Morgunblaðið - 19.12.1975, Side 28

Morgunblaðið - 19.12.1975, Side 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1975 Afastrákur Eftir Ármann Kr. Einarsson Teikningar: Þóra Sigurðardóltir ekkasog, Hann reyndi ekki að losa tökin, og sagði ekki heldur neitt, en strauk sefandi um hnakka og herðar Nonna litla. Kannski fannst litla kútnum best að grúfa sig í hálsakot, meðan hann væri að jafna sig. Afi bar Nonna heim að húsinu. Enn ríghélt litli hnokkinn sér um háls afa síns og hreyfði sig ekki. Eftir drykklanga stund losaði hann loks tökin, lyfti grát- bólgnu andlitinu oghvíslaði: Pabbi! Já, nefndu mig, ef þér liggur lítið við, svaraði afi lágt, líkt og í trúnaði. Um leið þrýsti hann Nonna litla að sér eins og til merkis um, að hjá honum gæti hann ævinlega leitað skjóls og öruggrar verndar. Upp frá þessu greip Nonni ætíð til töfraorðsins, ekki einungis ef honum fannst mikið við liggja, heldur einnig í tíma og ótíma. SÖGULOK Hvað sjálfan mig varðar, þá ligg ég okki á neinum Jevndarmálum gagnvarl konunni minni. Vinir í lífi og dauða EINU SINNI VORU TVEIR MENN, sem voru svo miklir vinir, að þeir unnu hvor öðrum eið að því, að þeir skyldu ekki skilja í lífi né dauða. Annar þeirra varð ekki gamall, og nokkru eftir að hann dó, bað hinn sér stúlku, fékk jáyrði hennar og ætluðu þau síðan að gifta sig. — Þegar þau buðu til brúðkaupsins, fór brúðguminn sjálfur út í kirkjugarðinn, þar sem vinur hans hvíldi, barði á leiðið og kallaði á hann. — Nei, hann kom ekki. Hann barði aftur og kallaði hærra en áður, að hann skyldi koma, því hann þyrfti að tala við hann. Loksins heyrði hann eitthvert þrusk og síðan kom hinn dauði upp úr gröfinni. „Það var gott að þú komst, vinur“, sagði brúðguminn, „ég er búinn að standa hér lengi og kalla á þig“- „Æ ég var svo langt í burtu héðan“, sagði sá dauði, „svo ég heyrði ekki almennilega til þín, fyrr en í síðasta skiftið“. „Já, ég kallaði nú á þig af því, að í dag er ég að gifta mig“, sagði vinur hans, „og þú manst sjálfsagt, að okkur talaðist svo til, að við skildum vera hvor við annars brúðkaup". — „Ég man eftir því“, sagði vofan, „en þú bíður kannske svolítið, því ég þyrfti helst að laga mig aðeins til, eftir að hafa verið dauður svona lengi, ég er svei mér ekki hæfur í brúðkaupsveizlu". Hinn hafði nauman tíma, því það var beðið eftir honum; það átti að fara að halda af stað til kirkjunnar, en svo varð að láta drauginn hafa svolítinn tíma til þess að laga sig til og búa sig og var honum fengið herbergi og lánuð kirkju- föt, því hann varð að fara til kirkju, eins og hinir. Jú, sá dauði var með í för, bæði til kirkju og heim aftur, og þegar brúð- kaupsveizlan fór að líða að endalokunum, vildi hann kveðja og fara sína leið. En vegna gamallar vináttu vildi brúðgum- inn fylgja honum til grafarinnar aftur. Og þegar þeir voru á leiðinni þangað, spurði brúðguminn, hvort hinn hefði ekki séð margt einkennilegt og merki- legt, sem gæti verið gaman að vita um. „O, jú, það hefi ég nú“, sagli hinn dauði, „margt og mikið hefi ég séð“, sagði hann. „Gaman væri að sjá það allt“, sagði brúð- guminn, „mér myndi þykja gaman að fara með þér Iíka“, sagði hann. Vonandi þarf hún ekki að sjá eftir þvf að hafa gifzt skurð- lækni. ina. Maðurinn yðar þolir ekki neinn hávaða. Lokið gluggum og hurðum og talið sjálfar sem allra minnst. IVlóðir hennar: — Ef dóttir mfn giftist vður, verður það minn bani. Hann: — Má ég trevsta þvf? X — Ég datt f tjörn í gær og var nærri drukknaður. — Hvað, kanntu ekki að svnda? — Jú, en það stóð skilti hjá tjörninni og á þvf stóð: „Bannað að synda í tjörninni". X Frænkan: — Ef ég má kvssa þig, Villi minn, skal ég gefa þér 10 krónur. Villi: — Tfu krónur. Nei, ég verð að fá meira fvrir það en að taka inn lvsi. V_______________________________ — Mvndirðu gráta, ef ég dæi? — Já, þú veizt hvað ég þarf Iftið til þess að fara að gráta. X Frúin: — Ég sá að pósturinn kvssti þig í morgun. 1 fvrra- málið tek ég sjálf á móti póst- inum. Dóttirin: — Það er ekki til neins. Hann kvssir enga nema mig. X — Það væri gaman að vita, hvað maður á marga ættingja. — Fáðu þér sumarbústað, þá kemstu að því Meö kveöju frö hvrtum gesti Jóhanna Kristjóns 3 Hann sá að Parsons einblfndi á hann, sennilega var hann að hugsa um það sem hann kallaði vera sitt aðaláhugamál og um það hvað gæti verið f koffortunum. En koffortin voru full af gömlum bókum. Skápurinn var tómur og hvergi neitt að sjá. Hér var allt hreint og strokið eins og annars staðar f húsinu. Frú Parsons hafði vissu- lega verið mikil fyrirmvndarhús- móðir hugsaði hann. — Klukkan er nú hálf ellefu, sagði Burden eftír að hafa pfrt augun á úrið sitt. — Sfðasta lest kemur ekki fyrr en klukkan eitt. Það gæti verið hún kæmi með þeirri ferð. Parsons sagði þvermóðskulega. — Hún m.vndi ekki fara neitt með lestinni. Þeir gengu niður aftur og námu staðar á leiðinni til að skrúfa per- una aftur f loftið f svefnherberg- inu. A stígapallinum staldraði Parsons sfðan við og hugsaði með sér hversu óvenjulega þung og myrk stemning rfkti f þessu húsi, þrátt fvrir allan þrifnaðinn. Þó fannst honum að með ögn bjart- ari litum og betri iýsingu hefði mátt gera þetta að ósköp skikkan- legu heimili. Meðan þeir gengu niður var hann sfðan að hugsa um konuna sem bjó hér og var alla daga niðursokkin f að vinna heimilisverk og áhugi hennar virtist við það eitt bundinn að fá húsgögnin til að anga af bóni og dusta hvert rvkkorn sem settist hér á. — Ég veit ekki hvað ég á að gera, sagði Parsons. Burden fýsti engan veginn að ganga aftur inn f borðstofuna með risahúsgögnunum forljótu og þar sem teið var nú löngu orðið kalt f bollanum. Nú hlaut konan hans að vera komin úr kvik- mvndahúsinu. — Þér gætuð nú hringt til kunningja hennar f söfnuðinum, sagði hann og mjakaði sér f átt til dyra. Parsons hefði bara átt að vita hvað þeir fengu margar til- kvnningar um konur sem höfðu horfið — og hversu fáar þeirra — örfáar þeirra fundust dauðar úli á akri eða inni f skógi eða niður- bútaðar í kofforti. . . — Á þessum tfma kvölds? Parsons leit hneykslaður á hann eins og það væri fastur vani hans að hringja ekki neinn upp eftfr klukkan nfu á kvöldin og út af slíkum vana mátti ekki einu sinni bregða f nevð. — Fáið vður svefntöflu og reyn- ið að sofa, sagði Burden. — Ef eitthvað kemur upp á er yður guðveikomið að hringja til mfn. En sem stendur er eiginlega ekkert meira sem við getum gert. Þér fáið strax tflkynningu frá lög- reglunni. ef við fréttum eitthvað. — Hvernig verður þetta f fvrra- málið? Ef hann hefði verið kvenmaður hefði hann beðíð mig að vera um kyrrt, hugsaði Burden. Hann hefði gripið f mig og sagt: Þér megið ekki skilja mig eftir. — Ég Ift vlð hjá vður á leiðinni á stöðina, sagði hann. Parsons iokaði ekki útidyrun- um íyrr en Burden var kominn hálfa leið eftir götunni. Hann leit einu sinni um öxl og greindi fölt og kviðafullt andlitið f daufri birtunni úr forstofunni. Hann var sjálfur dálftið vandræðalegur og ráðvana, vegna þess að honum hafði ekki tekizt að hughreysta manninn né á neinn annan hátt að verða honum að liði. Göturnar voru auðar og þögular, og þessi djúpa þögn sveif yrir eins og er f litlum bæjum úti f sveitinni á kvöldin. Kannski var hún á leiðinni frá járnbrautar- stöðínni og gekk hratt og var áhyggjufull yfir þvf að hafa ekki látið manninn sinn vita af sér og var nú I óða önn að sjóða saman einhverja trúverðuga sögu, hugsaði Burdcn. Það var krókur en engu að sfður gekk hann að horninu á Tabard Road og skimaði upp f High Street. Héðan sá hann alla leiðina til Stowerton Road þar sem sfðustu bflarnir voru að fara frá bflastæðinu fyrir framan The Olive and Dove. Torgið var mann- laust ekki aðra að sjá f mílu fjarlægð en unga elskendur á brúnni. Meðan hann stóð þarna kom bftlinn frá Stowerton akandi og hvarf brátt niður fyrir hæðina. Unga elskendaparið hljóp f áttina að stoppistöðinni og bfllinn ók aftur af stað án þess að nokkur stigi út. Burden andvarpaði og gekk heimleiðis. — Hún er ekki komin, sagði hann við konuna sfna. — Það ER nú skrftið Mike, sagði hún. Eg hefði haldið að hún væri sfðasta manneskja f heimin- um sem myndi stinga af með öðrum mannl. — Hún er kannski ekki sérlega þckkileg á að Ifta? — Ekki vil ég segja það, sagði Jean kona hans. — Hún Iftur út fyrir að vera ósköp sómakær. Alltaf f lághæluðum skóm og notar ekki neitt til að snyrta sig með. Hversdagsleg hárgreiðsla, en hrein og viðkunnanleg. Þú veizt hvað ég meina. Auk þess

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.