sjónir, yrði um per- sónuleg samskipti okkar, — sem oft voru skemmtileg. Það var afskaplega gaman að kynn- ast Jónasi, og ég verð að segja það að ég sakna þess oft aó mér skuli ekki hafa lánast að kynn- ast fleiri mönnum af þess- ari kynslóð — mönnum eins og Framhald á bls. 63 „Ótrúlegt a8 fslendingar skuli ekki drekka nrteir en þeir gera. . ."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.