Morgunblaðið - 19.12.1975, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975
55
Lennard Bernadotte greifi f gróðurhúsi sfnu á Mainau-eyju.
sögu. Kastalinn og kapellan, sem
honum fylgir, eru byggð á 18. öld.
Frá hallarveröndinni er útsýni
yfir garðana og vatnið. Svo er
engu likara en þar blasi við hita-
beltislandslag, þó staðurinn sé í
400 m hæð og norðan Alpafjalla.
Mainau-eyja kom f.vrst við sögu
Svia í 30 ára striðinu, er sænski
herinn byggði 30 skip og tók
eyjuna. 1740 var höllin byggð af
riddarareglu einni, en staðurinn
gekk kaupum og sölum, þar til
eyjan komst í eigu þjóðhöfð-
ingjans. Viktoría Sviadrottning,
amma Lennard Bernadottes, erfði
hana eftir föður sinn, Friðrik II.
Þegar Lennard Bernadotte kom
þangað fyrst með unga konu sina,
Karin Nissvandt, árið 1930, var
eyjan eins og frumskógur, svo
fer vaxandi í réttu hlutfalli við
fosfatmagnið i sápunni og aukið
þéttbýli við vatnið og árnar, sem í
það renna. Um 60% af fosfötum
kemur frá fólkinu, sem býr við
vatnið, en 40% með ánum, sem í
það renna.
Annað vandamál þarna í
Bodensee, sem Rin rennur úr, eru
sportbátarnir, sérstaklega bátar
með tveggja strokka vélum. Taldi
prófessorinn að 15—20 tonn af
olíu færu i vatnið árlega frá bát-
unum. Olian kemur smám saman,
safnast og sekkur til botns og
hægt er að sjá hin slæmu áhrif
hennar á lifið á botninum. Með
vaxandi komu ferðamanna, eykst
slík bátaumferð um vatnið og
hafa menn af því áhyggjur.
Jafnframt má finna mjög aukna
mengun frá Iffrænum efnum yfir
ferðamannatímann, mest á
stöðum þar sem tjaldstæði eru við
vatnið og árnar. Því þyrfti við
hvert tjaldstæði að hafa litla
hreinsistöð. Ekki eru komnar
nægilega margar skolphreinsi-
stöðvar við Bodensee fyrir alla
byggðina, en þær eru að smá-
koma. Við Konstanz er náð um
1000 tonnum af fosfötum úr vatn-
inu, en árlega fara um 800—900
tonn niður Rín frá Bodensee. En
Rín flytur nokkuð mikið af
þessum efnum Svisslandsmegin f
vatnið og á botninum er bundið
talsvert magn, sem ekki þykir
fengur I að uppleysa.
Þrátt fyrir allt þetta tal um
óhreinindi f Bodensee, er hrein-
asta ánægja að sigla um vatnið.
Eyjan Mainau rís upp úr því eins
og gimsteinn, áföst við land með
brú. Þarna hefur sænski greifinn
og náttúruunnandinn Lennard
Bernadotte komið upp einhverj-
um fjölbreyttasta og fegursta
grasgarði á meginlandi Evrópu. Á
vorin eru þar yfir milljón teg-
undir af fágætum jurtum af ýmsu
tagi, t.d. yfir 1000 rósategundir,
500 þúsund blómstrandi hita-
beltisplöntur, 800 tegundir af
túlipönum, stór orkideugarður,
fjöldi af fágætum plöntum frá
Argentínu, Ástraliu, Venezuela
o.s.frv. og yfir 1000 trjátegundir.
Þar á meðal eru tré, sem aðeins
höfðu fundist steinrunnin i brún-
kolanámum, en standa nú þarna
aftur eftir milljónir ára f fullri
stærð, 33—37 m há. í Kina hafði
enn verið til runni af þessari
tegund og þaðan var fengin 10 sm
há planta 19*50, sem tókst að
rækta upp.
Tekið var á móti okkur þremur
erlendu gestunum í Mainau-höll,
sem er ákaflega falleg og vel við
haldið. Tengdadóttirin í höllinni,
Annegrete Bernadotte, og yfir-
garðyrkjumaðurinn sýndu okkur
garðana. Sjálfur er Lennard
Bernadotte orðinn fullorðinn
maður. Faðir hans var Wilhelm
prins, sonur Gústavs V Svía-
konungs, en Mainau eyju erfði
hann 1930 eftir ömmu sína,
Viktorfu drotningu, konu hans.
....
Mainau-eyja er eins og gröðurvin f vatninu bodensee. Höllin sést utan frj vatninu milli trjánna.
Dr. Einsle tekur botnsýni úr vatninu til að sýna að mengunin hefur
mikið minnkað þar.
Vlð Boflensee
slunda vlslndamenn
rannsöknlp og
Bernadotle grelfi
raeklar grasgarð
Þessi gróðurmikla éyja er alger-
lega hans verk, eins og hún er nú.
Áhugi hans á verndun náttúru og
landslags er óbilandi, enda hefur
hann gert slikt að ævistarfi sínu.
Arið 1955 var hann kjörinn for-
seti Samtaka jurtaræktenda og
1961 skipulagði hann og varð for-
maður stofnunar þeirrar, sem sér
um Iandslagsvernd og landslags-
sköpun í Þýzkalandi. Margar
mikilvægar hugmyndir og ákvarð-
anir hafa komið frá hinum árlegu
Mainau-ráðstefnum, þar sem rætt
er um verndun og fegrun. Berna-
dotte veitir lika forstöðu nefnd
þeirri, sem sér um svokallaðar
„Lindau-umræður“, en það er ár-
legur umræðufundur Nobelsverð-
launahafanna. Og hann er höf-
undur hins svonefnda Græna
Mainau sáttmála frá 1961, þar
sem sett eru upp í 12 greinum
ákvæði um það, hvernig unnið
skuli að samræmingu náttúru-
verndar og tæknialdar. í fram-
haldi af því beitti hann sér 1971
fyrir hinum svokallaða Bodensee-
sáttmála, sem felur i sér áform
um að stefna að hreinu vatni sam-
fara aukinni útivist, náttúru-
vernd og góðri nýtingu landslags-
ins. Bernadotte greifi dvelur
meginhluta ársins i höllinni á
Mainau-eyju við störf sin, en
kvaðst í sumarleyfinu sigla með
fjölskyldu sinni um sænska
skerjagarðinn á snekkju, sem
hann geymir á Álandseyjum.
Mainau eyja er hreinasta
Paradís. Hún á sér nokkuð langa
varla sást I höllina. Hann hugðist
láta höggva þar tré, en starfs-
fólkið neitaði. Engu hafði mátt
breyta þar svo Iengi. Þá sendi
hann aumingja yfirgarðyrkju-
manninn i fri og tók sjálfur við
stjórninni. Á stríðsárunum varð
Bernadotte greifi að dvelja heima
f Svíþjóð 1938—48. Þegar hann
kom aftur, kom í ljós, að nær allt
hans verk var unnið fyrir gíg.
Hann hófst þá handa aftur, en
kostnaðurinn var gifurlegur, svo
farið var að opna garðana fyrir
almenning, gegn aðgangseyri.
Fólk streymir að þessum fallega
bletti. Nú koma þangað árlega 1,7
milij. gestir. Veitingahúsi hefur
verið komið fyrir i gömlu húsi i
garðinum, og m.a. hægt að fá þar
sænska rétti. En til þess að slíkur
staður skiptist ekki milli margra
erfingja, hefur Bernadotte gert
hana með öllu sem þar er að
sjálfseignarstofnun, sem eftir
hans dag gengur til þýzka ríkis-
ins. Hann átti tvo syni með fyrri
konu sinni, og með síðari kon-
unni, Sonju, á hann tvö ung börn.
öll eyjan er einn botaniskur
garður, sem fyrr er sagt. En uppi
á landi er eignin notuð til akur-
yrkju. Kostnaður er orðinn mikill
við að halda görðunum, við og
bæta i þá. Aðallega eru þar þrjár
árstíðir, sem mismunandi blóm
setja svip á. Á vorin eru það t.d.
túlipanar, hyasintur og narsissur,
og svo tekur hver tegundin við af
annarri, liljur og rósir um há-
sumarið og daliur í september. En
um háveturinn eru settir gríðar-
miklir glerhjálmar yfir allan hita-
beltisgarðinn, sem verður þá
ekkert smáræðis gróðurhús.
Slíkar gróðurvinjar eru ákaf-
lega dýrmætar i þéttbýlu landi.
Það er Bodensee ekki siður, ef
tekst að vernda vatnið fyrir
óhreinindum og mengun. Það
sama gildir raunar fyrir Rinar-
fljót allt og öll önnur vötn. —
Nútímafólk úr þéttbýli sækist
einkum eftir þrennu sér til hvíld-
ar og upplyftingar — vatni,
fjöllum og skógi, sagði einhver
góður maður við mig i ferðinni og
ég held að það sé rétt. En vatnið
er enn mikilvægara manninum. 1
sáttmála Evrópuráðsins um vatn
segir m.a.: Að valda mengun á
vatni er sama sem að vinna mann-
inum tjón, svo og öðrum lífverum
sem vatni eru háðar. Og í þeim
sama sáttmála eru fleiri greinar,
sem eiga við það efni, sem hér
hefur verið fjallað um. I 9. grein
segir: Verndun vatnsforðans
kallar á auknar vísindalegar
rannsóknir, þjálfun sérfræðinga
og bætta upplýsingaþjónustu
fyrir almenning. Og 12. og siðasta
greinin hljóðar svo: Vatnið
þekkir engin landamæri, sem
sameiginleg auðlind krefst það al-
þjóðlegrar samvinnu.
Annegret Bernadotte og yfirgarðyrkjumaðurinn f Mainau eyju (t.h.) spjölluðu við gestina og sí ndu beir
hægrir Ljðsm E Pá' sj6nvarpsmenn kv*mynduðu. Stjörnandi sjónvarpsþáttarins, Maudner', lengst ti